Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 23
aaor <J'3CiMrtfrPaMS 90 aTTnArfTTMT/TTP (TTnA TflT/TTnffOW MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 23 Stjórn og stjórnandi Söngsveitarinnar Fflharmóníu: Neðri röð frá vinstri: Emma Eyþórsdóttir formaður, Smári Ólason stjórnandi og Ragnheiður Sigurðardóttir gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Þórhildur Sigurðardóttir ritari, Þorvaldur Thoroddsen í varastjórn, Bragi J6- hannesson meðstjómandi og Astríður Guðmundsdóttir í varastjóm. Á myndina vantar Lilju Ámadóttur og Þóra Haraldsdóttur. Söngsveitin Fílharmónía: Yetrarstarfið að hefjast SÖNGSVEITIN Fflharmónía mun hefja vetrarstarf sitt 1. október nk. og er þetta 27. starfsár kórsins. Kórínn hefur haft samstarf við Sin- fóníuhljómsveit Islands og var reyndar aðalmarkmiðið með stofnun kórsins í upphafi að flytja stærrí kórverk tónbókmenntanna með Sin- Nýjar reglur um sýnatöku á loönu: „Til þess fallnar að hrinda af stað úlfúð og óánægju“ - segir Harald Holsvík framkvæmdastjóri Farmanna- og f iskimannasambandsins „ÞAÐ em vissulega gleðitíðindi ef ekki er veríð að snuða sjómenn. Það er þó staðreynd að um sýnatökuna hefur gilt af beggja hálfu samkomu- lag, sem viðurkennt hefur verið til þessa. Öll snöggsoðin breyting á þessu samkomulagi er aðeins til þess fallin að hrínda af stað úlfúð og óánægju milli seljenda og kaupenda," sagði Harald Holsvik, fram- kvæmdastjórí Farmanna- og fiskimannasambands íslands vegna ummæla Jóns Reynis Magnússonar, forstjóra Síldarverksmiðja rikisins í frétt Morgunblaðsins á föstudag. Þar lýsir Jón Reynir þeirri skoðun sinni að hinar nýju reglur um sýnatöku á loðnu gefi réttarí mynd af farminum i heild en sú aðferð sem notuð hefur veríð að undanförnu. Að sögn Jóns Reynis er nýja aðferðin í samræmi við niðurstöðu nefnd- ar, sem skipuð var af Verðlagsráði sjávarútvegsins í fyrra til að kynna sér fyrirkomulag við sýnatöku hjá nágrannaþjóðunum. fóníuhljómsveitinni. Söngsveitin mun taka þátt í flutn- ingi tveggja verka með Sinfóníu- hljómsveit Islands og eru þau bæði á fostum áskriftartónleikum hljóm- sveitarinnar. Hið fyrra er óperan Fjalla-Eyvindur eftir dr. Frans Mixa, sem flutt verður 2. apríl 1987 undir syóm Páls P. Pálssonar. Er hér um frumflutning á verkinu að ræða. Síðara verkefnið með Sinfóníuhljóm- sveitinni er 9. sinfónían í d-moll op. 125 eftir Ludwig van Beethoven. Verður þetta f fimmta skipti sem Söngsveitin Fílharmónía tekur þátt í flutningi þessarar frægu hljómkviðu. Að þessu sinni verður það Arthur Weisberg, sem stjómar, og verða tón- leikamir 21. maí nk. Þessi tvö verkefni verða tekin til æfingu síðari hluta starfsársins en nú í næstu viku verður byijað að æfa verkið „Catulli Carmina" eftir þýska tónskáldið Carl Orff, þann hinn sama og samdi „Carmina Burana". Carl Opið frá 13.00-15.00. Snæland Ca 35 fm einstaklingsíbúð á jarðhæð. Verð 1,3 m. Ásbraut Kóp. Ca 80 fm 3ja herb. á annarri hæð. Verð 2,0 m. Suðurbraut Hf Ca 80 fm 3ja herb. á annarri hæð. Verð 1950 þús. Háagerði Ca 95 fm 3ja til 4ra herb. íbúð á 1. hæð i tvíbýli. Verð 2,8 m. Skipasund Ca 100 fm 4ra herb. efri hæð í þribýlishúsi. Verð 2,8 m. Kambsvegur Ca. 120 fm 4ra herb. sérhæð m/bílskúr. Verð 3,7 m Seltjarnarnes raðhús Ca 210 fm á tveim pöllum m/ bílskúr við Látraströnd. Verð 6 m. Arnarnes einbýli Ca 350 fm á tveim hæðum með ca 50 fm bílskúr við Blikanes. Holtsbúð Garðabæ Ca 310 einbýli á tveim hæðum með tvöf. bílskúr. Verð 7,5 m. Hafnarfjörður Set- bergsland Ný standsett hús á tveim hæð- um við Einiberg, neðrihæð ca 90 fm, efrihæð ca 70 fm. Mjög hentugt fyrir tvær íbúðir með sérinng. eða sem einbýli. Hent- ar mjög vel fyrir tvær samrímd- ar fjölsk. Góður garður. Laus strax. Verð neðrih. 2,7 m., efrih. 2,2 m. Seltjarnarnes fokhelt Glæsilegt einbýlishús við Bolla- garða. Afhendist í haust fokh. Lóð á Arnarnesi 1169 fm á einum besta stað á nesinu. Nánari uppl. á skrifst. Kvöld- og helgars. 28902 og 20813 m Bústnöir UuM FASTEIGNASALA Klapparstig 26, sími 28911. Abm Helgi H. Jonsson Solum. Horöur B)orn.ison Orff fæddist árið 1895 og samdi hann „Catulli Carmina“ árið 1943 og er það fyrir blandaðan kór, sópran, ten- ór, píanó og slagverk við texta eftir rómverska skáldið Catullus, sem uppi var á öldinni fyrir Kristsburð. Fyrir- hugað er að flytja verkið á tónleikum í febrúarmánuði. Æfingar í vetur fara fram í Meia- skólanum eins og ætíð áður og er æft á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 20.30. Auk þess gefst kórfélögum kostur á námskeiðum í nótnalestri og kórmennt og gengist verður fyrir því að félagar, sem áhuga hafa á söngkennslu fái slíka kennslu. Til þess verða fengnir söngkennarar. Nýráðinn söngstjóri Söngsveitarinnar Fílharmóníu er Smári Ólason, en undirleikari verður Vilhelmína Ólafs- dóttir. Allir þeir sem áhuga hafa á að gerast meðlimir í kómum eru vel- komnir á fyrstu æfingu vetrarins í Melaskólanum miðvikudagskvöldið 1. október, þar sem kaffí verður á könnunni og fyrsta verkefni vetrarins verður kynnt. Harald Holsvík kvaðst hafa verið fulltrúi sjómanna í umræddri nefnd og sagði að í ummælum Jóns Reynis hefði ekki allt komið ft-am varðandi niðurstöður nefndarinnar. Niðurstöð- ur nefndarinnar hefðu verið í sjö liðum sem eru eftirfarandi: 1. Sýni um 2 - 3 kg. að stærð skal taka með jöfnu millibili meðan á loðnulöndun stendur. Stærð heildar- sýnis skal vera minnst 50 kg. 2. Sýnin skal taka með sjálfvirkum búnaði áður en loðnan fer á vogimar. 3. Æskilegt er að ekki séu tekin sýni úr síðustu 50 lestunum en raunar hefur verið tilhneiging til þess að taka ekki slík sýni. 4. Lagt er til að þessi búnaður sé kominn í allar verk- smiðjur fyrir upphaf loðnuvertíðar í júlí eða ágúst 1986. 5. Nefndin er sammála um að viðurkenna þurfi búnaðinn áður en hann er tekinn í notkun og býðst til þess að taka það að sér. 6. Sýni skulu hökkuð og.bland- að saman i hveiri verksmiðju á fullnægjandi hátt. Úr þvi skulu tekin að minnsta kosti 2 sýni, annað þeirra sent til Rannsóknastofnunar fískiðn- aðarins til efnagreininga en hitt fryst og geymt í 2 til 3 mánuði. Stærð þessa sýnis og umbúðir verða sam- kvæmt fyrirmælum Rannsóknastofn- unarinnar. 7. Fulltrúar sjómanna, útgerðarmanna og verksmiðja komi sér saman um trúnaðarmann í hverri verksmiðju sem sjái um sýnin ef ástæða þykir til. Gengið er út frá þvi, að löndunarbúnaður verksmiðj- anna sé sambærilegur frá bát að sýnatöku. „Þessar niðurstöður eru byggðar á ferð nefndarinnar til Færeyja og Danmerkur, en sambærilegur búnað- ur er notaður í báðum þessum löndum", sagði Harald. „Þetta var lagt fram til að leysa ágreining sem uppi var síðastliðið haust. í Verð- lagsráði var ekki tekin önnur afstaða til þessara tillagna en sú, að sökum þess hve allur löndunarbúnaður í íslensku loðnuverksmiðjunum, sem eru að minnsta kosti 20 eða fleiri, er mismunandi uppbyggður var ályktað að löndunarbúnaður þyrfti að vera samræmdur svo hann yrði fullkomnlega sambærilegur frá einni verksmiðju til annarrar. Til þess kjömir fulltrúar frá hagsmunaaðilum myndu ganga úr skugga um að ekki væri mismunandi löndunarbúnaður í notkun. Þegar þessu væri fullnægt væri fyrst hægt að ræða um sjálf- virka sýnatöku, sambærilega þvi sem gerðist í nágrannalöndum okkar." „Þessu atriði, sem allir vom sam- mála um í fyrra, hefði Jón Reynir Magnússon ekki átt að leyna í við- tali sínu við Morgunblaðið," sagði Harald. „Ástæðumar fyrir því að verksmiðjueigendur féllust á að fara að óskum sjómanna um að sýnin skuli tekin um borð vom meðal ann- ars þær að kostnaður vegna stöðlunar á löndunarbúnaði var óviss, eins og málið lá fyrir þá. Kostnaður við auka- búnað til að koma á sjálfvirkri sýnatöku var talinn geta orðið að minnsta kosti 150 til 200 þúsund krónur við hvert löndunartæki. Einn- ig vom menn almennt sammála um að þurft hefði að framkvæma tvö- falda sýnatöku í nokkum tfma til að fullreyna slikan búnað og síðan semja um verðið miðað við þá reynslu sem fengist hefði. Það var líka mikið at- riði í þessu sambandi að hver sjómaður vill helst geta sýnt afla sinn um borð til gæðamats, í því ástandi sem hann er þar en ekki eftir lönd- un“, sagði Harald. Hann sagði að ef einhver brögð hefðu verið að þvi nú í haust að um meint misferli af hálfu sjómanna hefði verið að ræða væri hægt að skilja ráðstafanir Síldarverksmiðju rikisins, en um slfkt hefði ekki borist nein vitneskja til Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. „Þvf koma þessar ráðstafanir stjómar Síldar- verksmiðjanna okkur algerlega f opna skjöldu,“ sagði Harald Holsvik. xmzzix ■n ■■■■■■! ■■■■■■■ ■■■!■■■■ ■■■I iii ■■■■■■ Bíóhöllin sýnir um helgina: teiknimyndir fyrir alla fj ölskylduna FRUMSÝNIR MYNDINA: „SVARTI P0TTURINN" PICTllRF.S » II Teiknimyndin um ævin týri Péturs Pan Sýnd kl. 3. Ný teiknimynd fyrir alla f jölskylduna frá Miðaverð kr. 90. Walt Disney byggð á sögu Lloyd Alexand- er „Sögurnar af Prydain" um baráttu ofurhugans Taran til að koma í veg fyrir að hinn illi konungur nái yfirráðum yfir Svarta katlinum. Stórkostlegasta teiknimynd sem komið hefur frá Walt Disney í áraraðir. Sýnd kl. 3 og 5. Miðaverð kr. 130. Sími 78900 ■ ■■■■■minmmmmmMBBMfnninMmiBnnfT „HEFÐARKETTIRNIR" Teiknimyndin frábæra frá Walt Disney um kattafjölskyld- una Aristocats. Sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 90. Peter Pan" Hin sígilda saga frá Walt Disney. Sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 90. B(fl HVtD TT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.