Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Tilvaldar
Fatastandarnir
vinsælu, 3 viðarlitir.
Kr. 2.500,-
Mikið úrval af speglum
á mjög hagstæðu verði.
Valhúsgögn hfM
Ármúla 8. Sími 82275.
Myndbandaskápar.
4 gerðir.
Símabekkir.
Verð frá kr. 7.500.-
Hvers virði er
tilveruréttur?
I framhaldi af fyrirspurn til menntamálaráðherra í Kennara-
háskólanum fimmtudaginn 27. nóvember síðastliðinn
eftirBaldur
Sigurðsson
Fyrir liðlega einu ári efndi Sverr-
ir Hermannsson menntamálaráð-
herra til ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu
um viðgang íslenskrar tungu. í
ávarpi sínu við setningu ráðstefn-
unnar sagði Sverrir: „Af hálfu
menntamálaráðuneytisins verður
nú þeim ráðum beitt sem tiltæk
eru. Fyrst og fremst verður það á
vegum skóla og ijölmiðla. Kennsla
í íslenzku í skólum verður aukin og
efld að því er varðar mælt mál,
framburð og framsögn. Til þess að
árangurs megi vænta þarf að end-
urmennta kennarastéttina og
verður Kennaraháskólinn að
gegna þar forystuhlutverki."
(Mbl., 3.12. 1985, leturbr. mín.)
Við hádegisverðarfund með
menntamálaráðherra í Kennarahá-
skóla íslands fímmtudaginn 27.
nóvember sl. bar ég fram fyrirspum
um hvort ráðherra hefði haft sér-
stakar aðgerðir í huga þegar hann
fól skólanum þetta mikilvæga hlut-
verk. Ráðherra hafði satt að segja
ekki hugleitt það sérstaklega og
brátt tók umræðan að snúast um
hve mikil íslenska væri kennd í
Kennaraháskólanum en minna var
rætt um forystuhlutverk skólans.
Langar mig því til að taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfíð.
Auðvitað er góðra gjalda vert að
kenna mikla íslensku, ekki bara í
Kennaraháskólanum, heldur í öllu
skólakerfínu. Kristján Kristjánsson
hefur nýlega sýnt fram á í lærðri
grein (Lesbók Mbl., 6. og 20. sept-
ember 1986) að móðurmálið sé í
raun burðarás uppeldis og allra
fræða og ætti þess vegna að skipa
heiðurssess í öllum skólum en eink-
um þó Kennaraháskólanum.
En forystuhlutverki gegnir eng-
inn þótt hann kenni botnlaust.
Jafnvel þótt ekkert verði kennt
annað en íslenska í Kennaraháskól-
anum veitir það honum ekkert
sjálfgefið forystuhlutverk í að end-
urmennta kennarastéttina ef skól-
inn hefur ekkert til málanna að
leggja umfram það sem hann hefur
gert hingað til. Kennsla miðlar þeg-
ar best gegnir viðtekinni þekkingu.
Sú þekking sem ekki endumýjast
er dauð þekking og til að end-
umýja þekkinguna þarf rannsóknir,
fræðimennsku.
í flestum fræðigreinum er þekk-
ingin endumýjuð jafnt og þétt í
útlöndum og við eigum tiltölulega
létt með að flytja þá þekkingu inn
jafn óðum. Sem íslenskukennari hef
ég oft öfundað kennara í öðrum
greinum sem geta gripið bækur á
erlendum málum og sótt sér allt
það nýjasta sem vert er að vita í
fræðunum og snarað á íslensku ef
ástæða er til. Um skeið vom
kennslubækur í eðlisfræði, efna-
fræði og fleiri greinum f framhalds-
skólum á ensku eða Norðurlanda-
málum en em nú flestar þýddar eða
staðfærðar eftir erlendum fyrir-
myndum. Því miður em íslensku-
kennarar einir í þeirri erfíðu aðstöðu
að enginn fræðimaður í útlöndum
skrifar bækumar fyrir þá. Þekking-
ar á okkar eigin móðurmáli verðum
við að afla sjálf með innlendum
rannsóknum. I þeim rannsóknum á
Kennaraháskólinn að gegna for-
ystuhlutverki ekki síður en Háskól-
inn.
í greinum eins og íslensku er
aðstaða eða aðbúnaður einungis að
litlu leyti mældur í fermetmm og
tækjabúnaði, hér skiptir mannafli
mestu. í háskólum er mikilvægi og
virðing greina iðulega mæld í föst-
um stöðum innan greinarinnar,
einkum þó prófessorsstöðum.
Ástæðan er sú að til að rísa undir
nafni sem háskólagrein þarf pró-
fessor til forystu. Þótt Iektorar séu
að jafnaði fræðimenn, er lektors-
starf fyrst og fremst kennslustarf.
Hinar eiginlegu rannsóknarstöður
em stöður prófessora og nú í seinni
tíð einnig rannsóknarlektora.
Miðað við Háskólann er Kennara-
háskólinn eins og lítil annexía með
sína 350 nemendur og þrjár fastar
prófessorsstöður. Allt nám í skólan-
um snýst að meira eða minna leyti
um uppeldi kynslóðanna og allar
námsgreinar skólans tengjast að
einhveiju leyti við uppeldið og em
stöðugt vegnar og metnar með upp-
eldislegt gildi í huga. Af þessu leiðir
að fræðimennska kennara í einstök-
um greinum hefur að nokkm leyti
aðrar áherslur en starfsbræðra
þeirra og -systra í Háskólanum. 1
íslensku em einungis tvær lektors-
stöður og ein dósentsstaða en
langflestar fastar stöður skólans
og tvær prófessorsstöður af þrem
eru innan uppeldisgreina.
í þessu felst óumdeilanleg viður-
kenning á forystuhlutverki skólans
á sviði uppeldisgreina, jafíivel gagn-
vart Háskólanum. Ekki er nóg með
að forystuhlutverk Kennaraháskól-
ans í uppeldisgreinum sé formlega
staðfest með föstum prófessors-
stöðum, heldur er bókasafn skólans
hið besta á landinu í þessum fræð-
um. Hinsvegar, ef marka má
stöðugildi, er íslenskunni skákað
út í hom.
Á síðari ámm hefur áhugi manna
í uppeldisgreinum í auknum mæli
beinst að móðurmálinu, þætti þess
í þroska bama og hugsun og gildi
þess í skólastarfí. Málfræðingar
hafa sömuleiðis í auknum mæli
snúið sér að rannsóknum á mál-
töku, málþroska og þætti málsins
í samskiptum fólks á öllum aldri.
Rannsóknir af þessu tagi em nú
einn blómlegasti kvisturinn á þess-
um meiði eins og búast má við þegar
áður aðskildar greinar fallast í
faðma á nýjum vettvangi. Um slíkt
em mörg dæmi í sögu vísindanna.
Þessar rannsóknir hafa haft mikil
áhrif á hugmyndir manna um bygg-
ingu og eðli tungumála og kennslu
þeirra, einkum móðurmálskennslu.
Á þessum vettvangi ber Kenn-
Baldur Sigurðsson
„Ég leyfi mér að full-
yrða að kennsluhættir
í málnotkun og mál-
fræði séu a.m.k.
fimmtán til tuttugu
árum á eftir tímanum
miðað við nágranna-
þjóðirnar. Hér er engu
um að kenna nema því
hve vanmetið hlutverk
íslenskukennara við
Kennaraháskólann hef-
ur verið.“
araháskólanum að hasla sér völl,
enda hefur hann nú þegar gert það
að svo miklu leyti sem mannafli og
fé hafa leyft. Annars vegar hafa
kennarar við skólann stundað
grunnrannsóknir, hinsvegar hag-
nýtar rannsóknir.
í fyrsta lagi hefur skólinn haft
forgöngu um rannsóknir á sviði
máltöku. Nýútkomin er skýrsla í
nýrri ritröð á vegum skólans um
framburð og myndum fleirtölu hjá
200 íslenskum bömum við Qögurra
og sex ára aldur. (Indriði Gíslason
o.fl. 1986). Kennaraháskólinn hefur
flármagnað að mestu söfnun á
gögnum um máltöku íslenskra
bama sem þegar hafa verið nýtt í
tugum nemendaritgerða, bæði við
KHÍ og HÍ og bíða enn frekari úr-
vinnslu, en möguleikamir eru
óþijótandi. (Sjá nánar Indriða
Gíslason o.fl. (1983), „Upp vek þú
málið mitt“.)
í öðru lagi liggur sú skylda á
herðum Kennaraháskólans að
rannsaka og fylgjast með móður-
málskennslu í skólum landsins og
gegna foiystuhlutverki í endumýj-
un og uppbyggingu hennar. Þótt
skólinn hafí á ýmsum sviðum skóla-
mála og uppeldis verið mótandi afl
hafa íslenskukennarar skólans ekki
haft bolmagn til að láta að sér kveða
eins og vert væri. Meðan námsefni
í öllum greinum hefur verið end-
umýjað á síðustu ámm að erlendum
fyrirmyndum er ekki vansalaust að
íslenskukennarar em enn að kenna
bækur sem samdar voru fyrir
heimsstyijöldina miklu. Á síðustu
ámm hafa verið gerðar tilraunir til
að endumýja námsefni í móðurmáli
í samræmi við námsskrá. En ef lit-
ið er á efri bekki gmnnskóla er
litlum nýjungum til að dreifa ef frá
em taldar Málvísibækur Indriða
Gíslasonar. Og þótt okkur hafí
bæst nýjar bækur virðist það lítið
hafa hróflað við kennslunni.
Ég leyfi mér að fullyrða að
kennsluhættir í málnotkun og mál-
fræði séu a.m.k. fímmtán til tuttugu
ámm á eftir tímanum miðað við
nágrannaþjóðimar. Hér er engu um
að kenna nema því hve vanmetið
hlutverk íslenskukennara við Kenn-
araháskólann hefur verið.
Til að efla rannsóknir af þessu
tagi þarf að virkja frekar en nú er
starfandi kennara á öllum skóla-
stigum. Hingað til hefur skólaþró-
unardeild leitast við að sinna
gmnnskólunum en framhaldsskóla-
stigið er fullkomlega vanrækt af
hálfu hins opinbera. Mér sýnist mál
til komið að tengja framhaldsskól-
ana við það þróunarstarf sem að
réttu á heima í Kennaraháskólan-
um. Þar starfa við hlið íslensku-
fræðinga sérfræðingar í hinum
ýmsu greinum uppeldis-, sálar- og
kennslufræði. Ekki aðeins er mikils-
vert að þetta fólk styður hvert
annað fræðilega heldur sameinast
það um að afla fjár til verkefnanna.
í setningarávarpi sínu á ráðstefn-
unni í Þjóðleikhúsinu í fyrra sagði
Sverrir Hermannsson: „í vaxandi
mæli hefír íslenzkri tungu verið
gefínn gaumur í þeim sölum (þ.e.
Alþingis — innskot B.S.) og álykt-
anir verið gerðar henni til varðveislu
og eflingar. Er það vel, en ýmsum
hefir ekki þótt nóg að gert í fram-
kvæmdinni og þeirra á meðal er sá
sem hér talar.“ Menntamálaráð-
herra hefur sýnt það og sannað að
hann er maður til að standa við orð
sln þegar íslenskan er annars veg-
ar. Hafí ráðherra mótað stefnuna,
er það okkar, sem vinnum verkin,
að benda á leiðimar. Þess vegna
vil ég leyfa mér að stinga upp á
að ráðherra grípi til eftirfarandi
aðgerða:
1. Stofnuð verði prófessorsstaða í
íslensku nútímamáli við Kenn-
araháskólann. í fjárhagsáætlun
fyrir næstá skólaár er beiðni um
prófessorsstöðu í íslensku efst á
blaði og hefur verið árum saman.
2. Stofnuð verði staða rannsóknar-
lektors í íslensku þegar í stað.
Slíkan lektor skal ráða til nokk-
urra ára í senn til að vinna að
ákveðnum verkefnum. Ég legg
til að fyrsta verkefnið verði að