Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 53

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER1985 53 Timman vann sér sæti í áskorendaeinvígjunum Skák Margeir Pétursson Hollenski stórmeistarinn Jan Timman hreppti fjórða og síðasta sætið í áskorendaeinvígjunum, sem hefjast snemma á næsta ári. Hann varð jafn Sovétmanninum Mikhail Tal, fyrrverandi heimsmeistara, á áskorendamótinu um daginn og urðu þeir að tefla sex skáka einvígi um ijórða sætið. Því lauk 3—3, en vegna hagstæðari stiga úr áskorendamót- inu komst Timman áfram. Timman þykir almennt frambærilegasti full- trúi Vesturlanda í heimsmeistara- keppninni í skák, síðan Fischer var upp á sitt bezta, á árunum 1970—72. Fyrir einvígið við Tal þótti Timman mun sigurstranglegri, hann er 33ja ára, en heimsmeistar- inn fyrrverandi orðinn 49, auk þess sem sóknarstíll Tals hefur yfirleitt notið sín illa í einvígjum. Eftir að Timman vann aðra skák- ina, þótti síðan flestum sem úrslit- in væru ráðin, en Tal komst frá einvíginu með miklum sóma, með því að jafna metin í næstsíðustu skákinni. Við það fór mikill hrollur um hollenska skákáhugamenn, en Timman tókst að halda jafntefli með hvítu í sjöttu og síðustu skák- inni og komst því áfram á jöfnu. Einvígið fór fram í Montpellier í Frakklandi, eins og áskorendamót- iðsjálft. Vinningsskák Timmans gekk þannig fyrir sig; HvítL' Jan Timman Svart: Mikhail Tal Móttekið drottingarbragð 1. d4 — d5,2. c4 — dxc4,3. e4 í ár hefur verið vinsælast að svara peðsráninu á þennan máta. Hvítur leggur ekki áherzlu á að ná peðinu til baka, en fær oft opnar línur og sóknarfæri. — e5, 4. Rf3 — exd4, 5. Bxc4 — Bb4+, 6. Rbd2 — Rc6,7. (H) — Df6!? Sovézki stórmeistarinn Roman- ishin er upphafsmaðurinn að þess- um frumlega leik. 7. — Bxd2 eða 7 — De7 eru e.t.v. öruggari leikir. 8. e5 — Dg6, 9. Rh4 — Dg4, 10. Rdf3 — Be6,11. h3 Timman velur vænlegra fram- hald en Jusupov i skák sinni við Mikhailchisin á sovézka meistara- mótinu 1981; 11. Bxe6 — fxe6, 12. Db3 - Rge7, 13. h3 - De4, 14. Dxe6 — h6! og staðan var mjög tvísýn. - De4,12. Bd3 — Dd5,13. Rg5! stöðumynd I Be7 Svartur hafði vart efni á því að eyða leik í annað en að ljúka liðs- skipan sinni, þó það verði að játast að eftir 13. - 0-0-0 14. f4 hafi hvítur afar fallega stöðu. 14. Be4 — Dd7, 15. Rxe6 — Dxe6, 16. Bxc6+ — bxc6 16. — Dxc6 mátti svara með 17. Rf5. 17. Dxd4 - Hd8,18. Da4 - Bc5? Eftir 18. - Bxh4, 19. Dxh4 - Gary Kasparov Re7 hefði svartur a.m.k. náð að hróka og koma öllu liði sínu í gagnið, hvað svo sem segja má um stöðuna. 19. Dc2 — Hd5,20. b4! — Bd4 Nú eykur hvítur frumkvæði sitt með hverjum leik. Eftir 20. — Bxb4 21. Hbl og næst 22. a3 hefði hann náð yfirráðum yfir mikil- vægri hrókslínu. 21. Rf5! — Bxe5, 22. Hel — Kf8, 23. Bb2 Dxf5!? Þegar allt er komið í kaldakol ei oft gripið til slíkra allsherjar- lausna. Með drottningarnar á borðinu hefði einnig orðið brátt um svart. T.d. 23. — Df6, 24. De4! og vinnur. 24. Dxf5 — Bh2+, 25. Kxh2 — Hxf5, 26. Hadl — Hd5, 27. Hxd5 — cxd5, 28. Hcl! og svartur gafst upp. Honum tókst að vísu að sleppa út í endatafl með peði meira, en einn- ig þar réð yfirburðaliðsskipan hvíts úrslitum. Eftir 28. — Re7, 29. Hxc7 nær hvítur tveimur samstæðum frípeðum á drottning- arvæng. Timman og Kasparov tefla einvígi Beztu skákmenn heims koma ekki til með að sitja aðgerðalausir Anatoli Karpov næstu mánuðina, því þá munu fara fram nokkur meiriháttar uppgjör í einvígjum á milli þeirra. Þá kann að ráðast hvaða nýir menn verða leiðandi fram að næstu aldamót- um. Á sunnudaginn kemur, þ. 15. desember, hefst í Hollandi æfinga- einvígi þeirra Timmans og Gary Kasparovs, nýbakaðs heimsmeist- ara. Tefldar verða sex skákir og vaV þetta einvígi ákveðið með löng- um fyrirvara. Margir hafa undrazt að Kasparov vilji tefla opinbert einvígi svo stuttu eftir að hann hreppti heimsmeistaratitilinn, því það er úr háum söðli fyrir hann að detta, en Timman hefur hins vegar allt að vinna. Hinn 10. janúar næstkomandi hefst síðan fyrsta umferð áskor- endaeinvígjanna, sem eru með út- sláttarfyrirkomulagi. Aðeins fjór- ir skákmenn tefla í einvígjunum og er nú orðið ljóst að annars vegar mætast Sovétmaðurinn Artur Ju- supov og Hollendingurinn Jan Timman og hins vegar Sovét- mennirnir Andrei Sokolov og Rafa- el Vaganjan. Bæði einvígin verða tólf skákir og er gert ráð fyrir að þeim ljúki eigi síðar en 3. febrúar. Sigurvegararnir úr þessum ein- vígjum tefla innbyrðis í vor og sá sem þá verður eftir teflir við þann sem tapar fyrirhuguðu heims- meistaraeinvígi um áskorunar- réttinn á þann sem þá verður heimsmeistari. Nokkuð flókið, enda reglurnar samdar af sjálfum FIDE-forsetanum, Campomanes, sem ýmist er uppnefndur „Karpov- manes" eða „Campo-madness". Þá erum við komin að stærsta viðburðinum, það er nýtt heims- meistaraeinvígi þeirra Gary Kasp- arovs, heimsmeistara, og Anatoly Karpovs, fyrrverandi heimsmeist- ara, sem hefst um það bil þann 10. febrúar næstkomandi. Karpov notfærði sér sem sé rétt sinn á hefndareinvígi, þrátt fyrir viðvar- anir lækna, sem töldu að of stutt yrði um liðið frá síðasta einvígi þeirra. Vafalaust verður barizt upp á líf og dauða og Kasparov kann að lenda á spjöldum skáksög- unnar sem sá heimsmeistari sem stytzt hefur borið titilinn, því hann gæti tapað honum aftur í apríl. Skýringin á þessum stutta fresti á milli heimsmeistaraeinvígja er sú að keppnin um áskorunarrétt- inn næsta haust er að komast á lokastig. Allt bendir því til þess að þeir Karpov og Kasparov tefli tvö einvígi um heimsmeistaratitil- inn á næsta ári, og þykir þó mörg- um nú þegar að nóg sé komið af vopnaviðskiptum þeirra, a.m.k. í bili. Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvar þetta einvígi verði teflt, en líklegt þykir að Lundúnaborg muni gera Sovétmönnum freist- andi tilboð í einvígið. Þetta myndi þýða vænan gjaldeyrissjóð í pyngju sovézka skáksambandsins, en Rússarnir gætu þá ekki neitað aðstoðarmönnum Kasparovs um vegabréfsáritun til London, eins og gerðist í haust, er Ungverjinn Adorjan varð að sitja heima. Fróð- legt verður að sjá hvort þeir meta meira, peningana eða valdið. SÚOAVÍK: Höfrungur 25,7 lestir Bessi tv. 252,0 lestirí 3feröum Pilot 25,4 lestir Sigrún tv. 10,0 lestir Pótur Þórarinss. 24,9 lestir Valurtv. 10,0 lestir Dröfn 23,9 lestir Jörundur Bjarnas. 22,7 lestir Rœkjuaflinn í ménuðinum: Sæunn 21,2 lestir BOLUNGARVÍK: Siggi 19,5 lestir Hugrún 27,8 lestirí 5feröum Þorsteinn 18,6 lestir Sólrún 27,0 lestir í 2 feröum ÍSAFJÖRÐUR: ÍSAFJÓRDUR: Tjaldur 58,2 lestir Hafþór 35,0 lestir Bára 56,7 lestir Arnarnes 20,0 lestir Sigrún KE 52,1 lestir Þrymur 10,0 lestir Ása 27,5 lestir Skalfiskaflinn í minuðinum: HÓLMAVÍK: BÍLDUDALUR: Marz 16,2 lestir Elias 26,3 lestir Vonin 13,7 lestlr Aflinn í hverri verstöö í október Botnflska(1i: Rjekjuadi: Skel 1985 1984 1985 1984 1985 PatreksfjörÖur 407 lestir ( 587) Tálknafjörður 259 lestir ( 210) Bíldudalur 9 lestir ( 64) 208 Þingeyri 663 lestir ( 307) Flateyri 429 lestir ( 437) Suðureyri 121 lestir ( 229) Bolungarvík 715 lestir ( 753) 55 lestir ísafjörður 1.014 lestir ( 1.348) 65 lestir 212 Súðavik 324 lestir ( 0) Hólmavík 3lestir ( 578) 6lestir (39) 30 Drangsnes 0 lestir ( 0) 47 lestir (20) 3.944 lestir (4.513) 173 lestir (59) 450 Janúar/sept. 59.585 lestir (58.635) 63.529 lestir (63.148) Norðurlandaráð: 15 norrænir unglingar í boðsferð til Lundar FIMMTÁN unglingar frá íslandi, Danmörku, Fsreyjum, Grænlandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum hittust í Lundi dagana 8. til 10. desember. Tilgangur fundar- ins, sem Norðurlandaráð bauð til, var að unglingarnir kynntust nor- rsnu samstarfi og hverjir öðrum. Einnig tóku þátt í fundinum fulltrúar norrsnna sskulýðssamtaka og skólafólk búsett í Lundi. Með fundi unglinganna lauk kynningarherferð Norðurlandaráðs á norrsnu sam- starfi, sem staðið hefur í tvö ár. í tengslum við kynningarher- ferðina efndi Norðurlandaráð m.a til ritgerðasamkeppni meðal ungs fólks um norrænt samstarf. Þeim unglingum, sem hlutskarpastir voru i ritgerðarsamkeppninni, var boðið til fundarins í Lundi. ís- lensku unglingarnir, sem þangað fóru, eru Valgerður María Gunn- arsdóttir, nemandi í Menntaskóla Akureyrar og Höskuldur Ari Hauksson, nemandi í Menntaskól- anum í Reykjavík, en ritgerðir þeirra höfðu verið valdar úr þeim ritgerðum, sem bárust frá íslandi, til birtingar. Þau eru bæði 16 ára. Ritgerðirnar fimmtán birtast í fjórða hefti tímarits Norrænu fé- laganna, „Vi i Norden", sem kemur út i byrjun desember. íslensku ritgerðirnar tvær birtast auk þess í jólablaði Norræna félagsins, „Norræn jól“. ^\pglýsinga- síminn er 2 24 80 FASTIFLESTUM BOKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRA HF. SIMAR 22930 - 22865 Nú í DÝRTÍÐINNI biöja allir um ÓDÝRU STJORNU JÓLAKORTIN Artemis Skeifunni 9,S. 83330

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.