Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 80

Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 80
STERKTKDRT SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Rúmlega 400 sjúkraliðar hafa sagt upp „ÞAÐ er mjög mikil samstaða og á fimmta hundrað sjúkraliðar hafa sagt upp frá og með 1. október og láta því af störfum 1. jan- úar,“ sagði Hulda S. Ölafsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands. í Sjúkarliðafélagi íslands, sem er fagfélag, eru um tvöþúsund fé- lagar. Af þeim eru um 570 starfandi í Reykjavik og nágrenni. „Þátttak- an er mjög almenn sem sýnir óánægju sjúkraliða með laun sín og vinnuálag," sagði Hulda. Engir vinnustaðafundir hafa verið haldnir vegna aðgerðanna en áhersla lögð á, að hver og einn gerði upp við sig hvort hann vildi taka þátt í þessum aðgerðum, þrátt fyrir aug- ljósa vankanta. „Þetta er náttúrlega neyðarráðstöfun og allt annað en löglega boðað verkfall, en það er þörf á aðgerðum til að vekja at- hygli á hvað við erum í rauninni lágt launuð," sagði Hulda. Skotárásin í Breiðholti: Pilturinn úrskurðað- ur í 10 daga varðhald PILTURINN, sem grun- aður er um aðild að skotárásinni á bfl í Breiðholti á þriðjudag, var I gær úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald, samkvæmt kröfu Rann- sóknarlögreglunnar. Sakadómur Reykjavíkur hafði tekið sér 24 klukku- stunda frest til að taka ákvörðun um kröfu RLR og um kl. 13 í gær var sam- þykkt að taka kröfuna til greina. A grundvelli fram- burðar vitna, beindist grunur að tvítugum pilti og var hann handtekinn í gær. Játning hans liggur ekki fyrir. Fáskrúðsfjörður: Sláturhús- verkfalli var aflýst VERKALÝÐS- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar aflýsti í fyrra- dag verkfalli í sláturhúsinu á staðnum sem átti að hefjast á miðnætti i gærkvöldi þar sem samkomulag náðist við stjóm- endur Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga. Eiríkur Stefánsson formaður verkalýðsfélagsins sagði að sam- komulag hefði náðst um fjölgun starfsfólks og hækkun launa í þeirri vinnu sem um var deilt, það er við þvotta, snyrtingu og fleira. Nú í haustrigningartíð má oft sjá skemmtilegar speglanir. Þessa mynd tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins á gatnamótum Lækjargötu og Skólabrúar síðastliðinn fostudag. Kvótakerfi útvegsins far- ið að líkjast haftakerfinu - segir Matthías Bjarnason samgöngu- og viðskiptaráðherra „ÉG ER andvígur kvótakerfinu. Kvótakerfið er að verða ámóta og haftakerfið í innflutningi á sjötta áratugnum, þegar menn gátu lifað góðu lífi með þvi að selja innflutningsleyfi, sem þeir gátu kríað út.“ Þetta segir Matt- hías Bjarnason, samgöngu- og viðskiptaráðherra, í viðtali, sem birt er i Morgunblaðinu í dag. Matthías segist telja að sögur um að menn hafi selt kvóta, í stað þess að gera út skipin sem fengu kvótann, séu ekki úr lausu lofti gripnar. Hann nefnir sem dæmi sölu á fímm fískibátum á undan- fömum mánuðum. „Þessir fískibátar voru til samans að stærð 413 lestir, en meðalaldur þeirra var um 14,4 ár, með því að Konungsbók Eddukvæða í viðhafnarútgáfu í TILEFNI 75 ára afmælis Háskóla íslands, sem minnst verður 4. október, kemur út ljósprentuð viðhafnarútgáfa á handriti Konungsbókar Eddukvæða. Hér er um að ræða fyrstu ljósprent- un f litum á þessu þekkta handriti. Bókin kemur út í 100 tölusett- mönnum er enn i fersku minni um eintökum, innbundnum í alskinn og árituðum af forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnús- sonar, ritar inngang og segir m.a.: „Bókin geymir þau kvæði sem eru einn dýrasti arfur germanskra þjóða. Það er einsdæmi að heil bókmenntagrein, svo merkileg sem Eddukvæðin, hvíli að mestum hluta á einu handriti." Lögberg - bókaforlag, Sverrir Kristinsson, gefur handritið út í samvinnu við Stofnun Ama Magnússonar á íslandi. Eins og var Konungsbók Eddukvæða ann- að tveggja handrita, sem fyrst voru afhent íslendingum, er hand- ritamálið hafði verið leyst. Var hún ásamt Flateyjarbók, flutt hingað á dönsku herskipi og af- hent Háskóla íslands til varðveizlu við hátíðlega athöfn hinn 21. apríl 1971. Helge Larsen þáverandi kennslumálaráðherra Dana af- henti Gylfa Þ. Gíslasyni þáverandi menntamálai'áðherra handritin, sem aftur afhenti þáverandi rekt- or Háskóla íslands, Magnúsi Má Lárussyni, bækumar. Þær eru nú varðveittar í Stofnun Áma Magn- ússonar. na ur ninu træga s onungs reikna þetta ár til enda. Söluverð þessara báta, sem eru 413 brúttó samtals, var hvorki meira né minna en 104 milljónir króna. Á samatíma voru til sölu tvö kaupskip og var meðalaldur þeirra hinn sami, eða um 15 ár. Þessi kaupskip bæði átti að selja fyrir 33,5 milljónir, en brúttó lestartala þeirra er um 1748 lestir. Það er allmikill munur á hvort verið er að selja kaupskip eða físki- báta hér á milii héraða í landinu og til gamans skal ég geta þess að minna kaupskipið sem ég nefndi er 241 tonn og var tilboðið 13 millj- ónir. og 230 þúsund, en stærsti báturinn sem ég var að miða við af þessum fímm, er 247 tonn. Ald- ur hans er fímm árum hærri en aldur kaupskipsins, en söluverðið er 41 milljón á móti 13 milljónum og 230 þúsundum," segir ráðherr- ann. Matthías segir einnig í viðtalinu að hann muni beita sér fyrir því í stjómarmyndunarviðræðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn er viðriðinn, að flokkurinn geri ákveðna kröfu um að fá sjávarútvegsráðuneytið í sinn hlut. Sjá viðtal við Matthías Bjarnason á bls. 25: „Hvernig likar honum framsóknarfiski- rfið“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.