Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 ■ Útför h HALLDÓRS SIGURJÓNS SVEINSSONAR skipstjóra, Skógargeröi 9, Reykjavfk, fer fram frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 30. september kl. 13.30. Kristveig Baldursdóttir, Arnþór Halldórsson, Kristfn Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Baldur Öxdal Halldórsson, Kristveig Halldórsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Sveinn Ólafur Jónsson, Eyjólfa Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTiR, Sörlaskjóli 58, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg eða Rauöa- kross íslands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigrún S. Waage, Hróðmar Gissurarson, Gunnar Reynir Antonsson, Steinunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, fósturmóðir, amma og langamma, BJARNEY ELÍSABET NARFADÓTTIR, áður til heimilis að Móabarði 22, Hafnarfirði, verður jarðsungin þriðjudaginn 30. september kl. 15 í Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði. Hörður Hallbergsson, Dúfa Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sigrföur Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, KARLOTTA ÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR, Efstasundi 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. september kl. 13.30. Systkinin. t Útför AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, ísafirði, ferfram frá ísafjarðarkirkju mánudaginn 29. septemberkl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, GUNNARS B. BJARNASONAR, stýrimanns, Lindarbraut 35. Guðrún V. Einarsdóttir, Helga K. Gunnarsdóttir, Krístin V. Gunnarsdóttir. t Alúðarþakkirfyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför JÓNS KOLBEINSSONAR, Hátúni 4. Valgerður Guömundsdóttir, Pálfna M. Kristinsdóttir, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Karólfna Kolbeinsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför litla drengsins okkar og bróður, ÁRNA KRISTINS FRIÐRIKSSONAR DUNGAL. Friðrik Dungal, Árný Richardsdóttir, Richard Þór Friðriksson Dungal, Richard Kristjánsson, Stella Gfsladóttir, Höskuldur Dungal, Guörún Árnadóttir. Minning: Sigurður Jóns- son „Siggiflug“ Einn af frumhetjum íslenskra flugmála hefir verið lagður í hinstu hvflu. Þeim fer nú óðum fækkandi sem muna árdaga flugsins á íslandi og þá ekki síður þeim, sem voru þátttakendur í fyrstu tilraununum til reglubundins farþegaflugs um landið. Sigurður Jónsson flugmaður og fyrrv. framkvæmdastjóri Loft- ferðaeftirlits ríkisins, „Siggi flug“. Hann var jarðsettur 28. ágúst sl., og fór athöfnin fram frá Dómkirkj- unni að viðstöddu fjölmenni. Þrátt fyrir það, fannst mér óvenju hljótt um athöfnina, ekki síst þar sem hinn látni hafði alla tíð verið áber- andi og virkur þjóðfélagsþegn og sveipaður miklum ljóma á yngri árum. Ef til vill fer vel á því að hljótt sé um látinn mann, a.m.k. sé lofi stillt í hóf, sem svo oft er hlaðið á menn á útfarardegi þótt minna hafi farið fyrir því í lifenda lífi. Gamalt máltæki segir um gamla hermenn, að þeir deyi ekki, þeir hverfi bara hljóðlaust inn í eilífðina og gæti það einnig átt við um gamla flugmenn. Sigurður Jónsson var handhafi flugskírteinis nr. 1; var fyrsti at- vinnuflugmaður Islendinga. Á árdögum íslensku flugsögunnar var hann þekktur og dáður af ungum sem öldnum og nafti hans á hvers manns vörum þegar hann flaug með hátíðargesti frá Reykjavík til Þingvalla þjóðhátíðarsumarið 1930. Þá voru íslendingar stoltir af hinum unga glæsilega flugmanni, sem valinn hafði verið úr hópi ungmenna haustið 1929, til þess að læra flug- listina í Þýskalandi. Við hlið Sigurðar í stjómklefanum var annar ungur íslendingur, Gunnar Jónas- son forstjóri sem hafði lært flug- vélafræði í sama landi. Þetta var því fyrsta íslenska flugáhöftiin. Þessir ungu menn vom stolt okkar í þá daga og þáttur þeirra í sögu flugsins hér hjá okkur merkur og varanlegur. Þeir störfuðu báðir hjá Flugfélagi íslands nr. 2, árin 1930 og 1931, undir stjóm dr. Alexand- ers Jóhannessonar prófessors og fleiri mætra manna, en það framtak sýndi mikinn stórhug og áræði á tímum kreppu og fátæktar. Orlög þess félags em flestum kunn, en sökum skorts á aðstæðum á nær öllum sviðum, varð að hætta rekstri árið 1931. Happdrætti Háskóla ís- lands tók til starfa árið 1933 til þess að afla fjár til byggingar há- skóla. Vegna fyrri tengsla við Alexander prófessor varð happ- drættið starfsvettvangur Sigurðar næstu sjö árin. Á þessum ámm vom komur er- lendra flugvéla tíðar til landsins, má þar m.a. nefna Charles A. Lind- berg, John Grierson o.fl. Sumarið 1932 kom Balbo með flota tuttugu og fjögurra flugbáta og svo vom + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU EINARSDÓTTUR frá Berjanesi. Sérstakar þakkir færum við heimilisfólkinu að Skarði í Landsveit og læknum og starfsfólki á deild B6, Borgarspítalanum. Einar Örn Guðjónsson, Gerður Guðjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, barnabörn Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Sigríður Vigfúsdóttir, Dfana Þórðardóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og úíför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓAKIMSDÓTTUR, frá Hnffsdal. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guðfinna Snæbjörnsdóttir, Jóakim Snæbjörnsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Helga Snæbjörnsdóttir, Anna S. Snæbjörnsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Ólafur T. Snæbjörnsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir og bestu óskir til allra þeirra sem sýndu, GUÐRÚNU SVEINSDÓTTUR, Fjólugötu 5, tryggð og vináttu og okkur hlýhug og samúð viö andlát hennar og útför. Herdfs Vigfúsdóttir, Valtýr Pótursson, Lfney Pálsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, EIRÍKS BJÖRNSSONAR, Lindargötu 9, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Skagfirðinga. Hildur Eirfksdóttír, Erla Eirfksdóttir. Hollendingar hér með flugvélar í Vatnsmýrinni til veðurathugana. Það má því gera ráð fyrir að ungi flugmaðurinn í skrifstofu happ- drættisins hafi æði oft litið til lofts og hefir án efa unnið ötullega að endurreisn flugsins í landinu. Þegar Flugfélag íslands nr. 3 var stofnað, að loknum þætti Flugfé- lags Akureyrar, hóf Sigurður starf sem flugmaður að nýju. Þá hóf hann einatt Waco-flugvélina upp af grasinu í Vatnsmýrinni og lenti á túni við Korpúlfsstaði til þess að geta farið með fullfermi út á lands- byggðina. Þá var grasgeirinn í Vatnsmýrinni, þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur, í senn stutt- ur og ósléttur, jafnvel með trébrú yfir djúpan skurð, sem beina varð flugvélunum yfir í flugtaki og lend- ingu. Myndu margir telja það frágangssök í dag. Eftir slys á Reykjavíkurflugvelli vorið 1942, virtist sem flugmannsferli Sigurðar væri lokið, en það fór á annan og betri veg. Hann náði fullri heilsu eftir nálega þriggja mánaða legu á sjúkrahúsi og var þá stutt í að hann kæmist aftur á loft. Sumarið 1944 var hann við sfldarleit með nokkrum Loftleiða- mönnum og var bækistöð þeirra við Miklavatn í Fljótum. Minntist Sig- urður oft skemmtilegra félaga og hins fagra umhverfis þar. Þegar embætti flugmálastjóra var stofnað árið 1945, gerðist Sigurður skrif- stofustjóri og fulltrúi Erlings Ell- ingsen flugmálastjóra. Árið 1956 varð hann framkvæmdastjóri Loft- ferðaeftirlits ríkisins og gegndi því starfi þar til hann var nær sjötugur að aldri. Stundum er sagt um menn, sem lifað hafa sérstæðu lífi, að um þá mætti skrifa heila bók. Sigurður var einn af þeim. Hersteinn Pálsson rithöfundur hefir fært í letur endur- minningar hans, sögulega og skemmtilega bók, sem út kom árið 1969 og ber heitið „Siggi flug“. Þar segir frá æsku og uppvexti Sigurðar og tildrögum að vali fyrsta flugmannsefnisins, og hve ævin- týralegt það var fyrir ungan sendil Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. ft!afavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.