Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 53 Sjónvarp Akureyrar hefur göngu sína: Þrátt fyrir harðæri, fátækt og skort hafa Islendingar alltaf getað stytt sér stundir - segir Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpssljóri EYFIRSKA Sjónvarpsfélagið — Sjónvarp Akureyri hóf útsendingu í fyrrakvöld klukkan 20. Eftir ávarp Bjarna Hafþórs Helgasonar var sýndur þátturinn Allt er þá þrennt er, síðan íslenski þátturinn Sviðsljós, sakamálaþátturinn Miami Vice og kvikmyndin Diner. Hafþór Helgason ávarpaði áhorf- endur í upphafi útsendingar. Hann sagði hina nýju fjölmiðla á sviði hljóð- og sjónvarps miða sína dag- skrárgerð, að stórum hlut til, við það sem nefnt er afþreyingarefni. „Afþreying er skilgreind í hinni merku orðabók Sigfúsar Blöndal sem dægrastytting en einmitt sú skilgreining þessa hugtaks fellur einkar vel að þeim hugmyndum sem fyrir liggja um starfshætti Sjón- varps Akureyrar," sagði sjónvarps- stjórinn. Hafþór sagði ennfremur: „Saga íslensku þjóðarinnar geymir fjöl- mörg dæmi þess að þrátt fýrir harðæri, fátækt og skort hafa þegn- ar hennar jafnan verið trúir þörfinni fyrir að stytta sér stundimar. Eitt- hvert kunnasta dæmið af þessum toga er að finna í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu. Hér er að sjálfsöðgu átt við húslesturinn fræga í baðstofunni í Hlíð þar sem fram koma mismunandi viðhorf heimilisfólksins til skálda og verka þeirra með sama hætti og nú á tímum að sjaldan eru allir á eitt sáttir um gæði einstakra dagskrár- liða í sjón- og útvarpi. Þessi skemmtilega saga færir okkur heim sanninn um að dægrastytting sem íslendingar, nú á tímum, njóta fyr- ir framan sjónvarpið er, í raun, beint framhald þeirrar dægrastytt- inga sem landsmönnum buðust fyrr á tímum; maðurinn sjálfur er samur í eðli sínu en umhverfi hans og tækni hafa tekið stórstígum breyt- ingum." Fram kom í máli Hafþórs að Eyfírska sjónvarpsfélagið hefur gert viðskiptasamning við íslenska sjónvarpsfélagið — Stöð 2 um út- sendingar á allri dagskrá þess í Eyjafirði. Efni frá Stöð 2 verður meginefni Sjónvarps Akureyrar í upphafi. „Hér eru á ferðinni erlend- ur spennu- og skemmtiþættir, framhaldsþættir, barna- og ungl- ingaþættir, sjónvarpskvikmyndir auk 30 bíómynda í hveijum mán- uði. Jafnframt verða sýndir íslensk- ir þættir af ýmsum toga en innlend dagskrárgerð Stöðvar 2 vex með degi hvetjum. Fljótlega hefjast síðan útsendingar á Eyfirskri dag- skrá hjá Sjónvarpi Akureyrar en sá þáttur í starfsemi félagsins mun vega þungt í framtíðinni." A næstu mánuðum verður dag- skrá Stöðvar 2 sýnd í Eyjafirði einni viku á eftir sýningartíma hennar í Reykjavíkur. Fréttir Stöðvar 2 verða ekki á meðal dagskrárliða. Hafþór sagði að þegar á næsta ári væri áformað að taka á leigu örbylgjulínu frá Reykjavík til Akur- eyrar sem gerði að verkum að dagskrá Stöðvar 2 sæist á svæði Sjónvarps Akureyrar á sama tíma og í Reykjavík. Stærsti þáttur tæknistarfsins hjá Sjónvarpi Akureyrar er í höndum fyrirtækisíns Samvers h.f. sem rek- ið er í nánum tengslum við sjón- varpsfélagið. „Tæknibúnaður Samvers h.f. á sviði mynd- og hijóð- setningar er hinn fulikomnasti á Bjarni H. Helgason sjónvarpsstjóri landsbyggðinni og þau fyrirtæki sem betur eru sett á þessum sviðum á ísiandi eru teljandi á fingrum anarrar handar. Sjónvarp Akur- eyrar er því vissulega vel í stakk búið til að mæta kröfum Eyfírðinga og raunar landsmanna allra, um dagskrárgerð hvort heldur sem er á sviði hljóð- eða sjónvarps," sagði Hafþór. Sjónvarpsstjórinn lauk ávarpi sínu með þessum orðum: „Góðir Eyfírðingar. Tilkoma Sjónvarps Akureyrar er einhver viðamesta bylting sem orðið hefur á sviði íjölmiðlunar í Eyja- fírði. Ekki aðeins vegna þess að nú er almenningi í fyrsta sinn gert kleift að velja á milli tveggja stöðva í sjónvörpum sínum, heldur og ekki síður, vegna þess að hér er um eyfirska sjónvarpsstöð að ræða; heimastöð. Meginmarkmið sjón- varpsstöðvar, eins og hér um raeðir, er að eignast breiðan hóp ánægðra viðskiptavina. Sjónvarp Akureyrar mun kappkosta að ná því markmiði með kröfur ykkar, sem á þessa út- sendingu horfíð, að leiðarljósi." Dagskrá Sjón- varps Akureyr- ar um helgina DAGSKRÁ Eyfirska Sjónvarps- félagsins - Sjónvarps Akureyrar, verður sem hér segir um helgina: Dagskráin í dag, laugardag, hefst kl. 20.30 með Alfred Hitc- hcock. Kl. 21.15 hefst síðan íþrótta- þáttur í umsjá Heimis Karlssonar, kl. 22.10 er þátturinn Whiz kids, kl. 22.55 Um víða veröld - Færeyj- ar, 23.30 Cagney og Lacey, og síðust á dagskránni er kvikmyndin The Hunger. Hún hefst kl. 24.20 og dagskránni lýkur kl. 01.55. Á morgun, sunnudag, hefst dag- skráin kl. 16.30 með íþróttaþætti Heimis Karlssonar. Dynasty er á dagskrá kl. 18.05, The wuzzles hefst kl. 20.20, Let there be love kl. 20.45 og kl. 21.10 er matreiðslu- þáttur á dagskrá. Sviðsljós Jóns Óttars Ragnarssonar hefst kl. 21.30, Spitting Image kl. 22.30 og Bulman kl. 22.55. Dagskrárlok eru kl. 23.50 annað kvöld. Arekstrar NOKKRIR árekstrar urðu I um- ferðinni á Akureyri í gær, þar af einn þriggja bíla árekstur. Enginn þeirra var þó verulega harður að sögn lögreglunnar, en skemmdir þó nokkrar. Undanfama daga hefur verið mik- il hálka á götum bæjarins og árekstr- ■ar því margir — óeðlilega margir þrátt fyrir hálkuna að sögn lögregl- unnar. Askasleikir og bræður hans fjórir heimsækja Nýjabæ í dag kl. 16:30 og á morgun, sunnudag kl. 17:15. í Nýjabæ færðu allt á einum stað sem þú hugsanlega þarft til jólanna - og jólasveinasprell að auki. Við vekjum sérstaka athygli á jólaskrautinu okkar sem er á frábæru verði. Opið kl. 10-6 á morgun. NYI Iti-R VÖfíUHÚSIÐ E/Ð/STOfíG/ Fimm fjörugir liræður í \ýjabæ í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.