Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 73

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 73 Loftmynd af „Fiera Campionar- ia“ kaupstefnunni. d’aprile". Hún er fjölsótt af útlend- ingum, og sennilega eru apríl og maí þægilegasti tíminn að heim- sækja borgina. Ferðamenn eru þó margir á sumrin, einkum í ágúst og fram í september. í ágúst kólnar smám saman í veðri og er orðið hið þægilegasta í september. Fleira er að sjá en vörusýningar. Gömul myndlist á einkum heimili sitt í Brera-höllinni og Castello Sforzesco. Kastalinn sá er raunar meðal fomra minja sem enn standa. Hann var byggður árið 1386 og hýsir nú alls kyns sýningar og söfn. Ný myndlist þrífst og með ágæt- um í borginni; nokkrir sýningarsalir eru tileinkaðir henni eingöngu, og alls kyns forvitnilegar listsýningar gista Palazzo Reale við dómkirkju- torgið. Téð torg er forsalur dóm- kirkjunnar frægu sem þykir sýna frumlega túlkun Langbarða á hin- um gotneska byggingarstíl. Þótt hún sé gotnesk að gerð líkist hún engri annarri gotneskri kirkju. Flúr- ið er næstum yfirþyrmandi. Til dæmis skreyta kirkjuna 3500 engla- og dýrlingastyttur. Dómur- inn þekur 11.700 fermetra og er þriðja stærsta kirkja heimsins. Aðrar stórfenglegar kirkjur em í borgnnni. Helst Santa Maria delle Grazie, sem vel er búin listaverkum, frægt að telja „Síðustu kvöldmáltíð- ina“ eftir Leonardo da Vinci. Leonardo er reist minnismerki á Scala-torgi. Torgið dregur nafn sitt af kirkjunni sem þar stóð til foma og hét Santa Maria della Scala. Af rústum þeirrar kirkju reis árið 1776 tónlistarmusterið Teatro alla Scala. Byggingin lætur ótrúlega lítið yfir sér miðað við lífíð sem þar hrærist. Þannig er Mílanó. Það er eins með tónlistina og aðrar listgreinar að nýræktin dafn- ar vel, og virðast borgaryfirvöld gera sér grein fyrir mikilvægi þess. A síðasta ári gerðu þau átak í kynn- ingu ljóðlistarinnar. Eins konar keppni var haldin í skáldskap á mílensku en einnig valin ljóð á ítölsku til að birta á veggspjöldum víðs vegar um borgina. Gott frávik vanans að ganga þannig um í ljóða- bók. Við fyrstu sýn virðist manni ótrú- legt að slíkt borgarskrímsli geti orðið að ljóði. Smám saman opnast þó augu manns fyrir perlunum í skrápi hennar, og það sem meira er um vert, maður finnur andar- dráttinn. Höfundur stundar tónlistamám / Mílanó. / Kartöflur: Heildsöluálagning fór upp í 76 prósent < í LJÓS kom við athugun Verð- lagsstofnunar á verðlagningu innfluttra kartaflna að heild- söluálagning hækkaði verulega i sumar og í lok ágúst voru dæmi um 76% álagningu. I fyrstu kartöflusendingunni, í lok júní, reyndist álagning innflutn- ingsfyrirtækja ofan á kostnaðar- verð vera á bilinu 8,3—32,6%. Því til viðbótar var reiknuð rýmun 5—20% af kostnaðarverði eftir því hvort innflutningsfyrirtækin pökk- uðu eða flokkuðu kartöflumar sjálf. í síðustu sendingunni, í lok ágúst, hafði innkaupsverð erlendis frá lækkað nokkuð, eða um 6—30%, en heildsöluverðið hafði hins vegar hækkað hjá tveimur fyrirtækjanna um 5-10% en lækkað hjá einu um 24%. í ljós kom að álagningin í heildsölu hafði hækkað frá því í júní hjá fyrirtækjunum þremur og var orðin 22—76%. í fréttatilkynn- ingu frá Verðlagsstofnun þar sem þessi athugun er kynnt segir að innflytjendur gefi þá skýringu á hækkun álagningarinnar að rýmum hafi verið mjög mikil á sfðustu inn- fluttu kartöflusendingunum. „Kartöfluinnflutningi til landsins er nú lokið um sinn en framan- ~ greindar upplýsingar gefa fyllsta tilefni til þess að mjög náið verði fylgst með verðmyndun á kartöflum þegar innflutningur á þeim hefst að nýju,“ segir í frétt Verðlags- stofnunar. Kærði brottvísun af fundi bæj ar stj ór nar Akaflega óeðlilegt mál, segir Alex- ander Stefánsson félagsmálaráherra FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA barst á föstudag kæra Arnþórs Helgasonar, fulltrúa í félags- málaráði Seltjarnarness, sem var vísað af fundi bæjarstjómar sl. miðvikudag. Að sögn ráðher- rans, Alexanders Stefánssonar, verður afgreiðslu kærunnar hraðað sem frekast er unnt. Hann vonast eftir svari við bréfi ráðuneytisins til bæjarstjórnai- innar í næstu viku. „Þetta er ákaflega óeðlilegt mál. Arnþór hlýtur vegna blindu sinnar að hafa sérstöðu. Þvi hefði átt að meðhöndla málið með öðrum hætti“ sagði Alexander. „Ef ég hefði verið forseti bæjarstjómar hefði svona mál aldrei komið uppá.“ Forsaga málsins er sú að á fundi bæjarstjómarinnar var til umrasðu hækkun daggjalda dagheimila á Selt- jamamesi. Amþór sat á áheyrendap- öllum og hljóðritaði umræðumar, þar sem hann gat ekki skrifað minnis- punkta. Hafði hann beðið Guðrúnu Þorbergsdóttur, annan varaforseta, um leyfí til þess að gera það. Þegar nokkuð var liðið á fundinn spurði Guðmar Magnússon, forseti bæjar- stjómar, Amþór hvort hann væri með segulband í gangi. Hann svaraði því játandi, og sagði Guðmar þá að sér þætti það óeðlilegt. Að sögn Amþórs tóku fulltrúar minnihlutans til máls og mótmæltu ummælum forseta bæjarstjómar. Fóm þau fram á að greidd yrðu at- kvæði um hvort heimilt væri að hljóðrita fundinn. Við því var ekki orðið. Amþór sagðist þá hafa talið sig vera í fullum rétti að halda hljóð- rituninni áfram. Skömmu áður en kom að afgreiðslu málsins hafi Guðm- ar síðan sagt honum að ef hann sæti f ast við sinn keip þá væri honum vísað af fundi. Gekk Ámþór þá út. „Ég hef um árabil notað segulband á þennan hátt við háskólanám og á 41 almennum fundum. Guðmari er þetta fullkunnugt því við höfum átt ágætt samstarf í nefndum þar sem ég hef verið ritari og meðal annars notað segulband mér til hagræðis. Hann hefur aldrei amast við því“ sagði Amþór. Guðmar Magnússon sagði ákvörð- un sína grundvallaða á því að sér hefði ekki verið kunnugt um að Am- þór hyggðist hljóðrita fundinn. „Bæjarstjómin hefiir aldrei mótað neina ákveðna stefnu varðandi hljóð- ritanir. Mér fínnst óeðlilegt að hver sem er geti gengið inn og tekið um- ræður okkar upp á segulband, fyrst bæjarstjómin á ekki sjálf hljóðritanir til samanburðar." Sagði hann að ef sér hefði verið tilkynnt um beiðni Arnþórs fyrir fundinn hefði hann borið hana undir atkvæði. „Það kem- ur mér einnig mjög á óvart ef Amþór vill að ég umgangist hann öðmvísi en aðra menn. Um leið verða menn að skilja að Amþór er ekki venjuleg- ur blindur maður, hann tekur þátt í stjómmálum og gerðir hans verða að skoðast í því ljósi." arleg handavinnukona og em ekki ófá útsaumsstykkin hennar sem prýða heimili bama, ömmubama og jafnvel langömmubama. Aldrei lét hún frá sér fara mynd eða klukkustreng nema fullkomið væri. Amma mín var mikil félagsvera og hafði hún yndi af því að vera með sínu fólki og lét sig ekki vanta ef eitthvað var um að vera. Ekki lét hún sér nægja að heimsækja fólkið sitt hérlendis, því í nokkur skipti lagði hún land undir fót til að heimsækja ættingja sína erlend- is. Fyrir ekki löngu fór hún til Ameríku til að heimsækja dótturson sinn þó hún þá ekki löngu áður hafi gengist undir aðgerð, en fæst- ir höfðu talið að hún næði slíkri heilsu að hún gæti lagt upp í ferða- lög. Mér er ofarlega í huga þegar sagt var við hana ömmu mína: „Amma mín, treystir þú þér til að fara ein í svona langa ferð?“ Var þá svarið stutt og laggott: „Já, ég treysti mér vel til þess,“ og svo fór hún. Svona er í fáum orðum hægt að lýsa því hvemig kona amma mín var. Eg er svo lánsöm að eiga börn er fengu að kynnast langömmu sinni náið, en ávallt gaf hún sér tíma til að spjalla við þau og sýna þeim hvað hún hafði verið að gera í föndrinu sínu þessa eða hina vik- una. Síðustu æviár sín bjó amma hjá foreldrum mínum í Mosfellssveitinni skammt frá heimili okkar. Á góðviðrisdögum kom hún oft við hjá okkur þá er hún tók sér göngu um nágrennið. Þá var gjam- an setið yfir kaffibolla og spjallað um lífið og tilveruna og var mikinn fróðleik frá henni að fá og mikil ánægja af því að vera í návist henn- ar. Við kveðjum ömmu með trega og söknuði og þökkum fyrir öll þau ár er við fengum að vera samtíða henni. Ég ætla að enda þessi fátæklegu kveðjuorð með bæn sem hún kenndi mér er ég var lítil. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvfli hún í friði. Ásthildur Mominbiadið/Matthías Jóhannsson Röng mynd birtist með frétt í blaðinu um að unnið væri að breytingum á Isberg á Siglufirði. Birt var mynd af ísafold á Patreksfirði, sem áður hét Bæjarfoss, en hér er rétt mynd komin, ísberg við bryggju á Sighifirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.