Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986
51
Texti og myndlr; Brynja Tomer
Gaetano Sciera:
Skilst
aðþað
séfagurt
á íslandi
GAETANO Scirea er elsti maður-
inn í liði Juventus. Hann er 33 ára
að aldri og hefur leikið með liðinu
frá árinu 1975 og ennfremur f
landsliði Ítalíu. Hann er einstak-
lega kurteis og yfirvegaður og
ítalskir íþróttafréttamenn tjáðu
mór að hann vseri einn samstarfs-
besti leikmaður sem þeir hefðu
kynnst.
„Ég hef farið víða í keppnis-
ferðir en betta er í fyrsta sinn sem
ég fer til Islands og ég hlakka mik-
ið til fararinnar. Ég hef séð sjón-
varpsþátt um ísland og mór skilst
að það sé ákaflega fagurt land og
vona bara að það verði ekki hræði-
lega kalt þegar við komum þangað,
annars förum við fyrst og fremst
til að leika á móti Val og því er
leikurinn númer eitt en veðrið kem-
ur í næsta sæti þar fyrir neðan,"
sagði hinn geðþekki „öldungur" í
liði Juventus.
Antonio Cabrini:
Líður ekki
vel í kulda
„MÉR finnst frábært að eiga
að leika á íslandi!" sagði Antonio
Cabrini, en þetta ertíunda keppn-
ístfmabilið sem hann leikur með
Juventus og auðvitað leikur hann
f landsliði Italíu. Hann er hressi-
legur f fasi og framkomu og því
verður vart neitað að hann er
einstaklega myndarlegur maður.
„Að hugsa sér, af öllum liðum
lendum við á móti íslensku liði! Ég
hlakka til að leika á móti Val á ís-
landi . Það er bara verst að við
leikum síðari leikinn á íslandi.
Verður ekki orðið hræðilega kalt í
október?" spyr hann áhyggjufullur
á svip.
Hann sagöi ennfremur að sér
þætti vænt um ef [slendingar vildu
blóta veöurguðina fyrir leikinn því
sér liði ekki vel f kulda.
• Michael Laudrup afslappaður að loklnni æfingu.
Atvinnumenn ekki seldir
eins og kartöflupokar
— segir Michael Laudrup sem lék
hér á landi fyrir 5 árum
„Jú, jú, ég hef komið til ís-
lands," sagðl Michael Laudrup,
danski leikmaðurinn f Juventus,
aðspurður við fréttaritara
Morgunblaðsins. „Ég lék með
danska unglingalandsliðinu á
íslandi fyrir fimm árum og ís-
lendingar léku mjög vel þá og
endaði leikurinn 1:1, en annars
veit ég Irtið um knattspyrnuna
á íslandi. Jú, annars. Ég veit að
það eru engir atvinnumenn f
íþróttum á Islandi frekar en í
Danmörku."
Laudrup var aðeins 18 ára er
Juventus keypti hann. Þá þótti
hann ákaflega efnilegur en ekki
nægilega þroskaður til að leika
með liðinu. Hann var því lánaður
til Rómar þar sem hann lék í þrjú
ár. Hvað finnst þér um þá reynslu
sem þú öðlaðist í Róm.
„Þetta var mér mjög dýrmæt
reynsla, ég lék þarna í góðu 1.
deildarliði en auðvitað er ég án-
ægður með að leika núna með
Juventus."
— Hvað með fjölskyldu þína,
er hún f Danmörku?
„Já, en kærastan mín er hér á
Ítalíu," sagði Laudrup.
— Viltu ekki segja okkur
svoiítið frá henni?
„Hún er dönsk og heitir Tina
— viltu vita meira?"
- Já!
„Hún er 22 ára og fer senni-
lega í skóla í vetur. Við búum
saman og höfum verið saman i
fimm ár. Hún kom með mér þeg-
ar ég fór til Rómar og hefur fylgt
mér síðan þá.“
— Finnst þór ekkert erfitt að
vera til „sölu“, vera „keyptur"
og „lánaður" til annarra liða,
fluttur á milli borga og landa
með stuttu millibili?
„Nei, það finnst mér ekki.
Knattspyrnumenn eru náttúrlega
ekki seldir eins og kartöflupokar!
Við erum manneskjur og sala og
kaup á knattspyrnumönnum eru
eins og hver önnur viðskipti. Ég
er hvorki seldur, keyptur né lán-
aður nema ég vilji það sjálfur og
skrifi undir samning þess efnis.
Svo eru atvinnumenn í íþróttum
sjaldan í mörg ár á sama staðn-
um en ég held sambandi við vini
mína og kunningja í Róm. Ég lít
á knattspyrnuna sem 50% vinnu
og 50% áhuga."
— Hvað finnst þér um aðdá-
endur þína og Juventus sem
hópast fyrir utan búningsklefa
ykkar fyrír og eftir leiki og æf-
ingar f von um eiginhandarárit-
un eða mynd?
„Þetta er bara hluti af starfinu
og ég lít á þetta þannig," segir
Laudrup af mikilii hæversku og í
lágum tóni en þannig talar hann
jafnan og virðist allt að því feim-
inn.
Er fréttaritari hitti hann síðar
um daginn í klúbbi liðsins gekk
hann út með þykkan brófabunka
undir handleggnum, um 150
bréf, og sagði þetta nú ekki
mörg bréf enda keppnistímabilið
nýhafið.
„Þetta er bara smáræði,"
sagði hann, „enda er allt miklu
rólegra hér en í Róm, þar er eng-
inn friður. Mér finnst betra að
búa hér en í Róm að því leytinu
til."
Laudrup talar mjög góða
ítölsku en hvernig skyldi honum
hafa gengið að læra málið og
aðlagast ítölskum lifnaðarhátt-
um?
„Vel, mundi ég segja. Ég lærði
málið mjög fljótt af því að tala
við félaga mína. Ég kann vel við
ítali en allur þessi æsingur aðdá-
enda og áhangenda knattspyrnu-
manna þótti mér afskaplega
undarlegur í fyrstu enda tíðkast
slíkt ekki á Norðurlöndunum."
— Hversu lengi hyggst þú
leika knattspyrnu og hvað tekur
svo við?
„Til þrítugs," svarar hann, „en
þá langar mig til að fara aftur til
Danmerkur. Ég fer örugglega
heim aftur en ég hef ekki hug-
mynd um hvað ég kem til með
að gera þar," sagði hinn viðkunn-
anlegi danski leikmaður að
endingu.
< ■