Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 41

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 41 Ætlumst til of mikils af vel ferðarþjóð félaginu — segir pr. Jon Eivind Kolberg í tilefni af þátttöku íslands í samanburðarrannsókn á þróun velferðarríkja á Vesturlöndum FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands mun taka þátt í saman- burðarrannsókn á lífskjörum og þróun velferðarríkja á Vesturlöndum, sem unnin verður innan háskóla í nokkrum löndum, en þau eru auk Norðurlandanna: Bretland, Vestur-Þýskaland, Holland, Frakkland, ítal- ía, Ungverjaland, ísrael og Bandaríkin. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar samanburður milli Norðurlandanna og hins vegar samanburður við önnur lönd í Evrópu og Norður-Ameríku. Einn af stjórnendum verk- efnisins, þ.e. norræna hlutans af samanburðarrannsókninni, norski pró- fessorinn Jon Eivind Kolberg var staddur hérlcndis nýverið til viðræðna um undirbúning rannsóknarinnar og ræddi blaðamaður við hann um rannsóknina og þátt íslands í henni. Jon Eivind er nýskipaður pró- fessor við háskólann í Bergen, en sérsvið hans eru félags- og heil- brigðismál. Hann sagði í upphafi, að tildrög að rannsókninni ættu rætur að rekja til fundar félags- málaráðherra Norðurlanda á vett- vangi Norðurlandaráðs á árinu 1983. Félagsmálaráðherra Noregs hefði þá beðið hann að útbúa skýrslu sem grundvöll að opnari umræðu um vandamál og breyt- ingar velferðarríkisins. I fram- haldi af þeirri skýrslu hefðu ráð- herrarnir beitt sér fyrir þessari víðtæku rannsókn, en ætlað er að standi yfir í tvö ár. Að sögn Jons hófst norræni hluti hennar í júní- mánuði sl. i Osló og hefur mikið starf verið unnið síðan við skipan í rannsóknarráð og öflun fjárveit- inga innan hvers lands. Auk styrks frá Norðurlandaráði nýtur verk- efnið fjárveitingar frá Volkswag- en- styrktarsjóðnum í Þýskalandi. Þá leggja þátttökulöndin enn- fremur nokkurt fé af mörkum. Rannsóknarhópurinn mun koma upp sameiginlegum gagnabanka í Berlín. Auk þess fær hann aðgang að gögnum úr tveimur gagnabönk- um sem þegar hefur verið komið upp, þ.e. að gögnum um efnahags- mál, kjaramál og velferðarkerfið i 18 OECD-löndum og gögnum úr „The Luxemburg Incomes Study". Aætlað er að rannsóknarmenn í hverju landi geti fengið gögnin á segulbandi, en jafnframt stendur til að koma á tölvusambandi milli viðkomandi háskóla i gegnum EARN, sem IBM hefur boðið Há- skóla íslands ókeypis aðild að í tvö ár. Jon Eivind sagði aðspurður um meginþætti rannsóknarinnar á Norðurlöndum, að hún byggðist á þremur meginþáttum. 1 fyrsta lagi spurningunni um mismun velferð- arríkjanna og likingu þeirra, en þrátt fyrir að Norðurlöndin væru oft álitin mjög lík, og jafnvel ein þjóð, úti í hinum stóra heimi væri mismunurinn meiri en jafnvel Norðurlandabúar gerðu sér sjálfir grein fyrir. Sem dæmi nefndi hann að til félagasmála væri varið 21% tekna af þjóðarframleiðslu á ís- landi en 36% í Svíþjóð. í öðru lagi sagði hann ætlunina að líta á tengingu velferðarþjóð- félagsins og efnahagslífsins, þá sérstaklega atvinnulífs. „Ég tel,“ sagði hann, „að nokkurs konar þögul bylting hafi átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár. Upp- haflega var ætlunin að velferðar- ríkið og efnahagslífið ættu að vera aðskilin. Við héldum til dæmis að betri efnahagsafkoma gæfi fleiri störf og meiri atvinnu, en í dag sjáum við að svo er ekki. Við sjáum milljónir fólks í dag fara af vinnu- markaðinum. Þetta fólk fer úr vinnu, velflest af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna veik- inda, en það getur samt sem áður unnið og margt af því vill vinna. Tengsl velferðarkerfisins og at- vinnulífs eru samkvæmt þessu alltof mikil." - Þýðir þetta að þínu mati, að vel- ferðarþjóðfélagið sé komið í blind- götu eða hafi jafnvel runnið sitt skeið? „Við getum orðað það með þeim hætti, að við höfum ætlast til of mikils af velferðarkerfinu, ætlast til þess að það leysi of mörg vanda- mál í nútímaþjóðfélagi. Nú er ég að tala um öll löndin, ekki aðeins Norðurlönd. Það er til dæmis at- hyglisvert, að í Ungverjalandi, sem er eina landið austantjalds sem er tekið til viðmiðunar, segjast ráða- menn ekki búa við atvinnuleysi. Aftur á móti fara konur þar á eftirlaun 55 ára og þegar þær eiga börn eru þær sendar í þriggja ára frí. Þannig má segja að Ungverjar Morgunbladid/Júlíus Jon Eivind Kolberg prófessor við há.skólann i Bergen og yfirumsjónar- maður samanburðarrannsóknanna á Norðurlöndum. leysi sín mál öðru vísi en til dæmis Norðmenn og íslendingar þar sem fólk fer á eftirlaun 67 ára. Ég er ekki að segja að ungverskar konur vilji hafa þetta svona, en þannig erfarið að.“ Þá sagði hann, að norræna rann- sóknin gerði í þriðja lagi ráð fyrir athugunum á atvinnu í velferðar- ríkjum, ennfremur ýmislegu tengdu atvinnu, svo sem orlofi, leyfum, tímabundinni fjarveru, endurmenntun og svo framvegis. Hann sagði eftirtektarvert að skoða tengsl félagsmálastarfs og atvinnu kvenna, en það virtist mjög tengt. Aukning velferðar- kerfisins virtist alls staðar leiða til aukinnar atvinnu kvenna. Jon Eivind sagði aðspurður um þátt íslands, að ísland hefði til- finnanlega vantað inn í hina nor- rænu mynd fram að þessu. Mjög mikilvægt væri að fá rannsóknir héðan. I fyrsta lagi væri ísland hluti af Norðurlöndunum. Þá virt- ist vinna meiri hér en alls staðar annars staðar. Atvinnuleysi væri minna samkvæmt skýrslum hérna en alls staðar annars staðar á Norðurlöndum. Á sama tíma væri verðbólgan eftirtektarverð. „Hvernig þið farið að því við ríkj- andi aðstæður að viðhalda svo góðu velferðarríki er stór spurn- ing, eiginlega er spurningin hvern- ig farið þið að þvi að komast af,“ sagði hann. Prófessorinn sagði að lokum að hann væri mjög ánægður með þær móttökur sem hann hefði hlotið hérlendis og kvaðst ánægður með þann áhuga sem verkefninu hefði verið sýndur. Stefán ólafsson, forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar Háskólans, yrði í for- ustu fyrir rannsókinni hérlendis og sagðist Jon Eivind vilja benda á, að niðurstöður rannsóknarinnar gætu orðið íslendingum til mikils gagns og reyndar tengdist hún ýmsu því, sem verið væri að vinna að nú þegar á vettvangi stjórn- málanna. Um notkun niðurstaðn- anna sagðist hann geta lofað þvl, að þær yrðu ekki aðeins einn skýrslubunki Norðurlandaráðs enn, sem stungið yrði niður í skúffu. Ætlunin væri að kynna þær í formi ráðstefnuhalds, funda, fyrirlestra og i fréttum í öllum þátttökulöndunum. Stefán ólafsson, forstöðumaður félagsvísindastofnunar, sagði, er blaðamaður ræddi við hann, að forráðamenn stofnunarinnar myndu leita samstarfs við opin- bera aðila um framkvæmdina, m.a. Hagstofu íslands, tekjuskiptingar- nefnd, Tryggmgarstofnun ríksins og ráðuneyti. Viðtal: FRÍÐA PROPPÉ Bókagerðarmenn deila við Alþingi: Taka ekkí víð efni sem sett er af riturum Alþingis Félag íslenskra prentsmiðjueigenda kærir Félag bókagerðarmanna til félagsdóms MorgunblaðiJ/Júlfus unefndar Stjórnunarfélags íslands, af- S, viðurkenningu fyrir bestu ársskýslu FÉLAG bókagerðarmanna hefur gert prentsmiðjunni Gutenberg að hætta að taka til vinnslu tölvudisklinga sem settir eru af riturum Alþingis. Ritarar Alþingis eru eins og aðrir eð bestu árs- ina fyrir 1984 :ur hlaut viður- a og vandaða skýrslu Formaður ársskýrslunefndarinnar er Stefán Svavarsson, endurskoð- andi, en með honum eru Árni Vil- hjálmsson prófessor og Helgi Bach- mann, yfirmaður hagdeildar Lands- banka íslands. Sérhver nefndar- manna lagði sjálfstætt mat á hverja skýrslu. Þeir báru niðurstöður sínar saman og sömdu umsögn um hverja skýrslu fyrir sig. Rafmagnsveitur Reykjavíkur hlutu viðurkenningu fyrir góða ársskýrslu og í umsögn segir meðal annars: „Ársskýrslan er afar vönduð og þykir gefa góða innsýn í starfsemi fyrir- tækisins. Þá eru myndrit skýr og auðskilin. Ársreikningurinn er skil- merkilega fram settor og gefur les- andanum færi á að gera sér glögga grein fyrir afkomu og efnahag fyrir- tækisins." Eins og áður segir tóku 16 fyrir- tæki þátt í keppninni um bestu árs- skýrsluna og þau voru: Olíuverzlun íslands hf., Flugleiðir hf., Hitaveita Suðurnesja, Iðnlánasjóður, Johann Rönning hf., Rafmagnsveitur Reykjavíkur, Eimskipafélag íslands hf., Almennar tryggingar, Lands- virkjun, Kisiliðjan, Islenska álfélag- ið, Verzlunarbanki íslands, Oliufé- lagið Skeljungur hf., Iðnaðarbank- inn, en hann hlaut verðlaun á síðasta ári fyrir bestu skýrsluna og Samband íslenskra samvinnufélaga. starfsmenn þess innan heildarsam- taka opinberra starfsmanna, en hafa þá sérstöðu að samningar um kjör þeirra og ráðningu heyra undir for- seta Alþingis. Félag bókagerðar- manna telur að þeir séu að vinna störf sem með réttu tilheyri þeirra félagsmönnum. Hefur FBM gert þá kröfu að þeir ritarar sem framvegis verða ráðnir til starfa á Alþingi gangi í félagið, en á því munu vera veruleg- ir annmarkar, að sögn Friðriks Ól- afssonar, skrifstofustjóra Alþingis. Félag íslenska prentiðnaðarins hefur kært FBM vegna þessara aðgerða til Félagsdóms. „Við vöktum máls á þessu strax í mars síðastliðnum með bréfi sem við skrifuðum skrifstofustjóra Alþingis, en fengum engin við- brögð," sagði Magnús E. Sigurðs- sob, formaður FBM. „Til að þrýsta á viðræður var samþykkt á félags- fundi þann 13. nóvember að hóta þessum aðgerðum frá og með 12. desember, ef samkomulag hefði ekki náðst fyrir þann tíma. Við höfum átt I nokkrum viðræðum við skrifstofustjóra og forseta Alþingis frá þeim tíma, en málið er enn það skammt á veg komið að við töldum ekki ástæðu til að hvika frá ákvörð- un okkar,“ sagði Magnús. Magnús sagði að til þessara að- gerða væri gripið á ákveðnum for- sendum í kjarasamningum. „Við segjum sem svo að það fólk sem hefur lifibrauð sitt af því að setja texta til prentunar þurfi að vera faglært eða undir stjórn fagmanns, og tilheyra FBM,“ sagði hann. „Alþingi er stofnun sem hefur sérstöðu og það er vafasamt að raska því kerfi sem þar ríkir. Það brýtur í bága við ríkjandi fyrir- komulag ef sumir starfsmenn Al- þingis tilheyrðu öðru stéttarfélagi en BSRB,“ sagði Friðrik ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það gilda ákveðnar reglur um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og til dæmis hafa starfsmenn Al- þingis ekki verkfallsrétt. Bókagerð- armenn segja að þeir séu tilbúnir til að afnema verkfallsréttinn hjá þeim félagsmönnum þeirra sem á Alþingi störfuðu, en það er að mínu mati vafasamt að það sé hægt,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að einu áhrifin sem aðgerðir FBM hefðu á þessa starf- semi Alþingis væru þau að ritarar myndu framvegis skila tölvuút- skrift til prentsmiðjunnar í stað disklings, sem setjarar prentsmiðj- unnar myndu síðan setja upp á nýtt. Sveinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Félags islenska prentiðnaðarins sagði að félagið gæti ekki sætt sig við að lokað yrði fyrir umfangsmikil viðskipti við eitt af aðildarfyrirtækjum FÍP. „Félag bókagerðarmanna heldur því fram að innskriftir ritara Al- þingis á tölvu sé hluti af lögvern- daðri iðngrein og gera kröfu til þess að ritarar gangi í FBM. Við erum ekki sammála þvf að þessi verkþáttur sé verndaður með lög- um. Það er enginn eðlismunur á þvi að skrifa á ritvél og tölvu. Á þeirri forsendu höfum við skotið málinu til Félagsdóms, sem mun væntan- lega skera úr um það hvort hér er um lögverndaðan verkþátt að ræða eða ekki,“ sagði Sveinn. í samningum milli FBM og FÍP er ákvæði sem segir að félagsmenn FBM megi ekki vinna hjá atvinnu- rekanda sem ekki er í FÍP. Það þýðir að ef ritarar Alþingis gengju í FBM þyrfti Alþingi sem stofnun að ganga í FÍP. „Við sjáum í sjálfu sér ekkert athugavert við það að ritarar Alþingis gangi í FBM ef þeir vilja það, og höfum sagt að við séum tilbúnir til að lfta fram þjá þessu ákvæði í samningum sem bannar félögum í FBM að vinna hjá öðrum en aðildarfélögum FÍP. Því auðvitað er okkur ekki stætt á því að krefjast þess að Alþingi gangi i FÍP. Það sem við hins vegar getum ekki sætt okkur við er að lokað sé fyrir hluta af starfsemi fyrirtækis innan okkar vébanda, og það á mjög vafasömum forsendum,“ sagði Sveinn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.