Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
82
Minning:
Sveinn Erlendsson
fyrrum hreppstjóri
Sveinn Erlendsson, fyrrum
hreppstjóri Bessastaðahrepps, verð-
ur jarðsettur frá Bessastaðakirkju
í dag. Með honum er genginn einn
af elstu og virtustu sveitungum
þessa byggðarlags. Hann fæddist á
Breiðabólsstöðum 26. júlí 1904 og
því á áttugasta og þriðja ári er
hann lést. Hann var sonur Erlendar
Björnssonar útvegsbónda og konu
hans, Maríu Sveinsdóttur. Sveinn
ólst upp í foreldrahúsum og bjó æ
síðan á Breiðabólsstaðatorfunni.
Mjög góður vinskapur var með feðr-
um okkar Sveins og minnist ég
hans fyrst, er ég drenghnokkinn
var sendur til Breiðabólsstaða í
ýmsum erindagjörðum fyrir föður
minn. Alltaf var mér tekið þar af
sömu ljúfmennskunni og hafa þau
kynni við Svein og Breiðabólsstaða-
heimilin haldist ætíð síðan. All-
mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar Sveins saman í sveitarstjóm
Bessastaðahrepps. Sveitugar
Sveins völdu hann fljótlega til hinna
ýmsu trúnaðarstarfa fyrir byggðar-
lagið. Hann var skipaður hrepp-
stjóri Bessastaðahrepps þegar faðir
hans lét af því starfi árið 1950, því
starfi gegndi hann meðan heilsan
leyfði eða til ársins 1984. Sveinn
sat nær óslitið í hreppsnefnd Bessa-
staðahrepps frá árinu 1946 til 1974
er hann kaus að láta af störfum
þar. Hann var sáttanefndarmaður
í mörg ár, sat í sóknamefnd, skóla-
nefnd og ýmsum störfum öðrum,
sem ekki verða tíunduð hér. Er ég
kom til starfa í hreppsnefnd 1968,
þá eru þar til umfjöllunar tvö, ég
vil segja mjög stór mál fyrir svo
fámennt byggðarlag sem Bessa-
staðahreppur var þá, en það voru
vatnsveituframkvæmdir og bygg-
ing á nýju skólahúsnæði. Eg
minnist mjög ötullar baráttu Sveins
fyrir þessum brýnu hagsmunamál-
um sveitarinnar. Var það ekki síst
fyrir hans tilstuðlan að vatnsveitan
var í höfn með undirritun samnings
við Garðahrepp árið 1971. Bygging
skólahússins hófst svo árið 1974,
þótt Sveinn hafi verið hættur störf-
um í hreppsnefnd hafði það ekki
nein áhrif á áhuga hans á fram-
kvæmdunum. Þurfti hann oft að
grennslast fyrir um hraða fram-
kvæmda og hvenær hugsanlega
væri unnt að heíja kennslu í hinum
nýju húsakynnum. Jafnframt því
sem hér hefur verið nefnt af störf-
um hans fyrir byggðarlagið var
Sveinn meðhjálpari við Bessastaða-
kirkju í íjölda ára. Eitt var mjög
einkennandi í fari Sveins, en það
var hjálpsemi hans og stuðningur
við þá er minna máttu sín í sam-
félaginu. Var hann ætíð reiðubúinn
til stuðnings, með áhrifum sínum í
sveitarstjórn ef svo bar við að horfa.
Ég veit að mér leyfist fyrir hönd
sveitunganna fyrr og síðar, að færa
Sveini þakkir fyrir vel unnin störf
í þágu okkar allra.
Nú að leiðarlokum flyt ég eigin-
konu Sveins Erlendssonar, frú
Júlíönu K. Björnsdóttur, börnum
þeirra hjóna og öðrum aðstandend-
um, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Einar Ólafsson,
Gesthúsum.
Ég man aldrei öðruvísi eftir hon-
um afa mínum en hressum og
katum. Sú minning, sem sækir
mest að mér nú á þessari stundu,
er þegar hann sat inni í hlöðu eftir
að búið var að koma heyi inn, með
strá í munninum og söng fyrir okk-
ur frænkumar vísur, sem hann bjó
til sjálfur um okkur. Þetta held ég
að verði mér ásamt frænkum
mínum ógleymanlegt. Afi talaði
mjög fallega um Mývatnssveit, þar
sem hann vann í kring um 1940
við brennisteinsverkssmiðjuna. Að
hans mati var þetta ein fallegasta
sveit landsins. Og mikið var hann
sagði að allir hefðu gott af því að
fara að heiman til að þroskast og
ekki væri það verra að vera í svona
fallegu umhverfi.
Litli sonur minn fékk ekki að
njóta hans lengi. En þegar afi sá
hann í fyrsta skipti, sagði hann að
þetta barn væri alltaf velkomið í
sitt hús. Og oft eftir að hann var
kominn upp á spítala talaði afi um
að allir yrðu að vera góðir vð Gunn-
ar Andra, hann þyrfti svo mikla
blíðu.
Guð blessi afa minn og langafa.
Hinsta kveðja.
Guðrún og Gunnar Andri
glaður, þegar ég sjálf fór þangað
að vinna í töluverðan tíma. Hann
Hann afi okkar er dáinn. Óum-
flýjanleg staðreynd. Útför hans fer
fram í dag. Við systkinin vorum svo
lánsöm að eiga afa, sem var ekki
bara afi úti í bæ, hann var hluti
af daglegu lífí okkar og uppeldi, frá
bernsku til fullorðinsára. Hann var
bóndi og bjó á næsta bæ, og við
ólumst upp í skjóli hans og ömmu.
Afi var einstakur mannkosta-
maður. Hjartahlýja hans og mildi
veitti öryggi, lund hans og kímni
gleði.
Alltaf hafði hann tíma fyrir okk-
ur. Hann leysti úr vandamálum
okkar, hann miðlaði okkur af þekk-
ingu sinni og reynslu. Ung gerði
hann okkur að fullgildum þátttak-
endum í störfum sínum. Hann var
félagi okkar og vinur. Alltaf vildi
afi allt fyrir okkur gera og við fyr-
ir hann, þannig var afi. Við uxum
úr grasi, fullorðinsár tóku við, um-
hyggja afa fyrir okkur minnkaði
ekki, hann vakti yfir velferð okkar.
Við eigum honum mikið að þakka.
Fyrsta langafabamið, Erlendur
Kári, sem nú er fjögurra ára, fékk
líka notið ástar og umhyggju afa.
Milli þeirra myndaðist mikil vinátta.
Báðir sóttust eftir samfundum.
Drengurinn litli sýndi fljótt áhuga
á smíðum og það líkaði afa, enda
smiður sjálfur. Ein af síðustu óskum
afa var að smíðað yrði fyrir Iitla
drenginn verkfæraskrín eins og það
er hann hafði sjálfur átt, en þó
minna.
Þegar afi var dáinn sagði dreng-
urinn við móður sína „ekki gráta
mamma, núna er langafi kominn á
spítala hjá guði, þar sem er bara
gamalt fólk og það er alltaf læknir
hjá honum, núna líður honum vel“.
Við kveðjum afa með orðum litla
drengsins, sátt við að hann skuli
hafa fengið hvíldina og full þakk-
lætis yfir að hafa fengið að njóta
hans svo lengi. Minningin um afa
lifir.
Systkinin frá Akrakoti
Vinsælasta bókin í Bandaríkjunum ídag
Dansað
í LJÓSINU
SIilRLEY MACLAIHE
November 30,19
THE NEW YORK TIMES BOOK REVIEW
iperback Best Sellers
Flction
1 THE MAMMOTH HUNTERS, by Jean M. Auel. (Bantam,$4.95.) Aylaof “The Valleyoí Horses" continues her adventures in the prehistoríc world. 1
i 2 DARK ANGEL,by V. C. Andrews (Pocket,$4.50.) f The saga of the hauntcd Casteel family contlnues among the Boston rich.
l3 SECRETS, by Danielle Steel. (DeU.$4.95.) Behind the scenes of a television production.
14 THE HUNT FOR RED OCTOBER, bvTom Clancy. (Berkley, $4.50.) A submarine driver brings Soviet nuciear secrets to the United States.
1 5 THE CAT WHO WALKS THROUGH WALLS, by Robert A. Heiniein. (Berkley, $3.95.) A comic look at a future time when mankind will try to control fate.
6 NIGHT OVER THE SOLOMONS, by Louis L'Amour. (Bantam, $2.95.) Slx stories of World War II adventure in Brazil, Siberia and points between.
THE SEVENTH SECRET, by IrVlng Wallace $4.95JF^ur peopj^^^jjg^^
Nonfiction
DANCINGIN THE LIGHT, by Shirtey MacLalne
(Bantam, K 50 ) Tbe entertainer wlas an Oscar,
aurvlvea a stormy romance and haa new viskms.
WEST WTTH THE NIGHT, by Beryl Markham.
(North Point, $12.50.) A woman’s eaperiences flylng
in East Africa and across the Atiantic in the 1930’s.
3THE ROAD LESS TRAVELED,by M. Scott Peck.
(Touchstone/SAS, $9.95.) Psycbokjgical and
spiritual inspiration by a psychiatnst.
4
ONTHE ROAD WITH CHARLES KVIRALT, by
Charles Kuralt. (Fawcett, $4.50.) Tbe televUkm
retjorter tells o( Americans he*s encountered.
Advlce. Htm-to >nd IWQacuPaneow
WOMEN WHO LOVE TOO MUCH, by Robin
Norwood. (Pocket, $4.90.) How toavoéd or end
addictive, unbealthy relatknsWps wtth men.
THE FAR S*oF. L
-_____-
Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á
vönduðum og sterkum fataskápum sem eru
afrakstur áralangrar þróunar og reynslu
starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á
einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að
ráða stærð, innréttingum og útliti, innan
ákveðinna marka.
Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu,
með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu
skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum
(sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru
auðveldir í uppsetningu og hafa nánast óend-
anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika.
Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun
og sígildu útliti sem stenst tímans tönn.
Stærðir:
hæð: 197 cm eða 247 cm Jí,
breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv.
dýpt: 60 cm.
20% útborgun
12 mánaða
greiðslukjör.
Trésnniðjan
viðja
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
sfmi 44444
þar sem
góðu kaupin
gerast.
Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru
saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjáifra