Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 39

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 39 Fjölskrúðung- flóra Flóra islenzkra ríkisstjórna er fjölskrúðug á lýðveldistimanum. Þar má líta „hœgri" og „vinstri" stjórnir, „nýsköpunarstjóm", „við- reisn“ og samstjóra „lýðræðisflokka**. Þijár minnihlutastjórnir hafa setið, skamman tíma hver, á þessu tímabili. Og utanþingsstjóra sat að völdum þá lýðveldið var stofnað. Myndin sýnir forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, ásamt ríkisstjóra Steingríms Hermannssonar. Myndin er tekin á Bessa- stöðum i janúar 1985. í „í þinghléi" í dag er stuttlega fjallað um stjóraarflóru íslands 1944—1986. Ríkissljórnir lýðveldistímans: (1979-1983) naut stuðnings þing- flokka Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, auk stuðnings fáeinna sjálfstæðisþingmanna. Þingflokkur sjálfstæðismanna tók hinsvegar afstöðu gegn stjórninni. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur stóðu „tveir í túni“ flögurra lýðveldisstjórna. Tvær hafa lotið forsæti framsóknar- manna: Steingríms Steinþórsson- ar og Steingríms Hermannssonar. Tvær forsæti sjálfstæðismanna: Ólafs Thors og Geirs Hallgríms- sonar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvisvar staðið að stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi (Sósíalista- flokki) og/eða Alþýðuflokki: nýsköpunarstjórninni 1944 með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki og viðreisn 1959 með Alþýðu- flokknum einum. Ólafur Thors var forsætisráðherra nýsköpunar- stjómarinnar. Hann var og fyrsti forsætisráðherra viðreisnar, en þar sátu síðar í forsæti Bjami Benediktsson og Jóhann Hafstein. Lýðræðisflokkarnir, svokallað- ir, Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa staðið saman að einni ríkis- stjóm, Stefaníu , sem Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Al- þýðuflokks leiddi. Á tíma þeirrar ríkisstjómar gerðizt Island stofn- aðili að Atlantshafsbandalaginu, sem síðan hefur verið höfuðþáttur í utanríkis- og öiyggismálastefnu þjóðarinnar. Hvað er framundan? En hvað er framundan? „Það Hvemig stj óm vilt þú? Almennar umræður snúast þessa dagana að hluta til um kosningar til Alþingis að vori, hugsanlega í apríl, samkvæmt nýjum stjórnskipunar- og kosn- ingalögum, og líkur á stjórnar- myndun að þeim Ioknum. Það er ekki úr vegi að horfa eilítið um öxl og kanna, hvernig ríkis- stjórnir á íslandi hafa verið saman settar frá lýðveldis- stofnun. Stiklað verður á stóru í upprifjun um þetta efni. „Nýsköpunarstjórn“ Þegar íslenzka lýðveldið var stofnað, 17. júní 1944, var utan- þingsstjóm í landinu, ráðuneyti dr. Bjöms Þórðarsonar. Fyrsta ríkisstjóm lýðveldisins, sem studdist við þingmeirihluta, var „nýsköpunarstjómin", mynd- uð í október 1944. Hún var jafnframt annað ráðuneyti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðis- flokksins. Aðildarflokkar „ný- sköpunarstjórnarinnar" vóm, auk Sjálfstæðisflokksins, flokks for- sætisráðherrans, Alþýðuflokkur og Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn [forveri Al- þýðubandalagsins]. „Nýsköpunarstjórnin", sem svo var nefnd, hlaut nafn af nýsköpun atvinnulífs, einkum í sjávarútvegi, sem „stríðsgróðinn" gekk til. „Nýsköpunarstjórnin" baðst lausnar í október 1946 vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um varnarsamstarf við Banda- ríkin. Stefanía Stefán Jóhann Stefánsson, for- maður Alþýðuflokks, var forsæt- isráðherra nýrrar ríkisstjómar, sem mynduð var í febrúar 1947 og var við völd til hausts 1949. Sú stjóm gekk undir nafninu „Stefanía" og var samstjórn lýð- ræðisflokkanna: Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. ísland varð stofnaðili að Atl- antshafsbandalaginu á valdaárum þessarar ríkisstjómar, 30. marz 1949. Þá stóð Sósíalistaflokkur- Hver eru áhrif kjósenda á stjórnarmyndanir? inn fyrir miklum óspektum í Reykjavík. Minnihlutastjórn Ólafur Thors var forsætisráð- herra minnihlutastjómar Sjálf- stæðisflokksins, sem til varð í desember 1949, eftir að myndun meirihlutastjórnar rann út í sandinn. Sú stjóm fékk erfíðan efnahagsvanda við að glíma; mik- inn rekstrarvanda sjávarútvegs. Hún gat, eðli máls samkvæmt, hvenær sem er búizt við van- trausti. Stjómin leysti rekstrarvanda útgerðarinnar. En vantraustið, sem hékk yfír höfði hennar, kom 1. marz 1950. Það var samþykkt með 33:18 atkvæðum. Þetta var önnur íslenzka minni- hlutastjómin. Sú fyrri var ráðu- neyti Olafs Thors 1942. Sjálfstæðisflokkur og- Framsóknarflokkur Steingrímur Steinþórsson, sem þá var forseti Sameinaðs þings, stóð fyrir stjórnarmyndun flokks síns, Framsóknarflokks, og Sjálf- stæðisflokks í marz 1950. Sú stjóm sat fram í septembermánuð 1953. Sömu flokkar stóðu síðan að myndun nýrrar ríkisstjórnar. For- sætisráðherra var Ólafur Thors. Hún sat fram á mitt ár 1956. Fyrsta vinstri stjórnin Eftir kosningar t'il Alþingis 1956 myndaði Hermann Jónas- son, formaður Framsóknarflokks- ins, fyrstu „vinstri stjómina" í sögu lýðveldisins, samstjórn Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Kosningarnar 1956 vóm sögu- legar vegna „hræðslubandalags" Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Flokkarnir buðu ekki fram hvor gegn öðmm. Sá flokkurinn sem sigurstranglegri þótti í hverju kjördæmi hafði stuðning hins. Stjómin glímdi við tvö megin- verkefni: „brottflutning herliðsins af Keflavíkurflugvelli", sam- kvæmt þingsályktun þar um, og nokkum efnahagsvanda. Upp- reisnin í Ungverjalandi í október 1956 og Súez-stríðið urðu til þess, að sögn, að fyrra atriðið rann út í sandinn. Þing Alþýðusambands íslands hafnaði hugmyndum for- sætisráðherra um frestun á framkvæmd kaupgreiðsluvísitölu. Hermann Jónasson baðst þá lausnar fyrir fyrstu vinstri stjóm- ina í sögu lýðveldisins. Hún féll í raun á ASÍ-þingi. Viðreisn Emil Jónsson, þá forseti Sam- einaðs þings, myndar síðan minnihlutastjóm Alþýðuflokksins í desember 1958. Sjálfstæðis- flokkur varði stjómina falli. Þessi minnihlutastjórn var undanfari viðreisnarstjórnar, samstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Sú ríkisstjórn á lengstan samfelldan feril ríkisstjómar í sögu lýðveldisins, 1959-1971. Á valdatíma hennar ríkti jafnvægi og stöðugleiki í atvinnu- og efna- hagslífi. Verðbólga innan við, stundum vel innan við, 10% að meðaltali á ári. Viðreisnarstjórnin var undir forsæti þriggja formanna Sjálf- stæðisflokksins: fyrst Ölafs Thors, síðan Bjama Benedikts- sonar [lengst af] og Jóhanns Hafstein. Hún er af mörgum talin farsælasta ríkisstjóm lýðveldisins. Ríkisstjórnir nær í tíma Fyrsta ríkisstjómin eftir við- reisn var vinstri stjóm, 1971-1974, sem saman stóð af Framsóknarflokki, Alþýðubanda- lagi og Samtökum fijálslyndra og vinstri manna, undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Á valdatíma hennar fór verðbólgan hressilega úr böndum. Þá tekur við samstjóm Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, 1974-1978, undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Hún náði verðbólgu nokkuð niður, en óraunhæfír kjarasamningar í lok valdatíma hennar hertu á snún- ingi verðbólguhjólsins. Eftir mikinn kosningasigur A- flokka 1978 er mynduð ný vinstri stjóm undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar, formanns Framsóknar- flokksins, með aðild þess flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Hún hélt út rúmt eitt ár. Þá tók við minnihlutastjóm Alþýðuflokks undir forsæti Bene- dikts Gröndal, formanns flokks- ins. Hún situr stutta stund, unz ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen, 1979-1983, er mynduð. Þegar sú stjóm er öll er röðin komin að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, sem nú situr. Helzti árangur þeirrar ríkisstjómar er umtalsverð hjöðnun verðbólgu, hátt atvinnustig og ýmis bata- merki í efnahagslífi. Fjölskrúðug stjórnarflóra Framsóknarflokkurinn hefur átt aðild að fleiri ríkisstjómum en aðrir stjórnmálaflokkar. Hann hefur setið jafnt í „hægri" sem „vinstri“ stjómum. Einu meiri- hlutastjómir lýðveldisins, sem hafa verið Framsóknarflokks- lausar, era „nýsköpunarstjórnin" og „viðreisnarstjórnin". Sú síðar talda sat raunar rúman áratug. „Hreinar“ vinstri stjómir vóra þijár á þessu tímabili, myndaðar 1956, 1971 og 1978, allar undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Ríkisstjóm Gunnar Thoroddsen er erfiðara að spá um framtíðina en fortíðina," eins og karlinn sagði. Möguleikinn á meirihlutastjórn eins flokks er vart fyrir hendi, því miður, nema meiriháttar „hægri sveifla“ verði í komandi kosning- um. Það er þó sannarlega kominn tími til að leiða einn flokk til ábyrgðar, það er að gefa honum tækifæri til að sannreyna stefnu sína í framkvæmd, án þess að hún sé afvötnuð, toguð og teygð til samkomulags við önnur og oft gjörólík sjónarmið. Flokkur, sem slíkt tækifæri fengi, yrði síðan að „standa eða falla" með reynslunn- ar dómi, en getur ekki skotið sér á bak við samstarfsflokk eða flokka, eins og verið hefur um langan aldur. Kjósendur hafa, við slíkar kringumstæður, betri að- stöðu til að meta og dæma stefnur og flokka. Flokkar ganga gjaman með „óbundnar hendur", hvað stjórn- armyndun áhrærir, til kosninga. „Útiloka enga möguleika" fyrir- fram, eins og það heitir þegar í hvoragan fótinn er stigið. Hins- vegar er ekki ólíklegt að kjósend- ur geri fyrr eða síðar kröfu um, að framboðsflokkar marki skýrari línur um stjómarsamstarf, eða möguleika á stjórnarsamstarfi, fyrir kosningar . Kjósendur kunna að telja það hluta af upp- lýsingaskyldu framboðsflokka að marka að þessu leyti valkosti í kosningunum, sem þeir taki síðan afstöðu til með atkvæði sínu. Þeir kunna að telja það lýðræðislegan rétt sinn að vita fyrirfram , hvað þeir kjósa yfír sig að þessu leyti. Á tímum skoðanakannana um svo að segja allt milli himins og jarðar er það heldur ekki úr vegi að kanna viðhorf fólks til stjórnar- samstarfs næstu framtíðar; hverskonar stjómarsamstarf hug- ur hins almenna manns stendur til. Hér að framan hefur lítillega verið drepið á samsetningu ríkis- stjórna frá lýðveldisstofnun. Einhvers staðar stendur, efnis- lega, að hyggja skuli að fortíð þá byggt er til framtíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.