Morgunblaðið - 17.05.1986, Page 54

Morgunblaðið - 17.05.1986, Page 54
54 ooo r u»í r> r_avTr>j. rTfT * rv t_> t rTT/r » jmolorrrvw MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAl 1986 Helgarskákmót: Barist til síðasta manns í Hrísey Þráinn Vigfússon t.v. og Gylfi Þórhallsson tefla hörkuskák. Benóný fylgist með. Skák Margeir Pétursson ALÞJÓÐLEGU meistararnir Jón L. Ámason og Sævar Bjarnason hlutu flesta vinninga á helgarskákmótinu í Hrísey um síðustu helgi. Þeir hlutu báðir sex vinninga, en andstæð- ingar Jóns reyndust hafa náð örlítið betri árangri en þeir sem Sævar tefldi við. Jón var því úrskurðaður sigurvegari á stig- um. Margir sterkir skákmenn tóku þátt í mótinu, frá Reykja- vik kom heill rútufarmur þó dagskráin væri strembin. Safn- ast var saman kl. hálf átta á föstudagsmorgni og komið heim hálf fimm aðfaranótt mánudagsins. Þetta var 32. helgarskákmót tímaritsins Skákar og þátttakend- ur í mótinu voru einnig 32, frá Reykjavík, Hrísey og ýmsum stöð- um á Norðurlandi. Keppnin var afar spennandi. Guðmundur Sig- urjónsson, stórmeistari, leiddi mótið lengst af, en missti af lest- inni í síðustu umferð er hann tapaði fyrir Jóni L. Ámasyni í langri og erfíðri skák. Guðmundur hlaut því 5 V2 vinning ásamt þeim Gylfa Þórhallssyni frá Akureyri og Ásgeiri Þór Árnasyni. Bestum árangri heimamanna náði Gunnar Bergmann sem hlaut 3 vinninga og vann Benóný Bene- diktsson, sem lætur sig aldrei vanta á helgarmót. Benóný hreppti „öldungaverðlaunin" (50 ára og eldri) en varð að deila þeim með þremur öðrum, þeim Sturlu Péturssyni, Þráni Guð- mundssyni og Gunnari Gunnars- syni. Unglingaverðlaun hlutu þeir Jóhannes Ágústsson, Sverrir Óm Bjömsson og Bogi Pálsson. Hér á eftir fara tvær baráttu- skákir frá Hríseyjarmótinu þar sem titilhafar eigast við. Hvítt: Sævar Bjamason Svart: Jón L. Ámason Drottningarindversk vöra 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - Ba6, 5. Dc2 - Bb7, 6. Rc3 — c5, 7. e4 — cxd4, 8. Rxd4 — Rc6, 9. Rxc6 — Bxc6, 10. Be2 Jón teflir afbrigði sem enski stórmeistarinn Tony Miles hefur dálæti á. Hugmyndin er einna helst að ná skálínunni b8—h2, svo hér hefur verið mælt með 10. Bf4. 10. - Db8, 11. 0-0 - De5I, 12. g3!? Óvænt peðsfóm, en 12. f3 var allt of hægfara vegna 12. — Bd6, 13. g3-h5! 12. — Rxe4,13. Rb5 — h6? Jón er með allan hugann við mátsteflið Re4 — g5 — h3 mát, en með því vann hann einmitt Sævar á Búnaðarbankahraðskák- mótinu í febrúar. Þar sem svartur er á eftir í Iiðsskipan leyfír staðan þó ekki slíkan munað. Raun- hæfara var 13. — Bxb5 og svartur getur síðan teflt upp á umfram- peðið. 14. Bf4 — Rg5, 15. Bg4 Eini leikurinn, svartur hótaði máti. 15. - Df6,16. Rc7+ - Kd8, 17. Rd5?! Nú er komið að Sævari að tefla óraunhæft. Eftir 17. Rxa8! — Bxa8,18. Hfdl er svartur í krögg- um. Leikur Sævars dugir þó til að þyrla ryki í augu Jóns sem verður herfílega á í messunni: 17. — Dd4?? Nauðsynlegt var 17. — Dg6 og staðan er óljós. Jóni yfírsást að eftir 18. Hfdl — De4 drepur hvít- ur á g5 með skák og svarta drottningin fellur óbætt. Hvítur vinnur því drottningu fyrir hrók og skákinni er í raun lokið. 18. Hfdl - Dxdl+, 19. Hxdl - Hc8, 20. Bxg5+ — hxg5, 21. Rb4 - Bxb4, 22. axb4 - f5, 23. Be2 - Ke7, 24. Dd2 - Kf6, 25. Bf3 - Bxf3, 26. Dc3+ - Kg6, 27. Dxf3 - Hxc4, 28. Hxd7 - g4, 29. Db7 - Hh7, 30. He7 - Kf6, 31. Dd7 - He4, 32. De8 - Hh6, 33. Df8+ - Kg5, 34. Hxg7+ - Hg6 og svartur gafst upp um leið. Úrslitaskák þeirra Jóns og Guðmundar í síðustu umferð gekk þannigfyrirsig: Hvitt: Jón L. Amason Svart: Guðmundur Sigurjónsson Frönsk vöra 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 - Re7, 7. Rf3 - Bd7,8. Bd3 Þessi leikur er ekki hátt skrif- aður í teóríubókunum, enda var Fischer ávallt fljótur að leika a3—a4 til að hindra næsta leik Guðmundar. 8. - Ba4, 9. Rg5! - h6, 10. Dh5 -g6 Ekki gekk 10. - 0-0?, 11. Rh7 svo svartur verður að veikja peða- stöðu sína. 11. Dh4 - Rd7, 12. dxc5 - Rxc5, 13. 0-0 - Dd7, 14. Rf3 _ 0-0-0,15. Db4! - Rxd3 Það er hart að þurfa að lagfæra hvítu peðastöðuna og eftir þetta em sóknarfæri hvits mun betri. Það er ljóst að svartur hefur flýtt sér um of við að langhróka. 16. cxd3 - Bb5?!, 17. Hdl - Ba4, 18. Hd2 - Kb8, 19. Rd4 - Rf5,20. Hb2 - Rxd4,21. Dxd4 Mislitir biskupar leysa ekki vanda svarts í miðtafíinu, því hann á erfitt með að valda svörtu reitina. 21. - Ka8, 22. Be3 - b5, 23. Habl — Hb8? 24. Bxh6! Vinnur peð fyrir ekki neitt, því 24. — Hxh6 er auðvitað svarað með 25. Dxa4. Hvítur á nú unna stöðu, en úrvinnslan tók langan tíma: 24. - De7, 25. Be3 - Hb7, 26. Db4 - Dxb4, 27. axb4 - Hh5, 28. Bd4 - Hb8, 29. h3 - Hbh8, 30. Kfl - kb7, 31. Ke2 - a6, 32. Hel - H8h7, 33. Kfl - Kc6, 34. He3 - Kd7, 35. Kgl - Kc6, 36. Kh2 - Kb7, 37. g4 - Hh4, 38. Kg2 - Hh8, 39. Hf3 - H4h7, 40. Hbl - Bc2, 41. Hcl - Bb3, 42. Hhl - Bc2, 43. Kg3 - Kc6, 44. Kf4 - Kd7, 45. Kg5 - Hg8, 46. h4 - Ke7, 47. Hfh3 - Ke8, 48. Kf4 - Hxh4, 49. Hxh4 — g5+, 50. Ke3 — gxh4, 51. Hxh4 - Kf8, 52. Bc5+ - Ke8, 53. f3 - Bdl, 54. Hhl - Bc2, 55. Kd2 - Ba4, 56. Hh7 - Bb3, 57. Bf2 - Ba4, 58. Bh4 - Bb3, 59. Ke3 - Bdl, 60. Bf6 - d4+, 61. Kxd4 - Bf3, 62. g5 - Bg4, 63. Kc5 - Bf5, 64. Hh4 - Kd7, 65. Kb6 - Hb8+, 66. Ka5 - Ha8, 67. Hd4+ - Kc7,68. Hd6 - Bg6, 69. c4 - Bf5, 70. Hxa6 - Hb8, 71. Ha7+ - Kc6, 72. Ha6+ - Kc7, 73. Be7 - Kd7, 74. Bd6 - Hc8, 75. Ha7+ - Ke8, 76. cxb5 — Bxd3, 77. b6 — Be4,78. b7 og svartur gafst upp. Forsljórinn og framkvæmdavaldið — Katharine Hepburn og Nick Nolte i Grace Quigley. Himnareisur hf. Nemandinn og skólameistarinn, Steve Guttenberg og Alan Arkin, í læknaskólanum. Læknar eftir lögguuppskrift Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabió: Grace Quigley ★ if'/í Leikstjóri: Anthony Harvey. Framleiðendur: Golan, Globus. Handrit: A. Maretin Zweiback. Kvikmyndataka: Larry Pizer. Tónlist: John Addison. Aðalleik- endur: Katharine Hepburn, Nick Nolte, Elizabeth Wilson, Chip Zien, Kit Le Fever. Bandarísk. Cannon Films 1985. Ca. 90 mín. Ekki virðast ellilífeyrisþegar í New York eiga frekar uppá pall- borðið þar en annars staðar í henni veröld. Enda fær Katharine gamla Hepbume þá snjöllu en umdeilan- legu hugmynd eftir að sjá atvinnu- morðingjann Nick Nolte að störfum — að fá hann til að kála sér. Reynd- ar fyrir vægt verð og á sem kvala- minnstan hátt. Eftir miklar fortölur fellst Nolte á aðgerðina, en áður en til kemur er hugmyndin orðin að stórfyrirtæki; aldraðir vinir kerlu sem komist hafa að ráðabrugginu vilja sem sé fyrir alla muni láta drepa sig á huggulegan hátt — útúr volæðinu hér á jörð. Og sú gamla hefur ekki undan að selja þessi „eilífðartripp" Noltes, enda býður hún jafnvel hópfargjöld á niðusettu verði — einsog athafnasömum ferðamálafrömuði ber? Grátt gaman en grárri er oft tilvera þeirra öldruðu. Það er ófagur sannleikur sem kemur fram f svari eins „viðskiptavinarins" þegar Nolte spyr hann hví hann kjósi sér þessa leið: .. .„ég hélt mig vera í metum í fjölskyldunni en í raun kom að það átti að setja mig niður fyrir framan sjónvarpið í herbergisholu á stofnun. Það er hægfara dauðdagi fyrir mig.“ En einhvemvegin er það nú svo að kaldhæðni myndarinnar skilar sér ekki nógu vel þrátt fyrir spretti af og til. Grace Quigley rís lang- hæst í hæðniblandaðri gamansemi fáránleikans en fellur þess á milli niður í léttvægt og vanhugsað melódrama. Undir lokin fjarar svo mestöll glóra úr myndinni. Annað er það sem dregur úr ágætum þessarar oft frumlegu myndar: Hepbume og Nolte reynast með afbrigðum ósennilegir og óþjál- ir mótleikarar. Leiktúlkun þeirra og persónur eru svo geysilega ólíkar að þau ná ekki saman og hrífa því áhorfendur ekki með sér sem skyldi. Hvort í sínu lagi eru þau slarkfær, einkum Hepbume sem enn býr yfír miklum persónutöfrum. Kit Le Fever er hressileg í hlutverki gjálífískonunnar og öldungamir eru allir ágætlega leiknir. Grace Quigley er örugglega heilsteyptara og betra verk í sinni upprunalegu mynd — á leiksviðinu. Kaldhæðinn boðskapur þess hittir hér ekki nógu nærri hjartanu, því miður, því yfír allri umræðu um vandamál aldraðra ríkir háskalegur doði. Nema fyrir kosningar. Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin: Læknaskólinn — Bad Medicine k'h Leikstjórn og handrit: Harvey Miller. Framleiðandi: Alex Win- itsky, Arlene Sellers. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalleikari: Steve Guttenberg, Alan Arkin, Julie Hagerty, Bill Macy. Bandarísk. 20th Century Fox 1985.90 min. Dæmigerð formúlumynd, fylgt er dyggilega uppskriftinni að Lög- regluskólanum. Söguþræðinum aðeins hnikað til; hér er verið að skóla treggáfaða læknanema, ekki löggur. Sögusviðið er „einhverstaðar í Mið-Ameríku“, læknaskóli sem er þrautaiending bandarískra milla- bama. Hér má semsé kaupa lækna- próf dýrum dómum, s\o framai’lego. sem nemendur haldi „nárriið" út. Kosturinn er þröngur og æðsta yfírvaldið, Dr. Madera, (Arkin), hálfgeggjaður. Það kemur ekki á óvart að Arkin fer með hlutverk hins léttruglaða skólameistara. Það lítur út fyrir að búið sé að þrælnegla manngreyið í rullu fáráða og hann geri sig án- ægðan með ævistarfið. Sorglegt þegar manni verður hugsað til mynda eins og The Heart is a Lonely Hunter, Wait Until Dark og Popi. Guttenberg, geðug- ur leikari, má gæta sín að falla ekki í sömu gryfjuna, en hann er einmitt kunnastur fyrir Lögreglu- skóla-myndimar. Læknaskólinn er sauðmeinlaus afþreying, sem — eins og til var stofnað — skilur ekkert eftir sig utan nokkrar, hressar uppákomur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.