Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 75 í íslandsbanka, að vera valinn til þess að verða fyrsti flugmaður ís- lendinga. Þá var flugið sannkallað ævintýri, sveipað dul hins framandi og lítt kunna heimi fuglanna, sem menn höfðu um aldir haft óstöðv- andi löngun til að kynnast. Sigurður var valinn úr stórum hópi ung- menna eftir allsérstætt próf. Hann hefír án efa verið vel gerður ungur maður, hraustur, snarráður og greindur. Fyrstu ár flugsins hér á Islandi hafa vissulega verið erfíð fyrir ungan óreyndan flugmann, ekki síst vegna þess að hér vantaði alia aðstöðu og aðbúnað sem nauð- synlegur er til þess að vel megi famast, enda varð flugið fyrir skakkaföllum af þeim sökum. Sig- urður Jónsson var frumherji í íslenskum flugmálum í orðsins fyllstu merkingu. Hann flaug m.a. tiltölulega frumstæðum flugvélum við afar frumstæðar aðstæður í veðrasömu landi. Við sem á eftir komum megum ekki gleyma þeim sem ruddu veginn og beindu sjónum okkar til betri tíma og bættra að- stæðna í landi okkar. Sigurður var mikill hagleiksmaður á marga vísu. Hann var mjög vel drátthagur og hélt sýningar á verkum sínum, sem vöktu verðskuldaða athygli. Hann var tónlistarunnandi og lék smekk- lega á slaghörpu sér og vinum sínum til ánægju. Á góðri stund var hann skemmtilegur og léttur í lund, hafði glöggt auga fyrir spaugileg- um hliðum Iífsins og samfélagsins. Hann ritaði oft hugvekjur í blöðin, þar sem hann benti á ýmislegt sem betur mætti fara hjá okkur. Sigurð- ur fylgdist vel með því sem var að gerast í heimi flugsins sem og í heimi tækni og vísinda, var næmur og fróðleiksfús. Hann var fyrsti og eini heiðursfélaginn í Félagi fsl. atvinnuflugmanna og á sl. ári gerðu ungir flugmenn hann að heiðurs- félaga í nýstofnuðum Flugklúbbi Reykjavíkur. Þetta gladdi hinn aldna flugmann mikið þótt ekki hefði hann um það mörg orð. Ofarlega í huga mínum er fyrsta flugferðin með Sigurði sumarið 1939 á litlu Klemm-vélinni. Við flugum upp af Melgerðismelum í Eyjafírði á sólbjörtum degi þar sem hópur ungmenna var við svifflugæf- ingar. Þann dag sýndi hann mér áþreifanlega inn í þann heim, sem ég átti eftir að lifa og hrærast í það sem eftir var æfínnar. Ég man að hann hvatti mig til þess að læra flug, og svo hvarf hann suður yfír Ijöllin. Hin síðari ár átti Sigurður við vanheilsu að stríða. Kom þá glöggt í ljós hve umhyggjusama og góða konu hann hafði sér við hlið. Árið 1936 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Siguijóns- dóttur, glæsilegri ungri stúlku, sem alla tíð síðan stóð við hlið hans í blíðu og stríðu, ekki síst eftir að heilsan var tekin að bila. Sigurður var gæfumaður í hjónabandi og eignuðust þau hjónin fjögur böm, þijár dætur og einn son. Jón Sig- urðsson fetaði í spor föðurins þótt ekki yrði flugmannsstarfíð fyrir valinu. Jón er lærður flugvirki og hefír um langt árabil starfað hjá einu stærsta flugfélagi Banda- ríkjanna, lengi sem yfírflugvirki með aðsetur í Kaupmannahöfn. Um ættir, æsku og lífshlaup Sigurðar Jónssonar verð ég að vísa til bókar- innar, sem fyrr er getið. Þar er að finna mikinn fróðleik, ekki síst um frumbýlingsár flugsins á íslandi, skin og skúrir í lífi manns, sem átti dijúgan þátt í að gera flugið að því sem við þekkjum í dag. Síðustu fundum okkar bar saman á Landspítalanum, þá var hann vart fleygur lengur. Við ræddum um gömlu góðu dagana, þegar hann sat við stýrið á Súlunni og Veiði- bjöllunni og flugið heillaði íslend- inga, var að sumu leyti sambærilegt við geimferðir nútímans. Það tíma- bil ævinnar stóð honum glöggt fyrir hugskotssjónum þótt annað nær- tækara væri hulið. Ég sé hann í huganum hækka flugið suður yfír fjöllin og hverfa upp í heiðríkjuna hinsta sinn. Ég óska honum góðrar ferðar. Öllum ástvinum Sigurðar Jóns- sonar votta ég innilega samúð og sendi kærar kveðjur. Jóhannes R. Snorrason Ragnhildur Þorvarðs- dóttir - Minning Fædd 24. febrúar 1905 Dáin 16. september 1986 Sumarið er liðið, bliknuð haust- laufin falla til jarðar, skuggamir lengjast og vindamir ýfa hafíð svo brimið lýstur svört sker hvítum vængjum. Á þessum haustdögum slokknaði lífsljós tengdamóður minnar, sem á æskudögum þótti einn mesti kvennablómi um Vest- fjörðu. Ég kveð Ragnhildi með söknuði eftir að hafa verið í .sam- býli með henni í 26 ár. Okkur Önnu finnst auðnarlegt og tómt í húsinu eftir að hún er farin. Höndin er treg, hugurinn sljór til skrifta, en í fáum línum skulu helstu æviatriði Ragnhildar nú rakin. Ragnhildur fæddist að Stað í Súgandafirði 24. febrúar 1905 og voru foreldrar hennar Anna Stef- ánsdóttir og séra Þorvarður Brynj- ólfsson, er þjónaði í Súgandafirði frá 22. september 1901 til dánar- dægurs 9. maí 1925. Bamaskólanámið stundaði Ragnhildur hjá föður sínum, og á heimili sínu vandist hún allri al- gengri vinnu undir stjóm umhirðu- samra foreldra. Er Ragnhildur hafði aldur til fór hún til náms í Kvenna- skólanum á Blönduósi og átti hún ljúfar endurminningar frá skóla- ámm sínum þar nyrðra, og eignað- ist þar vinkonur, er hún bast tryggðarböndum til æviloka. Leiðin lá síðan til Reykjavíkur og þar settist hún í Kennaraskól- ann, sem séra Magnús Helgason stýrði. Minntist hún hans ætíð síðan, er góðs manns var getið. Auk þess að Ijúka almennu kenn- araprófí tók Ragnhildur próf í söngfræðum og orgelleik, undir handleiðslu eigi minni snillings en Sigfúsar Einarssonar, tónskálds og dómkirkjuorganista. Þá þegar var Ragnhildur ágætur orgel- og píanó- leikari. Atvikin höguðu því svo að þessi kunnátta kom í góðar þarfír síðar. Eftir að skólanámi Iauk stundaði Ragnhildur kennslu um eins árs skeið við barnaskólann að Hesti í Borgarfírði, en þann 3. október árið 1926 giftist hún Ömólfí Valdimars- syni kaupmanni og útvegsmanni á Suðureyri við Súgandafjörð. Hafði Ömólfur þá verið ekkjumaður í nokkur ár, en hann missti fyrri konu sína, Finnborgu Kristjáns- dóttur, árið 1918. Með henni átti hann dóttur, er bar nafn móður sinnar. Gekk Ragnhildur þegar við giftinguna Finnborgu yngri i móð- urstað. Það segja mér allir, er til þekkja, að heimili þeirra Ragnhildar og Ömólfs á Suðureyri hafí einkennst af gestrisni, glaðværð og reisn í menningarlegum efnum. Bæði voru hjónin einstaklega félagslynd og voru Ömólfí falin ýmis trúnaðar- störf. Hann var lengi oddviti í Suðureyrarhreppi, formaður skóla- nefndar og forystumaður til fram- faramála, ásamt góðum félögum þar vestra, er létu sér eigi bregða þótt fjallið Spillir skyggði til sólar §óra mánuði ársins. En bakhjarl Ömólfs var hin unga, glæsilega kona hans er ætíð var boðin og búin til að sinna gestum og gang- andi, hvort heldur frægðarmenni bar að garði, er ekki var ótítt, eða fátækir og þurfandi. Flestum konum hefði þótt ærinn nógur starfínn við uppeldi og umönnun bamanna, sem komu í heiminn hvert af öðm. En Ragn- hildur brá sér af bæ, þegar færi gafst og sinnti félagsstörfum. Hún var lengi formaður í Ársól, kvenfé- laginu á Suðureyri, og starfaði ósleitilega að bindindismálum. Þann 12. maí árið 1937 var hin glæsilega Suðureyrarkirkja vígð, og hafði Ömólfur verið formaður byggingar- nefndar. Nú kom það í hlut Ragnhildar að vera organisti og söngstjóri í hinu nýja guðshúsi og sinnti þeirri þjónustu þar til hún flutti til Reylcjavíkur árið 1945. Hjónin komu sér upp fallegu sumarhúsi inni í fírði, þar sem heit- ir Kvíanes. Er það eyðijörð, sem Ömólfur átti lengi. Á Kvíanesi var oft þröngt á þingi, en einmitt þaðan eiga elstu bömin einhveijar hinar bestu og ljúfustu minningar, er þau undu við leiki í fíöru og á grænu túni við bláan fíörðinn, sem oft er svo lognsléttur að Gilsbakkafíall, er andspænis rís, speglast í vatns- fletinum. Ef eitthvað bar út af í hita leiks- ins var eigi lítið öryggi fólgið í því að mega leita skjóls í móðurfaðmi. Á kvöldin hleypti Ömólfur hesti sínum inn með sjónum, kominn heim frá störfum úti á Suðureyri. Þá voru hamingjurík kvöldin á Kvíanesi. En lífið var ekki bara leik- ur einn. Afla þurfti heyja handa hestum Ömólfs og tveimur til þrem- ur mjólkurkúm. Oft miðlaði Hildur þeim sem bjuggu verr í þessum efnum, ef hún var aflögufær, því á þeim tímum var erfítt að afla mjólk- ur öðruvísi en að eiga gripi í fíósi. Árið 1945 bmgðu Ragnhildur og Ömólfur á það ráð að flytja til Reykjavíkur. Var það eigi síst vegna þess að bömin hugðu á fram- haldsnám og kom betur að eiga sér heimili í höfuðborginni. Keyptu hjónin húsið á Langholtsvegi 20 og áttu þar heima æ síðan. Einkennd- ist heimilislífið þar eins og vestra af góðvild og gestrisni. Hér í borg lögðu hjónin sitt af mörkum til félagsmála. Ragnhildur var virkur meðlimur í Kvenfélagi Laugamessóknar og síðar Lang- holtssóknar. Bindindismálin vom henni hugleikin, sem áður, og vom þau hjónin virkir félagar í stúkunni Einingunni, og nutu þar óskoraðs trausts. Var Ragnhildur um tíma varastórtemplar en það mun fátítt í sögu Stórstúkunnar á íslandi, að kona komist til slíkra metorða. Hjónin vom bæði meðal stofnenda Súgfirðingafélagsins, sem ætíð hef- ur starfað af miklum krafti. Var Ragnhildur kjörin heiðursfélagi þess fyrir nokkmm ámra. Böm Ragnhildar og Ömólfs em þessi, og talin í aldursröð: Þoryarð- ur, Anna, Valdimar, Ingólfur Óttar, Ambjörg Auður, Þómnn, Margrét, Guðrún Úlfhildur og Sigríður Ásta. Guðrún hét og eitt bam þeirra hjóna, sem þau urðu að sjá á bak þriggja ára að aldri. Ömólf mann sinn missti Ragn- hildur þann 3. desember árið 1970. Þann mikla stormbyl stóð Ragn- hildur af sér með hjálp einlægrar trúar á æðri máttarvöld. Og nú stóðu bömin við hlið hennar og studdu móður sína af ráðum og dáð, er áður hafði verið þeirra styrki stafur. Einnig vom nú tengda- og bamaböm til staðar að umvefía Ragnhildi ástúð sinni. Eg var í sambýli með tengdamóð- ur minni í 26 ár, og alian þann tíma var Ragnhildur mér sem móðir og Ömólfur sem faðir, meðan hans naut við, ógleymanlegur öllum er honum kynntust. Bæði vom hjónin svo bamgóð að með eindæmum var, og sjúka og ellihmma vini sóttu þau heim á sjúkrahús og dvalar- heimili. Engan nauðleitarmann létu þau frá sér fara án þess að veita úrlausn. Síðustu árin mátti Ragnhildur þola nokkum heilsubrest, enda hafði starfsævin verið ströng, og vinnudagamir oft langir, en eðlið var hið sama til síðasta dags. Ekk- ert gat bifað trúartrausti né slævt hlýhug hennar til ástvina og vina. Ég kveð Ragnhildi með versi Matthíasar Jochumssonar: Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf. Kristján Jóhannsson Hér kveð ég yndislega konu, Ragnhildi Kristbjörgu Þorvarðs- dóttur. Því segi ég: Hvf er hún farin frá mér, mín elskulega tengdamóð- ir? Já, emm við ekki öll svo eigin- gjöm á þá sem við elskum og neitum að sjá að baki, en það að fæðast hér á jörð og hverfa aftur er víst gangur lífsins og öll verðum við að sætta okkur við það, enginn er undanskilinn. Þessar örfáu línur em kveðjuorð til hennar frá mér. Ég, undirrituð, kynntist henni fyrir 32 ámm, þá ung og óþroskuð, fljót- lega skildum við hvora aðra, það sem hún sagði var bæði fallegt og gott og hægt að læra af henni svo ótalmargt, sem ég fínn alltaf betur og betur hvað gerði mér gott. Eitt var það sem mér fannst mjög skrítið þegar ég kom inn á heimilið á Lang- holtsvegi 20 og sá þennan stóra systkinahóp, hvemig í ósköpunum væri hægt að eiga svona mörg böm og vera svona falleg eins og hún var, hreint tignarleg, en elsku tengdapabbi hefur líklega átt sinn þátt í því að hún brosti svo fallega. Annað sem ég undraðist vom allir þeir gestir, sem hún gaf kaffí eða mat, sama á hvaða tíma þeir komu. Enginn mátti fara svangur frá henni. Bömin mín fímm kveðja hana með miklum söknuði, en þau eiga líka ótal yndislegar minningar um-^ ömmu sina, en það er það falleg- asta sem böm geta geymt í hjarta sínu. Sérstakar kveðjur era frá nöfnu hennar, sem stödd er í Banda- ríkjunum, og Gauju Örnu sem búsett er í Egyptalandi, sem hún spurði svo mikið um. En þær geta ekki fylgt henni seinasta spölinn vegna fíarlægðar sinnar. Já, það var gaman að sjá gleðina í andliti hennar þegar hún fékk nýtt bama- bam eða bamabarnabam í fangið, enda kom ævinlega ró yfír bömin þegar þau fundu hlýjuna streyma. frá henni. í fyrra, 24. febrúar, varð hún 80 ára, og eina afmælisgjöfin sem hún bað um var sú að fá okk- ur öll í messu með sér, var það eftirminnileg stund á fallegum stað. Að lokum vil ég þakka henni all- an þann styrk og alla þá hvatningu sem hún hefur gefíð mér í gegnum öll þessi ár og nú síðustu árin í harðri og miskunnarlausri verka- lýðsbaráttu kvenna. Oft var ég komin að því að guggna, en hélt ótrauð áfram með hennar hjálp. Já, ég þakka henni fyrir allt og allt og ég veit að ég sé hana seinna þegar ég verð kölluð og þá tekur hún á móti mér með sömu elsku og alltaf. Elina Kristfán Viggós- son — Kveðja Kveðja Þar sem reynt er á trúarlegan hátt að hjálpa því fólki sem áfengis- dryklq'an hefur skemmt á margvís- legan hátt, en ég á þar við Hlaðgerðarkot kynntist ég Kristjáni heitnum Viggóssyni best og sá kunningsskapur stóð óbreyttur til hans síðasta dags. Kristján var frekar hæglátur maður en með hreint og falslaust huglíf. Það var ekki ætlun mín að skrifa langa grein um Kristján heitinn Viggósson, en mér verður samhliða hugsað til gamals manns, sem nú er vistmað- ur á Dvalarheimili fyrir aldraða, ég vona að hans andlegi styrkur muni standa áfram. Ég votta öllum sem Kristjáni heitnum stóðu næst mína samúð og hluttekningu. Hin langa nótt er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið hljótt nú er sæll sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem) Útför hans verður gerð á morg- un, mánudag. Þorgeir Kr. Magnússon t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdafööur, STEFÁNS ÓLAFSSONAR skósmiðs, Borgarnesi. Sigríöur Stefánsdóttir, Guðmundur Sverrisson, Magnús Stefánsson, Gunnhild Stefánsson. \ t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa lögreglumönnum í Árnessýslu og mökum þeirra. Ingibjörg Þorgrimsdóttir, Jón Arnar Sigurðsson, Anna Halldórsdóttir, Þorgrímur Óli Sigurösson, Asa Lfney Siguröardóttir, Þór Sigurðsson, Sigurður Rúnar Sigurösson, Gunnlaugur Valgarö Sigurösson og barnabörn. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.