Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 ► n TVEIR þýskir myndlistarmenn eru nú staddir hér á landi og ætla að sýna verk sín í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Annar þeirra, Wolfgang Preilowski, er borinn og barnfæddur í Austur-Þýska- landi. Hann komst upp á kant við yfirvöld þar í landi og gerði tilraun til að flýja land, en var gómaður. Hinn heitir Volker Nik- el og kveðst vera listamaður í eðli sínu, fæddur til þess arna. Nikel vill koma pinu verka sinna fyrir við Hallgrímskirkju og tengir ísland Adolf Hitler, leiðtoga þriðja ríkisins, með rúnagaldri. -m Þýsku listamennirair Wolfgang Preilowsld og Volker Nikel. að gefa mig listinni. En vendipunkt- urinn í lífi mínu var á Friðartvíær- ingnum í Hamborg í ár. Þar sýndi ég verk, sem ég kalla „Der Sender“ og hann vil ég setja upp á Hailgríms- kirkju. í verkinu kemur fram samhengi listar, vísinda og heim- speki.“ Ætlunin að draga fram sálrænt vandamál Nikel færist kapp í kinn þegar „sendinn“ ber á góma: „Verkið er sett saman úr reglulegum lengjum og minnir formið mest á swastiku eða nánar tiltekið hakakross, sem hefur verið leystur upp. Verkið er ljósblátt, vegna þess að þetta form og liturinn samtvinnast og hafa mikið aðdráttarafl. Blár litur eykur einbeitinguna og er tákn djúpra til- finninga. Við athugun virðist áhorfandanum sem línur verksins skerist, þótt í raun skerist þær ekki. Þetta er ætlunin: að draga sálrænt vandamál fram á sjónarsviðið." — Og hvaða erindi á „sendirinn" upp á Hallgrímskirkju? Astral-sendir á Hallgrímskirkju Rætt við myndlistarmanninn Volker Nikel „„LISTIN er fólgin í því að gera sjáanlegt," sagði Paul Klee. „Ég -**, er ekki samþykkur því að allt sé list: list er list og allt annað er annað. Listamenn verða að vísa veginn og vera á undan samtím- anum,“ segir Volker Nikel og kinkar kolli þegar hann er spurð- ur hvort mælikvarðinn á lista- menn sé fólginn í því að þeir öðlist viðurkenningu þetta þrjátíu árum eftir andlát sitt. Nikel er Vestur-Berlínarbúi og dregur ekki dul á metnað sinn. „Ég hef lagt stund á stjömuspeki og komist að því að Marcel Duchamp fæddist sama dag og ég; við erum báðir svín (svo!). Eg hef alltaf ætlað „Hakakrossinn er tákn frá Ind- verjum: sólarhjólið eða fótspor Búdda,“ segir Nikel og vitnar í „Lexikon der Zeichen und Zym- bole“. „Pimm sólarhjól, sem stand- ast á, merkja fimmfalda gæfu. Uppruni merkisins er því af hinu góða. í þriðja ríkinu var hakakross- inn misnotaður og rifínn úr samhengi. Hitler var grænmetis- æta, mystíker og fékkst við rúnir. Hann lét letra rúnir á skriðdreka hersins. Þessa togstreitu vil ég sýna og skýra. Þar sem ísland er norð- lægasti staður hins aríska kyn- stofns og rúnahljóðin eiga rætur í fom-íslensku vil ég að þessi vandi verði ræddur opinberlega útfrá því að verkið verði sett upp.“ — Ertu ekki að sækja vatnið yfir lækinn? Heldur þú að fikt Hitl- ers við rúnaletur forfeðranna tengist íslendingum á vorum dög- um vegna letursins einungis? Listamaður í leiðslu „Já, það er beint samhengi milli rúnagaldurs og uppgangs og hruns Hitlers. Einnig ráðfærði Hitler sig við stjömuspekinga fyrir ormstur rétt eins og Napóleon.“ — Vendum okkar kvæði í kross og víkjum að málverkinu. „Ég fæst aðallega við að mála. og vinn verkin úr undirmeðvitund- inni. Ég er í leiðslu meðan ég mála og þar er fundin leiðin að ómeng- uðu og upprunalegu málverki.“ — Með öðmm orðum: þú veist ekki hvemig verkin líta út fyrr en þau em fullgerð og þú vaknar til meðvitundar? „Laukrétt." thomson • ZEROWATT • œaosCQoiBÆifld] • Frigor • Westinghouse • Bauknecht •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.