Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 54

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Morgunbladið heimsækir Juventus Texti og myndir: Brynja Tomer Vil vera ásama hóteli og strákarnir —segir Franca Fanti, einn aðdáenda Juventus „FYRIRGEFÐU, veistu nokkuö á hvaöa hóteli strákarnir veröa þegar þeir leika á íslandi,u spurði ung stúlka meö litaö Ijóst hár er æfingu Juventus var lokið og blaöamenn og áhorfendur söfn- uðust saman fyrir utan búnings- klefa leikmanna. Stúlka sagðist heita Franca Fanti, vera 22 ára og að hún hefði fylgst með liðinu og fylgt þeim undanfarin fimm ár. Hún býr í Bo- logna, sem er í um 400 kílómetra fjarlægö frá Torino. Hún kemur samt alltaf til borgarinnar um helg- ar þegar liðið leikur heimaleiki og einnig í miðri viku til að fylgjast með æfingum, komi hún því við. „Pabbi hefur alltaf verið mikill aðdáandi liðsins og tók mig með á leiki þegar ég var lítil," upplýsir Franca. „Síðast liðin fimm ár hef ég fylgt liðinu um alla ftalíu og til útlanda og mig langar mjög mikið til að fara til Islands núna. Ég vil endilega vera á sama hóteli og strákarnir því ég hef yfirleitt gert það. Þá hittir maður þá í anddyri hótelsins og getur rætt við þá í rólegheitum." Franca sagðist vinna á auglýs- ingaskrifstofu. „Yfirmenn mínir vita um áhuga minn á Juventus og þeir eru mjög skilningsríkir og gefa mér oft frí til að fara á eftir liðinu í ferðalög." — Hversu langt hefur þú ferðast meö liðinu? „Ég hef fylgt því um alla Ítalíu og að auki til Lúxemborgar, Spán- ar, Þýskalands, Englands, Frakk- lands, Grikklands og Sviss." -Hver er þinn uppáhalds leikmað- ur? „Þeir eru allir mjög góðir, en Platini er í sérflokki. Scirea er ákaf- lega kurteis og einnig Platini. • Franca Fanti er einlægur aðdáandi Juventus. Cabrini finnst mér skemmtilegast- ur og myndarlegastur af strákun- um í Juventus. Svo er ekki hægt að neita því að Laudrup er sætur.“ — Fylgir þú liðinu af áhuga á knattspyrnu eða af öðrum ástæö- um? „Bæði og,“ sagir Franca og hall- ar undir flatt og bætir því síðan við að í upphafi hafi hún litið á leikmennina sem hálfgerð goð. „En þegar maður kynnist þeim sér maður að þeir eru bara ósköp venjulegir menn. Ég ber óendan- lega virðingu fyrir þeim,“ sagði Franca að lokum og bað mig um aö láta sig vita þegar ég vissi á hvaða hóteli piltarnir yrðu í Reykjavík. Ræðum um flest annað en knattspyrnu þegar íslandsferð ber á góma — segir Stefano Tacconi markvörður Juventus „Auðvitað höfum við talað um íslandsferðina og við hlökkum mikið til hennar,“ sagði Stefano Tacconi aðalmarkvörður Juvent- us er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann. Við spurðum hann fyrst hvað hann vissi um íslenska knattspyrnu. O Tacconi ræðir við italskan blaðamann. „Ég veit í raun lítiö um hana annað en að það eru engir atvinnu- menn í íþróttum á íslandi. Þetta eru allt menn í fullu starfi og hafa knattspyrnuna að áhugamáli, ör- ugglega hörkutól," segfr hann í hálfgerðum spurnartón. — Lítið þið á íslandsferðina sem skemmtiferð? „Nei, alls ekki. Fyrr mættj nú vera. Við leggjum ávallt metnað okkar í að gera eins vel og við getum og við ætlum líka að gera það í Reykjavík. Auðvitað göngum við til leiks ákveðnir í að sigra, þannig er það alltaf hjá íþrótta- mönnum. Ég verð þó að viðurkenna að við strákarnir höfum hingað til rætt um flest annað en knatt- spyrnu þegar íslandsferðina ber á góma," segir hann og skellir uppúr sposkur á svip. — Hefur þú nokkurn tíma komið til íslands? „Nei, en eins og ég sagði áðan hlakka ég mjög til að koma þangað og svo er einnig um félaga mína í liðinu. Ég hef heyrt að landslagið sé ákaflega stórbrotið og, ioftið tært og ómengað. Það er virkilega gaman að fá þetta tækifæri til að fara til íslands því ég efa að nokk- ur okkar hefði farið þangaö á eigin vegum." Geri allt of mikið — segir Francesco Morini íþróttalegur f ramkvæmdastjóri hjá Juve JUVENTUS er stórt og mikið fyrir- tæki og er rekstur félagsins viðamikill og skipulagður. Höfuð- stöðvar félagsins er í glæsilegu 400 fermetra húsi í hæðum Tor- inó-borgar og er engum utanað- komandi hleypt inn í húsið nema hann hafi tilkynnt komu sína og fylgst er með nánasta umhverfi þess með þar til gerðum sjón- varpsbúnaði. Garðurinn umhverf- is er glæsilegur og vel hirtur og þar er meðal annars að finna minnisvarða um þá sem lótust í Brussel í fyrra er Juventus lók gegn Liverpool. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti Francesco Morini, íþróttalegan framkvæmdastjóra Juventus, að máli á skrifstofu hans og bað hann að segja sér í stuttu máli frá starfi sínu. „Ég geri allt of mikið," segir hann og brosir. „Ég fylgi liðinu allt- af hvert sem það fer, skipulegg allar ferðir, aðstoða við kaup og sölu á leikmönnum og séu leik- menn okkar lánaðir til annarra liða sé ég um það. Þá leita ég uppi unga og efnilega knattspyrnu- menn, sé um auglýsingar í sambandi við fjölmiðla í samstarfi við blaðafulltrúa félagsins og ann- að í þeim dúr. Við höfum ekki nema fimmtán fastráðna starfsmenn hér og því verður hver og einn að leggja hart að sér til að dæmið gangi upp." Morini var vanarmaður hjá Ju- ventus í 11 ár, eða til ársins 1981, þá fór hann til Florens í eitt ár í skóla fyrir framkvæmdastjóra íþróttafélaga. „Þetta var ansi snið- ugur skóli," rifjar hann upp, „við lærðum markaðsfræði, sálfræði, tungumál og annað auk þess sem við hlýddum á fyrirlestra okkur eldri og reyndari manna. Þetta var lærdómsríkt ár sem komið hefur mér til góða í starfi mínu." — Hvernig er þetta með leik- menn sem lánaðir eru til annara liða? „Ef okkur líst vel á ungan knatt- spyrnumann, kaupum við hann. Finnist okkur hann skorta reynslu til að leika með aðalliðinu gerum við samning þess efnis að hann fari tiltekinn tíma til annars liðs og leiki meö því til þess að öðlast reynslu. Oft lánum við stráka til 3. deildar-liða þar sem erfitt er að leika og ef þeir standa sig vel tök- um við þá inn í aðallið Juventus. Þetta getur tekið 2-4 ár og Juvent- us á leikmanninn en félagið sem hann leikur með sér um að greiða honum laun." — Hvernig líst þór á íslandsför- ina? „Mér finnst þetta mjög áhuga- verð ferð, mjög svo, og við tökum leikinn á íslandi að sjálfsögðu al- varlega, eins og alla okkar leiki. Ég ber virðingu fyrir öllum knatt- spyrnuliðum, það geta allir leikið góða knattspynru nú orðið," segir hann að lokum og brosir í kampinn. • f þessu húsi í Tórínó hefur Juventus höfuöstöövar sfnar. Volvo- þjónustuferdin 1986 Eins og undanfarin ár verða starfsmenn okkar frá varahluta- og þjónustudeild á ferð um landið og verða staddir hjá eftirtöldum umboðsaðilum sem hér segir: Þriðjudaginn 30. sept.: Bílverkst. Sigurðar og Stefáns og Bílaverkstæði ísafjarðar 10—12 og 2—4. Miðvikudaginn 1. okt.: Vélsmiðju Bolungarvíkur 10—12 og Vélsmiðjunni Þór (Penta) 3—5. Fimmtudaginn 2. okt.. Vélsmiðju Tálknafjarðar 1—4. Föstudaginn 3. okt. Dalverki, Búðardal 10—12. \JlE2l5H1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.