Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Ráðstefnur um Háskóla íslands: Hvernig er Háskól- inn í stakk búinn að sinna hlutverki sínu? TVÆR RÁÐSTEFNUR verða haldnar í tengsium við 75 ára afmælishátíðarhald Háskóla ís- lands. Það eru Stúdentaráð og Bandalag haskólamanna sem standa fyrir þessum ráðstefnum sem verða haldnar dagana 5. og 11. október í Odda. Ráðstefna Bandalags Háskóla- manna verður haldin fyrri daginn og ber hún yfirskriftina „Háskóli íslands - Óskabam eða Ösku- buska?" en ráðstefna Stúdentaráðs ber yfirskriftina „Háskólinn í nútíð og framtíð, breyttir kennsluhættir - betri skóli?“. Framsögumenn á ráðstefnu BHM 5. október verða þeir Ingjald- ur Hannibalsson, forstjóri Álafoss, Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Þorsteinn Gylfason, dósent. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari. Á blaðamannafundi, sem BHM hélt, ræddi Gunnar G. Schram, formaður BHM, um yfirskrift ráð- stefnunnar. Hann varpaði fram nokkrum spumingum varðandi Há- skólann. Til dæmis þeim hvort hann væri tímaskekkja og hvort hann væri f nægjanlegum tengslum við atvinnulffið í landinu. Sagði hann að Háskólinn hefði ekki vaxið að sama marki og nemendafjöldinn. Hann lagði á það áherslu að nútím- inn hefði kallað á ný viðhorf sem kölluðu á nýja tækni. „Við vitum það að Háskólinn er illa tækjum búinn og í húsnæðismálum er við mikinn vanda að etja,“ sagði Gunn- ar. „Það er því ekki að ástæðulausu sem spurt er um hvort Háskólinn geti sinnt sínu hlutverki við þessar aðstæður." Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður framsögu- manna og fyrirspumir. Ráðstefn- urnar verða öllum opnar. Af mæli Háskóla íslands Húsnæðis- og bygg- ingarsaga skólans í máli og myndum ÚR HÚSNÆÐIS- og byggingar- sögu Háskóla íslands heitir bók sem komin er út í tilefni af 75 ára afmæli Háskólans og er þar að finna heimildir um hugmynd- ir, aðdraganda og framkvæmdir fram yfir 1940 varðandi hús- næðis- og byggingarsögu skól- ans. Það er dr. Páll Sigurðsson, dósent, sem tók saman ritið, en hann hefur verið allafkastamikill höfundur bóka á sviði lögfræði. í bókinni, sem er á fjórða hundr- að blaðsíðna og greinist í 15 kafla, fyrir utan bókarauka, er að finna greinar og teikningar um háskóla- byggingu á íslandi. í fyrsta kafla er rakin forsaga og frumhugmyndir manna um háskólabyggingu. Því næst er fiallað um teikningu Rögn- valdar Olafssonar árið 1913 og hugmyndir um Qársöfnun í Ameríku. Þá eru raktar nokkrar hugmyndir sem fylgdu í kjölfarið og greint frá hugmyndum manna um háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti. Byggingarsaga Háskólans er síðan rakin í máli og myndum og einnig greint frá öðrum byggingar- framkvæmdum á híiskólalóðinni. í bókarauka er síðan að finna íjögur viðtöl sem Páll Sigurðsson tók við dr. Jón Steffensen, prófess- or, sem starfaði í bygginganefnd Háskólans. Dr. Björn Sigfússon, fyrrverandi háskólabókavörð, en hann var nemandi við skólann á árunum 1929-1934. Síðan er rætt við þá Rögnvald Þorláksson, verk- fræðing, og Ólaf Tryggvason lækni, en þeir unnu báðir við háskólabygg- inguna á ijórða áratugnum. Hægt verður að nálgast bókina í Háskóla íslands 12. október, en þá gengst Háskólinn fyrir „opnu húsi“ fyrir almenning, sem vill kynna sér starfsemi hans í tilefni afmælishaldsins. Bókin verður síðan fáanleg í bókaverslunum. „Athugasemdir við gjöld annarra byggjast oft á vanþekkingu“ -segir Guðmundur Guðbjarnarson, skattrannsóknarstjóri. „Öll mál þar sem gerðar eru at- hugasemdir við gjöld eru að sjálfsögðu könnuð. Ástæður þess að menn telja sig þurfa að gera athugasemdir við gjöld annarra eru hins vegar oft þær að þá skortir réttar upplýsingar,“ sagði Guðmundur Guðbjarnar- son, skattrannsóknarstjóri. Bústaðakirkja: Tónleikar Electric Phoenix SÖNGHÓPURINN Electric Pho- enix frá Englandi, heldur tón- leika í Bústaðakirkju í dag, sunnudag kl. 20.30. Á efnisskrá eru Madrigalar eftir William Brooks, „Aurora" eftir Arne Nordheim, „Lady Lazarus" eftir Daryl Runswick (frumflutning- ur), „For the Time Being“ eftir Káre Kolberg og „Prayer for the Great Farnily" eftir Gerald Shap- iro. Tónleikar þessir eru sérstak- lega styrktir af British Council. Á baksíðu Morgunblaðsins í gær er sagt frá því að bæjarráð Vest- mannaeyja hafi sent skattstjóran- um þar lista með nöfnum gjaldenda sem að áliti bæjarráðsins virðast bera óeðlilega lág útsvör og að- stöðugjöld. Var haft eftir skattstjór- anum að í sumum tilfellum væri um eðlilegar skýringar að ræða, en önnur atriði gæti verið erfiðara og tímafrekara við að eiga. Alltaf væri einhveijum málum vísað til skatt- rannsóknarstjóra, en ekki vildi skattstjórinn segja hvort það ætti við um einhver þau mál sem tengd- ust lista bæjarráðsins. Guðmundur GuðbjömssOn sagði að það kæmu alltaf öðru hvoru upp mál þar sem sveitarfélög gerðu at- hugasemdir við útsvars- og að- stöðugjaldaskrá og kæmu þeim athugasemdum til viðkomandi skattstjóra. Þetta væri þó ekki al- gengt. „Beiðni um athugun er oft mjög almenns eðlis og ekki bent á ákveðin atriði sem eru talin þurfa athugunar við,“ sagði Guðmundur. „Þegar gjaldendur gera athuga- semdir við skatta annarra þá er yfirleitt um það að ræða að menn hafa það fremur á tilfinningunni að eitthvað sé að, fremur en um það sé nokkur vissa. Það er t.d. ekki algengt að menn sem hafa tekið þátt í nótulausum viðskiptum við fyrirtæki bendi á það. Slíkar beinar upplýsingar um skattsvik eru það sem okkur fremst,“ sagði stjóri að lokum. vantar fyrst og skattrannsóknar- Fátt fé var í Vogarétt Réttað í Vogarétt Vogum: RÉTTAÐ var I Vogarétt á Vatnsleysuströnd mánudag 22. september. Sama dag var rétt- að í Þórkötlustaða-rétt við Grindavík. Fátt fé var í Vogarétt enda hefur fé fækkað mikið þama á undan-fömum árum. Talið er að um þúsund §ár hafi verið dregið í dilka. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er á mánudegi í Vogarétt, en hingað til hefur réttardag allt- af borið upp á miðvikudag. Smölun hefur þá farið fram á þriðjudeginum, en nú var smalað á sunnudegi. Líffræðifélag íslands: Dr. Folk fjallar um eigin rannsóknir í Alaska Á VEGUM Líffræðifélags ís- lands mun Dr. G. Edgar Folk, prófessor við University of Iowa í Bandaríkjunum, halda fyrirlest- ur, sem hann nefnir Biological clocks and Eskimos in Arctic Alaska". Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, hugvisindahúsi HÍ, þriðjudaginn 30. sept. kl. 20.30 og er öllum opinn. Hann verður fluttur á ensku. Dr. G. EMgar Folk lauk Ph.D. gráðu frá Harvard-háskóla 1947 og hefur verið prófessor í lífeðlis- fræði við háskólann í Iowa frá árinu 1964. Hann hefur hlotið marghátt- aðar viðurkenningar fyrir störf sín. í fyrirlestrinum fjallar prófessor Folk um rannsóknir þær, sem hann ásamt konu sinni og stúdentum, gerði við rannsóknarstofuna í Point Barrow, Alaska, í samfleytt 17 ár. Hann mun lýsa rannsóknum á spen- dýmm þessara norðlægu slóða, en þó sérstaklega samskiptum vísinda- mannanna við íbúa stærsta eski- móaþorpsins í Barrow, Alaska. Með notkun senditækis voru ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir mældir hjá 12 tegundum spendýra og tveimur fuglategundum. Megin- áhersla var lögð á athuganir á áhrifum stöðugrar dagsbirtu á sól- arhrings-lífklukkuna hjá spendýr- um. Á þessum 17 árum varð breytinga vart á menningarsam- félagi eskimóa. Þó er ekki talið að breytingar verði á þýðingu hval- veiða og annarra veiða fyrir lífsaf- komu þessa fólks í framtíðinni. o INNLENT Flutt út 60 tonn af kældu lambakjöti ÚTFLUTNINGUR á kjöti af ný; slátruðu er þegar hafinn. í vikunni fóru 80 tonn af frosnu kindakjöti til Færeyja og á föstu- dag fór fyrsta sendingin af kældu kjöti til Danmerkur. Jóhann Steipsson deildarstjóri í búvörudeild SÍS segir að búið sé að semja um sölu á 60 tonnum af kældu kjöti til útlanda í ár, en það er svipað magn og farið hefur í slát- urtíðinni undanfarin ár. 25 tonn fara til Danmerkur, 25 til Hollands og 10 tonn til Luxemborgar. Kjötið kemur allt úr sláturhúsinu f Borgar- nesi. Þar er það kælt og pakkað niður og síðan flutt með kælibfl á Keflavíkurflugvöll. Þaðan fer það flesta daga með áætlunarflugi til viðkomandi landa, 3—5 tonn í einu, og kemst þannig í besta ásig- komulagi til neytenda. „Við stönd- um ekki í þessu vegna magnsins, heldur lítum við fyrst og fremst á þetta sem góða auglýsingu fyrir lambakjötið okkar," sagði Jóhann. Hundasýning í dag HUNDASÝNING verður haldin í dag á vegum Hundaræktarfélag íslands. Sýningin verður fyrir framan Álftamýrarskóla og verða þar sýndir 70 hundar f sjö flokkum. Einnig verður í fyrsta sinn dæmt í „baby“ hvolpa flokki, en það eru 3-6 mánaða gamlir hvolpar. Hundasýningin hefst kl. 10:30, þegar sýndur verður hundur af af Maltise kyni. Á eftir honum koma Cocker Spaniel hundar, þá Poodle hundar, því næst írskir Setter hund- ar og loks íslenskir Qárhundar. Tveir síðustu flokkamir eru Labrad- orRetriever og Golden Retriever hundar, en eftir að þeir hafa verið sýndir, um kl. 17, fara fram úrslit. Dómarinn á sýningunni er danskur og dæmir hann eftir ræktunar- markmiði hvers kyns, þ.e. útliti og byggingu o.þ.h. í lokin verða valdir fjórir bestu hundamir á sýningunni og einnig besti hvolpurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.