Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 63

Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 63 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Mig langar til að vita hvern- ig Sporðdreki (kona) og Tví- buri (karl) eiga saman, og einnig hvernig stjörnukortið mitt lítur út. Ég er fædd 14. nóvember 1946, kl. rúmlega 8 um morgun, í Grindavík. Svo væri gaman að vita hvernig Sporðdreka og Ljóni lyndir saman (móðir ogdóttir). Með fyrirfram þökk. D. P.s. Eg er í starfi sem ég er ekki ánægð í, hvernig starf myndi henta?" Olík merki Sporðdreki og Tvíburi eru gjörólík merki og eiga yfir- leitt ekki vel saman. Við verð- um þó að taka tillit til þess að allir eru samsettir úr nokkrum merkjum og því getur fólk í þessum merkjum átt saman, vegna annarra sameiginlegra þátta. Sporðdrekinn er hlédrægur tilfinningamaður, alvörugef- inn, fastur fyrir og ráðríkur. Félagslega er hann frekar lokaður og honum semur alls ekki við hvern sem er. Dæmigerður Tvíburi er opinn og félagslyndur. Hann er létt- lyndur, eirðarlaus og ræðinn. Þarf töluverða hreyfingu og frelsi. Honum er ekki vel við tilfinningasemi. Kortið Lífsorka þín og vilji (Sól) er Sporðdreki, ást og samskipti (Venus) er Sporðdrek', fram- koma þín og ytri persónuleiki (Rísandi) er Sporðdreki, til- finningar þínar og vanahegð- un (Tungl) er Ljón, hugsun þín (Merkúr) er Bogmaður, athafnaorka þín (Mars) er Bogmaður, markmið þín (Miðhiminn) eru Meyja (Mið- himinn). Þú ert því Sporð- dreki, Ljón, Bogmaður og Meyja. Stolt Þú ert sterkur persónuleiki, ert stolt, föst fyrir og ákveðin. Þú ert ákaflega næm á um- hverfi þitt, góður sálfræðing- ur og getur séð í gegnum fólk. Mikilvægt er að þú sért í umhverfi sem ekki heftir til- finningaleg samskipti. Þú þarft að varast ósveigjanleika og mátt ekki festast í sama farinu. Mótsagnakennd Vegna þess að þú ert bæði Sporðdreki og Ljón ert þú mótsagnakennd. Þú ert stundum lokuð og köld og stundum opin, gjafmild og hlý. Stundum viltu ekki iáta á þér bera, en stundum vilt þú vera í miðju. Þú þarft að finna jafnvægi milli þessara þátta. Hreinskilin í hugsun og tali ert þú hrein og bein. Þú ert hreinskilin og segir það sem þér finnst. I starfi þarft þú fjölbreytni og hreyfingu. Þú ert snögg, getur unnið hratt og vilt ákveðinn hraða í líf þitt. Sjálfræði Sporðdreki og Ljón eru bæði stolt og ráðrík merki. Þú þarft að varast að vilja stjórna dóttur þinni, hún lætur hvort eð er ekki að stjórn. Þrýstingur á hana leiðir einungis til deilna. Reyndu að fara vel að henni. Segðu henni að hún sé stór- kostleg, gefðu henni góð ráð en leyfðu henni sjálfri að eiga síðasta orðið. Það er erfitt að segja hvaða starf hentar þér best. Ef þú færð ekki að stjórna er best fyrir þig að vinna ein og sjálf- stætt. Ágætt er að starfið feli í sér hreyfingu og ekki alltof mikinn eltingarleik við klukkuna. X-9 fjltífýtftffia/i ^efar áAvfrt/i/r cf sfraArcinasr* oyAr/ngrr í ÖffyífifZS/ f /OTcUif.-fératcarn/rfyx/ftg/rrjS/'rcon af cAó/h tr/for- “ — iona/ sé ■n/ésnamr.. oý/afox t'/s//rrK> rájq f 7^5i W6£ft-SKO/ / OO/t/f/A/A- 11-19 c IfM Klng FdlurH Syndicilt. I»K Worldrlghts UMKKlMf/P tív///./rf/i>s >fo//C//H' /f/ot ///rn/ óy//f> //M/WPHE/mm /tf/BjAKM fi&M/ DYRAGLENS ^EPA J/4FN- V/EL ElTtKVAD SeM ÞD-ö£W S/EAl/LEGA TOMMI OG JENNI LJOSKA Það er heitt í dag Ég vildi að við hefðum sund- laug eða byggjum við vatn ... WEll, THERE'5 ONLY ONE THIN6 TO PO... vrpz I c V s I /. \ 1 • i £ Jæja, það er bara eitt um að velja... Fara í gömlu sundfotuna! Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Dauðadæmt! — Áhorfendur hristu hausinn og sneru sér að næsta borði. Og misstu auðvit- að af fegurðarspili. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁKG VÁIO ♦ Á95 ♦ D9642 Vestur ♦ 953 ♦ G9 ♦ 1083 ♦ ÁKG107 Austur ♦ 10864 V D76 ♦ G742 ♦ 83 Suður ♦ D72 ♦ K85432 ♦ KD6 ♦ 5 Vestur Norður Augtnr Suður — 1 ^rand Pass 3 hjörtu Pass 3grönd Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu AUirpass Vestur lyfti laufás og skipti svo yfir í spaða. Áhorfendur litu á spilin, dæmdu það dauð- vona og sneru sér að næsta borði. En sagnhafi tók til við spilamennskuna. Hann ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í lengstu lög. Hann notaði inn- komurnar á spaða og lauf til að trompa lauf þrisvar, tók alla hliðarslagina og endaði í bindum í þessari stöðu: Vestur Norður ♦ - ♦ Á10 ♦ - ♦ D Austur ♦ - ♦ - ♦ G9 llllll ♦ D76 ♦ - ♦ ♦ K ♦ - Suður — ♦ - ♦ K85 ♦ - ♦ - Laufdrottningunni var spil- að úr borðinu. Ef austur trompar lágt dugir að yfir- trompa með áttunni og ÁK í trompinu sjá um síðustu tvo slagina. Trompi austur með drottningunni er það yfir- trompað og síðan svínað fyrir hjartagosa vesturs. Umsjón Margeir Pétursson Á minningarmótinu um Chigorin í Sochi við Svartahaf í september kom þetta endataf 1 upp í skák Sovétmannanna Sveschnikovs, stórmeistara, sem hafi hvítt og átti leik, og Arkhipovs, alþjóðlegs meistara. Svartur er mjög illa beygður, en vegna þess hve staðan er einföld, hefði hvítur vart komist langt áleiðis, ef hann hefði ekki átt snotra fléttu í fórum sínum: 44. Rxí7+! — Hxf7, 45. Ke6 - * Hf8, 46. Kxe7 — Ha8, 47. KxfB og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.