Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 J Hallarekstur ríkissjóðs á þremur árum: „Jafngildir 12 Haf- skipsgjaldþrotum“ segir Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) sagði frumvarp að fjárlögum fyrir komandi ár hafa tekið umtalsverð- um framförum að þvi er varðar gerð og framsetningu, sem auð- veldi yfirsýn yfir rikisbúskapinn i heild. Til bóta sé einnig að frum- varp til lánsfjárlaga sé lagt fram jafnhliða fjárlagafrumvarpi og að lánsfjáráætlun fylgi i greinargerð frumvarpsins. Um innihald fjár- lagafrumvarpsins, stefnu rikis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum, verði hinsvegar færra sagt til hróss. Þrátt fyrir mikið góðæri sé stefnt að þvi að afgreiða fjárlög með halla, þriðja árið i röð. Sam- tals jafngildi samansafnaður ríkissjóðhalli þessara ára tólf Haf- skipsgjaldþrotum. Geir Gunnarsson, talsmaður Al- þýðubandalagsins í ríkisfjármálum, sagði m.a. efnislega, að þrátt fyrir verulega auknar tekjur ríkissjóðs þessi þijú ár, sem gera megi ráð fyrir að færi ríkissjóði sérstaklega um 4000 m.kr. í brúttótekjur, þá jafngildi hallarekstur og skulda- söfnun ríkissjóðs á þessu tímabili, 1985, 1986 og 1987, um 12 Haf- skipsgjaldþrotum. Nú í árslokin, sagði Geir, er áætlað að afborgun af erlendum lánum opinberra aðila nemi 2.700 m.kr., en ný erlend lán tekin á ár- inu 1986, nemi 5.158 m.kr., það er 2,458 m.kr. ný erlend skulda- söfnun. Þrátt fyrir 7% aukningu þjóðartekna á mann er nettóauking TVÆR ÖRUGGAR LEIÐIR TIL LÆKKUNAR SKATTA úsnæðisreikningur er verð- tryggður sparnaðarreikningur með bestu ávöxtunarkjörum bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseigendum. Samið er um sparnaðarupphæð á bilinu 4 - 40 þúsund til eins árs í senn. Spamaðar- tíminn er 3-10 ár og lántökuréttur að honum loknum nemur allt að fjórföldum sparnaðinum. Fjórðungur árlegs spamaðar á húsnæðisreikningi er frá- dráttarbær frá tekjuskatti. tofnfjárreikningur er ætlaður þeim einstaklingum sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar. Hann er verðtryggður samkvæmt lánskjara- vísitölu og bundinn í 6 mánuði. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenær sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. Innstæður á stofnfjárreikningum eru frádráttarbærarfráskatti allt að 44.450.- hjá einstaklingi eða 89.080.- hjá hjónum. íí þess aö þcssar skattfrádráttar- yieiðirnýtistá tckjuárinu 1986 þarf að stofna reikningana fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs- deildum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna erlendra lána opinberra aðila um 50 þúsund krónur á hveija fímm manna fjölskyldu í landinu. Þrátt fyrir stórfelda aukningu þjóðartekna eyða stjómarflokkamir um 6.000 m.kr. meir en þeir afla í ríkissjóðinn á þriggja ára tímabili og á árinu 1987 hækkar hrein skuld ríkissjóðs úr 12,5% af vergri lands- framleiðslu í tæp 14,4%. Þannig velta þeir vandanum á undan sér í einstöku góðæri. Geir gagnrýndi harðlega niður- skurð lögbundinna framlaga, m.a. til framkvæmdasjóðs fatlaðara, kvikmyndasjóðs, ferðamálasjóðs og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Geir sagði tekjuskatt fyrirtækja nema 7,1% af heildartekjum ríkis- sjóðs í Bandaríkjunum, en hér aðeins 2,4%. Ef þessi tekjustofn væri sá sami að hlutfalli hér og í Bandaríkjunum myndi það þurrka út áætlaðan halla á fjárlögum næsta árs og ríflega það. Hann gagniýndi og ráðgerða útgjaldahækkun ráðuneyta, sem væri 26,5% að meðaltali, á sama tíma og laun og rekstrarkostnaður hafí hækkað mun minna. Utgjalda- hækkun einstakra ráðuneyta væri ftá 11% (fj ármálaráðu neyti) upp í 42% (samgönguráðuneyti). Pjárlög sem ekki fá staðist Krístin Halldórsdóttir (Kl.- Rn.) sagði m.a. að Alþingi stæði enn einu sinni frammi fyrir því að afgreiða fjárlög, sem fá ekki stað- ist. Þrátt fyrir góðæri og batnandi efnahagshorfur sé stefnt í veruleg- an ríkissjóðhalla og aukna skulda- söfnun. Kristín gagnrýndi bæði fram- kvæmdann og ráðgerðann niður- skurð á ýmsum þjónustuþáttum og á framlögum til mannúðar- og fé- lagssamtaka á sama tíma og umtalsverðar hækkanir væru á yfír- stjóm ráðuneyta og ríkisstofnana. Tilraunir til endurskoðunar á um- fangi og tilverurétti ýmissa stofn- ana og verkefna á vegum ríkisins virðist máttlausar og árangurslitlar. Þá vilji stjómarliðar ekki heyra minnst á skattlagningu stóreigna, arðs af hlutabréfum né að íþyngja bönkum og verzlunarfyrirtækjum, sem mest og bezt hafi notið góðær- isins og stefnu stjómarinnar. Kvennalistinn vilji hinsvegar endur- skoða tekjuöflunarkerfí ríkisins til að ná fram réttlátari dreifingu byrð- anna. Enginn framkvæmdaliður er þó eins skammarlega vanræktur, sagði Kristín, og og dagvistarheimilin. Mælti hún fyrir breytingartillögu frá Kvennalista um verulega hækk- un til þessa málaflokks. Hún gagnrýndi og ónóg framlög til framvæmdasjóðs fatlaðra og ferða- málaráðs. Rangar áherzlur ríkisstjómarinn- ar birtast í spamaði og aðhaldi í félagslegum framkvæmdum og rekstri meðan rekstrargjöld ráðu- neyta fái að þenjast út. Vilja og samstöðu skorti til að endurksoða tekjuöflun og rekstur ríkissjóðs til að stöðva hallarekstur hans. Fjárlög í hefðbundnum stíl Karvel Pálmason (A.Vf)sagði m.a. að í fjárlagafrumvarpinu væri ekki að fínna neinar þær breyting- artillögur sem Alþýðuflokkurinn hefði undanfarið barist fyrir, s.s. í skatta- og húsnæðismálum. Karvel sagði að breytinga væri þó vissu- lega þörf og væri æ fleirum að verða það ljóst. Það væri þó stað- reynd að á þessu stigi málsins yrði engu breytt. Meirihlutinn vildi sigla sína gömlu ieið, sem ávallt „hefði leitt til skipbrots". Karvel taldi að árangurinn af því að skipt var um fjármálaráðherra s.l. haust læti á sér standa. Núver- andi fjárlagafrumvarp væri í hefðbundnum stíl. Taldi hann að sama væri hvort litið væri á tekju- öflunar- eða gjaldahlið fjárlaga - viðleitni manna til að hafa stjóm á ríkisbúskapnum væri komin í þrot. Karvel gagnrýndi einnig að yfír- bygging ríkisins og stofnana þess drægi til sín allt meira fé á meðan framkvæmdahliðin væri skorin nið- ur. Þetta sýndi að kerfíð sæi um sitt. Ljósasta dæmið um þetta væri, að hans mati, embætti ríkislög- manns og hvemig það hefði þanist út á síðustu þremur árum. Karvel sagðist vera sannfærður um að öll þjónusta ríkisins gæti gengið vel þó að 20-30% af öllu starfsliði ríkis- ins væri látið hætta. Það væru líka nóg verkefni fyrir þetta fólk annars staðar í þjóðfélaginu P~' Febrúarsáttin kostaði ríkið 1,800 m.kr: Launaútgjöld ríkisins 1987 13,500 milljónir kr. Frá því þing kom saman í haust hefur fjárveitinganefnd haldið fjörtíu bókaða fundi og rætt við fulltrúa frá 240 aðilum, ráðuneytum, stofnunum, sveit- arfélögum og félagasamtökum. Nefndinni bárust á sjötta hundruð bókuð erindi. Fjárveitinganefnd lagði fram breytingartillögur við aðra umræðu fjárlaga sem fela í sér 448 m.kr. eða 1% hækkun á útgjaldaáætlun fjárlagafrum- varpsins. Afgreiðsla B-hluta stofnana sem og Trygginga- stofununar ríkisins, Ríkisspít- ala bíður þríðju umræðu í lok næstu viku. Pálmi Jónsson (S.-Nv.), form- aður fjárveitinganefndar, mælti í gær fyrir breytingartillögum nefndarinnar, sem fela í sér 448 m.kr. útgjaldahækkun frá áætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 1987. Hér á eftir eru dregin saman nokkur meginatriði úr ræðu hans: 1) Fjárlagafrumvarpið er að ýmsu leyti óvenjulega vel úr garði gert og því fylgja ítar- Iegri upplýsingar en áður. 2) Frumvapið gerir ráð fyrir au- knu fé til ijárfestingar í þeim íjárfestingarliðum, sem mest hefur verið kreppt að í fjárlög- um síðustu ára. 3) Sú staðreynd að frumvarpið er lagt fram með halla þrengir hinsvegar möguleika Aiþingis til þess að veija auknu fé til ýmissa þarfra verkefna. 4) Af þessum sökum m.a. fjalla hækkunartillögur fjárveitinga- nefndar flestar um fjárfesting- arútgjöld en aðeins lítillega um nýja starfsemi, en sl. tvö ár hafa útgjöld ríkisins til flestra greina verklegra framkvæmda verið skorin svo niður að ekki varð lengra gengið. 5) Fjárlög liðandi árs vóru af- greidd með rekstraijöfnuði. Reyndin verður hinsvegar rekstrarhalli, m.a. vegna kjarasáttar í febrúarmánuði sl., sem hafði neikvæð áhrif á stöðu ríkissjóðs um 1.800 m.kr. 6) Viðskiptakjör hafa farið batn- andi. Talið er að þjóðartekjur aukist um 8% á þessu ári. 7) Talið er að jafnvægi náist á árinu í viðskiptum við útlönd, en viðskiptahalli við umheim- inn hefur verið mikill næstliðin ár. 8) Talið er að tekjur launafólks hafí aukist um 30-35% á líðandi ári en að verðbólga vaxi á sama tíma um 11-12%. Þannig hefur góðærið skilað sér til fólksins. 9) Ljóst er að breytinga á launa- kerfí landsmanna til meiri jafnaðar, sem og verðlags- þróun yfirhöfuð þýðir aukin launaútgjöld ríkissjóðs 1987. Á hinn bóginn mun staða ýmissa ríkisstofnana þrengjast vegna takmarkandi ákvæða um gjaldskrárbreytingar og skattahækkanir. Við þessa umræðu verður ekk- ert sagt um endanlega niðurstöðu fjárlaga. Ýmsar mikilvægar ákvarðanir bíða þriðju umræðu, svo sem varðandi tekjuhlið frum- varpsins, sem og mál B-hlutastof- ana, Tryggingastofnunar og Ríkisspítala. Formaður fjárveitinganefndar vék síðan að skattalækkunum á tíma ríkisstjómarinnar. Orðrétt sagði hann: „Núverandi ríkisstjóm hefur vemlega dregið úr skattheimtu á sínum ferli. Ymsir sérskattar hafa verið lækkaðir eða felldir niður og tekjuskattur hefur v erið lækk- aður. Nettólækkun skattheimtu ríkisins frá árinu 1982 nemur 2.700 milljónum króna...“. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga em mjög mismunandi á Norðurl- öndum. Meðalútgjöld á hinum Norðurlöndunum 1983 vóm 50,6% af landsftamleiðslu, hæst Æt Pálmi Jónsson formaður fjár- veitinganefndar Alþingis í Svíþjóð 61%, en hér vóm þau 35,2%. Þetta hlutfall var á sama tíma 43,1% í Bretlandi og 47,6% í V-Þýzkalandi. Launaútgjöld ríkissjóð, sam- kvæmt fmmvarpi til fjárlaga 1987, em 13,500 m.kr. Hvert 1% í hækkuðum launum ríkisstarfs- manna þýðir 200 m.kr. útgjaldau- aka á ári, 135 m.kr. i bein laun, 60 m.kr. í auknar bótagreiðslur tryggingakerfis. Að lokum sagði formaður fjár- veitinganefndar að nauðsynlegt væri að halda sívakandi þeim markmiðum, sem ríkisstjómin hafí starfað að síðustu misseri. Þau hafí m.a. verið: 1) Strangt aðhald í rekstri ríkis og ríkisstofn- ana, 2) Varúð við uppsetningu nýrrar starfsemi, 3) Gagnger at- hugun á viðamiklu þjónustukerfí ríkisins, til þess að gera það virk- ara og spoma við útþenslu án þess að draga úr þjónustu, 4) Endurskoða skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga, 5) Ákvarðanir og ábyrgð fari saman, 6) Ríkið standi ekki í rekstri sem aðrir aðilar geti með góðu mótu annast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.