Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 31

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 31 Sálargáfa og sprengjubrot Sígildar skífur Konráð S.Konráðsson Dmitri Shostakovich: Symphony No. 5, op. 47 Concertgebouw Orchestra Stjórnandi: Bernard Haitink Deccæ CD 410 017-2 Ekki alls fyrir löngu birti breska tímaritið „The Musical Ti- mes“ grein eftir kínverskan taugasjúkdómalækni starfandi í Beijing, að nafni Dajue Wang. Greinin nefnist í lauslegri þýð- ingu: „Shostakovich: Með tóntíst á heilanum". í grein þessari, sem fyrir ýmsar sakir er forvitnileg, rekur læknir þessi merkilega sögu, sem hann hefír eftir starfs- bróður sinum rússneskum og ég tek mér það bessalejrfí að endur- segja sögu hans hér að hluta: Greindi Rússinn mér frá því að skömmu eftir lok heimsstyijaldar- innar síðari hafi leitað til hans sjúklingur, sem hann hafí sam- stundis þekkt sem eitt af fremstu tónskáldum þjóðar sinnar og sagðist honum þannig frá: „Þegar við höfðum kynnt okkur bað ég hann að greina frá vand- kvæðum sínum. Kvaðst hann þá hafa málmflís í höfðinu og spurði hvort hann ætti að láta ijarlægja hana. Hissa og undrandi svaraði ég að bragði spumingu hans ját- andi og spurði á móti hvemig flísin hefði hafnað í höfði hans. Svaraði hann því til að í stríðinu hefðu Þjóðverjar setið um heima- borg hans og hann særst af sprengikúlu, sem hefði sprungið nærri honum á götu úti. Læknis- meðferð var ekki auðfengin og það var fyrst við læknisrannsókn alllöngu síðar að málmflísin upp- götvaðist. Ég sendi hann tafar- laust í röntgenrannsókn til þess að fá úr þvf skorið hvar flísin sæti og aðeins fáeinum mínútum síðar rýndi ég í blautar mjmdim- ar. Auðsætt var að flísin var djúpt í heilanum og ég áleit að best væri að fjarlægja þennan aðskota- hlut. Ég greindi sjúklingnum frá niðurstöðu minni, en hann virtist óákveðinn og hafnaði ráðlegging- um mínum. Að lokum skýrði hann frá ástæðunni. — Allt frá því að flísin hafnaði í höfði hans hafði hann fundið, hveiju sinni er hann hallaði höfðinu, hvemig hugur hans fylltist tónlist. Oteljandi laglínur, mismunandi hveiju sinni, sem hann notfærði sér við tónsmíðar sínar. Með því að halla höfðinu afturábak hvarf honum tónlistin. Ég fór með hann aftur á röntgendeildina og settist sjálfur við gegnumlýsingartækið. Sáust útlínur höfuðkúpu hans greinilega á skjánum, sem og málmstykkið inni í höfðinu. Sást sömuleiðis að málmflísin hrejrfðist í heilánum þegar ég bað hann að halla höfð- inu s.s. hann hafði áður lýst. Virtist mér af hreyfingum flísar- innar að hún sæti í niðurhomi vinstra hvelhols (hol í heilavefn- um, sem fyllt er heila- og mænuvökva) og væri þannig nán- ast í snertingu við heymarstöðvar gagnaugahjamans. Þar sem ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt á læknisferli mínum ákvað ég að leita samráðs við yfírlækninn, sem raunar var jrfirskurðlæknir hers- ins og fremsti taugaskurðlæknir ríkisins. Hann skoðaði sjúklinginn og röntgenmyndimar og úrskurð- aði.'eftir langa yfírvegun, að flísin væri best komin þar sem hún væri. Bætti hann því við brosandi að þegar allt kæmi til alls gæti líka verið gagn í þýskum spreng- ikúlum, þar sem þessi virðist hjálpa yður við tónsmíðamar." Þannig farast honum orð kínverska lækninum D. Wang, sem lætur það fylgja að sögulok- um að sjúklingurinn muni ekki hafa verið neinn annar en Dmitri Shostakovich. En er sagan sönn? Sjálfur kveðst Wang ekki efast um áreið- anleik hins rússneska starfsbróð- ur síns, sem nú er látinn, sem og yfirmaður hans, en báðir munu þeir hafa verið alþjóðlega viður- kenndir skurðlæknar. Vitað er að Shostakovich var í Leningrad meðan á umsátri Þjóðveija um borgina stóð, en hvergi mun þess getið að hann hafí særst. Ef sag- an er sönn vaknar því sú spuming hvers vegna þessu hafí verið hald- ið lejmdu baeði af hálfu jrfirvalda, sem og af Shostakovich sjálfum. En hvað um sjálfa tónlistina? Tóku tónsmíðar Shostakovich miklum stakkaskiptum um 1941? Síst hefír því verið haldið fram og munu rök því til stuðnings vera rýr bæði hvað snertir sjáifa tónlist Shostakovich, sem og af- köst hvað varðar tónsmlðar. Mun í raun lítill fótur fyrir sannleiks- gildi þessarar sérstæðu frásagnar. En segjum skilið við sprengju- brot og skurðlækna og hverfum til ársins 1937. Það ár skrifar Shostakovich fimmtu hljómkviðu sína þá í fullri andstöðu við ráða- menn heimalands síns. En hvað þá andstöðu varðar mun tónskáld- ið sjálft hafa skrifað eftirfarandi um tónsmíð sína: „Ég held að öll- um sé ljóst hvað fram fer í þeirri Fimmtu _____Það er líkt og ein- hver hýddi þig með staf skipandi: „Yðar er að fagna, yðar er að fagna“, og þú staulaðist á fætur skjálfandi og tautaðir siðan haltr- andi: „Okkar er að fagna, okkar er að fagna ...“. En hvílíkur fögnuðuri Haitink hrífur áheyrandann með sér án þess að nokkrum vömum verði við komið: Fram af hengifluginu fylgjum við brostnum vonum út í ystu myrkur örvæntingarinnar í lokakaflanum þar sem hver taug titrar nakin og þanin. Myrk og þéttriðin tónsetning Shostakovich í hnökralausum flutningi Con- certgebouw hljómsveitarinnar umvefur áheyrandann með ein- stæðum grípandi krafti þar sem tónverkið nýtur sín til fullnustu. Upptakan fór fram í þeim víðfræga sal Concertbebouw í Amsterdam og stjómaði henni fyrir hönd Decca Andrew Comall, en hljóðmeistari var Colin Moorfo- ot. Hvað varðar tæknileg gæði upptökunnar nægir að nefna að útgáfa þessi var valin til verðlauna hins virta breska tímarits „the Gramophone". Hafði undirritaður til umráða útgáfu upp á nýja mátann, þar sem tónar og til- brigði em greipt í talnarúnir tvíundarkerfís á álþynnu. Nefnist miðill þessi í grannlöndum okkar „compact disk“ eða smáskífa, skammstafað CD. Mun þá höfðað til smæðar skífunnar, en hún er einungis tæpir 12 cm í þvermál, en rúmar þó tónlist, sem nemur allt að 90 mínútum í flutningi. Efasemdir um ágæti þessa nýja miðils hverfa sem dögg fyrir sólu er hlýtt er á þessa stórkostlegu útgáfu og niðurstaðan einföld að lokum: Meistaraverk! Observanda Medica; 1985. 12, 85-87 The Mtisical Times; 1983, 6, 347-48 Maria E. Ingvadóttir VIÐ TELJUM ÞAÐ MIKIÐ HAPP.. f okkar samfélagl eru marglr sem hafa komlst áfram á atorkunnl. ósérhlffnlnnl og mannkostunum. Elnn slíkur elnstaklingur er Maria E. ingvadóttlr, vtósklptafræðlngur og formaður Hvatar, félags sjálfstæðlskvenna I ReyKfavfk. Viö teljum það mikið happ að Maria gefur nú kost á sér í stjórnmálabaráttuna. María ertraustur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Við erum þess fuilviss aö þekking hennar og reynsla mun skila sér áþreifanlega i baráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir bættum lífskiörum. Því styðjum vlð Maríu í öruggt sætl f prófKJörl sjálfstæðlsflokkslns í ReykJavík. Stuðnlngsmenn. Kosnlngaskrifstofa Marfu er á 3 hæð i Nýjabióhúsinu við Lækjargötu. Simar: 12540 - 14494 - 14558

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.