Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986
Fundarmenn, sem sátu fund norrænu umferðaröryggisnefndarinnar
í Reykjavík fyrir skömmu. í efri röð frá vinstri eru Ólafur W. Stef-
ánsson, Leif A. Ellevset, framkvæmdastjóri, Noregi, Óli H. Þórðar-
son, Ebbe Sörensen, framkvæmdastjóri frá Danmörku, C. G.
Hammarlund, framkvæmdastjóri frá Svíþjóð, Hpo Krootila, fram-
kvæmdastjóri frá Finnlandi og Haraldur Henrysson. í fremri röð
sitja formennirnir Jon Fossum, Noregi, Camilla Odhnoff, Svíþjóð
og Valgarð Briem.
Norræna umferðisöryggisnefndin:
Fundur um slys o g fyrir
byggjandi aðgerðir
FUNDUR norrænu umferðisör-
yggisnefndarinnar var haldinn í
Reykjavík fyrir skömmu á veg-
um Umferðarráðs. Nefndina
skipa formenn og framkvæmda-
stjórar Umferðarráðs og hlið-
stæðra aðila á hinum Norðurl-
öndunum.
Á fundinum sem Valgarð Briem,
formaður Umferðarráðs, stjómaði,
skýrðu fulltrúar hvers lands frá því
helsta sem þar hefur verið unnið á
sviði umferðarslysavama. Kom
fram að í Danmörku varð veruleg
íjölgun banaslysa og slysa með
meiðslum árið 1985, en á þessu ári
hefur dregið vemlega úr þeirri þró-
un. Er það einkum þakkað nýjum
reglum um minni hámarkshraða.
íslandsmót
kvenna í skák
SKÁKÞING íslands 1986 í
kvennaflokki hefst fimmtudag-
inn 2. október kl. 19.30 í húsa-
kynnum Skáksambands íslands
að Laugavegi 71. Tefldar verða
sjö umferðir Monrad og lýkur
mótinu mánudaginn 6. október.
Tímamörk em 1 1/2 klukkustund
á 30 leiki og síðan 1/2 klukkustund
til að ljúka skákinni. Fyrstu verð-
laun er farmiði á skákmót erlendis.
Þátttaka tilkynnist til Guðlaugar
Þorsteinsdóttur í síma 45332 eða á
skrifstofu Skáksambands íslands
virka daga milli kl. 13.00 og 16.00
í síma 27570.
Banaslysum og slysum með meiðsl-
um hefur á þessu ári fjölgað
vemlega í Noregi, en í Finnlandi
hefur banaslysum ekki fjölgað.
Slysum með meiðslum hefur hins
vegar Qölgað þar.
Af Svíum var það helst að frétta
að slysum fækkaði nokkuð þar á
síðasta ári og mótorhjólaslysum um
8% í kjölfar sérstaks átaks sem
efnt var til vegna fjölgunar slíkra
slysa árið 1984.
Fulltrúar Norðurlandanna ræddu
um aðgerðir til að draga úr slysum
og var þá m.a. rætt um að koma á
fjórhliða stöðvunarskyldu á hættu-
legum gatnamótum, en slík til-
högun hefur að undanfömu verið
til umræðu hjá umferðaryfirvöldum
í Reykjavík. Þetta hefur ekki verið
reynt víða á Norðurlöndum, en t.d.
gefist vel í Málmey í Svíþjóð. Þá
var rætt um sérstakar nefndir til
að rannsaka umferðarslys og graf-
ast fyrir um orsakir þeirra og loks
samþykkti fundurinn tvær áskoran-
ir til norrænu ráðherranefndarinn-
ar. Annars vegar um að
samræmdar verði reglur um inn-
flutning öryggisbúnaðar, t.d.
öryggisstóla fyrir böm og bílbelti,
í þeim tilgangi að verð þessa búnað-
ar verði sem hagstæðast. Hins
vegar var gerð ályktun þar sem
lýst er áhyggjum vegna hinna
mörgu umferðarslysa sem verða á
ári hveiju. Á síðasta ári létust um
2400 manns í umferðarslysum á
Norðurlöndunum öllum og liðlega
56000 manns urðu fyrir meiðslum.
Skoraði fundurinn á norrænu ráð-
herranefndina að eiga frumkvæði
að því að framlög til fyrirbyggjandi
aðgerða verði stórlega hækkuð.
miiiiiiníríiBm
Haust-
taukár
loföfö um litrikt vor
Erum nú að setjafram mesta urval
haustlauka sem nokkum tima
hefur sést á íslandi.
Gífuriegtúrval afTúliponum,
Páskaliljum, Krókusum,
Jólalaukum og ýmsum harðgemm
smálaukum, sem reynst hafa vel
Vegnahagstæðra innkaupa tekst
oSaðbióðaótrúlegaWverða
þessum vörum a magntilboði.
Nlagntilboð:
/ 1,50slk.Túllpanar.Bn»(tauaroggulir), ggg_
........................ 399"
2- 25 slk. ........................ QQQ .
3. 35 slk. lágir og pærirTúlípanar.
4. 100 söt. blandaðir laukar i oskju.
pag^enn á aaSnum * «9» "« «•1 <« 6
blómouql
If
intcrflora
5K'"kl Gró^rtiúsinu víö Sigtún: Símar 3(3770-686340
VlS'NViSnNQMVONl