Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 — segir Tapio Periáinen hjá Norræna hönnunarráðinu sem undirbýr sýningu í Japan. Tapio PeriSinen The Scandinavian Way of Life“ er heiti nor- rænnar hönnunarsýn- ingar sem haldin verður í Japan haustið 1987. Að sýningunni standa margir aðilar á Norður- löndunum en um val muna á sýninguna sér Skandinaviska Designrádet, þ.e. Nor- ræna hönnunarráðið. Að því eiga aðild félög um hönnun sem starfandi eru á öllum Norðurlöndum og nýjasta félagið í þessum hópi er FORM ísland. Aðild að FORM ísland eiga nú um 100 félög og einstakl- ingar sem hafa það að markmiði að beita sér fyrir því að hefja hönnun til vegs og virðingar, en formaður félagsins er Stefán Snæbjamarson innanhússarkitekt. Finn- inn Tapio Periáinen var á ferð hér til viðræðna við íslenzka hönnuði. Hann var hér á vegum Norræna hönnunarráðsins til þess að undirbúa þátttöku íslands í hönnunarsýningunni í Japan, auk þess sem hann hélt fyrirlestur um skipulag hönnun- armála í Finnlandi. „Þessi sýning er einskonar framhald af „Scandinavia Today", hinu Qölþætta menningarátaki sem Norðurlandabúar stóðu fyrir í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum,“ segir Tapio Periáinen. — Það fer ekki á miili mála að „Scandinavia Today" var árangursrík kynning á þeirri menningu sem við Norðurlandabúar höfum að miðla af og við gerum okkur ekki síður vonir um að norrænni hönnun verði vel tekið í Japan. Að þessu sinni er einungis verið að kjmna hönnun. Þótt hönnun sé víða á háu stigi þá eru Norðurlöndin þar áreiðan- lega í fremstu röð. Það sem fyrst og fremst einkennir góða norræna hönnun eru þau beinu tengsl sem hún hefur við náttúruna. Þetta kemur skýrt fram þegar maður virðir fýrir sér útlit hlutanna, val á efni og litum, og síðast en ekki sízt er það aðal norrænnar nútímahönnunar að um langt skeið hefur nýsköpunin verið stöðug þannig að hún stendur nu á traustum grunni." „Nú eru Norðurlöndin misjafnlega á vegi stödd í hönnun." „Já, því er ekki að neita, en þó er það mikils virði að geta komið fram sameigin- lega á alþjóðavettvangi og það er ómetan- legt fýrir fámenriar þjóðir sem vilja hasla sér völl á alþjóðamarkaði." „Hugtakið hönnun — hvernig má skil- greina það?“ „Víðtækasta skilgreiningin er sú að hönnun sé alit það í umhverfínu sem gert er af manna höndum. Þessu má svo skipta í þijá meginflokka: Landslag, þar með taida garða og önnur mannvirki þar sem efniviðurinn er sóttur í sjálfa náttúruna. Þá kemur arkitektúr, en undir hann flokk- ast húsagerð og borgarskipulag. Loks er svo allt annað í umhverfinu sem gert er af manna höndum, allt frá eldspýtum upp í stór skip. Þegar um hönnun er að ræða er ekki gerður skilsmunur á handverki og iðnaðarframleiðslu, enda væri það varla mögulegt þar sem svo margir hlutir eru sambland af hvoru tveggja." „Um þessar mundir eiga sér stað á ís- landi umræður um vöruþróun í iðnaði og í því sambandi má búast við því að á næstu árum komist hönnun í brennidepil. Hvemig líst þér á hönnun okkar þegar þú ert að svipast um eftir hlutum sem eiga að fara á norræna sýningu í öðru heimshomi?“ „í fljótu bragði virðist mér hún vera skammt á veg komin og ég held að erfítt reynist að fínna íslenzkan iðnvarning á sýninguna í Japan. Þó kunna fáeinir hlutir að koma til greina. íslenzk hönnun sýnist mér lengst á veg komin í leirlist og þráðar- list. Þar hef ég séð ýmislegt sem ég tel að fullkomlega eigi erindi á sýninguna í Japan. Það er ástæða til að taka það fram hér að ekki er úthlutað ákveðnum kvóta til hvers og eins Norðurlandanna og það verða víst engin lýðræðisleg sjónarmið látin ráða hvað þangað fer. Japanimir óska afdráttarlaust eftir að fá að sjá það bezta sem Norðurlöndin hafa upp á að bjóða á sviði hönnunar. Þetta á sem sé ekki að vera yfirlitssýning heldur er ætlunin að sýna einungis það sem telst vera nýstár- legt eða athyglisvert á einhvem afmarkað- an og ákveðinn hátt. Norðurlöndin koma þama fram sem heild en ekki sýnishoma- safn.“ „Nú er fínnsk hönnun sem þú kannt sjálfsagt bezt skil á á háu stigi og finnskar iðnvörur eru eftirsóttar um heim allan jafnt sem handíð ykkar. Er hægt að relq'a í stórum dráttum hvemig fínnsk hönnun hefur þróazt og haft í för með sér slíka velgengni?" „Hér er nú eiginlega um heimspekilegt viðfangsefni að ræða en Finnar hafa allt frá því að sögur hófust verið afar næmir fyrir fegurð og ljótleika í umhverfínu. Landið er einangrað og var lengst af óra- vegu frá menningarmiðstöðvum úti í hin- um stóra heimi þannig að tízkustraumar áttu ekki greiðan aðgang að þeim. Þeir hafa umfram alit kunnað að meta það sem er hreint, einfalt og eðlilegt í umhverfínu og virðast líka hafa gert sér ljósa grein fyrir gildi þess. Með öðrum orðum þá hafa Finnar frá fomu fari metið það til lífsgæða að rækta umhverfi sitt. Heimilisiðnaður, listiðnaður og iisthönnun hafa fengið að þróast í friði, tiltölulega óháð tízkustraum- um. Slíkir straumar hafa að vísu borizt til Finnlands þar sem þeir hafa framkallað einskonar bergmál. Bergmálið hefur ekki haft í för með sér eftirlíkingar heldur nýjar hugmyndir og hvatningu til endur- skoðunar og nýsköpunar. Þessi þróun hefur síðan endurspeglazt í skipulagi allrar hönnunarstarfsemi í Finnlandi. Af hálfu einstaklinga og hins opinbera hefur skipu- lagning á þessu sviði átt sér stað í ein- hverri mynd í meir en hundrað ár, t.d. var stofnaður listiðnaðarskóli í landinu árið 1871 og Finnska heimilisiðnaðar- og hönnunarfélagið var stofnað 1875. Það hefur alla tíð gegnt merku hlutverki á þessu sviði, enda hefur það notið mikillar velvildar og skilnings af hálfu almennings og stjómvalda. Mikilvægur liður í starfí félagsins hefur verið sýningahald. Alls hefur félagið gengizt fyrir meir en 500 sýningum frá stofnun en þar af hafa yfír 400 sýningar verið haldnar eftir stríð. Þessar sýningar hafa haft gífurleg áhrif á hönnun innanlands og utan. Önnur áhrifamikil samtök á sviði finnskrar hönn- unar stofnuðu hönnuðir sem hlotið höfðu menntun og sérþjálfun í listíð og hönnun árið 1911. Þessi samtök heita ORNAMO og hafa alla tíð starfað í nánum tengslum við Finnska félagið sem svo er nefnt í daglegu tali. Til liðs við þessi sterku samtök fagfólks og áhugafólks hafa opin- berir aðilar síðan komið og þeir hafa stutt starfsemina markvisst og dyggilega. Þannig annast fínnska menntamálaráðu- neytið t.d. stjómun á sviði menningar og lista en utanríkisráðuneytið sér um kynn- ingu og erlend menningartengsl. Öflugt skólastarf á sviði lista og hönnunar hefur átt ómetanlegan þátt í þeim árangri sem Finnar hafa náð en helzta menntastofnun- in á þessu sviði nú er Listiðnaðarháskólinn sem rekinn er af ríkinu. Af þessu má sjá að fínnsk hönnun á sér langa hefð og hún hefur um langan aldur skipað veglegan sess í finnsku menningarlífi. Ég kann ekki skil á sögu listiðnaðar á íslandi en þó held ég að það sama gildi hér sem annars staðar: Ef ætlunin er að gera átak á sviði hönnunar, t.d. með það að markmiði að efla útflutning á iðnaðarvörum, þá þarf að hyggja að fortíðinni og byggja á þjóð- legri hefð í stað þess að apa eftir alþjóð- legri tízku." „Svo vikið sé aftur að Japönum — hver er tilgangur þeirra með því að sækjast eftir sýningu á norrænni hönnun?" „Japanir eru nú í óða önn að gera sér grein fyrir því hvers konar lífí þeir muni lifa í upphafí næstu aldar. Eins og aliir vita þá lifa þeir nú í háþróuðu iðnaðarþjóð- félagi þar sem öll þróun er mjög ör. Þeir eru opnir fyrir nýjum og framandi áhrifum og vilja vera það. í Japan býr yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar við allsnægtir — efnalega séð — eins og sjá má af því að 80% íbúanna líta svo á að þeir séu í milli- stétt. Nánast allir eiga öll þau raftæki sem hugurinn gimist og sama er að segja um önnur alþekkt stöðutákn, s.s. bíla og hús- búnað. Nú verður þess vart að Japanir séu að fá sig fullsadda af þessum efnisgæðum. Þeim nægir með öðrum orðum ekki að safna dóti heldur sækjast þeir nú í auknum mæli eftir varanlegri lífsgæðum, þ.e. andlegum verðmætum. Ahugi þeirra á listum og menningu fer vaxandi og sama er að segja um ferðalög, sem eru eiginlega nýjasta stöðutáknið. Unnt er að halda því fram að Japanir lifí nú þegar í því upplýsingaþjóðfélagi sem er að komast á í velmegunarríkjunum." „Heldurðu að Japanir séu þá að taka upp lifnaðarhætti Vesturlandabúa?" „Nei, þeir em of ólíkir okkur til þess að gera það. Heimsmynd þeirra er svo frábrugðin okkar að samanburður væri út í hött en þrátt fyrir þetta þróast þjóðfélag þeirra að sumu leyti í sömu átt og á sér stað í þessum heimshluta. Japanir eru að vissu leyti einangrunarsinnar en gera sér þó grein fyrir því að þeir komast ekki hjá því að vera þátttakendur í alþjóðlegu samfélagi. Þeir eru háðir öðrum þjóðum og vilja gjaman aðlagast þeim að vissu marki, þó með þeim skilyrðum að þeir haidi hefðbundnum lifnaðarháttum sínum og varðveiti menningu sína. Sparsemi og gæðavitund eru Japönum í blóð bomar en sóun og hvers konar bmðl em eitur í þeirra beinum. Til að skilja þetta þarf ekki annað en líta á umhverfið sem þeir lifa og hrærast í. 120 milljónir manna byggja lítið landsvæði þar sem einungis 8—10% em ræktanlegt land og auðlindir í jörðu em litlar sem engar. Umhverfíð gerir kröfu um nýtni og ýtmstu sparsemi og sú staðreynd að Japanir þekkja ekki annað en þröngbýli setur ákveðið mark á iðnhönnun þeirra. Þeir spara vinnu, efni og rými. Þeir em afar hreinlátir og sem dæmi um það get ég nefnt að leigubílstjór- ar em með hvíta hanzka og meira að segja hef ég séð verkamenn með hvíta hanzka. Mikið er lagt upp úr öryggi borgaranna og það er t.d. talið óhætt fyrir konur að vera á ferli í stórborgunum á hvaða tíma sólarhrings sem vera skal." „Þú lýsir Japan nánast sem Útópíu." „Kann að vera, en þá er líka ástæða til að taka fram að auðvitað eiga Japanir við þjóðfélagsleg vandamál að stríða rétt eins og aðrar velmegunarþjóðir. Sjálfs- morð em þar algeng og allnokkuð ber á óánægju ungu kynslóðarinnar sem heldur uppi andófí gegn her og kjamorku og Iætur þar vægast sagt ófriðlega." „Hvað getum við lært af Japönum?" „Við gætum tekið okkur Niels Bohr til fyrirmyndar. Þegar hann var aðlaður af Noregskonungi hafði hann kínverskt tákn í skjaldarmerki sínu. í einu kínversku tákni em allt að 30 atriði en í letri okkar em í mesta lagi 5 atriði í hveijum bókstaf. Þetta minnir okkur á að hugarheimur mannsins er flókið fyrirbæri og kannski hættir okkur Vesturlandabúum til ein- földunar í umgengni við fólk sem sprottið er úr annarri menningu, ekki sízt austur- landabúa. Hugsun þeirra er huglæg en hugsun okkar er hlutlæg. Með því að reyna að öðlast skilning á hinni fóknu heims- mynd Austurlandabúa má kannski leita jafnvægis," segir Tapio Periáinen. VIÐTAL: ÁSLAUG RAGNARS UÓSM.: BJARNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.