Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 2

Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 2
2 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Ráðist á konu í Laugardalnum RÁÐIST var á konu í Laugar- dainum í fyrrinótt og var hún flutt á Slysadeild með minnihátt- ar áverka. Að sögn Rannsóknarlögreglunn- ar var konan við næturgæslu í gistiheimili ÍSÍ í Laugardalnum, þegar maður braust þar inn um kl. 4 aðfaramótt laugardags. Kom til nokkurra átaka, að sögn rannsókn- arlögreglunnar og hlaut konan einhverja áverka. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögreglan kom á staðinn, en maður, grunaður um árásina, var handtekinn skömmu síðar og færður í fanga- geymslur. Var maðurinn nokkuð ölvaður þegar hann var handtekinn og var beðið með yfírheyrslur þar til í gærdag. Artnar maður var fluttur á Slysa- deild aðfaramótt laugardagsins, eftir að hafa fallið niður af vegg við Blaðprent í Síðumúla. Að sögn Þyrla Landhelg- isgæslunnar: Sótti fær- eyskan pilt með botn- langakast ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gærmorgun 17 ára pilt, sem fengið hafði botnlang- akast, um borð í færeyskan bát, suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan lagði af stað rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun og sótti piltinn í bátinn, sem þá var staddur um 60 sjómílur suðvestur af Reykjanesvita. Báturinn hefur verið við línuveiðar á þessu svæði sl. 10-12 daga. Sjúklingurinn var fluttur í Borg- arspítalann, um leið og TF-SIF lenti kl. 8:45. Flugstjóri þyrlunnar var Páll Halldórsson. lögreglunnar, vom meiðsl hans ekki talin alvarleg. Ljómarall 1986: Gunnlaugur og Þórhallur með forystu Úrslit ráðast kl. 14.00 í dag ÞÓRHALLUR Kristjánsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson höfðu forystu i Ljómarallinu á hádegi i gær á bíl sínum Peugeot Talbot en næstir komu þeir Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Toyata Corolla og Hafsteinn Aðalsteinsson og Úlfar Eysteins- son voru i þriðja sætinu á Ford Escort RS. í dag verða keppendur ræstir úr Reykjavík kl. 8.00 og fara þá Kaldadal að Húsafelli frá Þingvöll- um og sömu leið til baka. Ljómarall- inu lýkur í dag kl. 14.00 við Skemmuveg 22 L. Síðan verður dansleikur á Hótel Sögu um kvöldið þar sem verðlaunaafhending fer fram. Frá æfingu Reykjavíkurkvartettsins Júlíana Elín Kjartansdóttir (lengst til vinstri), Rut Ingólfs- dóttir, norski saxafónleikarinn, sem leikur með í einu verkanna, Kenneth Sivertsen höfundur eins verkanna og Arnþór Jónsson. Morgunbiaftð/RAX Norrænirtónlistardagar í Áskirkju: Tónleikar Reykjavíkurkvartettsins Reykjavíkurkvartettinn heldur tónleika i Áskirkju i dag, sunnudag kl. 16.00. Á efn- isskrá tónleikanna eru fjögur verk: Strengjakvartett nr.5 eft- ir Aulis Sallinen, „Alman“ eftir Bent Serensen, „For ope hav“ eftir Kenneth Sivertsen og Kvartettó HI opus 25 eftir Jo- uni Kaipalainen. Tónleikarnir eru framlag Kammersveitar Reykjarvíkur til norrænu tón- listardaganna. Reykjavíkurkvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir á fíðlu, Júlfana Elín Kjartansdóttir á fiðlu, Eliza- beth Dean á lágfiðlu og Amþór Jónsson á selló. Tap á tryggingum fiskeldisstöðvanna FISKELDISTRY GGIN G AR tryggingafélaganna eru reknar með tapi ef litið er á íslenska markaðinn í heild, að sögn Gísla Ólafssonar forstjóra Trygginga- miðstöðvarinnar hf. Er þetta vegna rnikils tjóns í stöðvunum, meðal annars vegna sjúkdóma. Erlendur Lárusson forstöðumað- ur Tryggingaeftirlitsins segir að ekki sé hægt að búast við hagn- aði af þessum tryggingum fyrstu árin vegna þess hversu áhættu- söm þessi starfsemi sé og tryggingafélögin þurfi því að byggja upp sterka varasjóði. Tryggingafélög hafa sagt upp tryggingum fískeldisstöðva sem Aukum stöðugt lán tíl fiskeldisfyrirtækja - segja bankamenn „ÞAÐ er full mikið sagt að bankarnir þori ekki að lána til fiskeldisfyrirtækja. Vandinn er sá að engin veð eru til á meðan fiskurinn er að vaxa, en bankarnir hafa unnið að lausn þessa máls og liggur hún þegar að nokkru leyti fyrir,44 sagði Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbanka Islands um gagnrýni Gunnlaugs M. Sigmundssonar formanns fiskeldisnefndar forsætis- ráðherra á tregðu bankanna til að veita afurðalán til fiskeldisfyrirtækja. Stefán sagði þó að þetta væri ný atvinnugrein hér á landi og uppbyggingin dýr, þannig að bankarnir yrðu að vera varfærnir. Helgi Bergs bankastjóri að auka það á hverjum einasta degi.“ Helgi sagði að því væri þó ekki að leyna að ýmis vanda- mál væru á ferðinni. Fyrirtækin þyrftu til dæmis að hafa trygg- ingar gegn hugsanlegum óhöppum, en erfiðleikar hefðu verið á að fá tryggingar sem gerðu bönkunum kleift að taka Landsbanka íslands sagði með- al annars þegar álits hans var leitað: „Þessi ummæli eru á al- gerum misskilningi byggð. Landsbanki fslands er með mörg fiskeldisfyrirtæki í við- skiptum og lánar mikið til atvinnugreinarinnar. Við erum veð í fískinum sjálfum sem tryggingu fyrir afurðalánum. Helgi sagði að þessi atvinnu- grein væri ný hér á landi og eldi stutt á veg komið. Þegar banki tæki fyrirtæki í viðskipti yrði hann að halda áfram að ^ármagna reksturinn eftir þvi sem eldinu miðaði og sæi Landsbankinn því fram á að verða með mjög mikið fé bund- ið í fískeldi áður en Iangt um liði. Það kom fram hjá Helga og Stefáni að þessir bankar veita þeim fyrirtækjum sem komin eru í viðskipti hjá þeim rekstr- arlán með svipuðu sniði og gert er í iðnaðarframleiðslu. Lánað er ákveðið hlutfall, á bilinu 30 til 50%, af áætlaðri fjárvöntun fyrirtækjanna vegna framleiðsl- unnar og fara lánin því stig- hækkandi eftir því sem líður á framleiðslutímann. Veð hafa ■ verið með ýmsu móti og hafa bankamir í sumum tilvikum tekið veð í fískinum. Vitað er að margir fískeldismenn telja þetta hlutfall ekki nógu hátt og vitna meðal annars til sjávarút- vegsins þar sem lánað er allt að 75% af útflutningsverðmæti birgðanna. Helgi og Stefán könnuðust ekki við það að fyöldi fískeldisfyrirtæja biði við dym- ar hjá bönkunum og kæmust hvergi í viðskipti. Stefán sagði að Búnaðarbankinn hefði hafn- að viðskiptum við ákveðin fyrirtæki og hefði þá oft verið um það að ræða að eigendur hefðu ekki lagt fram nógu mik- ið hlutafé í fyrirtækin. lent hafa í miklum tjónum, eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þessi fyrirtæki hafa lent í vandræð- um því þau fá ekki tryggingar hjá öðrum félögum en tryggingar eru aftur forsenda fyrir afurðalánafyr- irgreiðslu í bönkunum. Fram kom hjá Erlendi og Gísla að þetta væri vegna þess að félögin hefðu metið það, að stjóm viðkomandi stöðva væri ekki nógu góð og öryggisatrið- um ábótavant. Tryggingafélögin hafa rætt sam- án um samræmingu krafna til fiskeldisfyrirtækjanna en nú er ve- rið að gera endurtryggingasamn- inga fyrir landið allt. Gísli Olafsson sagði að allt væri þetta fremur þungt, enda væri endurtrygginga- markaðurinn afar lítill. Erlendur sagði að vegna þess að félögin væru með nær allar fískeldistrygg- ingar endurtryggðar erlendis réðu endurtryggjendur ferðinni í þessum málum að mestu leyti. Átelur vinnu- brögð versl- anaeigenda STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt ályktun vegna eigendaskipta á stórum fyrirtækjum og stöðu starfsfólks hjá þeim. í ályktuninni segir að VR átelji harðlega vinnubrögð eigenda versl- ana, sem seldar hafa verið að undanfömu. Harma beri virðingar- leysi sem starfsfólki er er sýnt með því að tilkynning um söluna skuli berast til fjölmiðla, áður en starfs- fólkið fær um hana vitneskju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.