Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
WmgKsmx
notum '
Loðnuveiðin:
29 skip með 19.200 lestir
GÓÐUR kippur kom í loðnuveið-
ina á föstudag, en síðdegis þann
dag höfðu 29 skip tilkynnt um
afla samtals 19.200 lestir. Fimm
stór skip voru þá eftir á miðun-
um, en aftaka veður var að
bresta á. Heildaraflinn frá upp-
hafi vertíðar er nú orðinn um
540.000 lestir.
A miðvikudaginn voru 19 skip
með afla og hefur þeirra allra verið
getið utan eins, sem er Eskfirðingur
SU og var með 430 lestir. A
fímmtudag var hins vegar aðeins
eitt skip með afla, Hilmir SU með
800 lestir.
Síðdegis á föstudag höfðu eftir-
talin skip tilkynnt um afla: Húna-
röst ÁR 620 lestir, Helga 11 RE
530, Skarðsvík SH 650, Magnús
NK 530, Ljósfari RE 560, Öm KE
570, Rauðsey AK 620, Guðmundur
Ólafur ÓF 600, Guðrún Þorkels-
dóttir SU 700, Bergur VE 470,
Víkurberg GK 560, Gígja VE 750,
Víkingur AK 1.350, Erling KE 700,
Albert GK 580, Fífíll GK 650,
Bjami Ólafsson AK 1.050, Þórs-
hamar GK 580, Keflvíkingur KE
540, Höfrungur AK 870, Gullberg
VE 620, Þórður Jónasson EA 680,
Sighvatur Bjamason VE 700, Dag-
fari ÞH 520, Harpa RE 450, Súlan
EA 800, Hilmir 11 SU 450, Grind-
víkingur GK 1.000 og Eskfírðingur
SU 550.
Eyðniveiran:
„Mesti óvinur mann-
kyns að undanskildum
kjarnorku vopnum“
- segir í upplýsingabæklingi frá Landlækni
„Veijumst eyðni, notum
smokkinn" nefnist bæklingur
sem Landlæknisembættið hefur
gefið út og látið senda öllu ungu
fólki í landinu á aldrinum 15-24
ára. Bæklingurinn er liður í her-
ferð heilbrigðisyfirvalda til að
reyna að hefta frekari útbreiðslu
alnæmis.
Samkór Grindavíkur syngur í fyrsta skipti undir stjórn Kristins Sigmundssonar óperusöngvara.
samfarir eða blóðblöndun. í bækl-
ingnum er sagt frá því að ýmislegt
bendi til að helsti áhættuhópurinn
sé ungt fólk á aldrinum fimmtán
ára til þrítugs, og sagt að besta
vömin gegn eyðni, sem og öðmm
kynsjúkdómum, sé notkun á veijum
eða smokkum.
Annar upplýsingabæklingur um
eyðni er nú í undirbúningi og verð-
ur honum dreift inn á öll heimili
eftir áramót.
Siglufjörður:
Átta þúsund
tonn af loðnu
að landi í gær
Siglufirði.
TÓLF loðnuskip komu til Siglu-
fjarðar með yfir áttu þúsund
tonn í gær. Flest skipin voru með
fullfermi. Síldarverksmiðja
ríkisins annar bræðslu á 1.500
til 1.700 tonnum á dag. Skipin
halda aftur á miðin þegar löndun
lýkur í dag eða á morgun.
í gær og fyrradag var ekki unnt
að lenda á Siglufjarðarflugvelli fyr-
ir hálku. Vél lagði af stað frá
Reykjavík í gærmorgun til Siglu-
flarðar, en lenti á Sauðárkróks-
flugvelli þar sem Siglufjarðarflug-
völlur átti ekki sanddreifara. Þau
boð komu frá flugyfirvöldum á
Akureyri að ekki væri lejrfilegt að
handsandbera völlinn, en sú aðferð
hefur ævinlega verið notuð á Siglu-
fjarðarflugvelli og víðar á flugvöll-
um landsins þegar hálka hefur
verið.
Aðventukvöld í Grindavíkurkirkju:
Nýi kórinn vakti hrifningu kirkjugesta
Grindavik.
HÁTÍÐLEGA stund á aðventu-
kvöldi átti fjöldi Grindvíkinga
í kirkjunni sinni um síðustu
helgi. Kirkjan var þéttsetin og
varð að opna inn í safnaðar-
heimilið til að allir fengju sæti.
Dagskráin byijaði á því að blás-
arakvartett Tónlistarskóla
Grindavíkur lék nokkur jólalög og
síðan var helgileikur, sem vænt-
anleg fermingarböm fluttu.
Eftir að skólastjóri Gmnnskól-
ans, Gunnlaugur Dan Ólafsson,
hafði lesið jólasögu, kom Samkór
Grindavíkur fram opinberlega í
fyrsta skipti undir stjóm Kristins
Sigmundssonar ópemsöngvara
við undirleik Kára Gestssonar.
Þegar kórinn hafði flutt 4 jólalög
færðu hjónin Haukur Pálsson og
Ástrós Reginbaldursdóttir þeim
félögum Kristni og Kára blóm-
vendi fyrir hönd annarra kórfé-
laga, sem vott um þakklæti með
samstarfíð.
Var kómum og þeim félögum
þakkaður flutningurinn innilega
af kirkjugestum.
Kr. Ben.
Stjómanda og undirleikara færðir blómvendir frá kórfélögum.
Væntanleg fermingarböm flytja ljósið í bæinn. Úr upphafsatriði helgileiksins. Morgunbiaðið/Kr. Ben.
í bæklingnum er íjallað um veir-
una HIV sem veldur þessum
sjúkdómi og hún nefnd mesti óvinur
mannkyns að kjamorkuvopnum
undanskildum. Sagt er frá þróun
sjúkdómsins, en um 50% sýktra em
einkennalaus í að minnsta kosti 5
ár eftir smit. Hægt er að greina
sjúkdóminn með mótefnamælingu
en viðkomandi er þó mjög líklega
smitberi þó hann sé einkennalaus.
Um helmingur smitaðra sjúklinga
fær forstigseinkenni á fyrstu fímm
ámnum eftir smit, og allt að 30%
þeirra sem smitast af eyðni fá ein-
kenni lokastigs innan fimm ára.
80% sjúklinga á lokastigi deyja inn-
an tveggja ára frá því alnæmis
verður vart.
Sagt er frá helstu smitleiðum
eyðni, en sjúkdómurinn smitast við
Ferskf isksölur í Bretlandi og Þýzkalandi:
1.443 lestir að verðmæti 94
milljónir seldar í vikunni
1.443,5 lestir af ferskum fiski
héðan að verðmæti 94 milljónir
króna voru seldar í annarri viku
þessa mánaðar úr gámum í Bret-
landi og skipum í Bretlandi og
Þýzkalandi. Meðalverð fyrir af-
GENGIS-
SKRANING
Nr. 237 -12. desember 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 40,880 41,000 40,520
St.pund 58,356 58,528 58,173
Kan.dollari 29,652 29,739 29,272
Dönskkr. 5,3368 5,3525 5,4225
Norskkr. 5,3751 5,3908 5,3937
Sænskkr. 5,8584 5,8756 5,8891
Fi.mark 8,2411 8,2653 8,2914
Fr.franki 6,1515 6,1696 6,2492
Belg. franki 0,9699 0,9727 0,9846
Sv.franki 24,0496 24,1202 24,5799
Holl. gyllini 17,8593 17,9118 18,1135
V-þ. mark 20,1677 20,2269 20,4750
Ít.líra 0,02912 0,02920 0,02953
Austurr. sch. 2,8675 2,8759 2,9078
Port. escudo 0,2730 0,2738 0,2747
Sp.peseti 0,2992 0,3001 0,3028
Jap. yen 0,25049 0,25123 0,25005
Irsktpund 54,949 55,110 55,674
SDR(Sérst) 48,9715 49,1157 48,9733
ECIJ, Evrópum. 42,0369 j 42,1603 42,6007
lann hefur hækkað verulega og
náð því, sem verið hefur að með-
altali undanfama mánuði, en það
féll niður undir 40 krónur fyrstu
viku mánaðarins.
Alls vom seldar í Hull og Grims-
by 721,3 lestir af físki úr gámum
að verðmæti 49,4 milljónir króna.
Meðalverð var 68.43. Megnið af
þessu var þorskur, sem að meðal-
tali fór á 69,03 krónur hvert kíló.
Næsty mest var af kola á 66,39.
Ýsan fór á 75,13, ufsinn á 42,50
og karfínn á 59,13.
Tvö skip seldu afla sinn í Bret-
landi á fímmtudag. Skarfur GK
seldi 81,3 lestir, mest þorsk í Hull.
Heildarverð var 5.546.400 krónur,
meðalverð 68,23. Vigri RE seldi
146,9 lestir af mjög blönduðum
afla, svo sem þorski, grálaúðu,
karfa og ufsa. Heildarverð var
8.837.200 krónur, meðalverð 60,14.
Þijú skip seldu afla sinn í Þýzka-
landi í vikunni og hefur þeirra allra
verið getið áður. Þau seldu samtals
493,5 lestir að verðmæti 30 milljón-
ir króna. Meðalverð á kíló var 60,89
krónur. Mest af aflanum var karfí
og ufsi. Meðalverð fyrir þorsk var
74,01, fyrir ýsu 60,91, ufsa 51,89,
karfa 69,61 og aðrar tegundir að
meðaltali 64,41 króna.
Það var hátíðlegt þegar kórfélagar úr gmnnskólanum tendmðu ljós
á kertum sínum.
Blönduós:
Aðventukvöld í
Blönduóskirkju
RIXnduAa
Blönduós
NÚ ER svartasta skammdegið
og jólaundirbúningurinn í fullum
gangi. Þrátt fyrir að amstur
hversdagsins sé mikið og lífsbar-
áttan hörð þá gáfu mörg sóknar-
böra Blönduóskirkju sér tima til
að slaka á og hlýða á dagskrá i
Blönduóskirkju tengda aðvent-
unni.
Húsfyllir var í kirkjunni á þriðju-
dagskvöldið en þá var haldin þar
aðventukvöldvaka undir stjóm
sóknarprestsins séra Ama Sigurðs-
sonar. Haukur Sigurðsson sveitar-
stjóri á Blönduósi flutti hugvekju
og Elín Sigurðardóttir húsfreyja á
Torfalæk II las jólaævintýri. Kirkju-
kórinn og kór Grunnskólans á
Blönduósi sungu jólalög og sálma
undir stjóm Sigurðar Daníelssonar.
Það var hátíðarblær yfír sam’ko-
munni og lagðist þar allt á eitt að
svo mætti verða.
Jón Sig.