Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Hvemig’ líkar honum framsóknarfískiriið? Ásgeir Jakobsson rœÖir við Matthías Bjarnason um sjávarútvegsmál Enginn íslenzkur ráðherra hefur staðið íjafn ströngu sem sjávarútvegsráðherra Matthías Bjamason á árunum 1974—78. Þaðkom íhlut Matthíasar aðgefa út reglugerðina um 200 sjómílna fískveiðilögsögu og undirrita lokasamninginn við Breta. Hluturhans var stór íþessari baráttu, en harðari baráttu háði hann að þorskastríðinu loknu. Hafrannsókn hafði lagt fram á síðasta ári Lúðvíks Jósefssonar sem sjávarútvegsráðherra 10 ára áætlun, kölluð svarta skýrslan, um fískveiðar okkar, sérílagi þorskveiðamar, sem mestu skipta þjóðina. Lúðvík læsti áætlunina niður í skúffu, en það kom lítið á hann að heyja innlenda stríðið, því útlendingar voru enn á miðunum ogþjóðin öllíbaráttu viðþá. Það kom á Matthías aðheyja stríðið við sína eigin þjóð, fá hana til að njóta ávaxtanna af útfærslunni ístað þess aðdraga úr veiðum íóráðsdraumi um mokafla hálfum öðrum áratug síðar; það varekki bara veríð að færa út tilþess að okkar ágætu fiskifræðingar gætu gert tilraunir með fiskstofnana. Þaðersöguleg staðreynd, aðhefðu hagspekingar og fískifræðingar fengið að ráða sókn og aflabrögðum, hefði sjávarútvegur landsmanna veriðdrepinn ídróma, sem hann hefði aldrei losnað úr. Ef við hefðum látið okkur nægja 230-330þúsund tonna ársafía afþorski 1975—85, væru sjómenn komniríland, fiskvinnslufólk fíúið úr vinnslunni ogþessiþjóðgjaldþrota. Matthías fékk svonefnda bláa skýrslu inn á sitt borð, hann lagði hana ofan á svörtu skýrsluna og tvílæsti skúffunni. Og í stað 230þúsund tonna þorskveiði 1975 leyfði hann 371 þúsund tonna þorskveiði. Þegar stjómartíma Matthíasar leið hafði hann náð rúmlega heilu árííþorskafla, eða rúmum 300þúsund tonnum, umfram það, sem hefði orðið, ef Hafrannsóknaáætlun hefði veriðfylgt. Fyrir þetta fékk Matthías þærmestu svívirðingar, sem nokkur ráðherra hefur fengið síðustu áratugi. Það var ekki óalgengt að hann væri kallaður landráðamaður. Landslýður var nær allur á einu máli um aðþað bæri að fylgja Hafrannsóknaráætluninni, annars værí öllu stefnt ívoða. Matthías gerðiþó margt að vilja fískifræðinga sem rétt er. Stjórnvöld mega ekki hundsa fískifræðinga, þótt ekki sé fylgt stórfelldum framtíðaráætlunum þeirra meðan náttúruleg skilyrði ráða mestu um afía frá árí til árs en ekki þeirsem ekki standa fastar í fætuma en það, að þeirdeila sjálfír um hvenær eigi að stæka fískstofn á tiltekinni slóð oghvenær að grisja hann. Matthías stóð aðþvíað stækka stórlega möskva í veiðarfærum, beitti sér fyrír svæðafriðunum og skipaði eftirlitsmenn á miðunum. Ogþaðfórá allt annan veg um aflabrögðin en spáðhafði verið í skýrslunum svörtu og bláu. Þjóðin á mikið aðþakka þeim fjandvinunum Lúðvík og Matthíasi. Lúðvík keypti togara, Matthías leyfðiþeim að veiða. Það hefur lengi verið ætlan mín að ræða við Matthías Bjarnason, nú samgönguráðherra og viðskiptaráðherra og vita hvemighonum liði undir Framsóknarkvóta. Gangurinn í sjávarútvegi kemur heldur ekki lítið við störfín í viðskiptaráðuneytinu, þarsem fískafurðir eru aðalútflutningsvara þjóðarinnar. Matthías hefur miklu meira um sjávarútvegsmál að segja en kemst fyrirístuttu blaðaviðtali aukþess tími hans knappur tilþeirra hluta. Það held égséþrælavinna að vera ráðherra. — Asg. Jak. Matthías Bjarnason Batnandi hagnr Matthías Bjarnason hafði þetta að segja: „Á síðastliðnu ári og þessu urðu mikil umskipti til hins betra í sjávar- útvegi. Afli hefur reynst meiri og betri en nokkur þorði að vona og viðskiptakjörin fóru batnandi, físk- verð hækkað á öllum mörkuðum og okkur hefur nýst vel hátt verð á ferskfiskmörkuðum, lágt gengi dollarans hefur valdið frystivinnsl- unni miklum erfiðleikum en á móti hefur þó komið að dregið hefur úr fjármagnskostnaði útgerðarinnar af þeim sökum. Olía hefur stórlækk- að frá miðju ári 1985, gasolía um 29,4% og svartolía um 41% og það er ekki lítil búbót bæði veiðum og vinnslu. Það hefur tekist að halda verðbólgu í umtalsverðum skefjum síðustu mánuði og það hefur ekki svo lítið að segja, að betri viðskipta- kjör svo sem hækkað fiskverð á mörkuðum eyðist ekki jafnharðan í verðbólguhít. Síðustu kjarasamn- ingar verða að teljast mikilvægur sögulegur viðburður í efnahagslífi þjóðarinnar, og er það áreiðanlega von allra góðra manna að þetta lag til landtöku úr verðbólgusjónum verði nýtt til að skapa festu og ör- yggi í höfuðatvinnugreinum okkar. Um peningamálin, sem heyra undir mitt ráðuneytið er það að segja, að þar hefur verið unnið að því að skapa viðskiptabönkunum meira svigrúm til að fjármagna atvinnu- fyrirtækin og væntanlega verður lækkuð innlánsbinding hjá Seðla- bankanum. Vextir ráðast meira af markaðsaðstæðum en áður hefur verið. Þá hefur verið auðveldað að taka erlend lán út á útflutningsaf- urðir. Nýlega hefí ég undirritað auglýs- ingu um erlenda fjármögnunarleigu á vélum og tækjum og lántökur í því sambandi. Þetta á t.d. við um kaup á frystitækjum, fiskileitar- tækjum og öðrum nauðsynlegum hlutum til útgerðarinnar og munu þessar nýju reglur, ekki hvað síst koma fiskvinnslunni til góða. Þá tel ég að binda megi miklar vonir við hið nýstofnaða Utflutn- ingsráð. Viðskiptaráðuneytið fól sérstakri nefnd að undirbúa drög að frumvarpi um Utflutningsráð og hafa lög um það verið samþykkt og taka gildi 1. október. í Útflutn- ingsráði eru samankomnir allir þeir sem að útflutningsstarfsemi standa, hvort heldur er á sviði sjávarút- vegs, iðnaðar, samgangna eða annarrar þjónustu. Það ætti því aö vera vettvangur til að samstilla krafta útflutningsaðila og stjóm- valda. Um sjóðakerfi sjávarútveg'sins Á síðasta Alþingi voru sett lög sem fela í sér umtalsverðar breyt- ingar á sjóðakerfí sjávarútvegsins, sérstaklega er þar að nefna að í stað útflutningsgjalds, sem lagt var á sjávarafurðir er nú lagt sérstakt gjald ofan á fískverð hveiju sinni. Þá er og margt í þessum lögum sem gerir sjóðakerfíð einfaldara en það var, en ekki er ég fyllilega sáttur við hvernig til tókst um allar breyt- ingar, til dæmis var ég á móti því að fella niður hina almennu deild aflatryggingarsjóðs. Eg hefði kosið að hún hefði starfað áfram með svipuðum hætti og verið hef- ur. Kvótakerfið kemur ekkert í veg fyrir að, að afli geti brugðist á ákveðnum svæðum og þá er það mitt álit það til þurfí að vera sjóð- ur, sem bæti sjómönnum og útvegsmönnum aflabrest. Úreld- ingarsjóður var og sviptur tekjum sínum í þessum nýju lögum um sjóðakerfí sjávarútvegsins. Það er ekki í lögunum gert ráð fyrir neinu í staðinn til að auðvelda endumýjun flotans með því að leggja fyrir róða gömul og úrelt skip og kaupa nýrri og betri í staðinn. Eg hef áhyggjur orðið af uppbyggingu fiskiflotans. Það skiptir ekki máli í því sam- bandi þótt margir telji að hann megi ekki vaxa, flotinn verður samt að endumýjast; það tjóar ekki fisk- veiðiþjóð að sækja sjóinn á gömlum og úreltum skipum. Viðskiptin við Efnahagsbandalagið Frelsi í viðskiptum er hveiju þjóðríki ákaflega þýðingarmikið. Ef þegnamir búa við frelsi í milliríkjaviðskiptum geta þeir betur sérhæft framleiðslu sína og lagt áherslu á vinnslu þeirra vara sem auðlindir viðkomandi lands gefa best efni til. Frjáls viðskipti þjóða í milli eru megin undirstaða góðra lífskjara. Við íslendingar búum nú við haftalausan og fijálsan innflutn- ing í öllum meginatriðum. Aðild okkar að EFTA og samningamir við Efnahagsbandalagið tryggja okkur aðgang að þessum þýðing- armiklu mörkuðum, enda njótum við þess í fjölbreyttu vöruúrvali sem til landsins er flutt frá þessum svæðum. Hin svokallaða bókun 6 í samn- ingi okkar við Efnahagsbandalagið kom ekki til framkvæmda fyrr en að loknum úrslitasigri í landhelgis- málinu og hefur síðan verið okkur til mikilla hagsbóta í viðskiptum okkar við EB, sem er okkar stærsta viðskiptasvæði nú orðið. Skiljanlega hefur Efnahagsbandalagið oft leit- að eftir veiðiheimildum, en það hefur aldrei komið til álita af okkar hálfu að ræða tollamál á þeim grundvelli. Tollur sá sem Efnahagsbanda- lagið lagði á saltfísk 1. júlí 1985 olli okkur miklum áhyggjum en það mál hefur einnig verið leyst á viðun- andi hátt fyrir okkur. Sovétviðskipti í áratugi hafa íslendingar keypt megnið af gasolíu, svartolíu og bensíni frá Sovétríkjunum. Þessi viðskipti eru því grundvöllur að út- flutningi til Sovétríkjanna. Verð á olíuvörum frá Sovétríkj- unum og gæði þeirra hafa yfírleitt verið sambærileg við það sem best hefur fengist á alþjóðamarkaði. Því getur ekki verið neinn ágreiningur um það meðal þeirra sem láta sig hag sjávarútvegsins einhveiju skipta að þessi viðskipti eru okkur hagstæð. Eins og kunnugt er hefur sala á frystum karfaflökum til Sov- étríkjanna verið í mörg ár undir- staða undir karfaveiðunum og augljóst er að engin síldarsöltun hefði orðið á síðastliðnu hausti ef ekki hefði náðst samningur um sölu á 200 þúsund tunnum til Sovétríkj- anna. Þá skiptir markaðurinn í Sovétríkjunum miklu máli fyrir lag- metisiðnaðinn og ullarvöruiðnaðinn. Það er hins vegar okkur mikið áhyggjuefni hversu seint gengur með samninga á saltsíld til Sov- étríkjanna. Ferskf isks- og f rystimarkaður Um þessar mundir heyrast þær skoðanir að frystiiðnaðurinn muni senn heyra fortíðinni til og ferskur fískur, hvort heldur á uppboðs- markaði eða í gámum og flugvélum á erlendri grund, sé sú gæðavara sem leysi freðfískinn af hólmi. Eg er ekki andvígur því að við nýtum okkar góða ferskfískmarkað, en það er mín sannfæring að þótt allar nýjungar í útflutningsmálum sjávarafurða séu góðra gjalda verð- ar muni frystur sjávarafli enn um langa hríð verða stór hluti útflutn- ings landsmanna og uni leið grundvöllur góðra lífskjara og far- sældar á Islandi. Við skulum auðvitað hafa það í huga, að ekk- ert í fiskvinnslu og markaðsmálum er svo fullkomið að það geti ekki veri þörf endurskoðunar. Fiskvinnslan hér á landi og sér- staklega frystiiðnaðurinn á mjög undir högg að sækja í samkeppn- inni við aðrar þjóðir. Það er okkur mikið áhyggjueftii að kjör þess fólks sem vinnur við fískvinnslu eru ekki með þeim hætti sem við kjósum. Sömuleiðis hefur tæknivæðing verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.