Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 65

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 65 L n ■ Og svo Smárakvartettinn i Reykjavík i dag . . . íslensk og norræn þjóðlög svo eitt- hvað sé nefnt. Eru lögin og eftir ýmsa höfunda og má nefna Sigfús Halldórsson, Skúla Halldórsson, Svavar Benediktsson, Inga T. Lár- usson og Sigurð Agústsson frá Birtingaholti. Nokkrir erlendir höf- undar eiga einnig verk á plötunum. Smárakvartettinn í Reykjavík var stofnaður fyrir 35 árum er fé- lagamir fjórir komu saman og hrintu hugmyndinni í framkvæmd. Voru þeir skólabræður í Háskóla íslands, en á þessum ámm vom sönghópar af þessu og líku tagi vinsælir og margir. Þeir vinir vom ekki nýgTæðingar og náðu fljótt miklum vinsældum. Sungu þeir fyr- ir fullum húsum jafnt í Reykjavík sem úti á landi í fimm ár, en þá lognaðist starfsemin út af þar sem einn í hópnum hélt utan til náms. Kvartettinn lét það verða sín síðustu verk áður en lagst var í híðið, að fara í hljómleikaferð um landið og syngja nokkur lög inn á segulband Frá einni af mörgum hljómleikaferðum, nestið snætt í vegarkanti uppi í sveit. hjá Ríkisútvarpi. Ferðin tókst í alla staði vel og upptökumar frá RUV em meðal efnis á plötunum nú. En hvað veldur því að Smárakvart- ettinn í Reykjavík rís úr drómanum eftir öll þessi ár. Því svarar 2. ten- ór, Halldór Sigurgeirsson: „Segja má, að upphaf þess hafi verið, að ég fór að hugleiða hversu furðulegt það væri að eftir að hafa sungið með Smárakvartettinum í Reykjavík um 5 ára skeið og sung- ið m.a. 14 iög inn á hljómplötur, ætti ég sáralítið myndefni frá þeim tíma og ekki einu sinni allar hljóm- plötumar. Eins hitt, að gera mátti ráð fyrir að allmörg lög sem við höfðum sungið í útvarpið og ekki vom gefín út á hljómplötum væm til á segulbandi hjá Ríkisútvarpinu. í ljós kom, að sú var einmitt raunin. Var þá gengið í það að fá leyfí Stefs til að fá þessi lög endurrituð yfír á kassettur fyrir okkur félag- ana og Carl Billich. Varð mikill fögnuður hjá okkur við að heyra þama nokkur af vinsælustu og best sungnu lögum okkar frá þeim áram, eins og „Sólskinsnætur", „Erla“ og fleiri." Og þetta er engin smáútgáfa, tvær plötur og 36 lög? Halldór seg- ir: „Við vomm með það mikið efni sem við vildum gjaman að kæmi út, að ein plata var of lítill kostur. A hinn bóginn fyllti efnið ekki tvær plötur sem þó var nærtækasti kost- urinn. Við fómm því að æfa nokkur lög til viðbótar og byijaði það síðastliðinn vetur undir stjóm Reyn- is Jónssonar hljómlistarmanns. Snemma sumars vomm við tilbúnir og sungum þá inn á band sjö ný lög sem öll era á plötunum." Var það þá eingöngu af minn- ingaskorti sem Smárakvartettinn hefur nú verið endurvakinn? Halldór tenór: „Bæði og, eins og ég gat um áðan. Það má einnig rneð sanni segja að hér sé um nokk- urs konar afmælisútgáfu að ræða, því nú em liðin um 35 ár síðan kvartettinn var stofnaður. Við von- um að áheyrendur hafi ánægju af lögunum, bæði gömlum og nýjum." Þess má að iokum geta, að Smárakvartettinn í Reykjavík er sjálfur útgefandi platnanna, en Fálkinn sér um dreifinguna að mestu. Ævintvralega ódýru örbylgjuofiiamir frá Örbylgjuofnarnir frá SHARP eru auðveld- ir í notkun og henta jafnt fyrir stórar steikur sem létt snarl. Þú sétur hráefnið í ofninn, stillir hann og út kemur girnilegur og bragðgóður matur. Öllum örbylgjuofnum fylgir ókeypis mat- reiðslunámskeið fyrir alla fjölskylduna í SHARP-eldhúsinu. Einnig fylgir sérhönnuð 80 síðna mat- reiðslubók með ótal uppskriftum sem henta við öll tækifæri. í Hljómbæ er mikið úrval örbylgjuofna og allir eru þeir frá SHARP, það tryggir gæðin. Sérhönnuð 80 síðna matreiðslubók HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirdinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavik, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsió Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.