Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986
37
Eitt verka Mariu Jónsdóttur.
Selfoss:
Sýnir myndir unnar
úr íslenzku grjóti
Hvolsvelii.
MARÍA Jónsdóttir frá Kirkjulæk
í Fljótshlíð heldur sýningu á
verkum sinum í Safnahúsinu á
Selfossi dagana 17.—25. maí nk.
María sýnir aðallega myndir
unnar úr íslensku grjóti og er lita-
dýrð grjótsins látin halda sér eins
og hún kemur fyrir úti í náttúrunni,
en María raðar steinunum saman á
einkar skemmtilegan hátt.
Þetta er 8. sýning Maríu og eru
myndimar flestar til sölu. Sýningin
verðuropnuð 17. maíkl. 14.00.
Gils
Maria Jónsdóttir
Laugarásbíó frum-
sýnir unglingamynd
Kvíkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
LAUGARÁSBÍÓ hefur frumsýnt
kvikinyndina „Það ver þá, þetta
er núna“. Myndin fjallar um líf
unglinga í glæpahverfi Minnea-
polis.
Söguhetjumar em tveir vinir,
Fyrirlestur
um hvali
BANDARÍSKUR dýrafræðingur,
dr. Roger Payne, heldur erindi
nm hvali í Norræna húsinu
þriðjudaginn 20. mai klukkan
20,30.
I fyrirlestrinum mun dr. Payne
fjalla almennt um rannsóknir sínar
á hvölum og sýna nýja kvikmynd
máli sínu til stuðnings. í fréttatil-
kynningu frá Líffræðifélagi íslands
segir, að dr. Payne hafí lengi verið
I hópi virtustu vísindamanna á
þessu sviði og hafi rannsóknir hans
á atferli og vistfræði hvala hvar-
vetna vakið athygli.
Mark og Bryon sem hafa sameigin-
lega tileinkað sér harða lífsbaráttu
hverfísins, en þegar Byron kynnist
stúlku fjarlægjast vinimir hvor
annan.
Fyrrverandi kærasta Byrons,
sem er afbrýðisöm í meira lagi,
verður þess valdandi að slagsmála-
gengi hverfísins leggur vinina í
einelti. Vinskapur þeirra minnkar
enn eftir að kunningi þeirra er
skotinn til bana er hann reynir að
koma þeim til hjálpar.
Endanlega slitnar síðan uppúr
vinskapnum þegar Bryon uppgötv-
ar að Mark stendur á bak við eitur-
lyfjasölu sem hefur valdið því að
kunningi þeirra liggur í dásvefni.
„Það var þá, þetta er núna,“ er
gerð eftir sögu S.E. Hinton, er
samdi líka sögumar Outsiders,
Rumble Fish og Tex. S.E. Hinton
hefur hlotið viðurkenningar í
Bandaríkjunum fyrir að gefa raun-
sanna mynd af lífi unglinga í bókum
sínum.
Aðalhlutverk leika: Emilio
Estevez, Barbara Babcock og Craig
Sheffer.
Leikstjóri er Chris Cain.
I r Imrgarstjórn
Reykjavíkurborg:
Samið við Heimilislækna-
stöðina hf. um heilsuvernd
— Tímamótasamningur segir Katrín Fjeldsted
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sinum sl. fimmtudag
samning Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur við Heimilislækna-
stöðina hf. Samkvæmt samn-
ingnum mun Heimilislækna-
stöðin hf. taka að sér í tilrauna-
skyni heilsuvemd og heima-
hjúkrun í Háaleitis- og Laugar-
neshverfi.
Katrin Fjeldsted (S) sagði, að
samningurinn væri fyrst og
fremst gerður í þeim tilgangi að
flýta fyrir þeirri þróun heilsu-
gæslumála, sem stefnt hefði verið
að í Reykjavík um langt árabil.
Meginkjami þeirrar stefnu væri
að koma á fót í hverfum borgar-
innar stofnunum, sem sameini
ýmsar greinar heilsugæslu, sem
hingað til hafí verið dreifðar um
borgina. í máli Katrínar kom
einnig fram, að hér væri um tíma-
mótasamning að ræða, sem gæfí
íbúum hverfísins kost á heilsu-
gæsluþjónustu strax í stað þess
að þurfa að bíða í fleiri ár eftir
heilsugæslustöð í hverfíð.
Samkvæmt samningnum mun
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
leggja Heimilislæknastöðinni tit
starfskrafta eins hjúkmnarfræð-
ings og eins sjúkraliða í hálfu
starfí til þess að sinna framan-
greindum verkefnum. Auk þess
mun Heilsuvemdarstöðin greiða
Heimilislæknastöðinni 65 þúsund
krónur á mánuði fyrirfram í byij-
un hvers mánaðar og er það
greiðsla á viðbótarrekstrarkostn-
aði Heimilislæknastöðvarinnar
vegna þessara verkefna. Einnig
segir í samningum, að Heimilis-
iæknastöðin skuldbindi sig til þess
að gera mánaðarlegar skýrslur
um ungbama-, mæðraeftirlit og
heimahjúkrun í samræmi við árs-
skýrslur viðkomandi deilda
Heilsuvemdarstöðvarinnar.
Minnihlutinn í borgarstjóm
gagmýndi samninginn harðlega.
Guðrún Ágústsdóttir (Abl.)
sagðist sjaldan hafa séð eins illa
unna tillögu. Alþýðubandalagið
hefði margsinnis gagnrýnt þann
drátt, sem orðið hefði á upp-
byggingu heilsugæslustöðva og
því vekti þessi tilraunasamningur
furðu. Sagði hún, að öll málsmeð-
ferð hefði verið afar sérkennileg
og svo virtist sem sjálfstæðismenn
væm fyrst og fremst að uppfylla
eitthvert kosningaloforð nú rétt
fyrir kosningar.
Kristín Einarsdóttir (Kfb.)
sagði, að hér væri verið að gera
tilraun með nýtt fyrirkomulag og
að hún teldi slíkt ekki tímabært,
þegar ókannað væri hvort hér
væri um hagkvæmt fyrirkomulag
að ræða.
Sigrún Magnúsdóttir (F)
sagði, að borgin væri með þessum
samningi að afsala sér forystu-
hlutverki í heilsugæslumálum opg
að með þessum samningi missti
borgin yfímmsjón á heilsuvemd-
armálum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
(S) sagðist vel skilja andstöðu
Alþýðubandalagsins við samning-
inn vegna þess, að flokkurinn
væri ætíð á móti því að borgin
gerði samninga við einkaaðila.
Sagði hann, að það væri einkenni-
legt að minnihlutinn í borgar-
stjóm skyldi vera á móti sam-
komulagi við viðurkennda heimil-
islækna og það væri ábyrgðarleysi
að reyna að koma í veg fyrir
heilsugæsluþjónustu í umræddu
hverfi með því að greiða atkvæði
gegn samningnum.
Tillögu um kjamorkuvopna-
laust svæði vísað frá
— Málið heyrir ekki undir borgarstjórn,
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri
TILLÖGU Kvennaframboðsins
um að Reykjavík yrði lýst
kjarnorkulaust svæði var vísað
frá á fundi borgarstjómar sl.
fimmtudag.
Guðrún Jónsdóttir (Kfb.)
fylgdi tillögunni úr hlaði og í máli
hennar kom fram, að markmiðið
með tillögunni væri, að fyrir lægi
ótvíræð yfirlýsing borgarstjómar
um, að aldrei yrði ljáð máls á
því, að í Reykjavík ætti sér stað
hemaðaruppbygging eða hem-
aðarumsvif tengd kjamorkuvopn-
um. „Við verðum með öllum til-
tækum friðsamlegum leiðum að
reyna að koma í veg fyrir víg-
búnaðarkapphlaupið," sagði Guð-
rún.
Davíð Oddsson borgarstjóri
lagði til að málinu yrði vísað frá
vegna þess að það heyrði ekki
undir verkahring sveitarstjóma
að flalla um utanríkismál heldur
undir utanríkisráðuneytið. Vald-
mörk sveitarstjóma væm sett í
lögum og ályktanir borgarstjómar
um utanríkismál hefðu því enga
þýðingu.
Guðrún Ágústsdóttir (Abl.)
sagðist fagna tillögunni og að
Alþýðubandalagið styddi hana.
Sigurður E. Guðmundsson
(A) sagðist ekki geta stutt tillög-
una. I máli hans kom fram, að
utanríkisráðherrar landsins hefðu
hver á eftir öðmm lýst því yfír
að hér væm ekki kjamorkuvopn
og að hér á landi yiðu slík vopn
aldrei geymd. Tillaga Kvenna-
framboðsins segði ekkert nýtt og
því væri erfitt að koma auga á
hver tilgangurinn væri með því
að taka hana upp í einu sveitarfé-
lagi umfram önnur.
Að umræðum loknum var frá-
vísunartillaga borgarstjóra sam-
þykkt með 12 atkvæðum gegn
6. Fulltrúar Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokks sátu hjá.
íslensk fyrirtæki
beri íslensk nöfn
— tillögu þess efnis vísað til borgarráðs
TILLÖGU Sigurðar E. Guð-
mundssonar (A) nm að borgar-
stjórn skori á lögreglusljóra að
framfylgja til hlítar ákvæðum
laga er kveða á um að íslensk
fyrirtæki skuli bera íslensk
nöfn var visað til borgarráðs á
fundi borgarstjómar sl.
fimmtudag.
í greinargerð tillögunnar segir,
að á síðustu ámm hafí það færst
í vöxt að fyrirtæki og atvinnu-
starfsemi beri erlend nöfn eins og
sjá megi af nöfnum þeim, sem
skemmti- og veitingastaðimir
American Style, Broadway,
Hollywood, Kreml og Southem
Fried Chicken beri. Slíkar nafn-
giftir séu framandi, falli borgar-
búum tæpast í geð og virðist
augljóslega bijóta í bága við lög
nr. 57/1982 um breytingu á lög-
um nr. 42/1903 og lögum nr. 53/
1963. í greinargerðinni segir
einnig, að tillagan sé tilraun til
þess að stemma stigu við þessum
ófögnuði.
Eins og áður sagði var tillög-
unni vísað til borgarráðs til um-
ijöllunar. Á sama fundi var hins
vegar samþykkt tillaga frá Kristj-
áni Benediktssyni (F) þess efnis
að á næstu ámm verði unnið að
þvf að mæla upp borgarhverfin
innan Hringbrautar, þar sem slík-
ar mælingar séu ekki fyrir hendi
eða mjög ófullkomnar. Kristján
Benediktsson sagði í umræðum
um tillöguna, að mjög langt væri
á milli mælipunkta í gamla hverf-
inu innan Hringbrautar en það
væri mjög bagalegt þegar verið
væri að mæla fyrir nýjum lóðum
eða götum og því væri nauðsyn-
legt að láta mæla hverfið upp.