Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Dregið í 26 happ- drættum í Dómsmálaráðuneytið hefur gefið leyfi fyrir 26 happdrættum sem í verður dregið í desember. í flestum þessara happdrætta verður dregið 23. og 24. desemb- er, þar á meðal öllum þeim happdrættum sem notast við þjóðskrá til að senda út happ- drættismiða. Þau félög og samtök sem fengið hafa leyfi fyrir happdrættum í des- ember eru þessi í tímaröð eftir drætti: 1.-24. desember, Félag ungra framsóknarmanna; 7. des- ember, Lionessuklúbburinn Kaldá, 8. desember, Kjördæmasamband Framsóknarflokksins á Suðurlandi; 10. desember, Alþýðuflokkurinn; 13. desember, Vegurinn; 15. des- ember, Golfklúbbur Reykjavíkur, Ungmennasamband Austurlands, Skíðadeild KR; 19. desember, Félag heymarlausra, íþróttafélagið Þrótt- ur á Neskaupstað; 21. desember, stúdentsefni í Fjölbrautaskóla Sauðárkróks, íþróttafélagið Stjam- an; 22. desember, Blindravinafélag- ið; 23. desember, Lionsklúbburinn Þór, Lionsklúbburinn Fáskrúðsfirði, Flugbjörgunarsveitin, Ungmenna- samband Kjalamess, Lionsklúbbur- inn Óðinn, Lögreglufélag Reykjavíkur, Framsóknarflokkur- inn; 24. desember, SÁÁ, Sjálfs- björg, Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefínna. Hluti af þessum félögum og sam- tökum hafa fengið leyfí hjá Hag- stofu íslands til að senda út happdrættismiða eftirþjóðskránni. desember Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri benti á að öllum væri fíjálst að láta strika sig af þeim listum sem Hagstofan afhendir til þeirra aðila sem óska eftir að nota þjóð- skrá til að senda út happdrættis- miða eftir. Aðeins þyrfti að hringja til Hagstofunnar og gefa upp nafn og nafnnúmer. Alþýðubandalag- ið á Vestfjörðum: Kristinn í efsta sæti ATKVÆÐI voru talin á ísafirði í gærkvöldi í forvali Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum. Kristinn Gunnarsson, Bolung- arvík, hlaut flest atkvæði í 1. sæti eða 198. Sveinbjöm Jónsson, Súg- andafírði, hlaut flest atkvæði í 1. og 2. sæti eða 158 og Þóra Þórðar- dóttir, Suðureyri, hlaut flest atkvæði í þijú fyrstu sætin saman- lagt eða 232. Sveinbjöm lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hyggðist ekki taka annað sætið. Talning atkvæða dróst í nokkra daga vegna þess að kjörkassinn frá Patreksfirði fannst ekki þegar til átti að taka. Kom í ljós að hann hafði gleymst í húsi þar á staðnum og hafði ekki verið settur í póst eins og átti að gera. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Kista Emils Jónssonar borin úr kirkju. Líkmenn voru Kjartan Jóhannsson alþingismaður, Jón Bald- vin Hannibalsson formaður Alýðuflokksins, Karl Steinar Guðnason alþingismaður, Eiður Guðnason alþingismaður, Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi, Vigfús_ Sigurðsson fulltrúi hafnfirzkra iðnaðar- manna, Hörður Zophoníasson skólastjóri og Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Barnabörn Emils Jónssonar héldu á blómvöndum og krönsum. Útför Emils Jónssonar ÚTFÖR Emils Jónssonar, fyrr- um forsætisráðherra, var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju síðdegis í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Útförin var gerð á kostnað ríkisins. Sr. Sigurður H. Guðmundsson jarðsöng og sr. Sighvatur Emils- son, sonur hins látna, þjónaði við athöfnina. Magnús Jónsson og Katrín Sigurðardóttir sungu ein- söng, Ljóðakórinn söng og Rut Ingólfsdóttir lék einleik á fíðlu. Organisti var Jón Stefánsson. Mjólkurbúín vantar 130—140 milljónir SAMTÖK afurðastöðva í mjólkur kringum 130—140 milljónir upp bindingar sinar. Samkvæmt lögum eiga mjólkur- framleiðendur að fá greitt fyrir innlegg hvers mánaðar 10. dag þess mánaðar sem á eftir fer. I dag, 10. desember, reikna bændur því með að fá greitt frá mjólkurbú- unum inn á reikninga sína, en svo verður ekki. naði telja að nú vanti að líkindum að mjólkurbúin standi við skuld- Vöntun mjólkurstöðvanna af þess- um sökum er líklega á bilinu 30—40 milljónir króna, ef til vill meiri. 2. Engar útflutningsuppbætur hafa enn verið greiddar það sem af er þessu verðlagsári (þ.e. frá 1. september sl.). Þetta er óvenju mik- il seinkun á greiðslum frá ríkinu. Nemur upphæðin nú samtals kring- um 50 milljónum króna, að mati Samtaka afurðastöðva. 3. Uppgjör ríkisins samkvæmt samningum við Stéttarsamband bænda um greiðslur vegna mjólkur- framleiðslunnar hefur enn ekki farið fram. Ríkið hefur ekki verið í stakk búið til að greiða um 50 milljónir króna sem á vantar. Morgunblaðið/Jón GunnlauKSSon Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða mann upp á Akranes. Þyrla sótti slasaðan mann Akranesi. 20 tonn af fuglamat til landsins í dag ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan mann upp á Akranes og flutti hann til frek- ari læknisaðgerðar í Reykjavík. Maðurinn slasaðist við vinnu sina þegar hann féll af palli sem hann stóð á. Hlaut hann meðal annars höfuðáverka og var hann fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi en síðan til Reykjavíkur eins og áður sagði. Ekki fengust nánari upplýsingar um hversu alvarleg meiðsli manns- ins voru er leitað var fregna þar að lútandi í gærkvöldi. j.g. Ástæður þeirra greiðsluerfíðleika sem mjólkurstöðvarnar eru nú komnar í eru aðallega þessar að mati Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði: 1. Afurðalán viðskiptabankanna hafa farið lækkandi undanfarið, úr 72% í 68—69%. Orsökin er sú að þau hafa ekki fylgt verðlaginu. Bankamir telja sig hafa sínar ástæður fyrir því að draga í land, m.a. umframframleiðslu mjólkur á liðnu sumri. VON er á 20 tonnum af kurluðum maís frá Þýskalandi { dag handa smáfuglunum á vegum Fóður- blöndunnar. Sólskrikjusjóðurinn fær tvö til þijú tonn af farminum og sér formaður sjóðsins, Erling- ur Þorsteinsson um að senda fuglamatinn til flestra bamaskóla í landinu, eins og hann hefur gert sl. 25 ár. Erlingur sagðist venjulega senda fuglamatinn um miðjan nóvember í skólana en nú hefði Fóðurblandan, sem undanfarin ár hefði framleitt fuglamatinn fyrir hann, ekki getað kurlað maísinn vegna tæknilegra vandamála og því hefði verið gripið til þess ráðs að panta hann erlendis frá. „Fóðurblandan endurnýjaði véla- kost sinn og tölvuvæddi á árinu og í ljós kom þegar kurla átti maísinn að nýju vélamar fóru ekki með heila maísinn á þann hátt sem gömlu vélamar gerðu," sagði Hjör- leifur Jónsson, forstjóri Fóðurblönd- unnar. „Við eigum nóg til af heilum maís, sem við nú notum í hænsnafóð- ur. Maísinn er fyrst malaður, ýmsum efnum blandað saman við og köggl- amir kurlaðir. Hinsvegar þýðir ekkert að bjóða smáfuglunum þetta þar sem kurlið molast niður þegar það kemur í bleytu. Það verður að búa til heilt korn handa smáfuglun- um.“ Hjörleifur sagði að Fóðurblandan sæi Kötlu hf. og Lýsi hf. fyrir fugla- fóðri sem síðan pökkuðu fóðrinu í eins kg. pakkningar, en Fóðurbland- an selur aðeins í 40 kg. sekkjum. „Þá selur Fóðurblandan heilan maís til Kötlu hf. sem síðan sendir hann norður til KEA á Akureyri til möl- unnar og þaðan fer hann aftur suður til dreifingar (verslanir," sagði Hjör- leifur. Jón Baldvin í viðtali við Heimsmynd: f fyllingu tímans verður Al- þýðuflokkurinn í góðum höndum - þar sem Jón Sigurðsson er JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, lýsir þvi yfir í viðtali við tímaritið Heimsmynd, sem kom út í gær, að „ein- leikstímabili sínu innan flokksins sé nú lokið og nú taki við vinnubrögð fjöldahreyfingarinnar". í umræddu viðtali segir for- maðurinn ennfremur: „Við hugsum ekki til einna kosninga eða bara til næstu ríkisstjómar. í fyllingu tímans verður Alþýðuflokk- urinn í góðum höndum þar sem Jón Sigurðsson er.“ í grein um Jón Sigurðsson tímaritið Mannlífí, sem einnig kom út í gær, er haft eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni m.a: „Það er sjálfgefið að maður eins og Jón (Sigurðsson) verði í forystuhlut- verki. Ég vona að hann verði nógu lengi í stjómmálum. Og þegar ég horfí tíu ár fram í tímann til þess jafnaðarmannaflokks framtíðar- innar sem þá hefur tekið við forystuhlutverki í íslenskum stjómmálum af Sjáifstæðisflokki, sé ég hann fyrir mér sem leiðtoga þess stjómmálaafls - nema ef vera kynni að Ásmundur Stefáns- son etji kappi við hann." í viðtalinu segir Jón Baldvin að hann vilji að stofnað verði nýtt ráðuneyti, efnahags- og atvinnu- málaráðuneyti og kveðst ekki fara í grafgötur um hver sé hæfastur til að stjóma því ráðuneyti: „Hvort heldur um væri að ræða samstarf til hægri eða vinstri, verður það Jón Sigurðsson." Formaður Alþýðuflokksins rek- ur þróunina innan flokksins undanfarin tvö ár og segir meðal annars: „Ég hef fengið til liðs við mig hæfíleikafólk, sem nýtur . trausts langt út fyrir raðir Al- þýðuflokksins. Nú er þetta ekki lengur „one man show“. Síðar í viðtalinu segin „Jón Sigurðsson er greinilega trompið hans. „Ég segi eins og Hjaltalín skólastjóri Möðruvallaskóla sagði um Jónas frá Hriflu ungan: Ég hef ekki veitt vænni lax á mitt færi. Við Jón Sigurðsson erum bemskuvin- ir. Hvað sem í milli ber þá vitum við, að í okkar skiptum verða aldr- ei svik í tafli. En við bætum hvor annan upp. Ég er ástríðupólitíkus en hann er tæknimaður. Við get- um orðið Alþýðuflokknum tvíeyki á borð við Olaf og Bjama, eða eins og Hannibal og Gylfí áttu að vera.““ Um hlutverk sitt segir Jón Baldvin meðal annars: „Ég skil alla hluti í sögulegu samhengi. Mitt sögulega hlutverk er að taka upp þráðinn frá Jóni Baldvins- syni, þar sem hann slitnaði 1938. Að gera hreyfíngu íslenskra jafn- aðarmanna að rótgróinni fjölda- hreyfingu og stórveldi í íslenskri pólitík. Þess vegna vitjaði gamli maðurínn nafns. Þetta er allt skráð í stjömumar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.