Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 95
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 95 íþróttir helgarinnar: Stórleikir í úrvalsdeildinni SÍÐUSTU leikir fyrir jól ííslands- mótinu í körfu, handboita og blaki verða um helgina. Tveir stórleikir verða í úrvalsdeildinni f körfu- bolta og í 1. deild kvenna og karla verða tveir í hvorri deild. Einn leikur verður í 1. deild karla í handbolta og fjórir f 1. deild kvenna. í blakinu verða fjórir leik- irí 1. deild karla og einn f 1. deild kvenna. Körfubolti Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni á morgun. Klukkan 14 hefst leikur KR og UMFN í íþróttahúsi Hagaskóla, en leikur Vals og ÍBK verður í íþróttahúsi Seljaskóla og byrjar klukkan 20. Fyrir leikina er Njarðvík efst í deildinni með 16 stig, Valur og ÍBK hafa 14 stig og KR 10 stig. í 1. deild kvenna hefst leikur UMFG og UMFN klukkan 15.30 í Grindavík í dag, en á sama tíma á morgun byrjar leikur ÍR og KR í íþróttahúsi Seljaskóla. UMFG og Þór leika í 1. deild karla og verður flautað til leiks klukkan I4 í Grindavík í dag. Á sama tíma á morgun leika ÍR og Þór í íþróttahúsi Seljaskóla. Handbolti Síðasti leikurinn fyrir jól í 1. deild karla verður í Digranesi á morgun. UBK og Stjarnan keppa og hefst viðureignin klukkan 14. Á sama stað og tíma í dag leika Stjarnan og ÍBV í 1. deild kvenna, en á morgun veröa þrír leikir í Höllinni. Valur og ÍBV byrja klukkan 14, síðan Ármann og FH klukkan 15.15 og loks Fram og KR klukkan 16.30. Blak Fjórir leikir verða í 1. deild karla í blaki um helgina. í dag leika Fram og ÍS í íþróttahúsi Hagaskóla og Þróttur, Neskaupsstað, og HSK Guðmundur fer ekki til Austurríkis „LASK í Austurrfki gerði mér til- boð, og ég sendi gagntilboð, sem þeir gengu ekki að, og þvf er Ijóst að ég geri ekki samning við félag- ið,“ sagði Guðmundur Steinsson, fyrirliði íslandsmeistara Fram f knattspyrnu, f samtali við Morg- unblaðið f gœrkvöldi. „Ég er tilbúinn til að fara í at- vinnumennsku ef ég fæ tilboð sem Skíði: Figini sigraði íbrunkeppni ÓLYMPÍU- og heimsmeistari kvenna, MICHELA Figini, sigraði f bruni f Val D’lsere í Frakklandi f gær og er f 4. sæti að loknum fimm mótum, en þetta var fyrsta brunkeppnin. Figini, sem ekki hefur sigrað í keppni á undanförnum 20 mánuð- Zurbriggen í keppnisbann SVISSNESKI skfðamaðurinn Pirmin Zurbriggen, sem nú hefur forystu í heimsbikarnum, hefur verið meinað að taka þátt f FIS- móti f risastórsvigi sem fram fer f Obereggen é Ítalíu f dag. Alþjóða Skíðasambandið setti þetta bann á Zurbriggen vegna þess að hann sleppti hliði númer 15 í risastórsviginu í heimsbikarn- um á laugardaginn. Hann fór niður alla brautina og náði þá besta timanum, en samkvæmt FlS-regl- unum verður keppandi að hætta keppni strax og hann missir hlið. ég er ánægður með. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að fara að- eins til þess að fara, þvi þessu fylgir mikil röskun og sérstaklega fyrir fjölskyldumann. Ég var ekki ánægður með tilboðið og þá er betra að sleppa því. Að öllu óbreyttu leik ég áfram með Fram næsta sumar og síðan sé ég til,“ sagði Guðmundur. fyrir austan. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14. KA og Víkingur leika í karla- og kvennaflokki á Akureyri í dag. Karlaleikurinn hefst klukkan 14.30, en kvennaleikurinn klukkan 15.45. Á morgun leika síðan HK og HSK í 1. deild karla og hefst leikurinn í Digranesi klukkan 16.45. Morgunblaöifi/Steinþór Guðbjartsson • Gordon Lee var f gær endurráðinn þjálfari 1. delldarliðs KR f knatt- spyrnu fyrir næsta keppnistfmabil. A myndinni er Gordon Lee til hægri með Hauki Gunnarssyni, gjaldkera knattspyrnudeildar KR, _____________ kampakátir eftir að hafa gengið frá samningnum. Gordon Lee áfram með KR „ÉG hlakka mikið til næsta keppnistfmabils og við munum halda áfram þar sem frá var horf- ið. KR-liðið er á uppleið, blandan er góð og reynslan, sem yngri strákarnir fengu í sumar, kemur þeim og liðinu örugglega til góða næsta sumar," sagði Gordon Lee við Morgunblaðið f gær eftir að hann var endurráðinn þjáifari 1. deildarliðs KR f knattspyrnu fyrir næsta keppnistfmabil. Gordon Lee hefur verið þjálfari KR undanfarin tvö keppnistímabil en á veturna hefur hann aðstoðað David Pleat, áður framkvæmda- stjóra hjá Luton en nú hjá Totten- ham. „Eg sé að meðaltali tvo leiki á viku og bendi Pleat á efnilega leikmenn. Það er nauðsynlegt fyrir hvern þjálfara að vera í nánu sam- bandi við þaö sem er að gerast hverju sinni og afskipti mín af enska boltanum koma mér að gagni hjá KR. Hvað íslenska boltann varöar þá finnst mér breiddin hafa aukist og knattspyrnan batnað síðan ég kom hingað fyrst. Liðin eru jafnari og hérna eru margir strákar, sem gætu staðið sig vel í hinum harða heimi atvinnumennskunnar. KR-liðið er ungt og við höfum ekki náð að vinna titla á undanförn- um árum, en árangur felst ekki aðeins í því að standa uppi sem sigurvegari í móti. Þegar knatt- spyrnumenn dafna , styrkjast og verða betri, þá er það árangur fyr- ir þá, félagið og viðkomandi þjálf- ara,“ sagði Gordon Lee, sem hélt aftur til Englands í morgun eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík, en hann gerir ráð fyrir að koma aftur til starfa í lok febrúar. um, fékk tímann 1.25,59 mín. Maria Walliser varð önnur á 1.25,90 mín. og Heidi Zurbriggen, systir Pirmins, þriðja á 1.26,48 mín., en þær eru allar frá Sviss. Að loknum fimm mótum eru svissneskar stúlkur í fjórum efstu sætunum. Erika Hess stendur best að vígi með 51 stig, Vreni Schneid- er er með 46 stig, Maria Walliser er með 40 stig og Figini með 37 stig. Kvennakarfa: Æ IBKvann ÍBK vann ÍR f 1. deild kvenna í körfuknattleik f Keflavfk f fyrra- kvöld með 50 stigum gegn 41 eftir að ÍR haföi haft 23:22 yfir f leikhléi. Anna María Sveinsdóttir var stigahæst heimaliðsins með 16 stig, Margrét Sturlaugsdóttir skor- aði 13 og Björg Hafsteinsdóttir 10. Hjá ÍR gerði Vala Úlfljótsdóttir 15 stig, Fríða Torfadóttir 10 og Dagbjört Leifsdóttir 8. GLÆSILEGIR JOGGINGGALLAR FRA GOLDEN CUP Vandaðir og fallegir jogging- og innigailar fyrir konur og karla. Tilvalin jólagjöf. Frá Golden Cup færðu einnig vandaðan sundfatnað. Verð við allra hæfi. Trimmið og syndið í sundfötum frá Golden Cup. Golden Cup vörur fást í helstu sportvöruverslunum. rCOLDENl CUP SP0RTSWEAR Heildverslunin Borgartúni 36. Sími 688085.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.