Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 í tilefni af bók um mikinn mannvin eftir Pétur Sigurgeirsson Það var hásumarsdagur við Solferinó á Norður-Ítalíu árið 1859. Skaparinn hellti sólargeisl- am sínum yfir lög og láð til þess að gefa heiminum líf að morgni þessa Jónsmessudags. En þarna rauf morgunkyrrðina nístandi lúð- urhljómur dauðans. Að kvöldi dagsins lágu yfir 40 þúsund her- menn fallnir í valinn auk hinna særðu og deyjandi. Þetta gerðist nánast í einu hendingskasti og var þó eitt aegilegasta blóðbað 19. aldar í styrjöldinni milli Frakka og Austurríkismanna. Fremur smávaxinn maður í hvítum léreftsfötum með einskon- ar hitabeltishjálm á höfði er á kreiki á miðjum orustuvellinum. Þetta er svissneskur bankamaður fijá Genf. Hann horfir á hinar ólýs- ahlegu skelfingar orustuvallarins. Hann brýtur ekki heilann um vonleysið og dauðann, sem við honum blasir, en hlýðir hljóðri rödd hjarta síns og hefst handa við að bjarga hinum deyjandi og lina þjáningar hinna særðu. í lok fyrsta dags eftir þennan ægilega hildarleik eru komnir yfir 300 sjálfboðaliðar til að vitja hinna særðu undir forustu þessa manns. Maðurinn er einn af velgjörðar- mönnum mannkynsins, stofnandi Rauða krossins, Henri Dunant. Þannig er þetta í stuttu máli lýsing á aðdraganda að stofnun þessara alþjóðasamtaka til líknar og hjálpar á vígvöllum og hvar í heimi sem vera skal, eins og lesa má í nýútkominni ævisögu um Dunant eftir séra Árelíus Níels- son. I formála bókarinnar segir for- maður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, Arinbjörn Kolbeins- son yfirlæknir: „Efni bókarinnar er fjölþætt. Þar er lýst mörgum hörmungum og erfiðleikum, en meginþráðurinn er mannúð, friður og sigur hins góða, en slíkt efni tengist boðskap allra jóla.“ Það eru orð að sönnu. Þegar við skyggnumst betur inn í líf og störf Dunants komumst við að raun um að frumkvæði líknar- og friðar- starfsins er að finna í fagnaðar- boðskap Jesú. Við kynnumst þessu J. Henri Dunant „Ekki hefur Skaparinn hætt að gefa jörð sinni líf en hann hefur lagt það í hendur mannsins, hvort hann vill þetta líf eða ekki.“ í ævisögunni, þar sem leitast er við „að kynna þennan gáfaða, glæsilega og ógleymanlega píla- grím á vegum kærleikans, sem gekk líkt og leiddur af ósýnilegum krafti í fótspor Meistarans mikla fráNasaret." Á æviferli sínum gekk Dunant í gegnum margar þrengingar og það minnir mig á ljóðlínuna í kvæði Davíðs frá Fagraskógi: „Fá- ir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“ Segja má þó að Dun- ant reyndi hvort tveggja lof og last, eins og stundum vill verða er menn ganga fram fyrir skjöldu líkt og hann. En í gegnum þrautir og baráttu sína gegn vitfirringu styrjalda reyndist Dunant trúr lærisveinn Meistara síns. Hann fór ekki dult með vilja sinn til þess að lifa kærleika Krists. Svana- söngur Dunants voru þessi orð: „Eg er lærisveinn Jesú og ekkert annað.“ Heimurinn virðist hafa lítið lært af blóðugum ferli sínum síðan við Solferinó. Eftir tvær grimmileg- ustu heimsstyrjaldir á þessari öld búast heimsdrottnar þessa myrk- urs til enn ægilegri styrjaldar- átaka en nokkru sinni fyrr. Ekki hefur Skaparinn hætt að gefa jörð sinni líf, en hann hefur lagt það í hendur mannsins, hvort hann vill þetta líf eða ekki. Innbyrðis togstreita um auð og völd eru enn að brytja niður fólkið. Þar eru hjáguðir, sem heimurinn kýs sér að tigna og tilbiðja. En það eru harðir húsbændur sem þyrma engu. Hvað er til ráða? Leiðin hefur ætíð verið hin sama en henni hefur verið hafnað: „Takið illsku- breytni yðar í burtu frá augum mínurn," segir Drottinn. „Látið af að gjöra illa, lærið gott að gjöra. Leitið þess sem rétt er. Hjálpið þeim sem fyrir ofríki verða." (Jesaja 1.17). Nú er því svo farið, að heimurinn er kominn út á ystu nöf þess að hafa möguleika til þess að velja milli lífs og dauða. Og þó getum við hér uppi á Islandi verið að bítast á um það, hvort við eigum að biðja um stöðvun á undirbún- ingi sameiginlegrar tortímingar eða ekki. Sérhver sáttasemjari hlýtur að óska eftir stöðvun að- gerða hinna stríðandi aðila sem fyrsta spor í átt til samkomulags, hvort sem um einstaklinga eða þjóðir er að ræða. Stöðvun víg- búnaðarkapphlaupsins er fyrsta sporið í áttina til friðar, því að þá fyrst geta menn farið að ræðast við. Eitt hefur betur gerst við Solfer- ino, er menn biðu gráir fyrir járn- um eftir lúðurhljómnum með morgunsólinni: Að hlustað hefði verið eftir hinni hljóðu rödd hjart- ans: Standið kyrrir, skjótið ekki! Við skulum senda menn fram til þess að ræða saman og leysa mál okkar án blóðsúthellinga. Þetta gerðu hinar stríðandi fylkingar Jónsmessudaginn eftirminnilega á Þingvöllum árið 1000 þegar kristnitakan fór fram. Megi fsland áfram leggja þannig lóð sitt á vogarskálina innan lands sem utan. „Helst mun það blessun valda meðan þin (þ.e. Jesú) náð lætur vort láð, lýði og byggðum halda.“ Höfundur er biskup íslands. Hvíslað úr barka óarga- dýrsins Hljómplötur Siguröur Sverrisson Diana Ross Eaten Alive Capitol/Fálkinn Etin lifandi er grimmur titill, allt að því kaldhæðnislegur, á plotu sem er með eindæmum róleg út í gegn með einni undantekningu þó. Yfirbragðið er svo afslappað að það þurfti ekki nema 3 lög til þess að svæfa undirritaðan. Það er strax í lok fyrsta lagsins, sjálfs titillagsins, sem reyndar lumar á „Thriller“-áhrifum Jack- sons, að heyra má skolta óargadýrs smella saman utan um bráð sína. Engu líkara er en Diana Ross sé sjálf bráðin því svo lítið tekur maður eftir henni það sem eftir er plötunnar. Það er aðeins í laginu Crime of Passion að hið slétta yfirborð plötunnar er eilítið gárað. Hvað það er svo sem rekur jafn ágæta söngkonu og Diönu Ross í smiðju þeirra Gibb-bræðra er mér gfrsamlega fyrirmunað að skilja. Oll lög plötunnar eru samin af þeim, nokkur reyndar í félaga við einhverja utan fjölskyldunnar, m.a. Michael Jackson í einu tilviki en öll sverja þau sig í ætt við rólegu Bee Gees-lögin hér á árum áður. Þar sem breytt er út af venjunni í lagasmíðum koma falsettu-bak- raddir upp um Gibb-eðlið. Lögin á Eaten Alive eru óskaplega átaka- lítil og ég undrast hvers vegna Ross leitaði ekki til annarra, í það minnsta fleiri lagasmiða. Eflaust spilar það inn í tak- nlarkaða ánægju mína með þessa plötu að Gibb-gengið fékk hárin á mér aldrei til að þess að rísa, nema ef vera skyldi af óhug einum. Diana Ross er aftur á móti söng- kona í fyrsta gæðaflokki þótt ekki reyni tiltakanlega á hæfileika hennar hér. Fyrir þá sem vilja afar afslappaða en um leið lit- þrigðasnauða plötu er Eaten Alive fín, annarsekki. + <6lflrto Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra flutti ræðu kvöldsins. Frá helgileik barnanna. Vel sótt aðventusamkoma á Selfossi Selfoasi, 9. desember. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra flutti ræðu kvöldsins og nokkur börn sýndu helgileik, og samkomugestir tóku þátt í honum með söng. Undir lok samkomunnar flutti sr. Sigurður Sigurðarson bæn og samkomu- gestir sungu Heims um ból. Að lokinni samkomunni í kirkjunni var gestum boðið til kaffidrykkju í safnaðarheimili kirkjunnar og önnuðust konur úr kvenfélagi kirkjunnar þann þátt. Þær buðu einnig upp á ýmsa forvitnilega og skrautlega basar- muni. Samkoman var látlaus og í alla staði vel heppnuð. Sig. Jóns. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands söng undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. í GÆR, sunnudaginn 8. des- ember, var haldin aðventusam- koma í Seifosskirkju. Samkom- an var vel sótt að vanda enda orðin fastur liður í jólaundir- búningi margra bæjarbúa. Samkoman hófst með því að sr. Sigurður Sigurðarson bauð gesti velkomna og sérstaklega Þorstein Pálsson, fjármálaráð- herra og konu hans, Ingibjörgu Rafnar. Kór Fjölbrautaskóla Suður- lands söng nokkur hátíðalög undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar. Glúmur Gylfason lék á orgel kirkjunnar við upphaf og lok samkomunnar og leyfði auk þess kirkjugestum að heyra hljóminn í nýjum konsertflygli kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.