Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Slátur Sláturtíð. Er hún ekki úr sögunni? Vissulega hefur orðið mikil breyting á henni, en lömbunum er slátrað þegar þau koma af fjalli á haustin, og því verður sláturtíðin sú sama áfram. Áður var sláturtíð mikill annatími heimilanna. Þá var ársforðinn búinn til, og ekki voru til frysti- kistur þá, en þó tókst að geyma matinn. fslendingar eru einir þjóða, sem geyma mat í sýru, og geymdu ótrúlegustu matvæli þannig. Sem dæmi er hér uppskrift af Beinastrjúg, en hún er úr bók- inni Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. eftir Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur, en sú bók kom út árið 1858. „Beinastrjúgur er þannig til búinn að öllum fískibeinum og jafnvel nauta- og sauðabeinum er safnað í sýru og látin liggja þar þangað til þau leysast upp og meyma; síðan er sýran með öllu saman sett yfír eld og seydd eins og áður er sagt; hieypur þetta saman og verður eins og þykkur grautur." Sláturstörfin hafa tekið miklum breytingum. Nú er fé aldrei slátrað heima og karlar og konur vinna sömu störf. Konur eru famar að smala afrétt og taka þátt í sláturstörfum í sláturhúsunum og karlar jafnt sem konur vinna að sláturgerð heima. --- Lítið er af skráðum heimildum /j I um vinnu kvenna í sláturtíð áður '^r~' > <1. J '1. ** fyrr, en hún hlýtur að hafa verið gífur- leg. Þó er vitað að þær hrærðu í blóðinu á meðan það rann úr skepnunni, þær skildu að innyfli og skám innan úr, hleyptu úr gömum, kalónuðu vambir og síðan matreiddu þær úr öllu saman. Þá var allt nýtt, heili, lungu, allur mör, gam- ir og pungar. Já, eitt fínnst mér undar- legt, ég hefí hvergi rekist á það í bókum, hvorki nýjum né gömlum að pungar hafi verið nýttir nema hér á landi, jafnvel hjá þjóðum sem enn í dag nýta heila, lungu og hóstarkirtil. Nú em sláturstörfín orðin auðveld, við fáum vambimar hreinar, hausana sviðna, mörinn hreinsaðan og fínan og blóðið frosið. Já, við getum búið til slátur, þeg- ar okkur hentar og tími vinnst til. Mjög margir gera slátur, jafnt ungir sem aldn- ir. Fólk veit sem er að þetta er ódýr og góður matur. Flestir geyma slátrið í frystikistunni og sjóða svo eftir hend- inni, en þó nokkrir geyma það í súr, en til þess þarf góða geymslu. Kæliskáps- hiti er of kaldur fyrir sýmna, hún heldur ekki áfram að súma heldur fúlnar í skápnum. Gott er að láta sýmna standa á eldhúsborðinu í 3—4 daga áður en henni er hellt yfír slátrið. Hún súmar vel þann- ig. Sú sýra sem við fáum í dag er unnin úr gerilsneyddri mjólk og breytir það miklu. Önnur gerlaflóra verður ríkjandi en áður þegar mjólkin var ógerilsneydd. Þegar þið kaupið slátur, fáið þið vamb- imar hreinar. Þó er nauðsynlegt að yfírfara þær og hreinsa, ef með þarf. Skafíð þær þó ekki of mikið. í fyrsta skipti sem ég bjó til slátur, skóf ég þær svo vel, að þær urðu allar götóttar. Nokk- ur vandi er að sníða vambir vel, en úr hverri vömb fást 4—6 keppir. Fagrikepp- ur, eða vélindiskeppur er líka notaður utan um slátrið og þarf ekki annað en sauma fyrir gatið á honum. Setjið kepp- ina í kalt vatn jafnóðum og þið hafíð saumað þá. Stijúkið síðan vatnið af þeim áður en þeir em fylltir. Þær uppskriftir sem hér birtast, em allir úr bók minni „220 ljúffengir lamba- kjötsréttir". Blóðmör: 10—12 stórir kepþir 2 lítrar blóð ‘h lítri vatn 2»/z sléttfullar msk. gróft salt 500 g haframjöl 1200 g rúgmjöl 800 g mör. 1. Saxið mörinn smátt. 2. Síið blóðið gegnum vírsigti. Blandið salti í vatnið og setjið saman við blóðið. 3. Blandið saman rúgmjöli og haframjöli. 4. Hrærið blóð út í mjölið. Þetta á að vera meðalþykk hræra. 5. Hrærið mörinn út í. 6. Setjið í vambakeppi, fyllið aðeins að s, saumið fyrir og pikkið keppina með nál. 7. Sjóðið saltvatn, setjið keppina hver af öðmm í saltvatnið, um leið og þeir em tilbúnir og sjóðið í 3 klst. Hafíð hægan hita og pikkið meðan á suðu stendur. Færið keppina sem fljóta upp í kaf með spaða. 8. Snöggkælið keppina. Athugið: Ef þið viljið búa til rúsínuslát- ur, stingið þið hnefafylli af rúsínum í hvem kepp. Merkið keppina með því að sauma pjötlu við opið. Blóðmör með púðursykri og kryddi: 1 lítri blóð 1 dl mjólk Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON V2 kg púðursykur 2 msk. sykur V2 kg rúgmjöl 100 g haframjöl 100 g hveiti 1 dl mjólk 2 tsk. kanill 3 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 tsk. salt lh tsk. natron 400 g mör 250 g rúsínur. 1. Blandið saman rúgmjöli, haframjöli, hveiti, púðursykri, sykri, kanil, negul, engiferi, natroni og salti. 2. Skerið mörinn smátt, saxið rúsínumar. 3. Blandið saman blóði og mjólk og hrærið út í mjölið. 4. Hrærið mörinn og rúsínumar útí. 5. Setjið soppuna í vambakeppina, fyllið þá aðeins aðs. Saumið fyrir, pikkið með nál. 6. Hitið vatn með salti og sjóðið keppina í 2—3 klst. Pikkið keppina meðan á suðu stendur og snúið þeim við, sem vilja fljóta upp. Hafíð vægan hita, annars springa keppimir. Lifrarpylsa: 2 lifrar, u.þ.b. 1 kg 4 ným, u.þ.b. 250 g 450 g rúgmjöl 150 g haframjöl 150 g hveiti 8 dl mjólk 3 sléttfullar msk. gróft salt 800 g mör 1. Biytjið mörinn smátt. 2. Hreinsið taugar og æðar úr lifrinni og nýmnum. Hakkið síðan tvisvar í hakka- vél. 3. Blandið saman hveiti, haframjöli og rúg- mjöli. 4. Leysið saltið upp í mjólkinni. 5. Hrærið lifrina og mjólkina út í mjölið. Þetta á að vera frekar þykk hræra. Blandið síðan mömum út í. 6. Setjið í vambakeppi, þeir mega vera nokkuð vel fullir. Saumið fyrir. Pikkið keppina með nál. 7. Hitið vatn með salti, sjóðið keppina í vatninu við hægan hita í 2 klst. Pikkið keppina meðan á suðu stendur og færið þá í kaf sem fljóta upp. Ef þið frystið blóðmör og lifrarpylsu, er hentugra að frysta það hrátt, vegna þess að þetta tekur svo mikið pláss í frystinum sé það soðið áður. Sumir hálf- sjóða það þó, en sjóða síðan í 1—2 tíma þegar þess er neytt. vegna láta streitu stytta þór aldur? Námskeið í streitustjórn hefst í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi fimmtudaginn 2. október kl. 20.00. Fyrirlestur. Slökunaræfingar. Umræður. Innritun og nánari upplýsingar í síma 13899 á skrifstof- utíma og í síma 75738 á kvöldin. SDA-námskeiAln Hvers Loðfóðruð kuldastígvél 2.280.- TOPP^ «*0»^ÍSKÖRIIÍN[ VELTUSUNDI 2, 21212 Í5% staðgreiðsluafsláttur| teg. 1204 Lftir: Svart 36-41 Grátt 36-40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.