Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SÉPTEMBER 1986 1 of hægfara af ýmsum ástæðum. Þá vil ég sérstaklega nefna hring- orminn og harma afdrif þeirra frumvarpa sem í 2 ár í röð hafa verið lögð fyrir alþingi um selveiðar og verður að ná samkomulagi um afgreiðslu á því máli, því það skipt- ir fiskvinnsluna verulegu máli. Eitt er það sem ég vil nefna sérstaklega án þess að ræða það frekar en það eru hvalveiðamar og aðgerðir ann- arra þjóða, einkum fjölmargra Bandaríkjamanna í þeim efnum. Af þessu máli og framvindu þess hef ég miklar áhyggjur. Sem betur fer hefur afli á Is- landsmiðum aukist bæði að magni, verðmæti og gæðum. Engu að síður stöndum við frammi fyrir þei. staðreynd að fiskimið okkar ei. ekki ótæmandi auðlind, enda ber okkur að nýta þau með það fýrir augum að taka mið af lífsskilyrðum í sjónum á hverjum tíma. Astand og horfur í þeim efnum lofa nú góðu. Hrygning, átuskilyrði og hiti sjávar gefa okkur vonir um meiri afla. Álit margra fiskimanna okkar er að nýta megi betur markaðsað- stæður með aukinni veiði og betri vinnslu sjávarafla. Það er orðið of mikið af sérfræð- ingum og stofnunum sem hafa tekið í sínar hendur að skammta , lífsbjörgina og raska á hræðilegan hátt búsetuskilyrðum fólksins í þessu landi. í flestum tilvikum er hér um að ræða menn sem aldrei hafa nálægt sjávarútvegi komið en gera sig breiða og segja öðrum fyr- ir verkum og annars vegar eru þeir sem taka sitt á þurru þó á móti blási í afkomu þessarar atvinnu- greinar. Því er ekki að neita að fjölmarg- ir hafa haft hom í síðu þess fyrir- komulags sem er á útflutningsversl- uninni. Við í viðskiptaráðuneytinu höfum oft orðið að heyra að við séum varðhundar hinna voldugu og stóru, ekki síst SH og Sambands- ins. í því smabandi er vísað til þess að aðeins þremur aðilum hefur verið heimilað að flytja freðfisk til Banda- ríkjanna og tveimur til Sovétríkj- anna. Ein samtök fara svo að segja með allan útflutning á saltfiski, síldarútvegsnefnd fer alfarið með allan útflutning á saltsíld sam- kvæmt sérstökum lögum. Aðildar- félagar Sölustofnunar lagmetis mega ekki flytja út í gegnum aðra útflytjendur, án hennar leyfís. Út- flutningur á skreið hefur verið á fárra manna höndum. í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefír undanfarið um fijálsræði í verslun hlýtur skipulag útflutnings- ins að koma til skoðunar. Það verður að vera keppikefli okkar allra, að útflutningsverslunin skili sem mestum tekjum í þjóðar- búið. Finni menn leiðir til að auka hagkvæmni í þessum viðskiptum og þá um leið þjóðartekjurnar, ber að athuga alla slíka kosti og vil ég ekki loka þar öllum dyrum. Það verður að gjalda varhuga við að ánetjast einföldum kennisetning- um um útflutning okkar og fískveið- ar, því að oft eiga þessar kennisetningar sér ekki stað í veru- leikanum og láta reynslu og raunhæfa þekkingu ráða ferðinni og kasta ekki fyrir róða ráðlegging- um þeirra manna sem lengst og bezt hafa unnið að því að byggja upp útflutningsverzlun íslendinga. Þá er það kvótinn Ég er andvígur kvótakerfinu. Það á við um það kerfi sem önnur slík að mönnum getur sýnst á gefnum tíma ráð að beita slíku kerfí, en staðreyndin er sú að þau leiða ævin- lega til ófarnaðar. Menn eru sífellt að laga þessi kerfí, þangað til að þau eru orðin þvílíkur frumskógur að menn ná þar ekki áttunum, held- ur taka að snúast í kringum sjálfa sig og einstök tré. Kvótakerfið er að verða ámóta og haftakerfið í innflutningi á sjötta áratugnum, þegar menn gátu lifað góðu lífí með því að selja innflutn- ingsleyfí, sem þeir gátu kríað út. Ég ætla ekki að nefna einstök dæmi, sem sögur eru af og ég tel ekki allar úr lausu lofti gripnar, um það að menn hafí selt kvóta í stað þess að gera út skipin sem fengu kvótann. Á allra vitorði er til dæm- is að rækjuverksmiðjur borga rækju með þorskkvóta. Ég ætla aðeins að styðja mál mitt með dæmi, sem ég hef sjálfur kannað og það er um sölu fiskiskipta milli héraða, þar sem kvótakerfið verkar þvert á stefnu ríkissjómarinnar í verð- bólgumálunum. Það er eftirtektarvert að á sama tíma og verðbólga fer ört minnk- andi í landinu og húseignir, vélar og tæki lækka fremur en hækka, þá eru ákveðnar eignir sem hækka svo stórkostlega að undrun sætir. Ég hef fyrir mér dæmi um sölu á 5 fiskibátum á undanfömum mánuðum. Þessir fiskibátar voru til samans að stærð 413 lestir, meðal- aldur þeirra var 14,4 ár, með því að reikna þetta ár til enda. Sölu- vert þessara 5 báta, sem eru 413 brúttó samtals, var hvorki meira né minna en 104 milljónir króna. Á sama tíma vom til sölu tvö kaup- skip, meðalaldur þeirra hinn sami, eða um 15 ár. Þessi kaupskip bæði átti að selja fyrir 33,5 milljónir. En brúttó lestartala þeirra er 1748 lest- ir. Það er allmikill munur á hvort verið er að selja kaupskip eða fiski- bát hér á milli héraða í landinu, og til gamans skal ég geta þess að minna kaupskipið sem ég nefndi er 241 tonn og var tilboðið 13 millj- ónir 230 þúsund, en stærsti bátur- inn sem ég var að miða við af þessum 5, hann er 247 tonn, aldur hans er 5 árum hærri en aldur kaup- skipsins en söluverðið er 41 milljón á móti 13 milljónum 230 þúsund. Segi menn svo að kvótinn hafi ekki verðbólguáhrif. Þegar að því kemur að skerða rétt manna til veiða og vinnslu sem óhjákvæmilegt kann að reynast um tíma í vissum tilfellum, leggur það stjórnvöldum mikla ábyrgð á herðar. Sú stýring sem viðgengist hefur síðastliðin ár með úthlutun kvóta á fískiskip er að mínu mati stór- hættulegt víxlspor. Sú miðstýring sem þetta fyrirkomulag hefur í för með sér er mér algjörlega á móti skapi. Kvótakerfíð stuðlar hvorki að hagkvæmni í veiðum né góðri meðferð á afla. Það er mitt álit að þessi mál verði að taka upp á nýjum grunni, þótt ég sé ekki þar með að taka undir tillögur að færa kvótann frá útgerð til fiskvinnslu. Það eru hvorki fískiskip né físk- vinnslufyrirtæki sem eiga fiskinn í sjónum heldur er hér um að ræða sameign þjóðarinnar allrar. Ég hefi við ýmis tækifæri gagn- rýnt núverandi fiskveiðistefnu og stend við ftllt sem ég hef sagt í því sambandj." Framsóknarkerfið Þá er eftir sú spuming, Matthías Bjarnason, sem margir hafa spurt sig. Kom sú villa yfir ykkur, for- kólfa Sjálfstæðisflokksins, sem mest getur orðið með mönnum, að ykkur sýndust árnar renna upp í móti, þegar þið afhentuð Framsókn- arflokknum sjávarútvegsráðuneyt- ið? Munduð þið enga sögu þess flokks í sjávarútvegsmálum? Ætlið þið að láta Framsóknarflokkinn leika sjávarútveginn eins og land- búnaðinn, festa hann í Framsóknar- kerfi? „Um þetta vil ég segja: Ég mun beita mér fyrir því í stjómar- myndunarviðræðum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er riðinn við, að flokkurinn geri ákveðna kröfu um að fá sjávarútvegs- ráðuneytið í sinn hlut.“ Höfundur er rithöfundur. STÁLVÍRAR GRANNIR - SVERIR - MARGAR GERÐIR KAÐLAR LANDFESTARTÓG FISKIHNÍFAR STÁLBRÝNI FÓTREIPISKEÐJA OG ALLS KONAR KEÐJUR AKKERIOG DREKAR BJARGHRINGIR OG VESTI SKOÐUNARBÚNAÐUR ÍÖLLSKIPOGBÁTA ☆ BRUNATENGI BRUNASLÖNGUR ABA-SLÖNGUKLEMMUR VERKFÆRA- ÚRVALFRÁ vm KONGSBERG RECORD MÚRARAVERKFÆRI BORAR ALLSKONAR SMERGELSKÍFUR BRÝNI SMUROLÍUKÖNNUR ÁHELUNGARKÖNNUR TRÉSMÍÐAVERKFÆRI RÖRLAGNA- VERKFÆRI ☆ MÁLNING OG LÖKK ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP. HITAÞOLINN LAKKÚÐI, MARGIR LITIR. BLAKKFERNIS. HRÁTJARA - CARBOLÍN POLYFILLA FYLLINGAREFNI FLAGGSTANGIR - 8METRA FLAGGLÍNUR OG HÚNAR ÍSLENSKIR FÁNAR FLESTIR ÞJÓÐFÁNAR ☆ STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR OLÍUOFNAR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR GÚMMÍSLÖNGUR V*—2“ PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS SLÖNGUKLEMMUR BRUNASLÖNGUR SLÖNGUTENGI BÓMULLARGARN HVÍTTIRÚLLUM FLEIRISVERLEIKAR NÆLONGARN FLEIRI SVERL. SNÚRUR FLÉTTAÐAR INDVERSKAR KÓKOSDYRA MOTTUR 5 STÆRÐIR GÚMMÍMOTTUR MOTTUGÚMM NETDÚKUR UNDIR MOTTUR MÁLNINGARÁHÖLD RÚLLUR, PENSLAR, MÁLNINGARBAKKAR OG SKÖFUR - OG ALLT ANNAÐ SEM TIL ÞARF M.A. ÁLTROPPUR OG STIGAR, MARGAR STÆRÐIR Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. .«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.