Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 98. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAI1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Smyglar- inn féll á eig-in brag’ði Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ERLENDUR eiturlyfjasmyglari beið bana um helgina er gat kom á kókaínsekki, sem hann hafði gleypt til að smygla þeim gegnum tollskoðun. Maðurinn kom til Oslóar á mánu- dag með þrjátíu og átta sekki eða 190 grömm af kókafni í maganum. Aðfaranótt þriðjudags komu fyrstu götin á sekkina og maðurinn var fluttur á spítala. Fyrst var talið að hann hefði fengið hjartaslag, en við rannsókn kom í ljós að lffshættulegt magn kókaíns var f maga hans. Á föstudag lýstu læknar yfir þvf að heili hans væri hættur að starfa. Þá voru göt komin á átta sekki. Maðurinn lést líklega um helgina, en lögregla hefur ekki viljað stað- festa þetta og telur að það gæti tafið rannsókn málsins. AP/Símamynd Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda um að beita ekki búfénaði á haga vegna geislavirks úrfellis láta margir vestur-þýskir bændur kýr sínar bíta gras undir berum himni. Þessi mynd var tekin í Michelstadt í grennd við Frankfurt. Á skiltinu stendur*. Geislavirkt. Annað á myndinni þarf ekki skýringar við. Kjamorkuslysið í Chemobyl: Geislavirkt ský stefn- ir í átt til Skotlands Gæti tekið stefnu til íslands - Geislamælingar hefjast í Reykjavík í dag, segir landlæknir Moskvu/Hannover/Frankfurt. AP. GEISLAVIRKT ský frá kjarn- orkuverinu í Chernobyl berst nú í átt að Skotlandi. Þarlend yfir- völd segja að ekki sé hætta á ferðum. Almenningur hefur þó verið varaður við að neyta fersks regnvatns á Skotlandi og víðar. Almenningur á Bretlandi er áhyggjufullur og hafa kvíðafuli- ir foreldrar og óléttar konur hringt linnulaust í heilbrigðis- ráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gæti skýið borist að vestur- strönd íslands. Morgunblaðið sneri sér til Ólafs Ólafssonar, landlæknis, og sagði hann að fylgst yrði með regnvatni og tekin sýni frá og með deginum í dag. Sérfræðingar teldu þó að lítil hætta væri á ferðum. Þó væri ekki hægt að slá neinu föstu þar sem ekki hefðu fengist nægileg- ar upplýsingar um hversu mikil geislavirkni hefði borist út í and- rúmsloftið. Aftur á móti ættu betri upplýsingar að fást eftir fund vís- indamanna í Kaupmannahöfn í dag. Sovésk stjórnvöld hafa viðurkennt að geislavirkni nær út fyrir 30 km svæði, sem fólk var flutt brott af, og segja að hætta sé á að á, sem rennur í helsta vatnsból fbúa Kiev, verði hættulega geislavirk. I Prövdu, málgagni sovéska Kom- múnistaflokksins, sagði, að spreng- ing hefði orðið í verinu og út frá henni hefðu kviknað eidar. Sagði að enn logaði eldur í einum kjamaofni. Hann væri erfitt að slökkva vegna þess að ekki mætti nota vatn eða önnur efni. Sænskir vísindamenn segja líkur benda til þess að um átta manns i Svíþjóð fái krabbamein af völdum geislunar næstu fjörutíu ár. Búast mætti við allt frá áttatíu til átta þúsund krabbameinstilfellum af völdum slyssins á þeim svæðum, sem orðið hefðu fyrir geislavirkni í Evr- ópu, árið 2030. Boris Yeltsin, yfirmaður Moskvu- deildar sovéska Kommúnistaflokks- ins, sagði í gær að geislavirkni hefði minnkað við kjarnorkuverið í Chernobyl og lofaði að erlendum sérfræðingum yrði leyft að skoða verið. Hann sagði að engar geisla- virkar gufur lækju nú úr kjamorku- verinu, en geislun hefði mælst 100 röntgen á klst. í jarðlögum. Hann sagði aftur á móti á sunnudag að mælst hefðu 150 röntgen á klst. Eðlilegt er að menn verði fyrir 0,2 röntgena geislun á ári. Hættumörkin eru við 50 röntgen og 400 röntgen em banvæn. Að sögn Yeltsins vom 49 þúsund manns fluttir brott af hættusvæðinu umhverfis kjamorkuverið eftir slys- ið, búfénaði hefði verið slátrað og búskapur bannaður á mesta hættu- svæðinu. Hermenn væm nú að „eyða“ geislavirkni á tuttugu km hættusvæði umhverfis verið og hefðu þeir í gærkvöldi verið komnir að verinu. Yfirmaður Alþjóðlega kjamorku- ráðsins (IAEA), Hans Blix, er nú í Moskvu til að fá upplýsingar um slysið. Hann fer ekki til Chemobyl. Geislavirkni minnkar enn í Evrópu og mældist hvergi hættuleg mönn- um. Austurríkismenn ráðleggja fólki þó að fara ekki mikið út í náttúmna og varast að borða visst grænmeti vegna geislunar við jörðu. Geislavirkni hefur minnkað í Júgóslavíu, en júgóslavneskt dag- blað ávítaði Sovétmenn í gær fyrir að greina ekki þegar frá kjamorku- slysinu. Noregur: Aukinni olíufram- leiðslu spáð París. AP. TALIÐ er að olíuframleiðsla Norðmanna muni aukast meira á næstu árum en áður var búist við að því er Al- þjóðlega orkumálaráðið sagði í dag. Þessi spá kemur fram nú, þegar um ein vika er síðan norska stjórnin sagði af sér vegna þess að hún fékk ekki samþykktar sparnaðarað- gerðir til að bæta upp fyrir minni skatttekjur vegna lækkandi olíuverðs. Það kom fram í skýrslu ráðsins um olíuframleiðslu Norðmanna að hún myndi aukast um sem svarar fimm milljónum tonna að olíujafn- gildi (TOE) 1990 miðað við síðustu spá. Alþjóðaráðið notar tonn af olíujafngildi sem sérstakan viðmið- unarstuðul til að geta borið saman framleiðslu á olíu, gasi og öðrum orkugjöfum. Ársframleiðslan yrði þá 52,5 milljónir tonna. í skýrsl- unni, sem kom út fyrir ári, var gert ráð fyrir að framleiðsla Norð- manna yrði 47,5 milljónir tonna 1990. í skýrslunni segir aukin heldur að olíuframleiðsla Norðmanna fari síðan minnkandi, verði um 40 milljónir tonna 1995 og 22 milljónir árið 2000. Leiðtogafundurinn í Tókýó: Líbýa griðastaður hryðjuverkamanna - sagði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna sjö Tókýó. AP. STJÓRN Bandaríkjanna hefur ákveðið að gefa bandarískum olíufyr- irtækjum frest til 30. júní til að hætta viðskiptum í Líbýu. Á leið- togafundinum í Tókýó var í gær ákveðið að vinna sameiginlega gegn hryðjuverkum og í yfirlýsingu var tekið fram að Líbýumenn styddu liryðjuverkamenn. Einnig var hnýtt í Sovétmenn vegna kjam- orkuslyssins í Chernobyl. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að hlutaðeig- andi fyrirtæki yrðu að fara, með góðu eða illu. Þau yrðu jafnvel að skilja eftir eigur sínar í Líbýu, ef ekki vildi betur til. Bandaríkjamönn- um hefur undanfarið fjölgað í Líbýu og er nú talið að þar séu um 400 til 800. Frakkar voru mótfallnir árásinni á Líbýu. Vamarmálaráðherra Frakka, Jean-Bemard Raimond, sagði að afstaða Frakka hefði ekki breyst. Aftur á móti hefðu Líbýu- menn gert sig seka um hryðjuverk af yfirlögðu ráði. Hann sagði einnig að Frakkar myndu ekki leyfa Banda- rikjamönnum að fljúga yfir Frakk- land ef gerð yrði önnur loftárás. Þótt ekki hefði verið kveðið á um að beita mætti valdi gegn Líbýu- mönnum vom Bandaríkjamenn him- inlifandi yfir því að tekin hefði verið afstaða gegn hryðjuverkum á fund- inum. Samþykkt var að refsa ríkjum, sem styddu hryðjuverkamenn, með því að banna vopnasölu til þeirra og fækka starfsliði í sendiráðum þeirra. Að auki var ákveðið að maður, sem yfirvöld eins ríkjanna sjö gmna um hryðjuverk, fái ekki landvistarleyfí í hinum. Þessi mál vom undirstrikuð þegar hótun barst frá japönskum öfgasam- tökum til vinstri um að sprengja fundinn í loft upp. Sömu samtök lýstu yfir ábyrgð sinni á skothríð heimasmíðaðra eldflauga þegar opnunarhátíð fundarins var haldin á sunnudag. Pólitískar yfirlýsingar skyggðu í gær á efnahagsmálin, sem þó em tilefni þessa fundar leiðtoga Banda- ríkjamanna, Japana, Breta, Frakka, Vestur-Þjóðveija og Kanadamanna. ítalir höfðu hótað að virða að vettugi allar ákvarðanir um efna- hagsmál. Samþykkt var að ítalir og Kanadamenn fengju að taka þátt í helstu starfsemi svokallaðra fimm helstu iðnríkja heims. Ákvarðanir þeirra hafa oft áhrif á gengi helstu gjaldmiðla heims. Efnahagsmál verða aftur á móti efst á baugi á fundinum í dag og verður þá rætt um gengi gjaldmiðla, viðskipti og vemdartolla. Sjá einnig fréttir á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.