Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Ráðist á konu í Laugardalnum RÁÐIST var á konu í Laugar- dainum í fyrrinótt og var hún flutt á Slysadeild með minnihátt- ar áverka. Að sögn Rannsóknarlögreglunn- ar var konan við næturgæslu í gistiheimili ÍSÍ í Laugardalnum, þegar maður braust þar inn um kl. 4 aðfaramótt laugardags. Kom til nokkurra átaka, að sögn rannsókn- arlögreglunnar og hlaut konan einhverja áverka. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögreglan kom á staðinn, en maður, grunaður um árásina, var handtekinn skömmu síðar og færður í fanga- geymslur. Var maðurinn nokkuð ölvaður þegar hann var handtekinn og var beðið með yfírheyrslur þar til í gærdag. Artnar maður var fluttur á Slysa- deild aðfaramótt laugardagsins, eftir að hafa fallið niður af vegg við Blaðprent í Síðumúla. Að sögn Þyrla Landhelg- isgæslunnar: Sótti fær- eyskan pilt með botn- langakast ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gærmorgun 17 ára pilt, sem fengið hafði botnlang- akast, um borð í færeyskan bát, suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lagði af stað rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun og sótti piltinn í bátinn, sem þá var staddur um 60 sjómílur suðvestur af Reykjanesvita. Báturinn hefur verið við línuveiðar á þessu svæði sl. 10-12 daga. Sjúklingurinn var fluttur í Borg- arspítalann, um leið og TF-SIF lenti kl. 8:45. Flugstjóri þyrlunnar var Páll Halldórsson. lögreglunnar, vom meiðsl hans ekki talin alvarleg. Ljómarall 1986: Gunnlaugur og Þórhallur með forystu Úrslit ráðast kl. 14.00 í dag ÞÓRHALLUR Kristjánsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson höfðu forystu i Ljómarallinu á hádegi i gær á bíl sínum Peugeot Talbot en næstir komu þeir Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Toyata Corolla og Hafsteinn Aðalsteinsson og Úlfar Eysteins- son voru i þriðja sætinu á Ford Escort RS. í dag verða keppendur ræstir úr Reykjavík kl. 8.00 og fara þá Kaldadal að Húsafelli frá Þingvöll- um og sömu leið til baka. Ljómarall- inu lýkur í dag kl. 14.00 við Skemmuveg 22 L. Síðan verður dansleikur á Hótel Sögu um kvöldið þar sem verðlaunaafhending fer fram. Frá æfingu Reykjavíkurkvartettsins Júlíana Elín Kjartansdóttir (lengst til vinstri), Rut Ingólfs- dóttir, norski saxafónleikarinn, sem leikur með í einu verkanna, Kenneth Sivertsen höfundur eins verkanna og Arnþór Jónsson. Morgunbiaftð/RAX Norrænirtónlistardagar í Áskirkju: Tónleikar Reykjavíkurkvartettsins Reykjavíkurkvartettinn heldur tónleika i Áskirkju i dag, sunnudag kl. 16.00. Á efn- isskrá tónleikanna eru fjögur verk: Strengjakvartett nr.5 eft- ir Aulis Sallinen, „Alman“ eftir Bent Serensen, „For ope hav“ eftir Kenneth Sivertsen og Kvartettó HI opus 25 eftir Jo- uni Kaipalainen. Tónleikarnir eru framlag Kammersveitar Reykjarvíkur til norrænu tón- listardaganna. Reykjavíkurkvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir á fíðlu, Júlfana Elín Kjartansdóttir á fiðlu, Eliza- beth Dean á lágfiðlu og Amþór Jónsson á selló. Tap á tryggingum fiskeldisstöðvanna FISKELDISTRY GGIN G AR tryggingafélaganna eru reknar með tapi ef litið er á íslenska markaðinn í heild, að sögn Gísla Ólafssonar forstjóra Trygginga- miðstöðvarinnar hf. Er þetta vegna rnikils tjóns í stöðvunum, meðal annars vegna sjúkdóma. Erlendur Lárusson forstöðumað- ur Tryggingaeftirlitsins segir að ekki sé hægt að búast við hagn- aði af þessum tryggingum fyrstu árin vegna þess hversu áhættu- söm þessi starfsemi sé og tryggingafélögin þurfi því að byggja upp sterka varasjóði. Tryggingafélög hafa sagt upp tryggingum fískeldisstöðva sem Aukum stöðugt lán tíl fiskeldisfyrirtækja - segja bankamenn „ÞAÐ er full mikið sagt að bankarnir þori ekki að lána til fiskeldisfyrirtækja. Vandinn er sá að engin veð eru til á meðan fiskurinn er að vaxa, en bankarnir hafa unnið að lausn þessa máls og liggur hún þegar að nokkru leyti fyrir,44 sagði Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbanka Islands um gagnrýni Gunnlaugs M. Sigmundssonar formanns fiskeldisnefndar forsætis- ráðherra á tregðu bankanna til að veita afurðalán til fiskeldisfyrirtækja. Stefán sagði þó að þetta væri ný atvinnugrein hér á landi og uppbyggingin dýr, þannig að bankarnir yrðu að vera varfærnir. Helgi Bergs bankastjóri að auka það á hverjum einasta degi.“ Helgi sagði að því væri þó ekki að leyna að ýmis vanda- mál væru á ferðinni. Fyrirtækin þyrftu til dæmis að hafa trygg- ingar gegn hugsanlegum óhöppum, en erfiðleikar hefðu verið á að fá tryggingar sem gerðu bönkunum kleift að taka Landsbanka íslands sagði með- al annars þegar álits hans var leitað: „Þessi ummæli eru á al- gerum misskilningi byggð. Landsbanki fslands er með mörg fiskeldisfyrirtæki í við- skiptum og lánar mikið til atvinnugreinarinnar. Við erum veð í fískinum sjálfum sem tryggingu fyrir afurðalánum. Helgi sagði að þessi atvinnu- grein væri ný hér á landi og eldi stutt á veg komið. Þegar banki tæki fyrirtæki í viðskipti yrði hann að halda áfram að ^ármagna reksturinn eftir þvi sem eldinu miðaði og sæi Landsbankinn því fram á að verða með mjög mikið fé bund- ið í fískeldi áður en Iangt um liði. Það kom fram hjá Helga og Stefáni að þessir bankar veita þeim fyrirtækjum sem komin eru í viðskipti hjá þeim rekstr- arlán með svipuðu sniði og gert er í iðnaðarframleiðslu. Lánað er ákveðið hlutfall, á bilinu 30 til 50%, af áætlaðri fjárvöntun fyrirtækjanna vegna framleiðsl- unnar og fara lánin því stig- hækkandi eftir því sem líður á framleiðslutímann. Veð hafa ■ verið með ýmsu móti og hafa bankamir í sumum tilvikum tekið veð í fískinum. Vitað er að margir fískeldismenn telja þetta hlutfall ekki nógu hátt og vitna meðal annars til sjávarút- vegsins þar sem lánað er allt að 75% af útflutningsverðmæti birgðanna. Helgi og Stefán könnuðust ekki við það að fyöldi fískeldisfyrirtæja biði við dym- ar hjá bönkunum og kæmust hvergi í viðskipti. Stefán sagði að Búnaðarbankinn hefði hafn- að viðskiptum við ákveðin fyrirtæki og hefði þá oft verið um það að ræða að eigendur hefðu ekki lagt fram nógu mik- ið hlutafé í fyrirtækin. lent hafa í miklum tjónum, eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þessi fyrirtæki hafa lent í vandræð- um því þau fá ekki tryggingar hjá öðrum félögum en tryggingar eru aftur forsenda fyrir afurðalánafyr- irgreiðslu í bönkunum. Fram kom hjá Erlendi og Gísla að þetta væri vegna þess að félögin hefðu metið það, að stjóm viðkomandi stöðva væri ekki nógu góð og öryggisatrið- um ábótavant. Tryggingafélögin hafa rætt sam- án um samræmingu krafna til fiskeldisfyrirtækjanna en nú er ve- rið að gera endurtryggingasamn- inga fyrir landið allt. Gísli Olafsson sagði að allt væri þetta fremur þungt, enda væri endurtrygginga- markaðurinn afar lítill. Erlendur sagði að vegna þess að félögin væru með nær allar fískeldistrygg- ingar endurtryggðar erlendis réðu endurtryggjendur ferðinni í þessum málum að mestu leyti. Átelur vinnu- brögð versl- anaeigenda STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt ályktun vegna eigendaskipta á stórum fyrirtækjum og stöðu starfsfólks hjá þeim. í ályktuninni segir að VR átelji harðlega vinnubrögð eigenda versl- ana, sem seldar hafa verið að undanfömu. Harma beri virðingar- leysi sem starfsfólki er er sýnt með því að tilkynning um söluna skuli berast til fjölmiðla, áður en starfs- fólkið fær um hana vitneskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.