Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 vatu losna við bakverki og stífleika í herðum á meðanþúsefur? Sé sofiáú röngu eðu lélegu undirlagi, Morgunstund gefurgidl i tnund, eftir getur gcett stífleika í baki á morgnuna. væran svefn á heilsudýnu og kodaa frá Buy Jacoosen. Þá skaltu reyna hellsudýnu og kodda Bay Jacobsen. Hún einangrar gegn kulda og hefur nuddandi áhrif á likam- ann, auk þess að dreifa likamsþunganum á undirlagið. Þú hvílist betur og verkirnir linast og hverfa. Ystu laj’, hvilt, tir líMI'X, Lag, sem tekur við raka \ aita Luguflitlum kitlttm. sem eiultintirptt liittt og , miíltlti. Heilsukoddi Bay Jacobsen styður vel við höfuðið, þannig að vöðvar í herðum ná að slakna og hvílast. Það er 14 daga skilafrestur. Það er þvi allt að vinna en engu að tapa. Útsölustaðir: Hreiðrið Reykjavík, Bústoð Keflavík, Máiningarþjónustan Akranesi, Húsgv. ísafjarðar, Hátún Sauðárkróki, Vörubær Akureyri, KASK Höfn, Reynisstaður Vestmannaeyjum. Gerð Martin 100% bómull Litir. hvítur, drapp, bleikur, rauður, gulur, grár og blár. 2ja stykkja sett kr. 1.670.- 3ja stykkja sett kr. 2.410.- motta 70 x 120 kr. 1.880.- kringlótt motta kr. 1.730.- IGLUGGATJOED A. JL W SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 Kristín B. Ölafs- dóttir - Minning Fædd 11. september 1922 Dáin 3. desember 1986 „Á einum guði er allt mitt traust, engu skal ég þvi kvíða, angur míns hjarta efalaust, á sér hans mildin blíða. Enn þá hörmungar efnin vönd, á mig frekt geri að leita, almáttug Drottins hægri hönd, hún kann því öllu að breyta." (H.P.) Hún Kristín Berta Olafsdóttir, frænka mín, andaðist í sjúkrahúsinu á Patreksfirði, eftir stutta legu þar. Hún var á 65. aldursári, en sein- ustu ár gekk hún ekki heil til skógar. Það er sagt að mannkostir hverrar manneskju komi best í ljós, þegar erfiðleikar steðja að. Enginn gat merkt það í fari hennar, að hún bæri þann sjúkdóm, sem síðar leiddi hana til dauða. Þannig var hún fram til síðustu stundar. Kristín Berta fæddist á Bakka í Tálknafírði. Hún var dóttir hjón- anna Lilju Friðbertsdóttur og Ólafs Kristjánssonar. Hjá þeim var hún til þriggja ára aldurs, en þá veiktist móðir hennar af berklum. Það hefur ekki verið sársaukalaust hjá þeim hjónum að þurfa að láta hana frá sér svo unga, en þó verið þeim huggun, hversu góð hjón tóku hana í fóstur. Það voru þau Guðríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Jónsson bóndi og kaupfélagsstjóri á Sveinseyri. Hún minntist þeirra og barna þeirra allra með mikilli elsku og þakklæti fyrir allt, sem þau höfðu gert fyrir hana. Það voru alla tíð miklir kærleikar á milli hennar og systranna frá Sveinseyri. A 15. aldursári flutti Berta aftur til foreldra sinna, sem þá voru flutt til Patreksfjarðar. Við bjuggum rétt hjá hvor annarri og urðum óaðskilj- anlegar og á ég ógleymanlegar minningar um hana, sem ég mun gleyma í huga mér. Allir sem kynnt- ust henni fundu hve hjartahiý hún var og góð manneskja. Ég og fjöl- skylda mín þökkum henni fyrir öll okkar kynni gegnum árin. Berta gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Bergstein Snæ- bjömsson, 16. ágúst 1941. Þau eignuðust 3 böm. Sigurð, hans kona er Ester Kristinsdóttir og eiga þau 3 böm, Lilju, gifta Guðna Kolbeins- syni og eiga 4 böm, og Guðmund, sem hefur verið búsettur í Ástralíu. Hann á eina dóttur, sem kom eins og sólargeisii inn á dánarbeð ömmu sinnar, þegar maður hennar færði henni mynd, sem þau höfðu verið að fá af henni. Guðmundur er kom- inn heim til að fylgja henni síðasta spölinn, en hún lifði það ekki að sjá hann — hún andaðist um morgun- inn, en hann kom síðdegis. Bamabömin munu sakna ömmu sinnar mikið, enda var hún vakandi yfir þeim alla tíð. Berta frænka mín og vinkona var góð eiginkona, móðir og amma. Foreldrar hennar bjuggu lengst af í sama húsi og hún. Hún vafði þau hlýju og um- hyggju meðan þau lifðu. Það var mikill kærleikur á milli þeirra alla tíð. Berta og Steini voru hamingju- söm hjón. Hann hefur verið henni góður eiginmaður og mikill styrkur í hennar veikindum, sem hún mundi vilja þakka honum. Þau eiga yndis- leg böm, tengdaböm og bamaböm. Ég bið guð að gefa þeim trú og styrk í þeirra sorg. Ég bið að þau megj taka á móti jólaboðskapnum með gleði í hjarta. Það hefði hún viljað. Ég votta öllum ástvinum hennar, tengdafólki og vinum henn- ar mína dýpstu samúð. Jarðarförin verður gerð frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 13. desem- ber, kl. 14. Þórey Kristmundur Bald- ursson - Minning Fæddur 6. september 1946 Dáinn 4. desember 1986 Okkur brá samstarfsmönnum Kristmundar Baldurssonar, þegar okkur barst sú sorgarfrétt, að hann hefði orðið bráðkvaddur í Kaup- mannahöfn. Við kvöddum hann kvöldið áður þegar hann var að leggja í sína hinstu för hér, kátan og hressan að vanda, ásamt starfs- félögum sínum. Þeir vom að fara í kynnisferð á vegum Flugleiða til að bæta þjónustu og samræma störf félagsins. Ekki datt mér í hug þeg- ar ég var að glettast við þá við borðið, þar sem þeir biðu brott- farar, að hér væri ég að kveðja Krissa vin minn hinsta sinni hér á jörð. Kristmundur var stakt ljúfmenni. Við höfðum oft allnáið samstarf og þar bar aldrei styggðaryrði á milli nema síður væri. Hann átti mörg áhugamál, hann hafði flugmannspróf og ég naut þeirrar ánægju að kenna honum undirstöðu í siglingafræði, sem þar er krafist, en ég kenndi nokkur ár Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta í flugskóla hér í Njarðvík og ég veit, að hann bar traust til mín. Síðar varð hann einn af eigendum Suðurflugs. Við erum margir landamir sem höfum áhuga á bátum, og ég man hvað hann var ánægður þegar hann eignaðist bát. Hann bauð mér að koma með einhvem tíma, en þrátt fyrir áhuga minn á bátum komst það ekki í framkvæmd hjá mér, því miður. Kristmundur var hraustmenni, enda þéttur á velli og skapið eftir því. Hann stundaði lyftingar í mörg ár og hafði auðheyrilega mikla ánægju af, þó ég sé nú alltaf hrædd- ur um að menn ofbjóði líkama sínum með þessu. Þessir krafta- menn em þó í afburða þjáifun og þekkja mátt sinn og takmörk. Þessi þétti og sterki maður hafði mikinn áhuga á dansi og fáir hefðu trúað hvað hann var léttur og snöggur þar. Besta dæmi um það fékk ég eitt sinn þegar ég var að greiða trygg- ingar í Bmnabót í Keflavík. Þar em stórir gluggar og gott útsýni. Þá sé ég hvar Kristmundur kemur akandi á eðlilegum hraða og sam- tímis sjáum við lítið bam hlaupa út á götuna, fyrir aftan bíl foreldra sinna, en annar bíll var þétt fyrir aftan. Vegna þessa sá ég þetta betur en Kristmundur. Mamman var við hlið mér í Bmnabót, pabbi átti að passa. Ég hef sjaldan séð sneggri viðbrögð en hjá Krissa. Allt í senn, bíllinn bókstaflega negldist fastur, hurðin upp og Krissi út eins og fjöður og fram fyrir bílinn, að baminu langt á undan föðumum sem var að passa það, allt á sekúndum. Foreldrar þessa bams eiga að mínum dómi skuld að gjalda og þakklæti fyrir að hér var ekki á ferð einn af þessum glönnum sem aka Hafnargötuna á hundrað og þar yfír. Mér er engin launung að ég táraðist af gleði þeg- ar ég sá að snögg viðbrögð vinar míns björguðu þessu bami. Nú sakna ég þessa vinar og veit að það gera fleiri. Ég sendi ástvinum Krissa okkar innilegustu kveðjur og það er von mín að minningin um góðan dreng styrki þá á þessari örlagastund og tíminn og minningin græði sorg þeirra. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Kristbergur Guðjónsson Biriing af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis'á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Legsteinar / . Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, ilamt ó.f síml 91-620809
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.