Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
53
Sjónvarp Akureyrar hefur göngu sína:
Þrátt fyrir harðæri, fátækt
og skort hafa Islendingar
alltaf getað stytt sér stundir
- segir Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpssljóri
EYFIRSKA Sjónvarpsfélagið — Sjónvarp Akureyri hóf útsendingu
í fyrrakvöld klukkan 20. Eftir ávarp Bjarna Hafþórs Helgasonar
var sýndur þátturinn Allt er þá þrennt er, síðan íslenski þátturinn
Sviðsljós, sakamálaþátturinn Miami Vice og kvikmyndin Diner.
Hafþór Helgason ávarpaði áhorf-
endur í upphafi útsendingar. Hann
sagði hina nýju fjölmiðla á sviði
hljóð- og sjónvarps miða sína dag-
skrárgerð, að stórum hlut til, við
það sem nefnt er afþreyingarefni.
„Afþreying er skilgreind í hinni
merku orðabók Sigfúsar Blöndal
sem dægrastytting en einmitt sú
skilgreining þessa hugtaks fellur
einkar vel að þeim hugmyndum sem
fyrir liggja um starfshætti Sjón-
varps Akureyrar," sagði sjónvarps-
stjórinn.
Hafþór sagði ennfremur: „Saga
íslensku þjóðarinnar geymir fjöl-
mörg dæmi þess að þrátt fýrir
harðæri, fátækt og skort hafa þegn-
ar hennar jafnan verið trúir þörfinni
fyrir að stytta sér stundimar. Eitt-
hvert kunnasta dæmið af þessum
toga er að finna í skáldsögu Jóns
Thoroddsens, Manni og konu. Hér
er að sjálfsöðgu átt við húslesturinn
fræga í baðstofunni í Hlíð þar sem
fram koma mismunandi viðhorf
heimilisfólksins til skálda og verka
þeirra með sama hætti og nú á
tímum að sjaldan eru allir á eitt
sáttir um gæði einstakra dagskrár-
liða í sjón- og útvarpi. Þessi
skemmtilega saga færir okkur heim
sanninn um að dægrastytting sem
íslendingar, nú á tímum, njóta fyr-
ir framan sjónvarpið er, í raun,
beint framhald þeirrar dægrastytt-
inga sem landsmönnum buðust fyrr
á tímum; maðurinn sjálfur er samur
í eðli sínu en umhverfi hans og
tækni hafa tekið stórstígum breyt-
ingum."
Fram kom í máli Hafþórs að
Eyfírska sjónvarpsfélagið hefur
gert viðskiptasamning við íslenska
sjónvarpsfélagið — Stöð 2 um út-
sendingar á allri dagskrá þess í
Eyjafirði. Efni frá Stöð 2 verður
meginefni Sjónvarps Akureyrar í
upphafi. „Hér eru á ferðinni erlend-
ur spennu- og skemmtiþættir,
framhaldsþættir, barna- og ungl-
ingaþættir, sjónvarpskvikmyndir
auk 30 bíómynda í hveijum mán-
uði. Jafnframt verða sýndir íslensk-
ir þættir af ýmsum toga en innlend
dagskrárgerð Stöðvar 2 vex með
degi hvetjum. Fljótlega hefjast
síðan útsendingar á Eyfirskri dag-
skrá hjá Sjónvarpi Akureyrar en
sá þáttur í starfsemi félagsins mun
vega þungt í framtíðinni."
A næstu mánuðum verður dag-
skrá Stöðvar 2 sýnd í Eyjafirði einni
viku á eftir sýningartíma hennar í
Reykjavíkur. Fréttir Stöðvar 2
verða ekki á meðal dagskrárliða.
Hafþór sagði að þegar á næsta
ári væri áformað að taka á leigu
örbylgjulínu frá Reykjavík til Akur-
eyrar sem gerði að verkum að
dagskrá Stöðvar 2 sæist á svæði
Sjónvarps Akureyrar á sama tíma
og í Reykjavík.
Stærsti þáttur tæknistarfsins hjá
Sjónvarpi Akureyrar er í höndum
fyrirtækisíns Samvers h.f. sem rek-
ið er í nánum tengslum við sjón-
varpsfélagið. „Tæknibúnaður
Samvers h.f. á sviði mynd- og hijóð-
setningar er hinn fulikomnasti á
Bjarni H. Helgason sjónvarpsstjóri
landsbyggðinni og þau fyrirtæki
sem betur eru sett á þessum sviðum
á ísiandi eru teljandi á fingrum
anarrar handar. Sjónvarp Akur-
eyrar er því vissulega vel í stakk
búið til að mæta kröfum Eyfírðinga
og raunar landsmanna allra, um
dagskrárgerð hvort heldur sem er
á sviði hljóð- eða sjónvarps," sagði
Hafþór.
Sjónvarpsstjórinn lauk ávarpi
sínu með þessum orðum:
„Góðir Eyfírðingar.
Tilkoma Sjónvarps Akureyrar er
einhver viðamesta bylting sem orðið
hefur á sviði íjölmiðlunar í Eyja-
fírði. Ekki aðeins vegna þess að nú
er almenningi í fyrsta sinn gert
kleift að velja á milli tveggja stöðva
í sjónvörpum sínum, heldur og ekki
síður, vegna þess að hér er um
eyfirska sjónvarpsstöð að ræða;
heimastöð. Meginmarkmið sjón-
varpsstöðvar, eins og hér um raeðir,
er að eignast breiðan hóp ánægðra
viðskiptavina. Sjónvarp Akureyrar
mun kappkosta að ná því markmiði
með kröfur ykkar, sem á þessa út-
sendingu horfíð, að leiðarljósi."
Dagskrá Sjón-
varps Akureyr-
ar um helgina
DAGSKRÁ Eyfirska Sjónvarps-
félagsins - Sjónvarps Akureyrar,
verður sem hér segir um helgina:
Dagskráin í dag, laugardag,
hefst kl. 20.30 með Alfred Hitc-
hcock. Kl. 21.15 hefst síðan íþrótta-
þáttur í umsjá Heimis Karlssonar,
kl. 22.10 er þátturinn Whiz kids,
kl. 22.55 Um víða veröld - Færeyj-
ar, 23.30 Cagney og Lacey, og
síðust á dagskránni er kvikmyndin
The Hunger. Hún hefst kl. 24.20
og dagskránni lýkur kl. 01.55.
Á morgun, sunnudag, hefst dag-
skráin kl. 16.30 með íþróttaþætti
Heimis Karlssonar. Dynasty er á
dagskrá kl. 18.05, The wuzzles
hefst kl. 20.20, Let there be love
kl. 20.45 og kl. 21.10 er matreiðslu-
þáttur á dagskrá. Sviðsljós Jóns
Óttars Ragnarssonar hefst kl.
21.30, Spitting Image kl. 22.30 og
Bulman kl. 22.55. Dagskrárlok eru
kl. 23.50 annað kvöld.
Arekstrar
NOKKRIR árekstrar urðu I um-
ferðinni á Akureyri í gær, þar af
einn þriggja bíla árekstur. Enginn
þeirra var þó verulega harður að
sögn lögreglunnar, en skemmdir
þó nokkrar.
Undanfama daga hefur verið mik-
il hálka á götum bæjarins og árekstr-
■ar því margir — óeðlilega margir
þrátt fyrir hálkuna að sögn lögregl-
unnar.
Askasleikir og bræður hans fjórir heimsækja Nýjabæ í dag
kl. 16:30 og á morgun, sunnudag kl. 17:15.
í Nýjabæ færðu allt á einum stað sem þú hugsanlega þarft til
jólanna - og jólasveinasprell að auki.
Við vekjum sérstaka athygli á jólaskrautinu okkar sem er á
frábæru verði. Opið kl. 10-6 á morgun.
NYI
Iti-R
VÖfíUHÚSIÐ E/Ð/STOfíG/
Fimm fjörugir liræður
í \ýjabæ í dag