Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 98. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Smyglar- inn féll á eig-in brag’ði Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ERLENDUR eiturlyfjasmyglari beið bana um helgina er gat kom á kókaínsekki, sem hann hafði gleypt til að smygla þeim gegnum tollskoðun. Maðurinn kom til Oslóar á mánu- dag með þrjátíu og átta sekki eða 190 grömm af kókafni í maganum. Aðfaranótt þriðjudags komu fyrstu götin á sekkina og maðurinn var fluttur á spítala. Fyrst var talið að hann hefði fengið hjartaslag, en við rannsókn kom í ljós að lffshættulegt magn kókaíns var f maga hans. Á föstudag lýstu læknar yfir þvf að heili hans væri hættur að starfa. Þá voru göt komin á átta sekki. Maðurinn lést líklega um helgina, en lögregla hefur ekki viljað stað- festa þetta og telur að það gæti tafið rannsókn málsins. AP/Símamynd Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda um að beita ekki búfénaði á haga vegna geislavirks úrfellis láta margir vestur-þýskir bændur kýr sínar bíta gras undir berum himni. Þessi mynd var tekin í Michelstadt í grennd við Frankfurt. Á skiltinu stendur*. Geislavirkt. Annað á myndinni þarf ekki skýringar við. Kjamorkuslysið í Chemobyl: Geislavirkt ský stefn- ir í átt til Skotlands Gæti tekið stefnu til íslands - Geislamælingar hefjast í Reykjavík í dag, segir landlæknir Moskvu/Hannover/Frankfurt. AP. GEISLAVIRKT ský frá kjarn- orkuverinu í Chernobyl berst nú í átt að Skotlandi. Þarlend yfir- völd segja að ekki sé hætta á ferðum. Almenningur hefur þó verið varaður við að neyta fersks regnvatns á Skotlandi og víðar. Almenningur á Bretlandi er áhyggjufullur og hafa kvíðafuli- ir foreldrar og óléttar konur hringt linnulaust í heilbrigðis- ráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gæti skýið borist að vestur- strönd íslands. Morgunblaðið sneri sér til Ólafs Ólafssonar, landlæknis, og sagði hann að fylgst yrði með regnvatni og tekin sýni frá og með deginum í dag. Sérfræðingar teldu þó að lítil hætta væri á ferðum. Þó væri ekki hægt að slá neinu föstu þar sem ekki hefðu fengist nægileg- ar upplýsingar um hversu mikil geislavirkni hefði borist út í and- rúmsloftið. Aftur á móti ættu betri upplýsingar að fást eftir fund vís- indamanna í Kaupmannahöfn í dag. Sovésk stjórnvöld hafa viðurkennt að geislavirkni nær út fyrir 30 km svæði, sem fólk var flutt brott af, og segja að hætta sé á að á, sem rennur í helsta vatnsból fbúa Kiev, verði hættulega geislavirk. I Prövdu, málgagni sovéska Kom- múnistaflokksins, sagði, að spreng- ing hefði orðið í verinu og út frá henni hefðu kviknað eidar. Sagði að enn logaði eldur í einum kjamaofni. Hann væri erfitt að slökkva vegna þess að ekki mætti nota vatn eða önnur efni. Sænskir vísindamenn segja líkur benda til þess að um átta manns i Svíþjóð fái krabbamein af völdum geislunar næstu fjörutíu ár. Búast mætti við allt frá áttatíu til átta þúsund krabbameinstilfellum af völdum slyssins á þeim svæðum, sem orðið hefðu fyrir geislavirkni í Evr- ópu, árið 2030. Boris Yeltsin, yfirmaður Moskvu- deildar sovéska Kommúnistaflokks- ins, sagði í gær að geislavirkni hefði minnkað við kjarnorkuverið í Chernobyl og lofaði að erlendum sérfræðingum yrði leyft að skoða verið. Hann sagði að engar geisla- virkar gufur lækju nú úr kjamorku- verinu, en geislun hefði mælst 100 röntgen á klst. í jarðlögum. Hann sagði aftur á móti á sunnudag að mælst hefðu 150 röntgen á klst. Eðlilegt er að menn verði fyrir 0,2 röntgena geislun á ári. Hættumörkin eru við 50 röntgen og 400 röntgen em banvæn. Að sögn Yeltsins vom 49 þúsund manns fluttir brott af hættusvæðinu umhverfis kjamorkuverið eftir slys- ið, búfénaði hefði verið slátrað og búskapur bannaður á mesta hættu- svæðinu. Hermenn væm nú að „eyða“ geislavirkni á tuttugu km hættusvæði umhverfis verið og hefðu þeir í gærkvöldi verið komnir að verinu. Yfirmaður Alþjóðlega kjamorku- ráðsins (IAEA), Hans Blix, er nú í Moskvu til að fá upplýsingar um slysið. Hann fer ekki til Chemobyl. Geislavirkni minnkar enn í Evrópu og mældist hvergi hættuleg mönn- um. Austurríkismenn ráðleggja fólki þó að fara ekki mikið út í náttúmna og varast að borða visst grænmeti vegna geislunar við jörðu. Geislavirkni hefur minnkað í Júgóslavíu, en júgóslavneskt dag- blað ávítaði Sovétmenn í gær fyrir að greina ekki þegar frá kjamorku- slysinu. Noregur: Aukinni olíufram- leiðslu spáð París. AP. TALIÐ er að olíuframleiðsla Norðmanna muni aukast meira á næstu árum en áður var búist við að því er Al- þjóðlega orkumálaráðið sagði í dag. Þessi spá kemur fram nú, þegar um ein vika er síðan norska stjórnin sagði af sér vegna þess að hún fékk ekki samþykktar sparnaðarað- gerðir til að bæta upp fyrir minni skatttekjur vegna lækkandi olíuverðs. Það kom fram í skýrslu ráðsins um olíuframleiðslu Norðmanna að hún myndi aukast um sem svarar fimm milljónum tonna að olíujafn- gildi (TOE) 1990 miðað við síðustu spá. Alþjóðaráðið notar tonn af olíujafngildi sem sérstakan viðmið- unarstuðul til að geta borið saman framleiðslu á olíu, gasi og öðrum orkugjöfum. Ársframleiðslan yrði þá 52,5 milljónir tonna. í skýrsl- unni, sem kom út fyrir ári, var gert ráð fyrir að framleiðsla Norð- manna yrði 47,5 milljónir tonna 1990. í skýrslunni segir aukin heldur að olíuframleiðsla Norðmanna fari síðan minnkandi, verði um 40 milljónir tonna 1995 og 22 milljónir árið 2000. Leiðtogafundurinn í Tókýó: Líbýa griðastaður hryðjuverkamanna - sagði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna sjö Tókýó. AP. STJÓRN Bandaríkjanna hefur ákveðið að gefa bandarískum olíufyr- irtækjum frest til 30. júní til að hætta viðskiptum í Líbýu. Á leið- togafundinum í Tókýó var í gær ákveðið að vinna sameiginlega gegn hryðjuverkum og í yfirlýsingu var tekið fram að Líbýumenn styddu liryðjuverkamenn. Einnig var hnýtt í Sovétmenn vegna kjam- orkuslyssins í Chernobyl. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að hlutaðeig- andi fyrirtæki yrðu að fara, með góðu eða illu. Þau yrðu jafnvel að skilja eftir eigur sínar í Líbýu, ef ekki vildi betur til. Bandaríkjamönn- um hefur undanfarið fjölgað í Líbýu og er nú talið að þar séu um 400 til 800. Frakkar voru mótfallnir árásinni á Líbýu. Vamarmálaráðherra Frakka, Jean-Bemard Raimond, sagði að afstaða Frakka hefði ekki breyst. Aftur á móti hefðu Líbýu- menn gert sig seka um hryðjuverk af yfirlögðu ráði. Hann sagði einnig að Frakkar myndu ekki leyfa Banda- rikjamönnum að fljúga yfir Frakk- land ef gerð yrði önnur loftárás. Þótt ekki hefði verið kveðið á um að beita mætti valdi gegn Líbýu- mönnum vom Bandaríkjamenn him- inlifandi yfir því að tekin hefði verið afstaða gegn hryðjuverkum á fund- inum. Samþykkt var að refsa ríkjum, sem styddu hryðjuverkamenn, með því að banna vopnasölu til þeirra og fækka starfsliði í sendiráðum þeirra. Að auki var ákveðið að maður, sem yfirvöld eins ríkjanna sjö gmna um hryðjuverk, fái ekki landvistarleyfí í hinum. Þessi mál vom undirstrikuð þegar hótun barst frá japönskum öfgasam- tökum til vinstri um að sprengja fundinn í loft upp. Sömu samtök lýstu yfir ábyrgð sinni á skothríð heimasmíðaðra eldflauga þegar opnunarhátíð fundarins var haldin á sunnudag. Pólitískar yfirlýsingar skyggðu í gær á efnahagsmálin, sem þó em tilefni þessa fundar leiðtoga Banda- ríkjamanna, Japana, Breta, Frakka, Vestur-Þjóðveija og Kanadamanna. ítalir höfðu hótað að virða að vettugi allar ákvarðanir um efna- hagsmál. Samþykkt var að ítalir og Kanadamenn fengju að taka þátt í helstu starfsemi svokallaðra fimm helstu iðnríkja heims. Ákvarðanir þeirra hafa oft áhrif á gengi helstu gjaldmiðla heims. Efnahagsmál verða aftur á móti efst á baugi á fundinum í dag og verður þá rætt um gengi gjaldmiðla, viðskipti og vemdartolla. Sjá einnig fréttir á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.