Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Svavar A. Jónsson Kirkja, sókn o g söfnuður í Danmörku Ur blaði Norrænu samkirkjustofnunarinnar Nordiska Ekumeniska Institut- et, Norræna samkirkjustofnunin, í Sigtúnum í Svíþjóð sendir frá sér ritið Ekumenisk Orientering. Þar er fjallað um samkirkjustarf, einkum það, sem fram fer á Norð- urlöndum, og ritað um margt það, sem efst er á baugi í um- ræðu kirlcjunnar víða um heim. Júnfheftið á þessu ári segir frá kirkjulífi í Danmörku. Þar er grein, sem heitir Kirkja, sókn og söfnuður og mér fannst hún eiga vel við þá umræðu, sem heyrist hér á landi vera innlegg í um- fjöllun okkar hér á síðunni um þjóðkirkjusöfnuðinn. Ég þýddi því úr henni giefsur sem birtast hér í dag. Greinin er eftir Erik Nor- man Svendsen. Breytt þjóðfélag- — breytt kirkja í kjölfar iðnvæðingarinnar í Danmörku á fyrri öld og þessari urðu til nýir þjóðfélagshópar. Þeir áttu ekki rætur sínar í þeim hefð- um, sem tíðkuðust í fortíðinni, og voru því heldur ekki rótfestir í kirkjum foreldra sinna. Bæjarlífið var svo allt öðruvísi en sveitasamfélagið. Möguleikar voru svo miklu fleiri og áhrif margvíslegri. Eins urðu möguleik- ar til kirkjusóknar fjölbreyttari. Kirkjurnar í bæjunum eru ekki sóknarkirkjur á sama hátt og var í sveitasamfélaginu. Presturinn í bænum er ekki „presturinn okk- ar“, heldur er oftast óþekktur embættismaður, sem fólk kynnist þá fyrst persónulega þegar það velur hann til að vinna fyrir sig embættisverk. Það dregur líka úr safnaðarvit- undinni að fólk er alltaf að fara eitt eða annað, í vinnuna, heim, til innkaupa, til sérfræðings, til vina, á skemmtanir, í íþróttir eða í sumarbústaðinn. Fólk vinnur ekki í hverfinu, sem það býr í, og eyðir sumarfríinu enn annars staðar. Við þetta bætist svo að hver Dani flytur að meðaltali á 7 ára fresti. Það er því liðin tíð í bæjarsamfélagi nútímans að fólk búi, vinni og eyði frítíma sínum, þar sem sóknarkirkja þess stend- ur. En nýjar kirkjur hafa risið með nýja og §ölbreytta möguleika til kirkjusóknar. Þær fylgja þörfum samtímans, hafa húsnæði til þess safnaðarlífs, sem hentar borg- arlífínu. Og í grennd við gömlu kirkjumar em byggð safnaðar- heimili til að styrkja safnaðarlífíð. Allir skírðir tilheyra þjóðkirkjunni Samkvæmt hefðinni í dönsku þjóðkirkjunni tilheyra henni þau öll, sem skírð eru og hafa ekki sagt sig úr kirkjunni. Öll borga þau kirkjugjöld, hvort sem þau koma oft eða sjaldan. Og öll mega þau kjósa sóknamefndir og vera í kjöri til þeirra. Með þessu ákvarðast það ekki innan frá hverjir em í kirkjunni, heldur utan frá, fólkið ákveður það sjálft. En ef söfnuðurinn á ekki ábyrgt og starfandi safnaðarfólk verður hann aðeins formlegur hópur, sem á tilvem sína að þakka þeim hefð- um, sem em að hverfa. Ef söfnuðurinn heldur ekki guðs- þjónustur og leitar samfélags í hverri sókn fyrir sig þá deyr þjóð- kirkjan smátt og smátt. Éf engir væm starfandi og ábyrgir myndi söfuðurinn aðeins geta leyst af hendi lítinn hluta fræðslu sinnar og hjálparstarfs og boðunin næði aðeins sárasjaldan út fyrir kirkju- veggina. Mikilvægi sóknar- nefndanna Sóknamefndimar skipta miklu máli. Þeim er ætlað að „efla Fólk hefur myndað söfnuði í söfnuðunum til að leysa vanda þjóð- kirkjuformsins. Þeim er ætlað að opna dyraar fyrir sem allra flestum og viðhalda hinni hefðbundnu þjóðkirkju í bæjarsam- félögunum. kirkjulíf í sókninni, prestakallinu eða bæjarfélaginu — eða öllu bisk- upsdæminu". Þeirra er því möguleikinn á að framkvæma það, sem brýnt er á hveijum stað, eða hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. í Danmörku vinnur hver ein- staklingur í sóknarnefndinni heit á fyrsta fundi nefndarinnar. Þau heita því að vinna í trúfesti við hina dönsku, evangelísk-lútersku kirkju að því að „skapa hinum kristna söfnuði góð skilyrði til að lifa og vaxa“. Sóknamefndimar geta oft grip- ið til ráða, sem fríkirkjusamfélög- in nota, svo sem til ráðgjafastarfa, námskeiða og áætlana. Fólk hefur myndað söfnuði í söfnuðunum til að leysa vanda þjóðkirkjuforms- ins. Þeir em myndaðir til að standa vörð um uppfræðsluna og uppbyggingu safnaðarins. Mark- miðið er að hin trúuðu endurlífgi allan söfnuðinn. Þessir söfnuðir í söfnuðunum hafa oft verið gagn- rýndir harðlega, bæði frá sjónar- miði guðfræði og skipulags. Raunin getur orðið sú, einkum í bæjarsöfnuðum, þar sem margt safnaðarfólk tekur lítinn þátt í safnaðarlífinu eftir eigin hug- myndum. En gagnrýnendur skyldu gera sér ljóst að ætlun hópanna er að opna dyrnar fyrir sem allra flestum og viðhalda hinni hefðbundnu þjóðkirkju í bæjarsamfélögunum. I söfnuðin- um í Brönshöjkirkju byggði slíkur hópur safnaðarheimili við gömlu kirkjuna og kom á fót marghátt- uðu safnaðarstarfi til að koma orði Guðs á framfæri utan guð- þjónustunnar sjálfrar. Komið var á fót biblíuleshópum, kóræfingum og „opnu húsi“ síðdegis, hjúkr- unarstarfi, hjúkrunarheimili og bamaheimili. Auk þessa héldu prestar og safnaðarfólk ótal sam- verustundir, leshringi og kirkju- fræðslu fyrir fúllorðna. Þetta starf byggir mjög á framtaki og þátt- töku hins óvígða safnaðarfólks. Hópurinn stóð sjálfur straum af kostnaði með söfnunum og ár- legri sumarsamveru í prestseturs- garðinum. Ráðgjöf, friður og fyrirgefning messunnar Við höldum áfram að skrifa um risann sofandi, safnaðarfólkið, sem er í kirkjunni en kemur sjald- an, helst þegar fjölskyldur þess leita til kirkjunnar á hátíðastund- um lífsins. Þótt risinn haldi áfram að sofa og oft reynist þeim, sem reyna að vekja hann, það undur erfitt, þá eru þau mörg, sem tala um trú sína. Otrúlegasta fólk, á ótrúlegustu stöðum og stundum, talar um kristna trú sína, álit sitt á kirkjunni og vonir sínar til henn- ar, fólk, sem samt vill ekki láta nafn síns getið. Ég held það sé satt að ef risinn vaknaði myndi hann sýna það afl sem í honum býr, og útbreiða trúna á Jesúm til ómældrar blessunar, blessunar, sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Ég var um daginn á kirkjufundi um fermingarmál og heyrði fólk tala um frið og gleði safnaðarlífsins. Auðvitað talaði það líka um sífellda óró sína jrfir því að fá ekki fundið ráð til að vekja risann. Það kom mér vissulega ekki á óvart, að fólk sem er komið á fund um fermingarmál á mánudagskvöldi og hefur sumt keyrt langan spöl til að komast á staðinn, skuli vera í hópi þeirra, sem hafa rumskað. Og mér fannst undur hressandi og uppörvandi að heyra til þeirra. Eftir fundinn króaði ég tvö þeirra af og spurði þau hvað það væri, sem drægi þau að guðsþjónustum sunnu- dagsins. Erlendur Búason, vélstjóri: Dagurinn verður betri ef ég fer í kirkju. Það er gott að heyra Guðs orð. Það er uppbyggjandi. Ég fæ tilfinningu fyrir því að Guð talar við mig. í hverri prédikun er alltaf eitthvað, sem gefur mér ráð og talar til tilfinninga minna. Ég fer líka í kirkju vegna þess að pabbi minn fór alltaf með mig í kirkju, í Dómkirkjuna til séra Bjama. Ef hann var ekki að pré- dika fórum við til annarra presta. Þegar ég bjó í Danmörku fór ég oftast í kirkju til íslendinganna. En líka til Dana. Það var allt jafngott. Það tilheyrir vikuritual- inu að fara í kirkju. Ég vil ekki vera án þess, Hafdís Hannesdóttir, hús- móðir: Við förum öll í kirkju, maðurinn minn, bömin okkar og ég. Við finnum þar innri frið og sálaijafn- vægi. Við búum nálægt kirkjunni og það er stutt að fara. Mér finnst ég hafa eignast eitthvað eftir hvetja kirkjuferð. Þegar ég sit í kirkjunni, oft strekkt og óróleg eins og oft gerist í daglegu lífi þessa þjóðfélags, finn ég fyrir- gefningu. Ég fer södd heim, ef ég má orða það þannig. Það losn- ar um eitthvað við að fá að syngja sálmana með hinum. Það er alltaf sungið af hjartans gleði í kirkj- unni og allir syngja með. Sigfús B. Valdimarsson, hvítasunnumaður á ísafirði er einn þeirra sem boða öðrum trú sína á Jesúm Krist. Hann hefur um 40 ára skeið unnið að sjó- mannatrúboði. Hann skrifar frá ísafirði: — Það em margar dá- samlegar minningar, sem ég á í huga mínum frá þessum ámm, sem vitna um blessun Drottins og náð. Svo góður og miskunnsamur hefur Drottinn verið við mig í þessar þjónustu. Og enn gefur hann mér heilsu og styrk til að sinna henni. Ég fer í heimsóknir með Guðs orð í íslensk skip og erlend og í bátana. Einnig hefur töluverðu efni verið útbýtt meðal ferðafólks og á öllum sveitaheim- ilum í sýslunni. Þetta fólk var frá 35 þjóðum víðsvegar að úr heimin- um og allt fékk það orð frá Drottni á sinni tungu. Sjómenn, sem em fjarri heimilum sínum um jólin fá jólapakka með kveðju og ritning- arorði. M eira að segja fengju 24 rússneskir sjómenn jólapakka, en þeir hafa aldrei fyrr viljað taka á móti pökkum. A síðastliðnu ári heimsótti ég 350 íslensk skip og báta og 60 erlend skip. Ég þakka öllum, sem á einn eða annan hátt hafa stutt þetta. Orðið hefur ávallt blessun í för með sér. Guð fylgir því sjálfur eftir, svo það vinni það verk, sem hann fól því. Ég get tekið undir orðin í upp- hafi 18. Davíðssálms: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífii. Sigfús B. Valdimarsson, sjó- mannatrúboði á ísafirði. TÓNLISTARFÉLAGIÐ Elly Amelingy sópmn BOKBAND Rudolf Jansen, Pwnó Námskeið hefst þann 1 1. okt. Kennt á laugar- dögum og mánudagskvöldum. í Austurbœjarbíói fimmtud. 2. okt. kl. 20.30. Uppl. hjá Tómstundafulltrúa í síma 41570. Miðasala hjá Lárusi Blöndal, ístóni og við innganginn. Tómstundarád Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.