Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 79 Þjóðaríþróttin í Tékkóslóvakíu er tennis — og þeir sem ná lengst flýja til Vesturlanda Tékkneska þjóðin elur upp stórkostlega íþróttamenn sem eru landi sínu til sóma í keppnisferðum erlendis, þar til þeir flýja og setjast að á Vestur- löndum. Þessi flótti veldur ráðamönnum í Tékkóslóvakíu vissulega áhyggjum, en þeir þurfa ekki að örvænta, því á hveiju ári koma fram miklir íþróttamenn, sérstaklega í tennis og íshokkí. Þjóðaríþróttin Martina Navratilova er senni- lega frægust þeirra sem flúið hafa land sitt. Hún hefúr mörg undan- farin ár verið fremst kvenna í tennis og keppir með bandáríska landsliðinu. Hún fór fyrir nokkr- um vikum með liðinu til Tékkó- slóvakíu til keppni þar. Fjölmiðlar virtu hana ekkj viðlits, en fólkið sem kom til að fylgjast með keppriinni hyllti hana og sýndi að það hafði ekki gleymt henni. Navratilovu vöknaði um augun meðan tékkneski þjóðsöngurinn var spilaður. íþróttafólk sem hefur náð langt, heima og erlendis, eru hetj- ur og helstu fyrirmyndir bam- anna, þau ætla sér að feta í fótspor þeirra, enda eina leið margra til að komast áfram í lífínu. Um það bil 30.000 ung- menni eru í Tennisklúbbnum í Prag og á hans vegum starfa um 2.600 þjálfarar. Navratilova fékk sína eldskím í þessum klúbbi, sem og annar frægasti tennisleikari landsins, Ivan Lendl, einnig Mi- loslav Mecir, Helena Sukova og Hana Mandlikova, sem em helstu stjömur landsins um þessar mundir. Svo mikill áhugi er fyrir íþrótt þessari að aðalþjálfari tennis- landsliðs Tékkóslóvakíu, Franti- sek Pala, segir: „Fyrir tuttugu árum hvöttu foreldrar bömin sín til að læra á píanó, en nú á dögum segja foreldramir bömum sínum að æfa tennis. Enda lætur árang- urinn ekki á sér standa." Tennisklúbburinn í Prag og aðrir minni klúbbar vítt og breitt um landið em ríkisstjóminni og kommúnistaflokknum jafn mikil- vægir og verksmiðrjumar, enda em þeir löngu komnir inn á fímm ára áætlanir skrifstofubáknsins, en gámngamir segja að eini mun- urinn á . -tenniskiúbbnum og hagkerfínu tékkneska sé sá að tennisklúbbamir skili meiri ár- angri. Leit að krökkum Leitin að hæfileikaríkum krökkum hefst snemma. Fimm til sex ára, böm eiga þess kost að komast í sumarbúðir þar sem fátt annað er '.gert en að æfa tennis. Þau bestu em valin úr og send til áframhaldandi æfinga í sér- stökum búðum. Hámarki nær svo Martina Navratilova (t.h.) sést hér ásamt Chris Evert Lloyd, þeg- ar þær voru í Tékkóslóvakiu til að keppa þar við tékkneska kvennalandsliðið í tennis. leitin þegar níu til tíu ára krakkar keppast um að komast í hina ár- legu úrsláttarkeppni, þar sem 400 krakkar komast að. Sigurvegar- amir úr þeirri keppni eygja þá von að verða hetjur landsins þeg- ar þeir nálgast tvítugsaldurinn. Þeir sem komast svo langt telj- ast meðal hinna útvöldu. Þeir fá sérstaka meðferð og njóta forrétt- inda. Tennisklúbburinn flytur inn iþróttavömr frá Vesturlöndum og hver og einn nýtur aðstoðar einka- þjálfara. Æfingamar em teknar upp á myndband sem em skoðað- ar þegar degi tekur að halla. Keppnin er gífurleg og allt lagt í sölumar. Jakub Zvara, sem er fímmtán ára og lenti í tuttugasta sæti í síðustu landskeppni, segist til að mynda fóma öllu til að kom- ast sem lengst. Hann er hættur öllu bóknámi og getur ekki hugs- að sér að ganga til venjulegrar vinnu, því, eins og hann segir sjálfur, ef hann er ekki góður tennisleikari þá er hann einskis virði. Ef hann er hins vegar einhvers virði fyrir land og þjóð, þá þarf hann ekki að óttast framtíðina að minnsta kosti ekki nánustu framtíð. Hann fær að ferðast til annarra landa og keppa þar, hann getur aflað gjaldeyris og lifað betur en félagar hans í miðstjóm kommúnistaflokksins. Reglan er sú að allir þeir tennisleikarar sem ná 120 stigum á alþjóðlegum mælikvarði Tennissambandsins, geta gerst atvinnumenn í tennis. Sem tryggir að ríkisstjómin gerir allt til að hafa þá ánægða, svo þeir flýi ekki land. Flestir em ánægðir, enda njóta þeir mikilla forréttinda, en ekki allir. Margir flýja Kaldhæðnin er sú að þeir sem ná lengst flýja land. Á síðustu ámm hafa fímmtán af þeim allra bestu í Tékkóslóvakíu flúið og mun fleiri óþekktari. Navratilova flúði fyrir nokkmm ámm og leik- ur nú með bandaríska landsliðinu. Ivan Lendl spilar enn fyrir Tékkó- . slóvakíu en hann hefur ekki stigið á fóstuijörðina síðan 1980. Ástæðan fyrir þessum flótta er sú að miðlungsleikmenn njóta sín best innan kerfisins. Markmiðið er að leikaramir nái sem bestum árangri, en ráðamenn vilja ekki sleppa alveg hendinni af þeim sem ná lengst. Og ekki er tékkneska hagkerfið til að bæta úr ástand- inu. Þrátt fyrir allan áhugann á og áhersluna sem lögð er á tennisí- þróttina, þá em aðeins 3.700 tennisvellir í landinu, og einungis þrír þeirra á grasi. Það vantar peninga til að gera velli sem standast samanburð við velli á Vesturlöndum. Það segir sig sjálft að það er ekki glæsilegt, að minnsta kosti ekki til lengdar, að leika tennis á velli sem gengur í bylgjum. En þrátt fyrir flótta þeirra sem lengst ná er enginn hörgull á tenn- isleikumm í Tékkóslóvakíu. Skörðin em fyllt samdægurs. Nýlega tilkynntu þeir Michal Pivonka, miðvörður landsliðsins f íshokkí, og Frantisek Musil, vam- armaður sama liðs, að þeir ætluðu ekki að snúa aftur heim. Þeir vom staddir í Bandaríkjunum og bíða þess nú með óþreyju að hefja keppni í bandarísku úrvalsdeild- inni. (HJÓ endursagði). f Eigendur Tungutaks sf., þeir Ásmundur Sverrir Pálsson og Kjartan Valgarðsson. Tungutak sérhæfir sig í frágangi texta Selfossi: í BYRJUN september var stofn- að á Selfossi nýtt fyrirtæki, Tungutak sf. Eigendur fyrirtæk- isins eru Ásmundur Sverrir Pálsson og Kjartan Valgarðsson, báðir kennarar við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. í nafni fyrirtækis síns munu þeir félagar taka að sér handrita- og prófarkalestur ásamt frágangi og uppsetningu hvers konar texta á íslensku máli. Þjónustu sína bjóða þeir öllum þeim sem þurfa aðstoð við samningu texta og frágang, útgefendum blaða, tímarita og bæklinga, forsvarsmönnum fyrir- tækja og öðmm sem á þurfa að halda. í kynningarbréfi um fyrirtækið segja þeir félagar: „Okkur, og vafa-laust fleirum, þykir að margt af því sem birtist á prenti megi betur fara og með þessu framtaki okkar viljum við reyna að stuðla að því að íslenskri tungu sé sýndur sá sómi sem henni ber.“ Báðir hafa þeir háskólapróf í íslenskum fræð- um, hafa annast kennslu og starfað við handrita- og prófarkalestur. Fyrírtækið er skrásett að Gauks- rima 34 Selfossi. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.