Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Með N orr öna til Færeyja eftir Guðmund Sæmundsson Það var ys og þys við Seyðis- Qarðarhöfn fimmtudagsmorguninn 19. júní sl. Farþegar, sem voru að taka sér far með færeyska farþega- og bflfeijuskipinu Norrönu, söfnuðu bflum sínum í langa röð út frá af- greiðslu Ferðaskrifstofunnar Austfars á tíunda tímanum, meðan aðrir óku frá borði eftir komu skips- ins og lutu tollskoðun. Afgreiðslu- fólkið vann sitt verk ótrúlega fljótt og fumlaust, svo að um hádegis- bilið skreið Norröna aftur út Seyðisflörð með nýtt fólk og farar- tæki innanborðs. Hinn farmurinn varð eftir á Seyðisfirði, og tók þessi umskipun ekki nema 3-4 klukku- stundir. Ég hafði lagt af stað frá Reykjavík með fjölskyiduna á bfl að morgni 16. júní og ókum við síðan sunnan jökla til Seyðisfjarðar á þremur dögum. Við vorum ekkert að flýta okkur því þetta er skemmti- leg leið, sögurík og fögur, ekki síst þegar vel viðrar. Sömu sögu er einn- ig að segja um nyrðri leiðina, en hana fórum við til baka. Með Nor- rönu lögðum við því lykkju á leið okkar út af íslenska hringveginum og tókum Færeyjar með inn í ferða- lagið. Það er einmitt þessu góða skipi Smyril-Line að þakka, að maður getur skroppið með bflinn sinn í sumarleyfínu til Færeyja, Noregs eða Danmerkur, eins og ekkert sé. Þannig tengir Norröna ísland við umheiminn með vikuleg- um ferðum mánuðina júní, júlí og ágúst ár hvert. Þessi bflvegur okkar til Evrópu er reyndar búinn að vera opinn á annan áratug, aðeins einu ári skemur en hringvegurinn um landið — ótrúlegt en satt. Norröna er því sannkallað óskabam íslenskra bfleigenda, þó að þjóðem- ið sé færeyskt. Enn á ný er Seyðis- fjörður því kominn í þjóðbraut samgangna á sjó, eins og var á dögum Ottós Wathne. Eftir að hann settist að á Seyðisfirði, um 1880, komust fljótlega á gufuskipasigl- ingar milli Austfjarða og útlanda, en fyrsta gufuskip Wathne, „Miaca", var skrásett á Seyðisfirði í nóvember 1886, eða fyrir einni öld, og er það jafnframt fyrsta vélknúna skipið sem skráð er á ís- landi. Skær hljómur skipslúðurs Norrönu bergmálaði í kveðjuskyni um sólbjartan hamrasal Seyðis- Qarðar, og 15 stunda sigling til Færeyja var hafin. Margt rifjaðist upp við að vera kominn á skipsfjöl á ný og finna æðaslátt skipsins, þegar vélamar taka að knýja það út lognsléttan Qörðinn. Síðast fór ég í siglingu með Gullfossi Eim- skipafélagsins um þetta leyti fyrir tuttugu árum. Þá var ferðinni einn- ig heitið til Þórshafnar í Færeyjum með um eitt hundrað Færeyinga innanborðs. Þeir höfðu verið á vetr- arvertíð sunnanlands en nú er öldin önnur. Enginn Færeyingur kemur lengur til Islands í atvinnuleit. Það gerir hinn mikli launamunur land- anna en um þessar mundir em allt að þrisvar sinnum hærri laun í Færeyjum. Nú þegar flugvélar geysast milli Islands og nágrannalandanna á svipuðum tíma og tekur að snæða góða máltíð, sýnist það merkilegt, að nokkur skuli taka sér far með skipum yfir úthafið og það frá öðm landshomi en Reykjavík er á. Reynslan er hins vegar sú, að far- þegaskip, sem jafnframt geta flutt ■ bfla, em notuð til hlítar í hverri -fqrð yfir sumartímann. Þetta hafa .Færeyingar sýnt og sannað síðast- -Jiðin 12 ár með ferðum Rmyrils til Sey8is§arðar árin 1975-1982' og! Norröna 1983 og síðan. „Hvílík vellíðan að finna hæga hreyf ingn skipsins o g renna bjór úr glasi í vinahópi og góðri stemmningu með- an Austfjarðafjöllin blána í fjarlægðinni." Aðalhvatamennimir að þessum ferðum hingað em þeir Jónas Hallgrímsson frkvstj. og eigandi Austfars á Seyðisfirði og Óli Hammer framkvstj. Smyrilline, en hann er búsettur í Þórshöfn í Fær- eyjum. Jónas var bæjarstjóri á Seyðisfirði, þegar þessar ferðir komust á 1975. Ef ég man rétt, heyrðust þær raddir hér um það leyti sem Smyril-ferðimar hófust, að ógerlegt væri að halda úti far- þegaskipi með hagnaði til siglinga milli íslands og annarra landa. Auðvitað þarf dugnað og forsjálni við slíkan rekstur, en hann hafa Óli Hammer, framkvæmdastjóri Færeyingar til bmnns að bera. í fyrstu ferð sinni til íslands, 12. júní 1975, flutti Smyrill til Seyðisfjarðar 10 bíla og 47 farþega, en til baka fóm 37 bílar og 110 farþegar, flest íslendingar, sem vildu ferðast á sjó og hafa eigin bíl meðferðis, árið áður — þjóðhátíðarárið 1974 — var ekkert farþegaskip í fömm frá ís- landi. Sannaðist hér sem oftar, að mjór er mikils vísir, því um haustið hafði Smyrill flutt um sjö þúsund farþega. Að sögn þeirra Óla Hamm- er og Jónasar Hallgrímssortar, sem báðir em með skipinu í þessari ferð, hefur frá byijun verið stöðug aukn- ing ferðamanna á þessari leið, og upp úr 1980 var svo komið að Smyrill einn annaði ekki flutning- unum svo að grípa þurfti til systur- skipsins Teistunnar, þegar annasamast var. Þess vegna var ráðist í kaupin á Norrönu og stofn- un Smyril-Line 1983 með það fyrir augum að tryggja sem best sam- göngur milli Islands, Færeyja, Hjaltlands, Noregs og Danmerkur. Hluthafar félagsins em um fímmt- án hundmð talsins, þar af eitt hundrað íslenskir. Óli Hammer hef- ur veitt félaginu forstöðu frá byijun, en hann var yfirstýrimaður á Smyrli í fyrstu íslandsferðinni 1975 og síðan skipstjóri á sama skipi öll sumrin 1975-82, sem það var í fömm hingað. Sumarið' 1985 flutti Norröna 53 þúsurtd farþega á þeásari leið og gert er ráð fyrir mikilli aukningu í sumar. Flestir farþeganna em færeyskir, en þjóð- verjar em í öðm sæti og fara 98% þeirra til íslands. Síðan koma ís- lendingar, Danir og Norðmenn. Árið 1985 varð 4,4 millj. danskra króna hagnaður af rekstrinum og reiknað er með enn betri afkomu á þessu ári. Heimahöfn Norrönu og aðalstöðvar Smyril-Line em í Þórs- höfn í Færeyjum. Á skrifstofunni þar vinna um 20 manns yfír sumar- tímann en þeim er fækkað um helming á vetuma. Helstu umboðs- aðilar em: Ferðaskrifstofa ríkisins og Ferðaskrifstofan Austfar á ís- landi, Smyril-Line Norge í Bergen, Smyril-Danmark í Kaupmannahöfn og Smyril-Line Lerwick á Hjalt- landi. Einna erfíðast er að afla Norröna vetrarverkefna en þó hefur það gengið þokkalega fram að þessu. Vetuma 1983/84 og 1984/85 var skipið leigt til flutn- inga á Eystrasalti. Síðastliðinn vetur var Norröna leigð dönskum stjórnvöldum og notuð til að hýsa flóttafólk í Kaupmannahöfn, og í haust verður hún leigð til flutninga á Nató-hermönnum milli Plymouth og Hjaltlands um einhvem tíma. Norröna er mikið skip, 7.838 brúttórúmlestir að stærð, smíðuð í Þýzkalandi 1973. Hún er 389 fet á lengd og knúin 4x4000 hestafla Stork Werkspoor-dísilvélum. Skipið er búið öllum nýjustu og fullkomn- ustu siglingatækjum þar á meðal tölvustýrðum stöðugleikabúnaði til siglinga á Norður-Atlantshafi. Ganghraði er að jafnaði um 20 sjómílur á klukkustund við sæmileg veðurskilyrði. Þannig tekur það Norrönu 15 stundir að sigla milli Seyðisfjarðar og Þórshafnar, 30 stundir frá Þórshöfn til Hanstholm í Danmörku, 12 stundir frá Þórs- höfn til Hjaltlands og aðrar 12 stundir þaðan til Bergen í Noregi. Skipið getur flutt 250-260 bíla í ferð og hefur rúm fyrir 930 far- þega. Meira en helmingur farþega- klefanna er búinn baði og salerni. I salarkynnum skipsins eru sæti fyrir rúmlega 1.000 manns. Mér finnst Norröna vera í sérflokki þeirra skipa sem ég hef ferðast með. Góð og þægileg salarkynni sem skiptist í borðsal, teríu, reyksal og bar. Um borð eru versianir sem selja margvíslegan vaming. Rúm- góðir svefnklefar og öll þjónusta er eins og best verður á kosið. All- ur við'urgemingur í mat er mjög góður og ódýr, sé miðað við svipaða þjónustu á íslenskum hóteium. Siglt út Seyðisfjörð Kalda borðið í Norrönu er eftir- minnilega gott og gefur samskonar borði sem svo mjög var rómað um borð í Gullfossi — og talinn var hápunktur íslenskrar hótelmenn- ingar á sínum tíma — ekkert eftir. Stærsti kostur sjóferðar fyrir þann sem getur notið hennar í ríkum mæli er sá, að hvíld verður nánast hvergi eins fullkomin. Hvílík vellíð- an að fínna hæga hreyfíngu skips- ins og renna bjór úr glasi í vinahópi og góðri stemmningu meðan Aust- fjarðafjiillin blána í fjarlægðinni. Sólstöðumar, slungnar töfrum; þessi undarlegi tími hins norræna sumars, þegar albjart er um hauður og haf allan sólarhringinn. Talið berst að farþegasiglingum milli ís- lands og nágrannalandanna, eink- um milli Austíjarða og Norður- landa. Á samri stundu koma mörg nöfn manna, skipa og útgerðarfé- laga upp í hugann. Nú var orðið albjart í tvennum skilningi. Þess vegna er heillandi að sitja í nota- legu andrúmslofti og rifja upp bæði nýja og gamla sögu siglinganna á þessari leið meðan Norröna öslar ölduslóð Norður-Atlantshafsins í áttina til Færeyja. í áratugi urðu litlar breytingar í reglubundnum farþegasiglingum milli Islands, Færeyja og annarra Norður-Evrópulanda. Lengsta sögu þeirra siglinga á Sameinaða gufu- skipafélagið danska D.F.D.S., en skip þess hófu áætlunarsiglingar til Færeyja og íslands 1867. íslands- siglingar félagsins lögðust niður haustið 1969. Á þessu tímabili komu nokkur skipafélÖg við sögu önnur en Eimskipafélag. ísjands, sem veittu Sameinaða samkeppni,- og sturtdum allmikla. Má þar helst nefna: Ottó Wathne á Seyðisfirði, sem síðar varð O.W. Arvinger 1894-1911; Þórarinn E. Tuliníus og Thore-félagið 1896-1915; Berg- enska gufuskipafélagið B.D.S. 1908-1940 og 1947; Vestlandske Lloyds 1905-1906 og Skipaútgerð ríkisins 1946 og 1954-1966. Reglu- bundnar gufuskipasiglingar milli Danmerkur, Færeyja og Islands áttu sér þó lengri sögu eða frá ár- inu 1858 að dönsk stjómvöld sömdu við Skipafélag Koch & Henderson um siglingarnar með gufuskipinu Victor Emanúel, sem síðar hlaut nafnið Arcturus, og var 472 brúttó- rúmiestir að stærð. Áður voru seglskip í þessum ferðum. Það síðasta þeirra, Sölöven, fórst með áhöfn og farþegum undir Svörtu- loftum á Snæfellsnesi í nóvember 1857. Áætlunarstrandferðir hófust hins vegar við ísland á vegum stjóm- valda árið 1876 með gufuskonnort- unni Díönu, sem var eign danska flotans og um 600 brúttórúmlestir að stærð. Á þessum tíma höfðu danskir skipstjórar illan bifur og ótrú á strandsiglingum hér við land. Kom þar margt til; hafnleysi, ófull- komin sjókort, landið vitalaust, og síðast en ekki síst var það hafísinn sem dönsku sjómennimir óttuðust. Það voru því danskir sjóliðsforingj- ar og íshafsfarar sem völdust til fyrstu strandsiglinga við ísland, til dæmis Wandel, Hovgaard o.fl. Árið 1876 fór Díana tvær strandferðir, en 1877—79 fór hún þrjár ferðir hvert ár. Ferðatilhögun Díönu var á þá lund að skipið hóf hverja ferð frá Kaupmannahöfn og lauk henni þar. Díana lagði af stað í fyrstu strandferðina frá Kaupmannahöfn 11. júní 1876 og kom á leiðinni við í Granton í Skotlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Þaðan hélt skipið beint til Seyðisfjarðar. Eftir skamma við- dvöl á Seyðisfirði — um þetta leyti fyrir eitt hundrað og tíu ámm — sigldi Díana norður og vestur fyrir land til Reykjavíkur, með viðkomu á Raufarhöfíi, Akureyri, Skaga- strönd, ísafírði og í Stykkishólmi. Áætlaður komudagur Díönu til Reykjavíkur var 30. júní. Þaðan hélt skipið sömu leið til baka, hinn 11. júlí, með viðkomu á sömu stöð- um nema Raufarhöfn, en hún var felld niður í áætlun vegna grynn- inga. Frá Seyðisfirði hélt Díana aftur til Kaupmannahafnar og Iagði leið sína sem fyrr um Færeyjar og Skotland. Þessar fyrstu strandferð- ir við ísland gengu nokkuð greið- lega og komu fljótlega að góðum notum. Helsta óánægja með ferðir Díönu var að skipið skyldi ekki koma við í norskri höfn, þar sem nokkur viðskipti vom þá hafin milli landanna. Alþingi og ríkissjóður veittu 20 þúsund kr. styrk til þess- ara tilraunastrandferða, en árið 1880 tók Sameinaða að sér bæði millilanda- og strandferðirnar með nýjum samningi við stjórnvöld. Auk áðurnefndra skipa urðu mörg önnur víðþekkt hér ásamt stjórnendíum þeirra. Má þár nefna Laum, Vestu, Botníu, íslandið og Jónas Hallgrímsson, eigandi Austurfars á Seyðisfirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.