Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 57 anna og lítil stjórn. Óreiðan og agaleysið þama er í algleymingi og eru Afganir lélegir leiðtogar að mínu mati. Þeir eru flestir gungur sem hafa aldrei heyrt orðin „að duga eða drepast". Eg hef sjálfur séð þá margsinnis hörfa undan á vígvellinum. Það er heldur ekki hægt að segja að mikil fóstjarðarást sé ríkjandi hjá stómm hluta þjóðarinnar; ef þeir flýja yfir til Pakistan þá snúa þeir aldrei aftur til Afganistan, þrátt fyrir að bardagar hafi stöðv- ast í héraðinu þeirra. Þannig hafa heilu þorpin flúið, allt leggst í eyði og af því leiðir matarskortur og eymd. Fólkið vill mikið frekar verða eftir í Pakistan þar sem hugsað er um það í flóttamannabúðunum og það þarf lítið að hafa fyrir lífinu.“ Þegar Downie er spurður hvort hann telji að Afganir takist ein- hvem tíma að hrekja Sovétmenn úr landinu, er svarið afdráttarlaust neitandi. „Þjóðin er mjög fáfróð og vanþró- uð og ég hef ekki trú á því að þeim takist nokkum tíma að losa sig undan áhrifum Sovétmanna. Rúss- ar hafa líka gert ýmislegt fyrir þjóðina, þótt það hafi verið gert í eiginhagsmunaskyni. Þeir einu sem hafa reynt að bæta menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna o.s.frv. og það hefur komið Afgönum að not- um, þótt þeir berjist núna gegn yfirráðum þeirra.“ Afganska þjóðin samanstendur af mörgum ættflokkum, en Downie segir þá yfirleitt ekki viðmótsþýða. „Eg lenti í illindum við Btan- ættflokkinn, sem er einn sá alversti. Þeir stela stöðugt hvor frá öðrum og stálu miklu frá mér. Ég dvaldi sex vikur í húsi með manni sem ég vissi að ætlaði að myrða mig, bara til að ná farangrinum mínum. Btan- amir reyndu að stela öllu af mér, meira að segja matnum. Flokkur Btana réðist á okkur, en við vomm fjórir saman, allir óvopnaðir. Þeir ætluðu að ræna öllu en þá sagði ég þeim að ég væri að gera kvik- mynd um heilaga stríðið í Afganist- an. Skiptust þeir þá í tvo hópa, annar vildi fá að vera með í mynd- inni, en hinn vildi bara farangurinn. Á meðan þeir voru að hugsa sig um, læddumst við í burtu. Þeir náðu þó einni tösku með filmuspól- um í en sem betur fer kom í ljós, að þetta voru allt óáteknar filmur svo a.m.k. tapaði ég ekki heimilda- myndinni minni." Hvers vegiia að leggja þetta á sig? Marga unglinga dreymir um áhættusamt líf og sumir leggja jafnvel í langar ævintýraferðir til að svala þörfínni fyrir tilbreytingu. Flestir snúa hins vegar aftur heim og koma sér þægilega fyrir og taka lífinu með ró þegar líða tekur á ævina, sérstaklega ef íjölskylda er komin í spilið. Það er forvitnilegt að vita hvað fékk Downie til að lifa svona lífi í 20 ár. „Ég lenti oft í vandræðum í læknaskólanum fyrir að eyða öllum stundum í lestur bóka um skæru- hemað. Að því kom að ég varð að gera það upp við mig hvort ég ætl- aði að vera læknir eða hvort ég færi út í heim til að kanna líf skæru- liða sjálfur. Ég ákvað að reyna að fá alla þá þjálfun sem mér bauðst í Bretlandi til að undirbúa mig und- ir skæruhemað og gekk því í SAS sveitina. Langtímaáætlunin var að gerast blaðamaður, en mig vantaði reynsluna svo ég tók að mér ýmis smáverkefni „free lance". Ég vildi skrifa um skæruhemað, enda hug- fanginn af málefninu. Eina leiðin til að geta fjallað á raunsannan máta um skæmliðahreyfingar, var að ferðast til þessara landa og fylgj- ast með háttum þeirra, búa með þeim og jafnvel beijast með þeim. Þegar ég hófst handa við að koma áætluninni í verk, fékk ég áhuga á kvikmyndagerð og hef haldið mig við þann hluta blaðamennskunnar." Nú hefur Downie hins vegar fengið sig fullsaddan af þessu líferni og ætlar að taka sér rólegri verk- efni fyrir hendur. „Eftir 20 ár var ég orðinn þreytt- ur á þessu endalausa flakki. Það eru nokkrar góðar og gildar ástæð- ur fyrir því að ég hætti. Fyrst ber að nefna fjármálahliðina. Þetta er eilíft basl og ég er orðinn lang- þreyttur á skuldahalanum enda- lausa. Svo var þetta líka alveg ómögulegt fyrir fjölskylduna. Þau' hafa aldrei kvartað eða reynt að fá mig ofan af áætlunum mínum, en tilvist þeirra var mér sífellt áminn- ing um áð hætta þessu og taka upp fasta vinnu heima í Lundúnum. Dæturnar mínar tvær, fjögurra og þriggja ára, eru líklega alveg tilbún- ar að kynnast almennilegum föður. Þriðja ástæðan var stríðið óend- anlega við verkalýðsfélagið. Verk- efnaleysið gat staðið mánuðum saman og það fór verulega í taug- arnar á mér. Loks var ég búinn að fá meira en nóg af eilífum skotárás- um og stríði. Þreyttur á að sjá fólk drepið allt í kringum mig og mig langaði ekki að hljóta sömu örlög og margir félaga minna. Ég sá lík mitt oft fyrir mér; liggjandi sundur- skotið í einhveijum skurði. Ég er viss um að skæruliðarnir myndu ekki einu sinni hafa fyrir því að grafa mig.“ Breakthrough Disabi- lity og tryg-g-ing-arsala Síðasta ævintýri Downies var ferðin með Iceland Breakthrough hópnum á Langjökul og síðan niður Hvítá í júlí sl. „Ég hafði verið óheppinn með síðustu tvær myndimar mínar og gekk ekkert að selja þær. Þá kom Mick Coyne, leiðangursstjóri Ice- land Breakthrough, til mín, og stakk upp á því að ég kvikmyndaði fyrir þá þessa ævintýramynd. Mick hafði tekið hluta af myndinni Ice- land Breakthrough um ferðina niður Jökulsá á Fjöllum og langaði að fara aðra ferð í minningu Paul Vander Molen, leiðangursstjóra í fyrri ferðinni, sem lést fyrr á árinu. Þeir vildu fara í ferð niður Hvítá með fatlaða og mér leist ágætlega á hugmyndina. Ég hafði í raun aldr- ei kynnst fötluðu fólki áður og þetta var því mjög dýrmæt reynsla fyrir mig. Þetta er ósköp venjulegt fólk sem hefur mikinn vilja og getur gert næstum allt sem það vill, eða a.m.k. reyna þau það. Ég var snort- inn og hugfanginn af dirfsku þeirra og ég vona að okkur takist að koma þeim skilaboðum til áhorfenda í myndinni. Þetta var mjög skemmtileg en ákaflega erfið ferð. Landið yktcar er stórkostlega fallegt. Hér eru staðir sem líta út fyrir að hafa aldr- ei verið heimsóttir af mönnum eða dýrum. Mér þætti gaman að koma hingað aftur en ég veit ekki hvenær það gæti orðið." Að ferðinni niður Hvítá lokinni, segist Downie vilja fá sér fast starf, en fara kannski öðru hvoru í ævin- týraferðir með félögum sínum. „Mick er að leggja drög að ann- arri ferð um Himalaya-fjöllin núna í haust, en ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer með. Annars er búið að bjóða mér ágætis starf og ef ég tek því fæ ég tækifæri á því að ferðast töluvert." Downie þegir stutta stund og glottir, en heldur svo áfram í hæðnistón: „Ég veit þú trúir því ekki, en starfið felst í því að selja tryggingar! Ef ég tek því, veit ég þó að ég fæ gistingu á þægilegri stöðum en ég er vanur á ferðalögum. Það verða hótel, en ekki kaldar gryfjur í fjand- samlegu landi.“ VIÐTAL: Helga Guðrún Johnson. til að dyljast yfirvöldum. Allir héldu að við værum bara bresk fjölskylda í óvenjulegu sumarfríi. Á nóttunni skipti ég svo um föt og fór um all- an bæinn í leit að samböndum til að komast yfir landamærin. Svona leikaraskapur er ekki nauðsynlegur lengur, því blaðamenn komast núna frekar auðveldlega inn í landið." Hernaðaraðgerð í Angóla Áður en Downie hætti öllum af- skiptum af stjórnmálaástandi í ljarlægum löndum fór hann inn til Ángóla. Þar gekk hann í lið með skæruliðum og tók þátt í þriggja vikna langri hernaðaraðgerð. „Breska pressan var full af frétt- um af skæruliðasveitunum í Angóla, sem þeir sögðu vera litla hópa af illa þjálfuðum hryðjuverka- mönnum. Ég heyrði þessar fréttir í útvarpinu en á sama tíma var ég að beijast í gegnum frumskóginn þar með 3.000 manna her skæru- liða. Við vorum að elta uppi stjórn- arhermenn, sem höfðu orðið illa úti í bardögum við skæruliðana. Nokkrar aðskildar skæruliðahreyf- ingar höfðu sameinast gegn þessari hersveit stjórnarinnar og var þetta ákaflega vel skipulagður her. Við höfðum reiknað með að hitta á her- sveitina á ákveðnum stað, en þetta var allt skóglendi og ákaflega erfitt yfirferðar. I ljós kom að við höfðum misreiknað okkur um fjóra km þeg- ar kom að því að gera atlögu. Stjórnarherinn var á stórum flutn- ingabílum en við vorum fótgang- andi, svo að þeir komust undan og ekkert varð úr árásinni. Ég taldi þetta merkilega frétt fyrir pressuna; frétt sem gæti kom- ið mönnum í skilning um, að þetta voru ekki örfáir hryðjuverkamenn heldur fjöimennur og vel skipulagð- ur her sem hafði yfirleitt yfirhönd- ina í baráttu við stjórnarherinn. Ég var fullur áhuga og kom aftur til Bretlands með fína heimildamynd, en enginn vildi kaupa hana. Aftur eyddi ég löngum tíma í að ganga á milli sjónvarpsstöðva til að selja myndina. Fréttir frá Angóla voru ekki lengur í tísku á þessum tíma og tel ég það vera eina helstu ástæðu þess að myndin seldist illa. Svo áttu engin blóðug sér stað og það selst illa. Myndin gekk líka lengra en þótti sæma pressunni; hún sýndi þá hlið sem breska press- an kærði sig ekkert um. Pressan hafði skapað vissa ímynd af skæru- liðunum í Angóla og henni átti ekki að breyta. Frelsishetjurnar eru gringrir Það sama má eiginlega segja um Afganistan. Pressan bjó til frelsis- hetjur úr huglausum fjallamönnun- um. Þetta álit mitt á Afgönum nýtur ekki mikilla vinsælda, en er engu að síður sannleikurinn. Málið er bara að enginn kærir sig um að heyra sannleikann," segir Downie hvasst. „Afganir eru að vissu leyti að beijast fyrir því sem þeir trúa á; þeim er illa við útlendinga og þeim er illa við kommúnista. Eg virði þá fyrir að vilja ekki erlend yfirráð í sínu landi og sumir þeirra eru jafn- vel að betjast fyrir einhverri hugmyndafræði. En það er svo margt rotið við þetta frelsisstríð þeirra. Það eru ótal margir sem hagnast hafa á stríðinu og hafa gert allt frá 1979. Þegar ég var þarna í fyrra skiptið, lenti ég í miðj- um skotbardaga tveggja flokka, annars vegar hópi hermanna sem hafði gengið í lið með skæruliðunum og hins vegar flokki stjórnarher- manna. Þeir skutu hver á annan þvert yfir á eina og ég lenti í miðj- unni, þar sem minn flokkur hafði farið yfír ána en ég komst ekki með. Skotbardaginn stóð alla nótt- ina og ég, ásamt 12 öðrum, lágum bara með hendur yfír höfðinu þang- að til við komumst undan í vopna- hléi um morguninn. Ég sá skæruliðana stela öllum vopnum af þeim hermönnum sem þeir skutu til bana eða fönguðu og síðan seldu þeir allt góssið til Pakistan og stungu fénu í eigin vasa. Eina sem þessir menn, og að mínu áliti flest- ir Afganir, hafa að leiðarljósi er að ná sovéskum vopnum af hermönn- unum og fá fyrir þau vænlega peningasummu. Græðgin er það sem knýr marga þeirra áfram, enda fæst góður peningur fyrir vopnin. Árið 1979 fór t.d. einn riffill á 750 sterlingspund og það er ótrúleg upphæð á þessum slóðum." Downie er harðorður í garð Afg- ana og segir hann mútuþægni vera allsráðandi í landinu. Það teljist reglan fremur en undantekningin. „Til að komast til valda innan ættflokkanna í Afganistan, verður maður að múta öllum sem á vegi verða. Stundum fer allt í eina flækju þar sem þetta eru litlir flokkar margir hveijir og fréttir um hveij- um hafi verið mútað breiðast fljótt út. Það er mikil spilling innan flokk- Nick Downie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.