Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Jólarós í gamalli franskri helgisögn seg- ir svo: Þegar vitringamir þrír voru á leið til Betlehem, slóst í för með þeim ung bóndastúlka, sem hét Madelon og fylgdist með þeim að jötu jólabamsins. En þegar þeir bám fram dýrmætar gjafir sínar var hún mjög hrygg af því að hún hafði ekkert fram að færa. Þá birt- ist henni engill, sem tók í hönd hennar og leiddi hana út úr íj'ár- húsinu — og þar sem vængir hans snertu jörðina spruttu upp hin feg- urstu blóm, fannhvít, þó á miðjum vetri væri, myrkt og kalt. Nú gat einnig unga stúlkan, Madelon, fært Jesúbaminu gjöf á þessari helgu nótt — vetrarblómið bjarta: JÓLA- RÓSINA. Sú einkennilega náttúra þessarar jurtar að blómstra á miðjum vetri Helleborus niger — um jólaleytið — á auðvitað sína. eðlilegu skýringu. í heimkynnum hennar, kalksteinsfjöllum Suðaust- ur-Evrópu, eru sumrin svo heit og þurr, að jurtin gerir ekki meira en rétt að tóra og hefur engan þrótt til þess að blómstra. Þegar svo haustar að með regn og svala daga færist hún öll í aukana og um jól hefur hún safnað svo miklum kröft- um að blómgunin getur hafist. Hér á norðurslóðum verður þó oftast að hjálpa henni til með því að taka hana í hús. Þessi einkennilegi blómgunartími hefur auðvitað ýtt undir hugarflug manna. Trú og hjátrú hafa ofið um hana sögur og sagnir í tugatali, öldum saman. Það mun meira að segja vera hægt að rekja slóð henn- ar inn í sálmabókina okkar. Gamalt Máríuvers frá 14. eða 15. öld „Es ist ein Ros entsprungen" á sér þessa ,Það aldin út er spnmgið UTSTEIN til jólaskreytinga Litsteinarnir eru gegnumiitaðir skrautsteinar, t.d. til blóma- og Ijósaskreytinga. Þó mó einnig nota sem botnsteina í fiskabúr, ó pottablóm o.fl. Margir litir. Fóst m.a. í eftirtöldum verslunum: Hagkaup Miklagarði og Blómavali Góða skemmtun! VIKurlll/örur tfil ö rt SYNING i dag kl. 2 í Miklagarði sögu: Munkur nokkur var sendur í erindum fyrir klaustur sitt tij furstahallar í fjallahéraði einu. í hallargarðinum færði ung stúlka honum nýútsprungna jólarós, en á heimleið til klaustursins samdi munkurinn ljóð og lag, sem í útsetn- ingu hins mikla kirkjutónskálds M. Prætoriusar hefur orðið vinsæll jólasálmur á Norðurlöndum og sem við hér á landi þekkjum við sálm séra Matthíasar: Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót... Jólarósin er fræg lækningajurt og ótal sögur, gamlar og nýjar, sagðar af krafti hennar. Hún er t.d. stundum nefnd „hnerrarót" vegna þess að þurrkuð og mulin rótin var notuð til þess að fram- kalla hnerra — en það að hnerra var talið afskaplega hollt því það hreinsaði heilann! Pyrrum var hún notuð til að lækna geðveiki og einn- ig vatnssýki (bjúg). Jurtin inniheld- ur sterk efni, sem verka á hjartað og getur haft hættulegar eiturverk- anir sé hún etin eins og raunar nafnið HELLEBORUS bendir til - en það er samsett úr grísku orðun- um: Hellein = að drepa og boro = matur eða fasða. Nafnið JOLARÓS er oft ranglega notað um aðra plöntu: Euphorbia eða Poinsettia sem ber krans eða stjömu af rauð- um háblöðum. En sú planta heitir JÓLASTJARNA og er alþekkt stofujurt. Ó.B.G. Góðir lesendur, gleðileg jól. Hitt- umst aftur með hækkandi sól. Hávamál og Völuspá frá Svörtu á hvítu BÓKAÚTGÁFAN Svart á hvitu sendir m.a. frá sér bókina „Grá- mosinn glóir" eftir Thor VU- hjálmsson nú fyrir jólin. Rúnar Armann Arthursson er höfundur unglingabókarinnar „Al- gjörir byrjendur" sem einnig kemur út hjá Svörtu og hvítu. Aðrar bæk- ur sem bókaútgáfan gefur út fyrir jól eru „Hávamál og Völuspá", „Söngbók" í samantekt Gylfa Guð- mundssonar, „Samningatækni" eftir Ury og Fischer og ljóðabókin „M“ eftir Einar Guðmundsson. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.