Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
49
$kóli
eins og STCW-samþykktinni, sem
næstum því öll Evrópulönd urðu
aðilar að 28. apríl 1984, m.a. öll
Norðurlöndin og viðskiptalönd okk-
ar í Vestur-Evrópu, er brýnt að
lengja og breyta menntun farmanna
til samræmis við þessa samþykkt,
sem Qallar um alþjóðakröfiir til
menntunar sjómanna og útgáfu
skírteina sjómanna og öryggis-
búnaðar skipa. Um leið og ísland
undirritar þessa samþykkt eru Is-
lendingar skuldbundnir að hafa
menntun sjómanna og þjálfun í
samræmi við samþykktina og eins
og nú er í nágrannalöndunum. Hér
er sýnd rammamynd til að gera
betur grein fyrir þeim hugmyndum,
sem liggja að baki tillögu að frum-
varpi um skipstjómamámið. Eg álít
að þetta fyrirkomulag skipsfjóm-
amáms hefði orðið góður undanfari
og undirbúningur sérhæfðs sjávar-
útvegsskóla.
Ég vona sem sé að fi’amtíð skóla
sjávarútvegsins, Stýrimannaskóla,
Vélskóla og Fiskvinnsluskóla verði
ekki fífldjörf kollsteypa, sem enginn
ber síðan ábyrgð á, heldur fái skól-
amir að þróast áfram sem sérskólar
hver á sínu sviði.
Háskóladeild sjávar-
útvegs og siglinga
Um nauðsyn sérstaks sjávarút-
vegsskóla er ég þó ekki í vafa. Ég
álít að við eigum að stofna sér-
stakan háskóla eða háskóladeild
sjávarútvegs og sigiinga sem fram-
haldsdeild þeirra þriggja höfuðskóla
sjávarútvegs og sigiinga sem fyrir
em í landinu.
Sjávarútvegsskólar í því formi
sem nefndin hefur gert tillögu um
held ég aftur á móti að gæti orðið
til mikillar eflingar öllum sjávarút-
vegi og plássum vítt og breitt um
landið, ef í hveijum landsfjórð-
ungi yrði komið á fót skólum í
grunnnámi skipstjórnar, vél-
stjórnar og fiskvinnslu.
Með sameiningu þessara þriggja
greina á fyrstu stigum er tryggt
að unnt er að halda úti a.m.k. 25-30
manna skóla hvert skóiaár í þessum
greinum úti á landsbyggðinni og
er full þörf á því, ef lögum um at-
vinnuréttindi er framfylgt.
Sjávarútvegsskóla fyrir undir-
stöðuatvinnuveg okkar Islendinga,
sem stendur undir 75% gjaldeyris-
öflunar landsmanna á að stofna á
háskólastigi. Ég leyfí mér að nefna
hann Háskóla sjávarútvegs og
siglinga, en á fundinum í Borgar-
túni kom m.a. fram tillaga frá dr.
Grími Valdimarssyni forstöðumanni
Rannsóknarstofnunar fískiðnaðar-
ins að stofna ætti Alþjóðlegan
háskóla í þessum greinum.
Hlutverk sérskólanna, Stýri-
mannaskóla, Vélskóla, Fiskvinnslu-
skóla hvers um sig er það
mikilvægt, að ég mótmæli þeirri
hugmjmd að gera þá að deildum
eða brautum í einum skóla. Það
Guðjón Ármann Eyjólfsson
yrði þeim síður en svo til eflingar
eins og nefndin heldur fram. Skól-
amir verða hver á sínu sviði að
fylgjast vel með öllu sem gerist á
þeirra sérsviði. Nógu erfítt hefur
verið fyrir hvem einstakan skóla
að fá nægilegt fé til rekstrar og
uppbyggingar, hvað þá ef þeir yrðu
deildir innan stærri einingar. Mér
fínnst satt að segja undarlegt til
þess að hugsa af eyþjóð, sem á allt
sitt undir hafínu, að það skuli talið
sjálfsagt að eiga enga sérskóla í
landinu eins og stýrimannaskóla og
vélskóla, sem báðir em beint tengd-
ir fiskveiðum og siglingum, þó að
svið þeirra taki að sjálfsögðu til
mun fleiri þátta; t.d. skipafélaga,
virkjana, hafna o.fl. Þetta lýsir van-
mati og vanþekkingu á möguleikum
skipstjómamáms. Nemendur úr
efstu stigum Stýrimannaskólans
hafa t.d. farið samhliða stúdentum
í Tækniskóla Islands og staðið sig
engu verr en aðrir heldur þvert á
móti, enda margir þeirra frábærir
námsmenn. Á sl. 10 áram hafa
útskrifast 65 útgerðartæknar frá
TÍ, sem höfðu áður lokið skipstjóm-
amámi.
Ég vil kenna hvem þessara skóla
við landið sem þeir eiga að þjóna
eins og Vélskóli íslands heitir nú.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
verði nefndur Stýrimannaskóli ís-
lands og Fiskvinnsluskólinn Fisk-
vinnsluskóii íslands. Á yfírlits-
myndina er merkt VÍ; SÍ og FÍ, að
öðra leyti skýrir yfirlitsmyndin sig
sjálf.
Tengsl við atvinnulífið
Á fundinum 20. október sl. komu
fram athyglisverðar hugmyndir og
athugasemdir frá Jóni Þórðarsyni
sjávarútvegsfræðingi, sem hefur
stundað nám við Sjávarútvegsskól-
ann í Tromsö í Noregi. Hann skýrði
þar frá mikilvægum undirbúningi
nemenda undir háskólanám í sjáv-
arútvegsfræðum með þátttöku í
atvinnulífinu.
Frá Sjávarútvegsskólanum í
Tromsö hafa útskrifast 20-30
íslenskir sjávarútvegsfræðingar, við
eftirtektarverðan orðstír. Margir
þeirra hafa áður stundað nám við
Stýrimannaskólann og um framlag
íslensku námsmannanna tii skólans
sagði Odd Handegaard forstjóri
skólans nýlega í viðtali við Sjávar-
fréttir „Ég tel ekki nokkum vafa
leika á því að þeir íslendingar sem
hér hafa verið við nám, hafa átt
stóran þátt í því hve vel hefur tek-
ist að byggja þetta nám upp. Þeir
hafa staðið sig mjög vel, komið vel
undirbúnir frá íslenskum skólum
og með reynslu úr atvinnulífinu og
þeir hafa með námi sínu hér átt
mestan þátt í að skapa það alþjóð-
lega yfírbragð sem skólinn hefiir í
dag.“
Mér finnst því meira en lítið at-
hugavert að starfshópurinn skyldi
hvorki ræða við íslenska sjávarút-
vegsfræðinga né kynna sér Sjávar-
útvegsskólann í Tromsö í kynnis-
ferð til Norðurlandanna sl. sumar.
Þrátt fyrir staðreyndir hér tíundað-
ar komast þeir að svo afdrifaríkri
niðurstöðu í sambandi við stofnun
sjávarútvegsskóla á íslandi, að
leggja beri niður Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík, Vélskóla Islands
og Fiskvinnsluskólann í Hafnar-
fírði, en hinn nýi skóli taki Við
hlutverkum þessara stofnana.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík fær
þessa einkunn: „Nám í Stýrimanna-
skólanum hefur ekki opnað leið til
frekara framhaldsnáms í skólakerf-
inu.“
Nemendur sem ljúka prófum frá
Vélskóla, Fiskvinnsluskóla og Stýri-
mannaskóla fara allir beint út í
atvinnulífíð. Ég held því að þama
sé komin margumrædd tenging
Háskóla íslands og atvinnulífsins.
Um þennan þátt hefur núverandi
rektor Háskóia íslands, Sigmundur
Guðbjamason, sagt: „Átvinnulífið
hefur þörf fyrir nýja starfs-
krafta, nýjar hugmyndir og
aðstöðu til rannsókna en Háskól-
inn hefur þörf fyrir fjárstuðning
og reynslu atvinnulífsins.“
Þetta era orð í tíma töluð.
Allar þær deildir sem era skrifað-
ar undir ramma Háskóla sjávarút-
vegs og siglinga snerta beint
meginstoðir íslensks atvinnulífs og
hafa sumar gert lengi innan Há-
skóla ísiands.
Rannsóknarstofur HÍ hafa t.d.
unnið að lífeftiavinnslu úr sjávar-
fangi og notkun lífhvata (ensíma)
í fískiðnaði tii vinnslu á eggjahvítu-
eftium úr fískúrgangi, slógi, svilum
o.fl., notkun lýsis gegn kransæða-
stíflu o.s.frv. Raunvísindastofnun,
reiknifræðistofa o.fl. hafa unnið að
sérstöku sjávarútvegslíkani og á
sviði öryggismála er unnið að stór-
merkum athugunum og tilraunum
með sjálfvirkri tilkynningaskyldu
íslenskra skipa.
Allt yrði þetta þó markvissara
innan slíks skóla.
í sambandi við sérstaka þróun-
ardeild sjávarútvegsskóla má t.d.
benda á stórmerkilegt verkeftii sem
Frakkar og Spánverjar hafa komið
á fót eða hönnun á fiskiskipi 10.
áratugarins. Þetta er þáttur í
EUREKA-áætlun, sem íslendingar
urðu aðilar að hinn 30. júní 1986,
en hún felur m.a. í sér samstarf
um tækniþróun og opnun markaða.
Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis-
ins, kynnti þetta í merkilegri grein
í Morgunblaðinu hinn 13. nóvember
sl. Markmið þessa skipaverkefnis
er m.a. á sviði fiskileitartækni,
veiðitækni, vinnslu um borð, um
geymslu, hleðslu og löndun á
fiski, orkusparnað, siglinga- og
fjarskiptatækni, öryggi skipa og
áhafnar, aðbúnað og umhverfi.
Að öllum þessum þáttum væri
unnt að vinna á þróunardeild sjáv-
arútvegsháskóla. Án þess að hafa
hér um fleiri orð koma í hugann
fyrirtæki eins og SIMRAD með
fiskileitartæki, RAPP með kraft-
blakkir, VIKING og RFD með
gúmmíbjörgunarbáta og öryggis-
tæki, svo að einhver séu neftid.
Auðvitað myndi slíkur skóli og
rannsóknastofnanir hafa enn nán-
ara og beinna samband við sjávar-
útveginn og sjómenn en verið hefur
og ennfremur tengsl við fískiðnað
og þjónustufyrirtæki. Skólinn gæti
eflt mjög allan iðnað, sem þjónar
sjávarútveginum, bæði þann iðnað
sem fyrir er, t.d. Hampiðju, hlera-
smíði, tölvur í fískiðnaði og auk
þess stuðlað að stofnun nýrra fyrir-
tækja.
Herslumun vantar
Þrátt fyrir ofangreindar stað-
reyndir og augljósan vilja háskóla-
manna til að styðja enn betur við
bakið á sjávarútveginum og öðram
atvinnuvegum er staðreyndin samt
sú, að herslumun og markvissari
stefnu hefur vantað.
Af 1169 stúdentum, sem útskrif-
uðust frá HÍ úr verkfræði- og
raunvisindadeild á áranum
1972—1985 útskrifuðust aðeins
59 með BS prófi í matvælaf ræði.
Hér er eitthvað að í landi sem
lifír af matvælaframleiðslu. Orsaka
er einnig að leita í sjálfum sjávarút-
veginum.
Eins og Jón Kjartansson for-
maður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja orðaði það í ágætu
erindi um menntun fískvinnslufólks
á fundinum 20. október „Við viljum
gera fískvinnsluna að fagi eins og
kjötvinnslu ... Af hveiju er ekki
eins mikil og sjálfsögð þörf fyrir
fiskiðnaðarmann og kjötiðnaðar-
mann?“
En í erindi Jóns kom fram, að
starfsfræðsla fólks í fiskvinnslu-
greinum, sem hófst 1984, er
stærsta átak, sem hefur verið gert
í fullorðinsfræðslu og stöðvaði að
nokkra flótta fólks úr atvinnúgrein,
sem ungt fólk hefur varla viljað líta
við á tímum almennrar menntunar
og upplýsingar og er þetta þó sá
atvinnuvegur, sem mestu máli
skiptir í landinu.
Sá tími heimahyggju, að í sjó-
mennsku og fiskvinnslu sé allt
sjálflært og menntun í greininni sé
jafnvel af verra taginu (sbr. undan-
þágumálin) er liðinn og gengur
ekki lengur í háþróuðum fískveiðum
og fiskiðnaði, sem þessi höfðuat-
vinnuvegur okkar verður að vera,
ætlum við okkur að standast harða
samkeppni við skömmtun auðlind-
anna.
Allir geta því tekið heilshugar
undir með Halldóri Ásgrímssyni
sjávarútvegsráðherra í ræðu hans
á Fiskiþingi þar sem hann sagði
m.a.:
„Það er nauðsynlegt í umræðu
um menntamál í sjávarútvegi að
huga að þeim breytingum sem
kunna að verða í greininni í fram-
tíðinni. Miklar breytingar hafa orðið
í vinnslu sjávarafurða á undanföm-
um áram og á næstu áram munu
stórkostlegar tækniframfarir verða
á þessu sviði. Samfara aðlögun
sjávarútvegs að þessari nýju tækni
mun fylgja aukin krafa um hæfara
fólk. Sjávarútvegsfyrirtæki munu í
framtíðinni hafa þörf fyrir sér-
menntað fólk af öllum þeim
námsbrautum sem lagt er til að
teknar verði upp við sjávarútvegs-
skólann.
Verði skólakerfið ekki reiðubúið
að takast á við nýjar kröfur atvinnu-
lífsins um sérmenntað fólk, munum
við dragast hratt aftur úr öðram
þjóðum. Til að standast samkeppni
verða fyrirtæki að taka upp nýja
framleiðslutækni, vöraþróun og
markaðsstarf. Það er því fyrirsjáan-
legt að þörf verður fyrir fólk sem
er menntað á sviði markaðs- og
sölumála, stjómunar, vöruþróunar
og fyrirtækj arekstrar. “
En vanda þarf vel til stofnunar
slíks sjávarútvegsskóla sem ráð-
herrann talar um. Hlutverk og
verkefni slíks skóla era ærin. Það
þarf því ekki að fínna honum verk-
efni með því að hræra saman
sérgreinum þeirra skóla sjávarút-
vegsins sem fyrir era, þó að finna
megi þess dæmi erlendis innaií
marka minni skóla sem myndu
henta okkur eins og hér er bent á
með stofnun fjórðungsskóla.
Það verður því ótímabært að
halda áfram endurskoðun laga
um Fiskvinnsluskólann og leggja
fram tilbúið frumvarp um skip-
stjómarfræðsluna og stýri-
mannaskólana.
Með nýrri löggjöf og breyttu
skipulagi geta þessir skólar þjónað
sjávarútvegi og siglingum betur en
nú er gert.
Utanríkissiglingar mega ekki-
gleymast í þessari umræðu. Fátt
er Islendingum nauðsynlegra en
siglingar íslenskra vöraflutninga-
skipa að og frá landinu, þó að öll
sú umræða hafí af ástæðum öllum
kunnar verið á neikvæðu plani und-
anfama mánuði.
Ekki er vansalaust að farþega-
sigiingar að og frá landinu skuli
alfarið vera í höndum útlendinga
og ómögulegt fyrir fólk að komast
með skipum milli landa nema fyrir
velvilja og kunningsskap. Lítill
metnaður virðist vera í þessum
málum miðað við sem áður var. Og
mikið öryggisleysi og skammsýni
er að íslendingar skuli ekki eiga
stórt olíuflutningaskip fyrir flutn-
inga á olíu og bensíni að og frá
landinu. Virðast á þessu sviði ríkja
hálfgeiðir nauðungarsamningar í
sambandi við olíuviðskiptin._ Fyrir
20—30 árum síðan önnuðust íslend-
ingar þessa flutninga sjálfír með
eigin olíuflutningaskipi.
Þáttur siglinga má aldrei
gleymast I umræðu um stýri-
mannaskóla og vélskóla. Með
orðinu sjávarútvegi er fyrst og
fremst átt við útgerð og umsvif
fískiskipa enda þannig skýrt f orða-
bókum.
í heildarmynd tillögu og hug-
myndum að uppbyggingu „háskóla
sjávarútvegs og siglinga“ hefi ég
sett öryggis- og eldvamaskóla, en
ótrúlegt er að slfkri stofnun skuli
ekki fyrir löngu sfðan hafa verið
komið á fót innan skólakerfisins.
Slíkir skólar eru til f öllum ná-
grannalöndunum og era ekki
eingöngu til þjónustu þessum at-
vinnugreinum en einnig til öryggis-
og eldvamafræðslu starfsfólki í
stórfyrirtækjum og slökkviliðum
hinna ýmsu borga og héraða.
Gott átak hefúr samt verið unnið
í öryggismálum með björgunar-
fræðslu í gamla Þór, með styrk'
stjómvalda og Slysavamafélags ís-
lands. Lokaátak vatnar þó, sérstaka
stofnun, eldvamaskóla með at-
hafnasvæði utan, en þó í næsta
nágrenni mesta þéttbýlis landsins,
þar sem yrði komið fyrir föstum
yfírbyggingum skipa og fleira sem
tilheyrir þannig stofnun til æfínga
í slökkvistarfi.
Lokaorð
Við íslendingar og íslenskur sjáv-
arútvegur hefur brýna þörf fyrir
stofnun sérstaks sjávarútvegs-
skóla, sem myndi efla mjðg þá
sérskóla sem fyrir eru í landinu,
Stýrimannaskóla, Vélskóla og Fisk-
vinnsluskóla. Nemendur efstu
deilda þessara sérskóla myndu fyrst
og fremst sækja háskóla sjávarút-
vegs og siglinga og þaðan kæmu
kennslukraftar og nýjar hugmyndir.
Milli sérskólanna þarf að auka inn-
byrðis tengsl og samstarf þó að
þeir fái að þróast áfram sem sjálf-
stæðir skólar.
Endurmenntun, símenntun, er
kjörorð á breyti ngatímum. Hagræði
gæti orðið af því að þessir skólar
sameinuðust um þann þátt skóla-
starfsins. Áhrif atvinnulífsins eiga
að hríslast um allar greinar þessara.
menntastofnana, bæði frá sérstöku
fræðsluráði, fyrirtækjum í sjávarút-
vegi, siglingum og iðnaði, sem auk
þess eiga fulltrúa í skólaneftidum
viðkomandi sérskóla eins og verið
hefur.
Höfundur er skólastjóri Stýri-
mannaskólans l Reykjavík.
A
H
R
I
F
A
T
V
I
N
N
U
L
í
F
S
Tillaga um skipulag skóla í þjónustu sjávarútvegs og siglinga.