Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 37 tengjast sögulegum atburðum. 'Iins vegar er minna sagt frá núlifandi mönnum. Gamla Reykjavík Stór hluti bókarinnar flallar um hús og mannvirki sem horfin eru fyrir löngu og fæstir muna sjálfsagt eftir. Mörg þessara húsa stóðu í miðbænum og gegndu mikilvægu hlutverki á sínum tíma. Sem dæmi um slík hús mætti nefna timburhús sem stóð þar sem Hótel borg er nú og var þar m.a. fyrsta pósthús Reykjavíkur. Fyrir einni öld endurspeglaði byggðin í Reykjavík stéttaskiptingu og kjör manna greinilega. í mið- bænum bjuggu embættismenn og kaupmenn og aðrir efnamenn. Vest- urbæinn byggðu mest sjómenn og þeir sem tengdust útgerð. Þar risu reisuleg skipstjórahús og sum þeirra eru allt frá skútuöldinni. Fátækasta fólkið hefur flest búið í Austurbæn- um á þessum tíma t.d. Skuggahverf- inu. Þetta hverfi dró nafn sitt af kotinu Skugga og lá með sjónum þar sem Skúlagata er nú. Aftur voru alltaf nokkuð efnaðir menn í Þing- holtunum t.d. Magnús landshöfðingi sem lét byggja Næpuna o. fl. - Er nokkuð vitað um hvemig kotið Skuggi leit út? Nei, það er nú fátt vitað um það, nem hvað það virtist hafa verið mesta fátæktarbæli. Það tíðkaðist ekki að geyma teikningar húsa á þessum tíma og sjálfsagt hefa engar teikningar verið gerðar af slíkum örreitiskotum. Um Skugga hefur geymst þessi vísuhelmingur og ber hann ekki vott um mikið ríkidæmi: Þórður nagaði þurran ugga þegar að Gísli dó í Skugga. Hér mun átt við Gísla Nikulásson tómthúsmann sem dó árið 1819. - Hvað um ömefni á höfuðborgar- svæðinu? Örnefni í Reykjavík Það er getið fjölmargra gamalla ömefna í bókinni, venjulega í tengsl- um við þær jarðir sem þau tilheyrðu. Bújarðir á borgarsvæðinu voru að sjálfsögðu margar og em nöfn sumra þeirra enn við líði. Breiðholt, var t.d. jörð í eigu dómkirlqunnar og var þar reyndar lögbýli til skamms tíma þar sem Alaska er núna. Eins er með jarðimar Laugar- nes og Bústaði sem bæði voru fom býli og er Bústaða t.d. getið í Jar- teiknabók Þorláks helga. Erfiðara að afmarka jarðir eins og Vík (Reykjavík)’ á Seltjamamesi eða Amarhól sem fóm snemma undir byggð. Amarhólsjörðin var miklu stærri en þessi bleðill sem við köllum Amarhól. Nokkur fom ömefni hafa þó haldist í Amarhólslandi frá önd- verður s.s. nöfnin Grófin, Ánanaust og Austurvöllur. Eins er sandur af stökum ömenfn- um í borgarlandinu sem erfitt er að flokka s.s. Köllunarklettur, sem menn em reyndar ekki sammála um hvar hafi verið. Um ömefnin hef ég aðalega leitað fanga í prentuðum heimildum og ömefnasöfnum. Þá hafa ýmsar heimildir sem safnað hefur verið í Árbæjarsafni verið mér ómetanlegur stuðningur varðandi ömefnin og annað efni bókarinnar. Þá hef ég víða tínt til skemmtileg- ar sögur og kveðskap þar sem slíku er til að dreifa , til að hressa uppá efnið. Annars verður að hafa í huga að fyrir um öld var Reykjavík ekki nema 2500 manna bær og hefur líklega verið ósköp daufleg byggð á þeim tíma. Það fer þó ekki hjá því að maður rekist á margt athyglis- vert þegar gluggað er í gamlar heimildir. Ég komst t.d að því að fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur, Páll Einarsson sem var borgarstjóri 1908 - 1914, bjó í Höfða nokkur ár. Það atvikaðist þannig að Páll fór norður á Akureyri þegar hann lét af borgar- stjóm og var þar í nokkur ár. Síðan réðist hann til starfa sem hæstarétt- ardómari hér í Reykjavík um 1920 þegar húsnæðis skortur var mikill. Borgaryfirvöld notuðu þá rétt sinn og tóku Höfða leigunámi og bjó Páll þar í nokkur ár. — Hvað hefurðu unnið lengi að þess- ari bók? Ég skrifaði megnið af þessu á árunum 1979 - 82 en hafði þá alls ekki ákveðið að gefa efnið út með þessu sniði. Þess ber að geta að ég er ekki eini höfundur bókarinnar - þar hafa að fleiri lagt hönd á plóg- inn en ég. í heild má segja að aðal áherslan við samningu þessarar bókar hafi verið að koma fróðleik á framfæri en þó þannig að reynt er að forðast miklar fróðleiksþulur. Þessi bók er alþýðlegt fræðirit og á að vera að- gengileg fyrir almenning til fróðleiks um höfuðborgina. Þetta hefur verið afskaplega lif- andi viðfangsefni, að fjalla um bæinn sem maður hefur haft fyrir augum alla sína tíð. Sjálfur man ég eftir íjölmörgum svipmiklum húsum sem nú eru horfin. Ég verð að viður- kenna að manni þótti landhreinsun af mörgum þeirra hér í gamla daga en nú eru viðhorfín önnur og maður saknar margra þeirra. Einna erfíðast hefur verið að tak- marka sig svo að ekki teygðist um of úr frásögnum. Til að ná víðari sýn en lögmál textans leyfa hafa sérstakar innskotsgreinar verið tengdar textanum á fjölmörgum stöðum í bókinni og er þar fjallað um ýmislegt sem hefur fremur al- mennt gildi og sýnir kannski tíðar- andann fremur en það sé bundið við ákveðna staði. Ég hef skrifað töluvert um dag- ana, einar 10 bækur held ég, en hef ekki haft eins gaman af að skrifa neitt eins og þessa bók. Maður er alltaf að detta niður á eitthvað nýtt enda er efniviðurinn nær óendanleg- ur. - bó. Grjótagata 6og8 Á þessum stað var reistur bær (Sandholtsbær) um 1795 af Agli Sandholt eða Jens syni hans. Þeir voru ættaðir frá Sandhólum á Tjömesi og er ættamafnið af því dregið. Um hálfri öld síðar var byggt nýtt hús á lóðinni sem löngum er kennt við svonefndar Thom- senssystur, Kristjönu og Maríu, sem þar ráku telpnaskóla og kallað Thomsenssystrahús. Kristjana kenndi ensku og frönsku og gítarspil en María handavinnu, prjón, útsaum og annað slíkt. Þær systur töluðu ævinlega saman á dönsku. Kristjana var fyrir þeim, talin lærðari, þannig að María lét sér að mestu nægja að endur- taka lítt breytt það sem eldri systirin sagði. Gámngar í Reykjavík settu saman eftir- farandi samtal í nafni þeirra systra: K: „Der döde en Kat.“ M: „Ja, der döde en Kat.“ K: „Forleden Nat.“ M: „Ja, forleden Nat.“ K: „I Sturlubúð.“ M: „Ja, í Sturlubúð." K: „Den döde af eitur.“ M: „Ja, af Anilin-eitur.“ (Eufemia Waage 1949, 60). Thomsenssystrahús var rifið um 1905. Löngu síðar var byggt lítið almenningsnáðhús á lóðinni en það var rifið 1984 og flutt á lóðina hús sem stað- ið hafði við Garðastræti 9. Þiðþurfið ekki að lenguryfir þessu- -HANGIKJÖTIÐ ER FRÁ OKKUR Og hangikjötið frá Kjötiðnaðarstöð KB er gott. Allt frá fyrsta munnbita mælir það með sér sjálft. Borgarneshangikjötið er úrvalskjöt, vel taðreykt svo að bragð er að. Sem sagt: Ijúf- fengt hangikjöt við hvers manns hæfi og hentar við öll tæki- færi. KJÖTIONAÐARSTÖD (ffi) Borgarnesi sími 93-7200 MESSÍASAR TÓNLEIKARNIR Miðasala: a) Gimli Lækjargötu í dag frá ki. 9 til 12 sími 622255- b) við innganginn. Endurtökum flutning á Messias eftir Hándel í Hallgrímskirkju í dag kl. 14.00. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Kór: Pólýfónkórinn. Einsöngvarar: Maureen Braithwaite Sigríður Ella Magnúsdóttir Jón Þorsteinsson Peter Colman Wright -< i i > Greiðslukortaþjónusta. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.