Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Downie fesdr kvikmyndatökuvél á kajak eins ofuriiugans í Break through Disability-leiðangrinum. málum, sem honum eru mikið hjartans mál. Verkalýðsfélag breskra kvikmyndagerðarmanna er mjög sterkt og þar til 1979 átti 'Downie í stöðugum útistöðum við forráðamenn þess. Þeir neituðu honum t.d. um inngöngu í félagið um árabil. „Árið 1979 var reynt að fá ein- hveija til að gera heimildamynd um bátafólkið í Víetnam, en enginn fékkst til þess vegna hættu á sjó- ránum og öðru slíku. Ég var beðinn að taka þetta að mér og hafði ég blaðamann með í förinni. Ég lauk við myndina en verkalýðsfélagið kom í veg fyrir að hún yrði nokk- urn tíma sýnd. í reglum félagsins stendur nefninlega að til að heim- ildamynd teljist lögleg til sýninga, verði a.m.k. níu manns að standa að gerð hennar, nema ef' um Ahugiá skæruhemaði varð ofar læknisfræðinni - rætt við ævintýramanninn Nick Downie, sem hætti læknanámi til að kynna sér líf og baráttu skæru- liða víða um heim ÆVINTÝRAMENNSKAN skýn ekki beinlínis úr góðlátlegu andliti Bretans 'Nicks Downie, en viðmælendum hans verður fljótlega Ijóst að maðurinn hefur ekki dvalið alla sína ævi við pappírsvinnu á ryk- ugri skrifstofu. Hann er ævintýramaður í húð og hár. Hann hefur lagt stund á nám í læknisfræði, verið í víkingasveit breska flug- hersins, unnið fyrir Súltaninn í Oman, búið með skæruliðum í löndum sem Chile, Afganistan og Angóla, unnið til verðlauna fyrir heimilda- myndir um stjórnmálaástandið í sömu löndum og farið í ævintýraferð með fötluðum á Langjökul og niður Hvítá. Hann er kannski ekki mörgum kunnur á íslandi en vera má að úr því rætist, þar sem hann hefur nú ákveðið að leggja fyrir sig ritstörf. Að hlusta á Downie segja frá ferli sínum er eins og að heyra les- ið upp úr reyfara. Hann hóf nám í læknisfræði átján ára gamall, en hætti eftir þijú og hálft ár. Stremb- ið nám var ekki orsök þess að hann hætti við læknanámið heldur óvenjulegur áhugi á skæruhemaði. Málaliði í Miðausturlöndum „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á lífi og baráttu skæmliða og það sem næst kemst slíkum hemaði í Bretlandi er SAS sveitin, (Special Air Service - Víkingasveit breska hersins), svo ég gekk í hana,“ segir Downie lágum, en skýmm rómi. „Þar var ég hermaður í níu mánuði en gerðist þá eins konar málaliði í Miðausturlöndum. Þá fékk ég það verkefni að vera í her Súltansins í Oman um tíma, en alls var ég rúm þijú ár í herþjón- ustu. Á meðan ég vann fyrir Súltánin, bar ég m.a. ábyrgðina á innrás inn til Suður-Yemen. Alls vomm við átta mánuði í eyðimörk- inni, á meðan á innrásinni stóð. Við sprengdum þá upp virki eitt, en hershiifðingjanum var víst ekki kunnungt um að sprengja ætti þetta virki og var ég þá rekinn úr þjón- ustunni," segir Downie og glottir. Glottið breytist í bros og Downie heldur áfram í hæðnistón: „Reyndar var ég ekki beinlínis rekinn. Þeir létu mig bara fá annað starf: að gæta úlfalda við landa- mæri Suður-Yemen í 18 mánuði," segir Downie og skellir uppúr. „í ársbyijun 1975 hætti ég úlf- aldagæslunni og fór til Kúrdistan í Irak. Þar gekk ég í Iið með Psh Merga-skæmliðum undir stjóm Mustafa Basami. Ég átti að stofna og þjálfa hóp hryðjuverkamanna fyrir Basami, en upp komst um áætlun Kúrdanna og þeir gáfust upp í apríl sama ár. Þannig varð ekkert úr hryðjuverkaáformum okkar.“ Eftir þijá og hálfan mánuð í ír- ak, fór Downie til Eritreu í Eþíópíu og bjó með skæmliðunum þar. Þar kviknaði áhugi hans á kvikmynda- gerð, sem hann hefur unnið við síðan. Fyrsta heimildamyndin hans fjallaði einmitt um ástandið í Éþíópíu á þessum tíma. „Ég hafði ekkert lært í kvik- myndagerð, en hafði samt eitthvað fiktað við myndavélar þegar ég var með SAS-sveitinni. í Eþíópíu keypti ég mér bara bók um kvikmynda- gerð og hófst handa. Ég fjárfesti svo í gamalli, ódýrri kvikmyndavél og reyndi að æfa mig svolítið, en filmur vom svo dýrar að ég hafði ekki efni á því að eyða miklu í æfingar. Áður en ég gerði mína fyrstu kvikmynd hafði ég einungis skotið u.þ.b. eina klukkustund á filmu." Eftir Eþíópíu-dvölina barðist Downie í sex vikur með Polisario- skæmliðunum í vesturhluta Sa- hara-eyðimerkurinnar, en þeir eiga enn í útistöðum við Marokkóher í miðvesturhluta eyðimerkurinnar. „Ég gerði aðra heimildamynd mína um baráttu Polisarioanna og hlaut fyrir hana viðurkenningu frá Konunglega sjónvarpsfélaginu í Bretlandi áríð 1976. Síðan þá hef ég verið meira eða minna viðloð- andi kvikmyndagerð," segir Downie. Moí-gunblaðid/Þorkdl Þorkclsson Kvikmyndað við Gullfoss. Horföi á félaga sinn skotinn til bana „Árið 1977 fór ég til Chile og vann með andspymuhreyfmgunni þar. Ég ætlaði að gera heimilda- mynd um þá reynslu, en ekki reyndist unnt að fjármagna það fyrirtæki. Það koma oft dauð tíma- bil í mínu starfi þar sem lítið er um verkefni og þetta var eitt slíkt. Ég hélt því næst til Rhodesíu sem þá hét (nú Zimbabwe) og var þar í fimm mánuði ásamt félaga mínum. Hann var myrtur stuttu eftir að við komum þangað. Einn skæruliðanna skaut hann á tveggja metra færi.“ Flestum hefði sennilega fallist hugur við að sjá besta vin sinn skot- inn til bana af stuttu færi, en Downie virðist í fyrstu ósnortinn. „í byijun fékk þetta ekki mikið á mig; mér fannst þetta svo óraun- verulegt," segir Downie og yfir hann færist hugsandi svipur. „En svo fóru kunningjamir í Rhodesíu að falla eða hverfa hver á fætur öðrum og þá fórþetta að hafa mik- il áhrif á mig. Ég hefði sennilega aldrei getað komist út úr þessu ævintýri heill á geðsmunum, ef konan mín, sem stödd var í Rhod- esíu á þessum tíma, hefði ekki hjálpað mér_ í gegnum þetta mikla sáiarstríð. Ég á henni mikið að þakka," segir Downie lágum rómi, en skiptir svo snögglega um um- ræðuefni. Endalaus barátta við verkalýðsf élagið Downie snýr sér að verkalýðs- stríðsmynd er að ræða, þá mega þeir vera fjórir. Vegna þess að ég var einn með blaðamanninum fékk myndin aldrei náð fyrir augum verkalýðsforyst- unnar og ég hef ekki einu sinni fengið að beija hana augum. Hún er geymd einhvers staðar á góðum stað, þar sem enginn kemst að henni." Einstæð mynd um Afganistan „Á leið minni aftur til Bretlands eftir myndina um bátafólkið, kom ég við í Afganistan. Þetta var áður en Sovétmenn réðust inn í Afganist- an og mjög fáir höfðu hugmynd um hvað var að gerast í landinu. Ég var kunnugur málefnum Afgan- istan eftir að hafa gengið um nær allt landið þegar ég var 19 ára. Ég var í fimm mánuði í Afganistan og sneri ekki heim fyrr en á jóladag 1979. Daginn eftir réðust Rússarn- ir inn. Ég var mjög heppinn að hafa fengið tækifæri til að gera heimildamynd um málefni Afgan- istan áður en innrásin var gerð enda var þetta eina myndin sinnar tegundar í heiminum. Ég hélt að ég gæti selt hana eins og skot, en þá kom í Ijós að verkalýðsfélag kvikmyndagerðarmanna hafði verið í verkfalli í þijá mánuði og ég átti í ótrúlegum erfiðleikum með að fá myndina sýnda. í fjóra daga stóð ég í stöðugu stappi við verkalýðs- foringjana og fór meira að segja í blöðin með málið. Það hafðist hins vegar og myndin var sýnd. Hins vegar lyktaði málum þannig eftir þessa þrætu við verkalýðsfélagið, að ég fékk engin verkefni í rúma átta mánuði. Ég hafði heitið sjálfum mér að fara aldrei aftur til Afganistan, en þar sem ég fékk engin önnur verk- efni, varð ég að fara aftur þar inn árið 1981 og gera aðra mynd. Sú hlaut viðurkenningu frá sjónvarps- félaginu og var send á kvikmynda- hátíðina í Monte Carlo." Ótryg-gar tekjur í ævintýramennskunni Þrátt fyrir að margar heimilda- myndir Downies hafi hlotið viður- kenningar hér og þar og selst ágætlega, segir Downie að ekki sé tryggar tekjur að hafa í þessari starfsgrein. „Eftir fyrri ferðina til Afganistan skuldaði ég um 20.000 sterlings- pund, en gat greitt allt aftur 10 dögum eftir að ég kom heim. Samt fékk ég ekkert í eigin vasa fyrir heils árs vinnu, svo fjárhagurinn er ekki alltaf gæfulegur. Eg kýs að vinna einn, því yfirleitt eru ekki þannig laun í boði fyrir verkefni að hægt sé að lifa af þeim sæmi- lega. Oft kemur líka fyrir að gengið sé á bak samninga þegar maður tekur að sér verkefni fyrir aðra. Það er mjög þreytandi til lengdar að lifa með mikinn skuldaböggul á herðum sér, en ég reyni yfirleitt að fjármagna mínar myndir sjálfur. Þegar ég fór í fyrri ferðina inn til Afganistan, fór ég fram á það við sjónvarpsstöðina sem réð mig til verksins, að ég fengi eitthvað greitt út í hönd. Ég fékk þá 3.000 pund fyrirfram og átti að fá önnur 3.000 pund ef ég kæmist út úr landinu á lífi og með myndina með mér. í síðara skiptið kröfðust forystumenn verkalýðsfélagsins þess að myndin tilheyrði Thames-útgáfufyrirtæk- inu, en áður hafði ég alltaf átt einkarétt á öllum mínum myndum. Þeir vildu greiða mér lúsarlaun svo ég samdi um að ég myndi gera myndina með því skilyrði að ég fengi greitt visst hlutfall af allri sölu af kvikmyndinni erlendis. Þeir gengu að þessu en vildu samt halda samningnum leyndum fyrir öðrum í verkalýðsfélaginu. Þegar ég kom aftur höfðu þeir auðvitað stein- gleymt þessu samkomulagi. Það þótti mér súrt í broti; engin laun fyrir allt starfið og svo hirti verka- lýðsfélagið þrenn verðlaun og viðurkenningar fyrir myndirnar rnínar." Ævintýramennskan aðbaki? Eftir Afganistan-ævintýrin hætti Downie afskiptum af stjórnmálum annarra landa og tók sér vinnu við stöð 4 í Bretlandi. Þar sá hann um gerð nokkurra heimildamynda, sem fjölluðu um hvernig maðurinn kemst af við ýmsar aðstæður, t.d. í frumskógi, heimskautslöndunum og vinnuþrælkunarbúðum. Alls voru þættirnir sex og hefur hann þannig haft ofan af fyrir sér sl. tvö ár. Downie er fertugur að aldri, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann segir að fjölskyldan hafí haft töluverð áhrif á ákvörðun hans um að hætta ævintýramennsku sinni og leggja fyrir sig ritstörf. „Við kynntumst árið 1975 þegar ég var nýbúinn með myndina í Eþíópíu, þannig að hún vissi alveg hvað ég var að gera. Hún hefur alltaf sýnt mér mikla þolinmæði og skilning og jafnvel orðið mér að liði við verkefni mín. Hún hefur tvisvar komið til Sahara, en ekki farið inn á bardagasvæðin heldur dvaldi hún í flóttamannabúðunum. Þegar ég fór til Afganistan í fyrra skiptið, var mjög erfitt fyrir blaðamenn að komast yfir landamærin frá Pakist- an. Þá kom hún og elsti sonur minn, sem er reyndar stjúpsonur minn, með mér og gaf það mér tækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.