Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986
Mersey lávarður ásamt syni sínum, Clive Bigham, á leið til réttarsal-
arins.
TITAIMIC-SLYSIÐ
on lávarður var að fegra málið eftir
beztu getu þegar hann lýsti því sem
„skorti á dómgreind". Óvilhallari,
og opinskárri, minningahöfundur
hefði bent á það — sem látið var
kyrrt liggja þá og síðan — að Isa-
acs ætlaði sér að hagnast á Titanic-
slysinu; og hann keypti hlutabréf
sín meðan nafnalistarnir yfír látna
og þá sem björguðust voru enn að
berast. Það er því erfítt að Iíta á
hlutabréfakaup hans sem hverja
aðra fjárfestingu. Ef þessi ummæli
virðast of dómhörð, hugsum okkur
þá hvað hefði gerzt i Titanic-rann-
sókninni ef Isaacs hefði skýrt frá
staðreyndunum sem fram komu —
þó ekki í réttu samhengi — níu
mánuðum síðar. í opnunarræðu
sinni tók Isaacs sterkt til orða:
„Herra dórnari," sagði hann, „þetta
skelfílega stórslys á úthafínu hefur,
bæði vegna þess að það er mann-
skæðasta stórslys siglingasögunn-
ar, og einnig þeirra mörgu
, hörmulegu atburða er þar gerðust,
markað djúp spor í hjörtu þjóðarinn-
ar.“ Síðar í ræðu sinni ræddi hann
um „hetjulegar fómir". Síðar, þegar
Marconi settist í vitnastúku, var það
Sir Rufus sem bar fram fyrstu
spuminguna: „Herra Marconi, fun-
duð þér upp loftskeytatæknina?"
Svar: „Já.“
Það var áberandi munur á því
hvemig rannsóknamefnd banda-
rísku öldungadeildarinnar tók á
máli Marconis eða brezka rann-
sóknamefndin. Þingmenn öldunga-
deildarinnar tóku þá afstöðu að
loftskeyti væru mikil blessun, en
að slysið hefði leitt í ljós alvarlega
galla á búnaðinum, hvað það vissu-
lega hafði gert. Þeir spurðu Marconi
náið um tengsl hans við New York
Times, hversvegna loftskeytamenn
um borð í Carpathia hefðu ekki
svarað Marconi-skeytum, um
vinnutíma og lág laun starfsmanna
Marconis, truflanir sem sendingar
áhugamanna gátu valdið á opin-
berum skeytasendingum, og um
viðskiptasambönd Marconis og
hugsanleg áhrif þeirra í þá átt að
skapa félaginu einokunaraðstöðu.
Stundum var framkoma Banda-
ríkjamannanna í garð þessa kunna
uppfinningamanns beinlínis fjand-
samleg. I brezku rannsókninni hafði
Marconi aðeins verið spurður um
tæknileg atriði. í stuttu máli má
segja að mismunurinn á aðferðum
þessara tveggja rannsóknamefnda
hafí komið fram í lok vitnisburðar
Marconis í London þegar Mersey
Iávarður sneri sér til Sir Roberts
Finlay, lögmanns White Star Line-
skipafélagsins og spurði: „Vilduð
þér bera fram nokkrar spumingar,
Sir Robert?" og Finlay svaraði: „Ég
vil aðeins láta í ljós ánægju mína
yfír að hafa notið þess heiðurs að
fá að hitta herra Marconi.“
Rúmlega ári síðar, í maí 1913,
þegar rannsóknamefnd sem Neðri
málstofan skipaði í Marconi-málinu
spurði Sir Rufus um hlutafláreign
hans í Marconi-félaginu, minntist
enginn á að hann hefði keypt bréf-
in strax eftir að Titanic sökk, né
að hann hefði verið að verzla með
þau eftir að brezka rannsóknin
hófst. Formaður rannsóknamefnd-
arinnar, Sir Albert Spicer, spurði
Isaacs „Hver gaf bróðir yðar
(Harry) í skyn að væri ástæðan
fyrir þessari miklu verðhækkun í
Bandaríkjunum?" Sir Rufus svar-
aði: „Kaupin í Bandaríkjunum."
Atti hann við kaup Marconis á
United Wireless. Hann minntist
ekki á það hve Titanic-slysið hefði
reynzt Marconi-kerfinu mikil lyfti-
stöng; né heldur að það hafí verið
eftir slysið sem hann notaði tækifæ-
rið, samkvæmt ráðleggingum
bróður síns, til að vera með frá
upphafí.
Hvort Marconi hefði verið yfir-
heyrður ítarlegar í Bretlandi, eins
og hann var í Bandaríkjunum, um
augljósa galla í kerfí hans ef Rufus
Isaacs hefði ekki verið hluthafí skal
ósagt látið.
Bókin The Titanic — Full Story
of a Tragedy er gefin út af
Bodley Head í London og kost-
ar 12,95 pund.
Vopnafjörður:
Nýr knattspyrnuvöll-
ur tekinn í notkun í vor
Vopnafirði:
EITT af því sem hvað mest
hefur verið í fréttum hér frá
Vopnafirði að undanförnu er
knattspymulið staðarins Ein-
herji sem leikur í annarri deild
og stóð sig með miklum ágæt-
um í nýafstöðnu íslandsmóti í
knattspyrau, sem og raunar
mörg undanfarin sumur.
Nú vekur það athygli, að sveitar-
félag með innan við eitt þúsund
íbúa skuli hafa á að skipa svo
sterku annarar deildarliði og víst
er það erfítt að mörgu leyti, sem
meðal annars kemur fram í ófull-
nægjandi knattspyrnuvelli og
annarri aðstöðu Nokkuð mun úr
rætast. með tilkomu nýs malarvall-
ar sem áætlað er að verði tilbúin
næsta vor. Formaður ungmennafé-
lagsins Einheija og jafnframt
fyrirliði knattspymuliðsins er Ólaf-
ur Ármannsson. Fréttaritari ræddi
við hann og spurði fyrst hver væri
leyndardómurinn bak við svo gott
gengi liðsins?
„Það er fyrst og fremst geysileg-
ur áhugi þeirra sem hafa tekið
þátt í þessu brölti. Það má segja
að allt frá því að félagið tók fyrst
þátt í íslandsmóti 1974 hafi lífið
nánast snúist um knattspymu hjá
ákveðnum kjama í félaginu, og
allt annað verið látið víkja bæði
önnur áhugamál og stundum vinn-
an líka. Þá má segja að með
tímanum hafí skapast ákveðinn
metnaður hjá mönnum að reyna
að standa sig vel bæði fyrir félag-
ið og ekki síður fyrir Vopnafíörð
en heimafyrir er geysilegur stuðn-
ingur við starfsemina."
— Hvað með kostnað, er hann
ekki mikill?
„Jú, það er rétt, kostnaður er
alveg gífurlegur og á yfírstandandi
ári má reikna með að hann losi
tvær milljónir króna, og þar er
ferðakostnaður langstærsti liður-
inn.“
— Hvernig fer lítið félag eins
og Einheiji með rétt um 100
félaga að þvi að reka lið í ann-
arri deild með allan þennan
kostnað?
„Það er fyrst að telja vinnu fé-
laga leikmanna Iiðsins sem hafa
lagt á sig ómælda aukavinnu svo
sem útskipun á freðfíski sem við
höfum séð um lengi, íþróttavöru-
markað, rækjusölu, dansleikjahald,
happdrætti og kaffísölu við fjöl-
mörg tækifæri og margt fleira,
einnig hefur hjálpað okkur mikið
örlæti fyrirtækja og stofnana á
staðnum að ógleymdu árlegu Qár-
framlagi frá Vopnaíjarðarhrepp.“
— Nú hefur Einheijum oft
verið spáð slæmu gengi í upp-
hafi keppnistimabils, en þó
sjaldan sem í vor en þá spáðu
flest lið annarar deildar ykkur
falli í þriðju deild, er liðunum
frá stærri stöðunum illa við ykk-
ur?
„Kannski ekki illa við okkur, en
því er ekki að leyna að það hefur
alltaf gætt ákveðinnar tilhneiging-
ar hjá stóru liðunum til að vanmeta
sveitamennina og helst viljað losna
við þá til að þurfa ekki í löng og
kostnaðarsöm ferðalög, en um mat
og spár af því tagi sem þú spurðir
um, þá tel ég þær til lítils, sem
sést best á því að Einheiji sem
spáð var falli var allt til síðustu
leikja í baráttu um fyrstu deild að
árí og hafði afgerandi áhrif á það
hvaða lið fóru upp.“
— En svona í lokin Ólafur,
stefnir Einherji á sæti í fyrstu
deild á næsta ári?
„Við stefnum á að verða okkur
og sveitarfélaginu til sóma og
standa okkur sem best.
Siglufjörður:
Stálvík heim
eftir breytingar
Siglufirði.
SKUTTOGARINN Stálvík kom
heim frá Þýskalandi síðastliðinn
þriðjudag eftir endurbætur og
viðhald í skiptasmíðastöð.
Var skipið lengt um 6 metra og
lestarýmið aukið svo það getur nú
tekið fullfermi sitt, það er 150 tonn,
í kassa, en áður þurfti að setja tals-
verðan hluta aflans í stíur. Fleira
var gert við skipið og varð kostnað-
urinn 25 milljónir kr. Stóð verkið
nokkum veginn áætlun.
(Fréttarítarí)
Maðurinn á bak við Reginu og Sittinu og fleiri:
Jólalag samið í félagi við
kindurnar á
GEORGE Hargreaves heitir mað-
ur, breskur þegn af vestur-indísku
foreldri. Hann fluttist nýlega
tímabundið i sumarbústað við
Þingvallavatn til að hvíla sig og
semja söngva á nýja hljómplötu
ungrar stúlku er siglir hraðbyri
upp vinsældalista í Bretlandi.
Hann, stórborgarbúinn, var var-
aður við áður en hann fór austur:
„Þú verður mjög einangraður.
Það er enginn þarna á þessum
árstima nema kindur." Hann Iét
viðvörunarorðin sem vind um eyru
þjóta og eftir hálfan mánuð kom
hann aftur til höfuðborgarinnar á
leið sinni til London, úthvOdur,
búinn að semja fimm lög og texta
og hlakkaði til að halda áfram að
beijast á tónlistarmarkaði i
heimalandi sínu.
George er forstjóri íslensk-ensks fyr-
irtækis í London, Steinar Records,
Ltd., sem hann á í félagi við Steinar
Berg ísleifsson, forstjóra Steina h.f.,
og hefur lagt mikla vinnu í kynningu
á íslenskum listamönnum ytra, eink-
um Mezzoforte, og eins erlenda
listamenn á snærum Steina. Sömu-
leiðis reka þeir Steinar í félagi
músíkforlagið SIGH Music. Har-
greaves hefur staðið fyrir kynningu
á ýmsum listamönnum, m.a. Billy
Ocean, Reginu og nú síðast söng-
konunni Sinittu, sem var í einu af tíu
efstu sætum breska vinsældalistans
þegar síðast fréttist.
Billy Ocean er frægur maður og
hefur mikið heyrst á vinsældalistum
útvarpsstöðvanna undanfama mán-
uði. Velgengni hans hefur orðið til
þess, að George Hargreaves á bæði
gull- og silfurplötur fyrir kynningar-
starf sitt. Regina varð fyrst fræg á
íslandi þegar gert var tónlistarmynd-
band með henni hér og eftir það gekk
henni prýðilega ( samkeppninni á
markaði í Bandaríkjunum - kannski
ekki síst fyrir að George fékk upp-
tökustjóra og lagasmið stórstjöm-
unnar Madonnu til að stjóma með
sér upptöku á plötu hennar.
Þótt Hargreaves sé enn innan við
þrítugt hefur hann komið víða við
og ferill hans sýnir að hann kann til
verka á margslungnum tónlistar- opg
hljómplötumarkaði í London. Sem
unglingur stofnaði hann söngflokkinn
Snapp („sem átti að vera svar Breta
við Jackson Five“, segir hann og
glottir), um tvítugt vann hann fyrir
ameriska stórveldið Motown austan
Atlantshafs og eftir það stofnaði
hann eigið hljómplötuframleiðslufyr-
Þingvöllum
Morgunblaðið/Þorkell
George Hargreaves: andagift af
íslenska sauðfénu.
irtæki. „Ég skýrði það Midas Re-
cords, því allt átti að breytast í gull
eins og kóngurinn gerði forðum,"
segir hann, „en það fór því miður
ekki beinlínis þannig." Eftir það vann
George fyrir ýmis hljómplötu- og út-
gáfufyrirtæki, samdi stef fyrir
vinsæla sjónvarpsþætti, lög fyrir hina
og þessa og texta sömuleiðis.
Hann hefur frá ýmsu að segja, er
fljótur til að brosa og nýtur þess fram
f fíngurgóma að segja frá bellibrögð-
um, sem notuð em til að koma
listamönnum á framfæri við útvarps-
stöðvar og hljómplötufyrirtæki í
Englandi. En uppteknastur er hann
þessa dagana af Sittinu - engin furða,
hann kom til landsins til að semja lög
á nýju plötuna hennar. „í rauninni
stóð ekki til að gera LP-plötu með
henni alveg strax en velgengi hennar
í Bretlandi knýr okkur til þess,“ seg-
ir hann. „Sú plata þarf að koma út
1. nóvember og þar sem við áttum
bara þijú lög varð ég að fá næði til
að semja að minnsta kosti fimm í
viðbót. Ég held að það hafi tekist -
nei, ég held ekkert um það, ég veit
það, því ég er með fímm lög. Þijú
em góð, finnst mér, eitt er ballaða,
annað er danslag og það þriðja er
jólalag. Svei mér þá ef kindumar
hafa bara ekki verkað inspírerandi á
mig. Ég á eftir að koma aftur hingað
og hvíla mig og semja fleiri lög í
samvinnu við kindumar á Þingvöll-
um.“
Haustmót
Taflfélags
Reykjavíkur
1986
hefst á Grensásvegi 46 sunnudag, 5. október, kl. 14.
í aðalkeppninnl verður þátttakendum skipt í flokka
með hliðsjón af Eló-skákstigum. Tefldar verða ellefu
umferðir í öllum flokkum. Ollum er helmil þátttaka.
Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudög-
um og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar ákveðnir
síðar.
Skráning í mótið fer fram í síma Taflfélagslns á kvðld-
in kl. 20-22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður
laugardag, 4. október, ki. 14-18.
Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag, 11.
október, kl. 14.
Tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, og tekur sú
keppni þijá laugardaga, þijár umferðir í senn.
Taflfélag Reykjavíkur,
Grensásvegi 44—46, Reykjavík.
Símar: 83540 og 681690.