Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 47 Dagskrá Stöðvar 2 í burðarliðnum: „Erum gfulltryggð- ir fyrsta árið“ - segir Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri NÝJA sjónvarpsstöðin, Stöð 2, sendir út í fyrsta sinn 9. október eins og kunnugt er og hefst dag- skráin kl. 19.20 með ávarpi sjónvarpsstjóra, Jóns Ottars Ragnarssonar. Eftir það eru fréttir fyrirhugaðar kl. 19.30, en þó er ekki endanlega ákveðið hvort fréttatími Stöðvar 2 verði á þeim tima, þar sem Rikisút- varpið - Sjónvarp færði sinn fréttatíma fram um hálftíma. Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, sagði í samtali við Morg- unblaðið að auglýsingasjónvarp Stövar 2 hæfist kl. 17.30 á daginn og stæði til 1.00—1.30 nema á sunnudögum yrði hætt á miðnætti. Dagskráin hefst með bamaefni. Eftir það tekur við myndrokk með svipuðu sniði og hjá RUV, án kynn- inga. Kl. 18.30 verða sýndir breskir spennuþættir svo sem „Minder", „Bullmen" og fleiri slíkir. Þetta eru sjálfstæðir framhaldsþættir. Eftir það koma fréttir og þeim næst hefj- ast bandarískir framhaldsþættir svo sem Dallas, Dynasty, Miami Vice, Magnum PI, Murder She Wrote og Cagney og Lacey. Klukkan 21.00 hefst svo áskriftasjónvarp Stöðvar 2. Er dag- skráin þá læst þannig að einungis þeir sem fengið hafa sér svokallaða iykla sjá þá dagskrá sem eftir er um kvöldið. Hún byggist á sjón- varpsmyndum og kvikmyndum. Þá verður „mildara" efni haft framar- lega í lokuðu dagskránni þar sem gert er ráð fyrir að böm og ungling- ar verði á meðal áhorfenda. Kvikmyndimar verða endursýndar tveimur til þremur kvöldum sfðar. Um helgar verður dagskráin lengri. Bamaefni verður sjónvarpað frá 8.00 til 12.00 á laugardags- morgnum eingöngu til áskrifenda. Bæði verður um teiknimyndir og leiknar myndir að ræða. Hlé verður fram til 15.00 en þá hefst blönduð dagskrá. Verður sú dagskrá að miklu leiti opin öllum fyrst um sinn og stendur til 21.00. Verður þ.á.m. íþróttaþættir á dagskrá. Á sunnudögum verður bamaefni frá 8.00 til 11.00 fyrir áskrifendur og í ráði er að koma af stað kristi- legum þáttum á sunnudögum sem ýmsir söfnuðir, þ.á.m. sérsöfnuðir, koma til með að sjá um. Hlé verður frá 12.00 til 14.00. Ætlunin er að fara innan tíðar af stað með þátt um þjóðmál og verður hann líklega kl. 14.00. Fjallað verður um það sem er efst á baugi hveiju sinni og verður þátturinn í umræðuformi. Síðar þennan dag verður á dag- skránni listræn kvikmjmd, eins konar „mánudagsmynd" fyrir áskrifendur. Jónas sagði að eftir kvikmyndimar á föstudags- og laugardagskvöldum yrðu sendar út rokkmyndir fram til 5.00 hvora nótt með það í huga að halda ungl- ingum heima við. Um áramót er ætlunin að fara út í stereo-sending- ar og gæti fólk þá tengt sjónvörp sín við hljómflutningstæki. Jón Óttar Ragnarsson sagði Stöð 2 legði áherslu á að vera með besta efnið sem völ er á og að Stöðin XJöfóar til JLJL fólks í öllum starfsgreinum! hefði fengið 95% af því efni sem ætlunin hefði verið að vera með. „Við höfum fengið góð viðbrögð, hjá auglýsendum, áskrifendum og eins hjá styrktaraðilum og teljum við okkur gulltryggða a.m.k. næsta árið. Eftir það ætti fyrirtækið að vera orðið traust í sessi. Það em komnir nærri þrjú þúsund áskrif- endur nú þegar og við verðum í vandræðum með að útvega nægi- lega marga lykla, a.m.k. fram yfír áramót._ “ Jón Óttar sagði að í ráði væri að hefja innlenda dagskrárgerð um leið og starfsemin væri farin að rúlla og þá yrðu e.t.v. teknir fyrir matreiðsluþættir, getraunaþættir og umræðuþættir. „Við íslendingar emm með minnsta framboð og mesta eftirspum af sjónvarpsefni í heiminum og það hyldýpi sem þama myndast er okkar markaður. Það er okkar velgengni," sagði Jón Ótt- ar. Hann sagðist líta á sjónvarps- stöðina sem stöð fólksins og væm því allar ábendingar vel -þegnar. Starfsmenn Vöku-Helgafells að koma bókunum sem eru á forlagsútsölunni fyrir. Fórlagsútsala hjá Vöku-Helgaf elli: * * A fimmta hundrað bókatitlar BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helgafell heldur forlagsútsölu i húsakynnum fyrirtækisins, Síðumúla 29, fram til 4. október. Rúmlega fjögur- hundruð bókatitlar eru i boði og hafa margir þeirra ekki sést i bókabúðum lengi. Flestar bækur em þó frá síðustu ámm en meðal fágætra bók má nefna ljósprentaða útgáfu Passíu- sálmanna með nótum frá 1906, Ársrit Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn 1927, Á Þingvelli 987, eftir Sigurð Nordal og fmrnút- gáfa bókarinnar Viðfjarðamndrin eftir Þórberg Þórðarson. Þá býðst úrval bóka eftir Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Davíð Stef- ánsson, Guðberg Bergsson, Sigurð A. Magnússon, Jón Helgason, Jónas Hallgrímsson, Þorstein Erlingsson og Thor Vilhjálmsson. Bækurnar em flokkaðar eftir efnisflokkum, ævisögur og endur- minningar, mannlífsþættir, þjóðlífs- þættir, þjóðsögur, greinasöfn, fombókmenntir, skáldsögur, smá- sagnasöfn, ljóð og leikrit, svo að eitthvað sé nefnt. (Úr fréttatilkynningu) 25—77% afsláttur á ýmiss konar bílalakki—fylli—þynni—sprautusparsli grunni - dekkjalakki — mótorhjólalakki - mótorlakki - og fleiru Opið á laugardögum kl. 9-12 I % 26 Bilolðkk hf Stórhöfða 26 Sími 685029 Sellulósalakk, meira en 600 verksmiðjuframleiddir standard litir. Venjulegt verð pr. lítri kr. 620, útsöluverð kr. 372 40% afsláttur. Glært olíuakrýllakk m/herði (án eiturefnisins icocyanate) og þynni, samtals 2 lítrar. Venjulegt verð pr. settið kr. 790, útsöluverð kr. 474 40% afsláttur. Glært sellulósalakk, útþynnt með réttum fljótþornandi þynni. Venjulegt verð pr. lítri kr. 398, útsöluverð kr. 268 33% afsláttur. Sellulósgrunnfyllir Super Speed Venjulegt verð pr. lítri kr. 325, útsöluverð kr. 244 25% afsláttur. Vinnuvélalakk og olíulakk í ýmsum litum í 25 lítra brúsum, 5 lítra, 2,5 lítra og 1 lítra dósum. Venjulegt verð pr. lítri kr. 550 40-77% afsláttur. Olíuþynnir á 5 lítra brúsum. Venjulegt verð pr. 5 lítrar kr. 525, útsöluverð kr. 315 40% afsláttur. Nokkrir verksmiðjuframleiddir litir af olíuakrýllakki. Venjulegt verð pr. lítri kr. 695, útsöluverð kr. 417 40% afsláttur. Sellulósa-sprautusparsl í 1 og 2,5 lítra dósum. Venjulegt verð pr. lítri kr. 388, útsöluverð kr. 233 40% afsláttur. Ýmsar aðrar vörur, svo sem olíugrunnur, dekkjalakk, viðarlökk, red-oxide grunnur á bera málma, mótorhjólalakk, hitaþolið mótorlakk. Sellulósaþynnir á sérlega góðu verði: 25 lítra brúsar frá kr. 1.790. 1 Hann er ekki feitur- góður til þvotta | einnig til íblöndunar í grunnefni og til þynningar. á Bíla- og vélalökk eru níðsterk og henta vel á veggi, þök, húsgögn og fleira sem mikið mæðir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.