Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Af menningarstríði
Ný bók með skrifum Halldórs
Laxness á þriðja tug aldarinnar
Af menningarástandi, bók með
skrifum Nóbelsskáldsins Halld-
órs Laxness frá þriðja tug
aldarinnar, kom út hjá Vöku/
Helgafelli i gær. Þessi skrif hafa
ekki áður komið út á bók.
í fréttatilkynningu frá forlaginu
vegna útkomu bókarinnar segir
m.a.:
„Halldór Laxness skrifar formála
að bókinni og segir þar um þessar
ritsmíðar sem hann leit á ný augum
nú sex áratugum eftir að þær voru
upphaflega settar á blað:
„ ... ekki er því að leyna að mér
þótti margt forvitnilegt sem þar
skrifað stóð, þó víða gætti nokkurs
únggæðingsháttar. Ljóst var að
skrifarinn hafði sumsstaðar tekið
meira uppí sig en góðu hófi gegnir,
líklega til þess að vekja þjóðina upp
með andfælum og skaprauna yfír-
völdum".
Viðamesti þátturinn í bókinni er
ritgerðin Af íslensku menningar-
ástandi, sem Halldór skrifaði suður
á Sikiley sumarið 1925 og birtist
sem greinaflokkur í málgagni
íhaldsflokksins, Verði, síðari hluta
sama árs. Þá var Halldór 23 ára,
ötull að segja þjóð sinni til synd-
anna og benda á það sem miður
færi í þjóðfélaginu að hans mati.
Skáldið unga ræðir um „skræl-
ingjaeðli landans", fánýti ritdóma
og ritdómara, tísku og menningu,
„kotrassa útum hvuppinn og hvapp-
inn“, kátbroslegar hugmyndir
almennings um skáldskap og þann-
ig mætti lengi telja.
Það virðist ekki skipta máli hvert
umræðuefnið er, Halldór er aldrei
í vafa um hvað réttast er að gera
í hverju máli og hvemig bæta megi
menningarástand þjóðarinnar.
Hann er eins og unga kynslóðin
myndi orða það núna: Með allt á
hreinu!
Ólafur Ragnarsson tók saman
skýringar með þáttunum í bókinni.
Þar fléttar hann saman upplýsing-
um úr samtímaheimildum, nýjum
umsögnum Halldórs Laxness um
efnið og tilvitnunum í bókmennta-
menn um skrif Halldórs á þessu
upphafsskeiði ferils hans. Auk þess
er getið um hvar hver þáttur var
skrifaður, hvar birtur eða fluttur
og hvenær.
Af menningarástandi er 49. bók-
in í ritsafni Halldórs Laxness.
Helgafell hóf útgáfu á þessum
mikla bókaflokki fyrir allmörgum
árum en Vaka-Helgafell hefur hald-
ið verkinu áfram með nýútgáfum
og endurútgáfum fyrri bóka skálds-
ins.
Bókin er sett hjá Vöku-Helga-
felli, prentvinnsla fór fram hjá
Prentstofu G. Benediktssonar og
bókband annaðist Bókfell hf. Bókin
er 188 bls.
m
Halldór Laxness
Fagnaðarefni að hætt
er við orkuskattinn
-segir Kristján Ragnarsson
„ÞAÐ er fagnaðarefni að
stjórnvöld skuli hafa fallið frá
fyrirhuguðum orkukatti á
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegl f gær: Um 400 km suður af Reykjanesi er vax-
andi 943 millibara víðáttumikil laegð sem þokast norður.
SPÁ: Útlit er fyrir sunnan og suðaustan stinningskalda (6 vindstig)
á landinu með skúrum eða slydduéljum um allt sunnanvert landið.
Yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti á bilinu -1 til 3 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Allhvöss suðaustan- og sunnan-
átt og rigning eða skúrir sunnan- og austanlands en úrkomulítið á
norður- og vesturlandi. Hiti á bílinu 1 til 3 stig.
Heiðskírt
TÁKN:
Ó
M Léttskýjað
M Hálfskyjað
A
m Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
' * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—|* Skafrenningur
Þrumuveður
’W'i il fr
\ 4
w
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að fsl. tíma
hitl veöur
Akureyri 1 slydda
Reykjavík 2 skýjað
Bergen 6 léttskýjað
Helslnki -1 komsnjór
Jan Mayen t skýjað
Kaupmannah. 4 þokumóða
Narssarssuaq -18 léttskýjað
Nuuk vantar
Osló 2 lágþokubl.
Stokkhólmur -2 hrlmþoka
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 18 lóttskýjað
Amsterdam 5 þoka
Aþena 12 skýjað
Barcelona 9 rykmlstur
Beritn 0 súld
Chicago -12 heiðsktrt
Glasgow 6 alskýjað
Feneyjar 6 léttskýjað
Frankfurt 3 alskýjað
Hamborg 1 þokumóða
LasPalmas vantar
London 7 mistur
LosAngeles 9 mistur
Lúxemborg 0 þoka
Madrfd 9 reykur
Malaga 14 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Miami 24 léttskýjað
Montreal -1 snjókoma
Nlce 13 léttskýjað
NewYork 2 skýjað
Parfs 5 þokumóða
Róm 12 þokumóða
Vtn 1 mlstur
Washington 3 þokumóða
Winnipeg -24 léttskýjað
Garðar
Cortes
syngur
MacDuff
í Leeds
„EG fór út til Leeds um daginn
og söng fyrir þá í Opera North
og þetta kom í framhaldi af þvi,“
sagði Garðar Cortes, sem ráðinn
hefur verið til að syngja hlutverk
MacDuffs í óperunni Macbeth
eftir Verdi.
Að sögn Garðars hefjast æfíngar
á óperunni í september 1987. uO
Frumsýning verður í byijun október
og eru sýningar áætlaðar fram í lok
nóvembermánaðar 1987.
næsta ári. Við bentum á það í
upphafi, að svona aðfanga-
skattur fyrir atvinnurekstur
væri algerlega einstæður og
fyndist ekki annars staðar,“
sagði Kristján Ragnarsson,
f ramk væmdastj óri LÍÚ, er
hann var inntur álits á því, að
stjórnvöld hafa fallið frá fyrir-
hugðum orkuskatti.
Kristján sagði, að útgerðar-
menn, eins og aðrir atvinnurekend-
ur, greiddu skatt af hagnaði, og
það gæti ekki talizt rétt að fara
fram fyrir og skattleggja aðföngin.
Það væri ekki gert við aðra at-
vinnuvegi. „Ég fagna því að menn
hafa séð að þetta var misráðið og
gæti ekki gengið."
Kristján var spurður hvort. þessi
ákvörðun stjómvalda breytti á ein-
hvem hátt stöðunni í kjarasamn-
ingum útgerðarmanna og
sjómanna. „Það liggur fyrir að við
skuldum olíufélögunum nærri einn
og hálfan milljarð króna og við
þurfum á ábatanum af lækkun
olíuverðs að halda til að geta
grynnkað eitthvað á þessum skuld-
um,“ sagði Kristján. „Þess vegna
á þetta ekki að breyta samnings-
stöðu okkar við sjómenn. Auk þess
er ástæða til að gleðjast yfír þvf,
að tekjur sjómanna hafa verið mjög
háar á þessu ári og hlutfallslegur
samanburður á þeim og tekjum
iðnaðarmanna og verkamanna er
sjómönnum hagstæður og í raun
hagstæðari en mörg undanfarin
ár. Þetta hefur til dæmis komið
fram í því, að auðveldara hefur
verið að manna flotanh nú, en
síðastliðin ár.“ sagði Kristján
Ragnarsson.
Garðar Cortes
Rútufar-
gjöld hækka
TAXTAR hóp- og sérleyf-
isbíla hafa hækkað um
8,5—9% í samræmi við
samþykkt verðlagsráðs frá
því fyrr í vikunni. Verð-
lagsráð heimilaði einnig
jafn mikla hækkun á flutn-
ingsgjöldum vöruflutn-
ingabifreiða.
Fargjald til Akureyrar, aðra
leiðina, hækkaði um 110 krón-
ur, úr 1.210 krónum í 1.320.
Fargjald til Borgamess hækk-
aði úr 330 krónur í 360, eða
um 30 krónur og til Selfoss
úr 160 krónum í 175, eða um
15 krónur.
Hafnar viðræður
um byggingu alþjóð-
legs varaflugvallar
HAFNAR eru viðræður á milli fulltrúa íslenskra stjómvalda, vamar-
liðsins og flotastjórnar Atlantshafsbandalagsins um möguleika á
byggingu alþjóðlegs varaflugvallar á Íslandi. A fyrsta fundinum, sem
haldinn var í Reykjavík í gærmorgun, var skiptst á skoðunum um
málið, settar fram hugmyndir um hvers konar mannvirki væri að
ræða og hvemig staðið yrði að undirbúningi málsins. Viðræðunefnd-
imar Iögðu fram ýmsar spuraingar sem svarað verður á næsta
viðræðufundi, í janúar næstkomandi.
í. fréttatilkynningu frá íslensku
viðræðunefndinni kemur fram að
miðað er við að flugvöllurinn verði
undir íslenskri stjóm og að honum
er ætlað að taka við flugumferð
þegar Keflavíkurflugvöllur lokast.
„Mikil hagkvæmni og öiyggi er að
slíkum flugvelli fyrir flug á Norð-
ur-Atlantshafí, þar með talið flug
til og frá íslandi," segir í tilkynning-
unni.
Fulltrúar íslenskra stjómvalda í
viðræðunum í gær vom Ólafur
Steinar Valdimarsson ráðuneytis-
stjóri og Pétur Einarsson flugmála-
stjóri frá samgönguráðuneytinu og
Sverrir Haukur Gunnlaugsson
skrifstofustjóri og Þorgeir Pálsson
prófessor frá vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins. Aðmírállinn
á Keflavíkurflugvelli var í fyrirsvari
fyrir fulltrúa vamarliðsins og flota-
stjómar Atlantshafsbandalagsins í
Norfolk.