Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 32

Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Nú í DÝRTÍÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJÖRNU JÓLAKORTIN FAST í FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 229 30 - 22865 HERRAFÖT í ÚRVALI Austurstrœti 14, *: 12345. Oplði dag tfl kl.16.00 AðdáendunDenisélRÖDÍnslbíðalnvérrarinvrrailUókar f^ahenni^^^o^^UwænÓHgu^Sugiskáldkonanlbregst be irnTékkiínuTíremutfen endranæR RosemarVi heillasWáWRaullMen kémsCfsyOTaðL þvíiað hann er lofaður ann- arri. Tiiraun hennar iiiai til áð hefna sín á honum mmvmn sí snýst þó hrapallega í höndum hennar, og áður en hún veit af er hún gift honum, en... : 99&r10 TIMABÆR / Teiknikennsla sjonvarpsins í þættinum „Stundin okkar“ eftirSigríði Einarsdóttur og Sólveigu Helgu Jónasdóttur Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú „teiknikennsla“ sem hefur farið fram undanfarið í sjónvarpinu í þættinum „Stundin okkar". Þessi kennsla leit afskaplega sakleysis- lega út fyrir þeim sem ekkert þekkja til myndmenntakennslu. FIMK sér sig tilneytt til að bregð- ast við slíkum kennsluaðferðum sem brjóta í bága við grundvallarat- riði myndmenntakennslunnar. Einnig vill FÍMK nota tækifærið til að uppfræða almenning um hvaða áhrif slík kennsla getur haft á teikniþroska bama. Það er mikið ábyrgðarhlutverk sem er lagt á herðar kennurum og uppalendum með kennslu og allri uppfræðslu. Það virðist sem sumir álíti það auðvelt verk og allir geti innt hana af hendi eins og hveijum henti, en það er af og frá. Það er afar áríðandi hvemig örvun böm fá í myndsköpun allt frá fyrstu getu þeirra, þar geta foreldrar, fóstrur, kennarar og aðrir upp- alendur haft mikil áhrif. Hlutverk kennarans er fyrst og fremst að geta skilið afstöðu bams- ins til teikningarinnar og fínna hið jákvæða í teikningum þess. Böm byrja mjög snemma að hafa þörf fyrir að tjá sig í inynd. Þau fá mismunandi örvun til þessarar tjáningar. Það er bömum afar mik- ilvægt að fá tækifæri til að skapa. Þau þurfa að skoða, þreifa og upp- lifa. Upplifun og reynsla þeirra sjálfra hefur mikil áhrif á sköpunar- gleðina. Það má á engan hátt ræna þau henni. Hún er þeim í blóð borin. Það er afar auðvelt að hindra þennan sköpunarþroska og það em því miður margir ómeðvitaðir um hvar hættan liggur. Þess vegna telja myndmenntakennarar nauð- synlegt að benda á þau áhrif sem böm geta orðið fyrir ef ekki er skilningur á þessum þætti í þroska þeirra. Á aldrinum 4—6 ára eru böm hvað fróðleiksfúsust og spyrja í sífellu. Þá strax bæta þau við sig mikilli þekkingu og teikningar þeirra breytast mikið. í myndum sínum segja böm frá afstöðu sinni til umhverfisins. Þau flytja okkur ákveðinn boðskap. Teikniþroski bama endurspeglar oft hinn andlega þroska þeirra. Þroski bama er mismunandi og hann kem- ur greinilega fram í teikningum Bókaútgáfan Iðunn: Tímaþj ófurinn, Elskhuginn og Svarti riddarinn - meðal jólabókanna í ár BÓKAÚTGÁFAN Iðunn sendir frá sér 36 nýja bókatitla fyrir jól, islenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur, handbækur, barna- og unglingabækur ásamt teikni- myndasögum. „Mánatuminn" er heiti ljóðabók- ar Else Lasker-SchUuler, en bókina þýddi Hannes Pétursson. Gils Guð- mundsson hefur tekið saman efni bókarinnar „Öldin okkar 1976-1980“. Gils hefur einnig safn- að efni í bókina „Gestur, íslenskur fróðleikur" en þetta er þriðja bindi ritsafnsins. „Tímaþjófurinn" nefnist skáidsaga Steinunnar Sigurðardótt- ur, og „Elskhuginn" er heiti bókar Marguerite Duras. „Konumar á Brewster Place" er eftir Gloríu Naylor, og „Hin konan“ eftir Joy Fielding. Þá koma út bækumar „Ást innan myrkra rnúra" eftir Mary Stewart, „Blekkingarvefur" eftir Phyllis A. Whitney og „Vágestur á sjúkrahús- inu“ eftir Michael Palmer. „Svarti riddarinn" er eftir Alistair Maclean, „Eiturskógurinn" eftir Hammond Innes, og „Dalur dauðans" eftir Heinz G. Konsalik. Þijár þýddar handbækur koma út, „Að elska hvort annað" eftir Leo Buscaglia, „Konan, kynreynsla kvenna" eftir Sheilu Kitzinger og „Hvemig þú verður heilbrigður" eftir Paavo Airola. „Elías, Magga og ræningjamir" er bama- og unglingabók eftir Auði Haralds, „Saman í hring“ nefnist bók Guðrúnar Helgadóttur, og „Ef þú bara vissir" er heiti bók- ar Helgu Ágústsdóttur. Fleiri bama- og unglingabækur koma út, svo sem „Dóra í dag“ eftir Ragn- heiði Jónsdóttur, „Sumardansinn“ eftir Bo Green Jensen, og „Ein af strákunum" eftir Ulf Stark. „Fimm í íjársjóðsleit" nefnist bók eftir Enid Blyton og „Ævintýrahöllin" og „Ævintýraeyjan" eftir sama höf- und eru nú gefnar út á ný. „Leikir og grín“ og „Þrautir og galdrar" nefnast tómstundabækur í þýðingu Sigurðar Bjamasonar. „Flóðhestur á heimilinu" nefnist bók eftir Ole Lund Kirkegaard, og „Hænsnaþjófurinn" er eftir Sven Nordqvist. „Sampó litlilappi" nefn- ist bamabók eftir Zacharias Tope- lius, og „Lúlli og öll dýrin", „Lúlli og Gunna" og „Lúlli og Bangsi prakkari" heita bækur eftir Ulf Löfgren. Bent Kjærsgaard er höfundur bókarinnar „Ó hvað ég hlakka til“ og fjórar bækur koma út í bóka- flokknum „það er leikur að læra“ eftir Mauri Kunnas. Teiknimyndasögur sem koma út að þessu sinni em „Hin Ijögur fræknu og ísjakinn" og „Hin fjögur fræknu og einhymingurinn" eftir Chaulet og Craenhals. „Glennur og glappaskot" nefnist bókin um Viggó viðutan eftir Franquin, og tvær nýjar bækur koma út um Sval og Val. „Flugvélarránið og kafbáta- hættan" nefnist bók eftir Jacques Í Martin, og „Sammi í bófahasar" er . eftir Berk og Cauvin. „Pési panda, ránið í furðugripasafninu" er eftir Maarten Toonder.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.