Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 86
86
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
fclk f
fréttum
Ný útgáfa af
Trivial Pursuit
Guðmundur Guðveigsson, framkvæmdastjóri Eskifells, býður gesti
velkomna.
Islenska þjóðin fékk svo sannar-
lega að kynnast leiknum Trivial
Pursuit í fyrra, en þá var ekkert
fjölskylduboð fullkomið án þess að
ungir og aldnir reyndu með sér,
Velgengi þessa leiks hefur verið
ótrúleg um víða veröld, en líklega
er áhugi íslendinga ákafastur, því
að sögn Richard Evans, fulltrúa
Trivial Pursuit í Englandi, eru
hvergi fleiri spil á nef hvert en ein-
mitt á íslandi.
Þrátt fyrir þessar fádæma vin-
sældir er því ekki að neita að sumar
spumingamar vom fullþungar fyrir
unga keppendur, svo að keppendur
vom yfírleitt táningar og þaðan af
eldra fólk. Til þess að vinn bráðan
bug á þessum vanda lét fyrirtækið
* Eskifell þýða, staðfæra og semja
sex þúsund spumingar „fyrir unga
leikmenn". Ytri búningur spilsins
er allur sem hins fyrra, nema til
aðgreiningar em umbúðimar fag-
urbláar en ekki dökkgrænar.
Til þess að kynna spilið bauð
Eskifell h/f til sín velunnumm fyrir-
tækisins, fulltrúum fjölmiðla, versl-
ana auk erlendra fulltrúa fyrirtæk-
isins, sem komu hingað sérstaklega
til þess að vera við útgáfu þess.
Til þess að tryggja að gestimir
kynntust hinum nýja leik vel, var
haldið mót undir stjóm Guðmundar
Guðveigssonar, framkvæmdástjóra
Eskifells. Var mönnum skipað í lið
og þeim att saman, en það lið
skyldi sigra sem fyrst ynni þijá
leiki. Varð af þessu hin besta
skemmtun, enda spennandi keppni
í góðum hóp.
Þama tókust m.a. á lið dagblað-
anna Tímans og Morgunblaðsins
og var hún mjög jöfn. Svo fóra þó
leikar að lið Morgunblaðsins sigraði
alla þrjá leiki, en það skipuðu Gunn-
ar Guðjónsson og Andrés Magnús-
son. Fengu þeir sitt hvort spilið að
launum. Ekki fóm Tímamenn þó
tómhentir heim, því í sárabætur
fengu þeir sérstakt Trivial Pursuit-
súkkulaði, sem og annað vinnings-
laust lið.
Til fróðleiks skal þess getið að
ekki vannst tími til þess að semja
nýjar spumingar sem telja má full-
þungar fyrir jól, en vonast er til
að þær geti komið út snemma á
næsta ári. Þess skal þó getið að
hinar nýju spumingar em vel boð-
legar fullorðnum, þó þær séu léttari
en hinar fyrri.
Það var glatt á hjalla við borðið, en réttsælis um borðið eru: Peter
Salmon, Magni Magnússon, Jakob Ármannson, Sigurjón Gíslason,
Kjartan L. Pálsson, Ásgeir Tómasson og Gunnar V. Andrésson.
Hér afhendir Guðmundur skammarverðlaunin, en auk hans eru á
myndinni Timamennirnir Eggert Skúlason og Birgir Guðmundsson,
og Magni Magnússon og Jakob Ármannsson.
Guðmundur Guðveigsson og lið Morgunblaðsins, þeir Gunnar Guðjónsson og Andrés
Magnússon, ás&mt Richard Evans starfsmanni Trivial Pursuit.
Sveit Breiðholtsskóla sigraði jólaskákmót 1.-6. bekkjar.
Jólamót grunnskóla
Fyrir skömmu vom haldin mót
í skák og borðtennis á vegum
Iþrótta- og tómstundaráðs og
Gmnnskóla Reykjavíkur. Ekki
verður annað sagt en að motin
hafí verið vel sótt, því að í borð-
tenniskeppninnni, sem fram fór
hinn 30. nóvember kepptu 35
sveitir, eða tæpiega tvöhundmð
alls. Keppt var í fjóram flokkum,
drengja og stúlknaflokki, yngri
og eldri. I yngri drengjaflokki
sigraði Breiðholtsskóii, í öðm
sæti varð Æfíngaskólinn og í
þriéja Seljaskóli. í eldri flokki
drengja varð Breiðholtsskóli efst-
ur, en Hagaskóii og önnur sveit
Breiðholtsskóla komu í humátt á
eftir. í stúlknaflokki 1.-6. bekks
fék sveit Hlíðarskóla fyrstu verð-
laun, en á eftir komu Breiðagerð-
isskóli og Seljaskóli. í eldri flokki
stúlkna sigraði Breiðholtsskóli, en
fast á hæla fylgdu Seljaskóli og
Ölduseisskóli.
Á skákmótinu, sem haldið var 4.
desember, kepptu 18 sveitir, en
mótið var einungis ætlað 7.-9.
bekk. í fyrsta sæti varð A-sveit
Seljaskóla með 21'/2 vinning, í
öðm til þriðja sæti varð A-sveit
Hagaskóía og B-sveit Seljaskóla,
Stúlkurnar úr HHðaskóla, sem
sigruðu S jólaborðtennismóti
1.-6. bekkjar.
I eldri flokki sigraði sveit Breiðholtsskóla.
með 15‘/2 vinning hvor.
Síðasta sunnudag var svo hald-
ið skákmót fyrir yngri bekki
gmnnskóla, en það sigraði Breið-
holtsskóli með'19 vinninga. Harða
keppni veitti Hvassaleitisskóli
með I8V2 vinning. í þriðja sæti
varð sveit Æfíngaskóla Kennara-
háskólans.
Meðfylgjandi em nokkrar
myndir frá mótunum.
Frá skákmóti 7.-9. beklgar.