Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
45
George Shultz um Kinnock:
Hugmyndin um út-
rýmingu kjarn-
orkuvopna fráleit
Brusscl, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að áform Neils Kinnock,
leiðtoga brezka Verkamanna-
flokksins um að útrýma kjam-
orkuvopnum væru fráleit og
myndu hafa hörmulegar afleið-
ingar í för með sér. Næði þessi
stefna fram yrðu Vesturlönd að
viljalausum verkfærum Sov-
étríkjanna.
Shultz var spurður álits á áformum
Verkamannaflokksins á fundi með
fréttamönnum í gær eftir fund ut-
anríkisráðherra NATO-ríkjanna í
Brussel. Kvaðst Shultz raunar jafn-
an ófús til að fella dóma um
innanlandsmál annarra ríkja, en hér
væri meira í húfi en öryggi Breta:
„Ég held, að hugmyndin um ein-
hliða afvopnun hefði hörmulegar
afleiðingar, ef hún yrði fram-
kvæmd. í henni er alls engin
skynsemi."
þingskýrsla:
Kurt Waldheim
undirritaði
dauðadóm
Atlanta, Bandaríkjunum. AP.
BANDARÍSKT dagblað, The Atl-
anta Constitution, sagði frá því
í gær, að tveir breskir þingmenn
mundu þann sama dag afhenda
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra skýrslu, sem þeir teldu
sýna fram á, að Kurt Waldheim
hefði undirritað dauðadóm yfir
breskum hermanni, sern tekinn
hefði verið til fanga í síðari
heimsstyrjöldinni.
Blaðið sagði einnig, að þing-
mennimir mundu afhenda forsætis-
ráðherranum bréf frá Waldheim,
þar sem hann færi fram á leyfi til
að flytja júgóslavneska borgara
nauðungarflutningi.
Þó að höfundar skýrslunnar hafi
neitað að ræða hana í smáatriðum,
áður en Margaret Thatcher fengi
plaggið til umsagnar, sögðu þeir í
viðtölum fyrr í vikunni, að með
skýrslunni væm lögð fram skjalfest
sönnunargögn, þ. á m. bréf úr
stríðinu, með undirskrift Wald-
heims.
Skýrsiuhöfundamir em Verka-
mannaflokksþingmaðurinn Robert
Rhodes James sagnfræðingur, sem
starfaði undir stjóm Waldheims hjá
Sameinuðu þjóðunum, og Merlyn
Rees, fyrmm ráðherra, sem er þing-
maður íhaldsflokksins.
í niðurstöðum skýrslunnar segir,
að Waldheim hafi í eigin persónu
yfírheyrt breska stríðsfanga. Sex
þeirra sáust aldrei meir, og er talið,
að þeir hafi verið líflátnir. í skýrsl-
unni segir einnig, að Waldheim
hafi tekið beinan þátt í að senda
tugi þúsunda óbreyttra borgara í
nauðungarvinnubúðir.
Rhode James sagði, að eitt bréf-
anna með undirritun Waldheims
Jafngildir uppkvaðningu dauða-
dóms" yfir breskum hermanni. í
bréfínu er fyrirskipun um, að her-
maðurinn verði látinn sæta „sér-
stakri meðferð", en það orðasam-
band kveður sagnfræðingurinn
jafnan hafa verið notað í stað orðs-
ins „aftaka".
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
Ummæli Shultz em hin skorin-
orðustu, sem bandarískur embætt-
ismaður hefur látið falla opinber-
lega um stefnu Verkamannaflokks-
ins í varnarmálum. Flokkurinn vill
leggja niður breska kjamorkuheraf-
lann og loka bandarískum kjam-
orku-herstöðvum í Bretlandi. Hefur
Neil Kinnock, flokksformaður, sagt,
að hann myndi nota það fé, sem
rennur til kjamorkuvopna, til þess
að byggja upp hefðbundinn herafla
Bretlands. I stefnu Verkamanna-
flokksins segir, að bandarísk
kjarnorkuvopn skuli flutt frá Bret-
landi innan árs frá sigri flokksins
í kosningum. Kinnock hefur mildað
yfírlýsingar um þennan sátt stefn-
unnar undanfarið. Hann telur, að
þetta kynni að taka lengri tíma og
það af pólitískum fremur en tækni-
legum ástæðum.
Alltígóðu
AP/Símamynd.
Ríkisarfi Breta, Karl, prins af Wales og kona
hans Diana, skoðuðu sl. f immtudag kvikmynda-
ver i nágrenni Lúndúnaborgar, þar sem verið
var að taka nýja James Bond mynd, „The Li-
ving Daylight". Eftir að hafa horft á flösku
úr gerfiefni brotna á höfði eins leikaranna
greip prinsinn flösku og smellti á höfuð eins
þeirra sem viðstaddur var. Hann krafðist þess
siðan að kona hans berði sig með einni af flösk-
unum. Hún færðist i fyrstu undan, en lét svo
undan við mikinn fögnuð viðstaddra.
STCR.
BYÐUR EINHVER BETUR?
Umboðsmenn:
Bókaskemman Akranesi,
Kaupfétag Borgfiröinga,
Sería ísaflröi,
Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki,
KEA Akureyri,
Radíóröst Hafnarfiröi,
J.L. húsiö Reykjavík,
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Opið til kl. 16.00 í dag
Radióver Húsavík,
Skógar Egilssfööum,
Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum,
Myndbandaleiga Reyöarfjaröar,
Djúpiö Djúpavogi,
Búland Neskaupstaö,
Hornabœr Hornafiröi,
Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli,
M.M.búöin Selfossi,
Rás Þorlákshöfn,
Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum,
Fataval Keflavík,